Morgunblaðið - 10.12.2007, Side 12
12 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Eftir Gunnar Kristjánsson
S
íldarævintýrið á Grund-
arfirði virðist engan
enda ætla taka. Frá því í
októbermánuði hafa
komið upp úr firðinum
hátt í hundrað þúsund tonn af síld.
Á firðinum sem ekki er mjög stór
að flatarmáli hafa verið allt upp í
15 síldveiðiskip samtímis og þar
hafa fengist stærstu síldarköst
samtímans, töluvert yfir 1000 tonn
í einu kasti. Fréttaritari Morg-
unblaðsins sem horft hefur úr landi
á ævintýrið gerast, fékk tækifæri
til þess sl. fimmtudag að komast í
návígi við síldarflotann.
Þegar siglt var út á fjörðinn á
smábátnum Þorleifi SH 120 laust
eftir hádegi þennan fimmtudag
voru 8 skip á firðinum og þegar
komið var á slóðina sem var austar
og norðar en undanfarið reyndust
tvö þeirra búin að kasta og fljót-
lega, eða um kl. 15, voru voru öll
búin að kasta nema Vilhelm stóri
Þorsteinsson sem gárungarir eru
farnir að kalla Betlehem af því að
hann fær aðeins síld úr nót frá öðr-
um, dólar á miðjum firði og bíður
eftir kalli.
Frystiskipið Guðmundur VE er
með álitlegt kast á síðunni þegar
við rennum upp að honum og
strákarnir um borð kampakátir.
Þeir biðja okkur fyrir stígvél í land
sem þeir tóku í misgripum sl.
þriðjudag þegar Guðmundur VE
losaði sig við frysta síld á nýja
frystihótelið í Grundarfirði, og
sumir strákarnir notuðu tækifærið
og litu aðeins á stelpurnar í fisk-
vinnslu Guðmundar Runólfssonar
en fóru burt með rangan fótabún-
að.
Fréttaritari heyrði í Sturlu Ein-
arssyni skipstjóra um borð í gegn-
um farsíma þegar ljóst var orðið að
ekki kæmumst við þar um borð, og
lét hann vel yfir veiðunum á firð-
inum sem hann sagði vera algjört
ævintýri en því færi senn að ljúka
hjá þeim að sinni, því skipið væri á
leið í vélarupptekt eftir helgina.
Kastað með hvelli
Þegar við héldum frá Guðmundi
VE nær landi í átt að Súlunni EA,
sem var að draga nótina nokkru
sunnar, lóðaði mikinn á dýptarmæl-
inum um borð í Þorleifi og Sig-
hvatur Bjarnason VE sem fengið
hafði búmm-kast áðan (tóm nót) og
var kominn á siglingu fyrir aftan
okkur, lét nú nótina vaða með
hvelli og flauti og sigldi hana síðan
út í hring og svæðið sem hann
hafði til þess virtist ekki stórt.
Hvellurinn sem heyrðist var þegar
skotið var út einskonar fallhlíf sem
fer í sjóinn og veitir mótstöðu til
þess að draga nótina af stað frá
borði. Þegar hann er kominn hring-
inn er tekið til við að draga inn
nótina og fljótlega er ljóst að þetta
er ekkert búmm.
Það tekur ekki langan tíma að
draga inn nótina og fljótlega er
sjórinn innan hennar orðinn iðandi
af silfri hafsins, dælunni sökkt nið-
ur við skipshlið og byrjað að dæla.
Þetta er svona 400–500 tonna kast,
segir Helgi Valdimarsson skipstjóri
þegar við komum þar um borð.
„Þetta hefur yfirleitt verið mjög
góð síld sem við höfum verið að fá,
ætli við séum ekki búnir að taka
svona sex til sjö þúsund tonn hérna
úr firðinum og um 8000 tonn alls,
kvótinn er líka langt kominn hjá
okkur.“
Alger sæla
„Þetta er léttasta síldarvertíð
sem við höfum verið á,“ segja
nokkrir hásetar sem stinga sér inn
og fá sér kaffisopa meðan verið er
að dæla síldinni. Þeir ræða sín á
milli um upplifunina af því að vera
á innfjarðaveiðum eins og þeir hafi
svo oft heyrt um. „Blessaður þetta
er algjör sæla,“ segja þeir, „engin
úthafsbræla og leiðindi.“
Í ljós kemur þegar málin eru
rædd að þeir á Sighvati hafa verið
heppnir þótt veitt sé á grunnu
vatni, aðeins fest nótina einu sinni í
gjá sem myndaðist á sjávarbotni
innarlega á firðinum þar sem sand-
dæluskipið Perlan sótti efni í land-
fyllinguna við hafnarsvæðið í
Grundarfirði en á þeirri landfyll-
ingu stendur einmitt frystihótelið í
dag. En það slapp allt saman vel,
segja þeir félagar. Helgi skipstóri
sem kemur að í þessu til að slokra
úr einum kaffibolla bætir því við að
þeir séu nú ekki lengur að nota
hefðbundna síldarnót heldur loðnu-
nót sem sé miklu styttri í föðmum
talið. Við fengum líka okkar
stærsta síldarkast hér á firðinum,
1100 tonn, bæta hásetarnir við
kampakátir.
