Morgunblaðið - 10.12.2007, Page 22
22 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VINKONA mín sem er bæði vitur
og skarpskyggn sagði nýlega að
Litlu negrastrákarnir hans Muggs
hefðu trúlega átt sinn þátt í því að
hér á landi hefði aldrei skapast andúð
í garð svarta kyn-
stofnsins. Ástæðan
væri sú að margar kyn-
slóðir íslenskra barna
hefðu haft svo ánægju-
leg kynni af þessum
litlu hrakfallabálkum
sem hefðu þá skemmti-
legu náttúru að koma
allir aftur eftir að hafa
lent í skondnum
hremmingum.
Við vinkonurnar eig-
um uppkomin börn og
slatta af barnabörnum
auk þess sem við höfum
lengi stundað kennslu. Ég hef aldrei
heyrt þessa skjólstæðinga mína fara
niðrandi orðum um fólk af öðrum lit-
arhætti og í rauninni held ég kyn-
þáttahatur sé börnum framandi. Sá
háski býr í fullorðnu fólki sem telur
sig vera afskaplega meðvitað en vílar
þó ekki fyrir sér að kaupa ofbeldis-
leikföng handa börnum sínum og
halda að þeim vafasömu myndefni.
Í umræðunni um Negrastrákana
hefur ýmislegt skondið komið fram.
Einn bókmenntafræðingurinn full-
yrti t.d. að Muggur hefði áreiðanlega
verið heimsvaldasinni og margverð-
launaður rithöfundur fann bókinni
sitthvað til foráttu en merkilegt nokk
kom eftir hann hálfgerð stæling á
bókinni þar sem þess var gætt að
kenjakrakkarnir hans
væru mislitir. Hann
verður því ekki stimpl-
aður heimsvaldasinni
heldur meðvitaður um
þann háska sem hvílir
yfir börnum heimsins.
Þar sem nafnið mitt
hefur tengst þessari 6.
útgáfu Negrastrákanna
vil ég taka fram hvernig
hana bar að, ekki síst
þar sem enn er dylgjað
um tilurð hennar. Þeg-
ar ég starfaði fyrir
nokkrum árum fyrir
Eddu-útgáfu stakk ég því að einum
útgáfustjóranum að tímabært væri
að þessi bók kæmi enn og aftur fyrir
sjónir íslenskra barna en hún hefði
löngu verið ófáanleg. Útgáfan af-
þakkaði boðið á þeim forsendum að
hún vildi ekki kalla yfir sig leiðinlega
umræðu.
Nokkrum árum síðar kynntist ég
ungum manni sem vann við bókaút-
gáfuna Skruddu og kom hugmynd-
inni á framfæri við hann. Þar á bæ
höfðu menn kjark til að ögra ímynd-
uðum brigslum um kynþáttahatur og
gerðu bókina vel úr garði. Henni var
innilega fagnað af gömlum vinum
enda þótt móðursýkisleg umræða
fylgdi í kjölfarið og vænar konur
hefðu samband við mig og vottuðu
mér samúð fyrir það herfilega
glappaskot að særa nýfædd blökku-
börn úti í Ameríku. Hins vegar er ég
stolt af þessu framtaki mínu og
Skruddu og ber brigður á heims-
valdastefnu Gunnars afa míns, sem
skrifaði textann, og Muggs ömmu-
bróður míns sem gerði þessar ynd-
islegu myndir sem leiftra af kímni og
mannkærleik og birtast í öllu hans
lífsverki. Sögusögnum um fjárhags-
legan hagnað vísa ég á bug enda átti
hvorki ég né nokkur annar umrædd-
an höfundarrétt.
Um dökka hrakfallabálka
og mislita kenjakrakka
Guðrún Egilson fjallar um
endurútgáfu Negrastrákanna » Þar á bæ höfðu mennkjark til að ögra
ímynduðum brigslum
um kynþáttahatur og
gerðu bókina vel úr
garði.
Guðrún Egilson
Höfundur er kennari við Verzl-
unarskóla Íslands og rithöfundur.
SAMFYLKINGIN hafði það sem
eitt helsta baráttumálið í suðurhluta
Norðvesturkjördæmis
fyrir alþingiskosningar
sl. vor að veggjald í
Hvalfjarðargöng yrði
aflagt. Flokkurinn lagði
ofuráherslu á þetta á
því svæði og lofaði því
að ef flokkurinn ætti
aðild að ríkisstjórn eftir
kosningar yrði gjaldið
lagt af. Málflutning-
urinn var skreyttur,
frambjóðendur tóku
sér stöðu við göngin og
ráku áróður gagnvart
vegfarendum. Áber-
andi áróður var settur upp á Akra-
nesi þar sem m.a. var vegið ómaklega
að fyrrverandi samgönguráðherra
vegna málsins.
Efndir kosningaloforða
Nú er Samfylkingin í ríkisstjórn og
lítið hefur bólað á efndunum, þrátt
fyrir að samgönguráðherrann komi
úr röðum Samfylkingarinnar. Nú er
það svo að Spölur hf. á og rekur
Hvalfjarðargöngin og hefur lög-
bundna heimild til að innheimta
veggjald af þeirri umferð sem fer um
göngin. Samfylkingin hefur ekki
ennþá útskýrt hvernig á að útfæra
það að fella niður gjaldið hjá hluta-
félagi sem á og rekur göngin og inn-
heimtir veggjaldið.
Skortur á samráði?
Guðbjartur Hann-
esson, oddviti Samfylk-
ingarinnar í Norðvest-
urkjördæmi, birtir
grein í Mbl. mánudag-
inn 3. desember sl.,
undir yfirskriftinni
„Veggjald í Hvalfjarð-
argöngum verði aflagt.“
Í greininni kvartar
hann m.a. yfir því að
ekkert samráð hafi ver-
ið haft milli þingmanna
Norðvesturkjördæmis
um málið, eins og hann hafði vonast
til. Það er rétt að fram komi að Guð-
bjartur hefur ekki leitað eftir slíku
samráði, a.m.k. ekki við þann sem
þetta skrifar. Jafnframt kemur fram
í greininni að tryggja þurfi meiri-
hluta á Alþingi til að málið nái fram
að ganga. Það er að vísu rétt hjá Guð-
bjarti, en skyldi hann hafa leitað lið-
sinnis um málið hjá ráðherrum sínum
og ríkisstjórn til þess að tryggja sem
best framgang málsins? Í lok greinar
sinnar tekur Guðbjartur fram að
hann vilji að samgönguráðherra og
nýrri ríkisstjórn verði gefnir nokkrir
mánuðir til þess að móta sér almenna
stefnu varðandi gjaldtöku á vegum,
en tekur fram að sú krafa séu uppi að
sú stefna tryggi jafnrétti milli lands-
hluta í þeim efnum.
Jákvæð áhrif
Rannsóknir hafa verið gerðar á því
hvaða áhrif tilkoma Hvalfjarð-
arganga hefur haft fyrir byggðirnar
á Vesturlandi. Niðurstaða þeirra er
að göngin hafa haft jákvæð áhrif á
búsetuþróun og búsetuskilyrði á
Vesturlandi. Það er ánægjuleg nið-
urstaða, enda blasir hún við ef litast
er um á því landsvæði. Einnig er nið-
urstaðan sú að gjaldtakan dragi úr
þeim ávinningi í samkeppni við önnur
svæði. Meginniðurstaðan er að göng-
in hafa haft jákvæð áhrif á mörgum
sviðum. Það var mikil bylting fyrir
Vesturland og reyndar einnig önnur
svæði landsins að Hvalfjarðargöngin
urðu að veruleika á sínum tíma. Þau
leystu að mestu af hólmi gömlu leið-
ina um Hvalfjörð, sem var oft erfið og
hættuleg.
Slegið í og úr
Í grein Guðbjarts gætir mótsagna
og sá grunur vaknar að hún sé fyrst
og fremst birt í auglýsingaskyni.
Mótsagnirnar felast m.a. í því að
hann kvartar yfir því að ekki hafi ver-
ið samráð meðal þingmanna kjör-
dæmisins um málið, þrátt fyrir að
ekki hafi verið leitað eftir slíku sam-
ráði af hálfu þingmanna Samfylking-
arinnar. Á sama tíma vill Guðbjartur
gefa samgönguráðherra og nýrri rík-
isstjórn tóm til að móta stefnu um
gjaldtöku af umferð. Hvernig ætlar
Samfylkingin að snúa sig út úr því
þegar niðurstaðan verður að hin nýja
ríkisstjórn beitir sér ekki fyrir því að
gjaldið verði lagt af. Það er sú nið-
urstaða sem greinarhöfundur spáir
að verði og byggir þann spádóm á
reynslu og umræðu um þetta mál á