Það kemur í ljós að á sumum
síldveiðiskipunum á firðinum dunda
hásetarnir sér við að halda úti
bloggsíðu þar sem þeir segja frá
upplifun sinni af síldarævintýrinu.
Einn þeirra, Þorbjörn Víglundsson
háseti á Guðmundi VE skrifar á
síðu sinni 123.is/tobbivilla: „Þetta
haust hefur tekið á sig allt aðra
mynd en maður var með í hug-
anum. Aldrei átti maður von á því
að liggja í mokveiði inn á Grund-
arfirði allt haustið.“
Loksins á að fara
að rannsaka undrið
Það er kominn tími til að kveðja
og halda til lands og horfa á leið-
inni á lóðningarnar á dýptarmæl-
inum. Runólfur Guðmundsson,
fyrrverandi skipstjóri sem er sér-
legur leiðsögumaður fréttaritara og
Kristján Torfason eigandi Þorleifs
SH, eru á því lóðningarnar hafi
verið miklu þéttari á síðasta ári.
Það er svo spurning hvort sagan
endurtaki sig að ári liðnu en eitt er
víst að það hefur ekki mikið farið
fyrir fiskifræðingum til þessa til
þess að rannska hvað hér sé að
gerast.
En viti menn um það leyti sem
fréttaritari stígur á land í Grund-
arfirði er stálbáturinn Sproti að
tygja sig til farar út á fjörðinn til
rannsóknarstarfa á vegum Haf-
rannsóknastofnunar. Freyr Jónsson
skipstjóri segist hafa fengið það
verkefni að kanna með bergmáls-
mælingum stærð síldarstofnsins í
Grundarfirðinum og síðan inn undir
Kolgrafarfjörð, einnig á svæðinu
innan við Stykkishólm á Breiða-
sund, þar sem síld veiddist um dag-
inn og alla leið inn í Hvammsfjörð
þar sem sést hefur til síldar inni í
höfninni í Búðardal. Freyr sagði að
fregnir hefðu borist af stórri síld-
artorfu í Kolluálnum norðarlega á
Breiðafirði og væru áform uppi um
að Bjarni Sæmundsson færi á þær
slóðir eftir að þeir á Sprota hefðu
lokið sínum mælingum. Sem sagt
síld og aftur síld og nú á loks að
fara að rannsaka málið.
Þægilegasta vertíðin
sem við höfum upplifað
Í návígi við síld-
arflotann inni á
Grundarfirði
Kastað Karlinn í brúnni á Sighvati Bjarnasyni, Helgi
Valdimarsson, stjórnar aðgerðum föðurlegur á svip.
Uppi í kálgörðunum Skipin kasta nótunum alveg uppi í landsteinunum í Grundarfirði. Myndin
var tekin í froststillum um helgina þegar mörg síldveiðiskip voru á veiðum í firðinum.
Silfur hafsins Síldinni dælt um borð og hásetarnir á Sighvati Bjarnasyni VE sjá til þess að hún fari á réttan stað í lest.
Návígi Það er ekki orðið langt í fjöruborðið þegar síldveiðiskipin kasta á síldina. Hér er Klakk-
ur í baksýn. Það er samt mesta furða hvað þeim tekst að komast hjá vandræðum.
Ánægður Engin bræla hér inni á firðinum, eintóm sæla.
Skipverjar eru ánægðir á innfjarðarveiðum á síld.
Í HNOTSKURN
»Í fyrra haust fylltist Grund-arfjörðurinn af síld og í haust
var hún komin aftur. Að þessu
sinni fylgdi síldveiðiflotinn á eft-
ir henni og hefur nú mokað upp
hátt í hundrað þúsund tonnum.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson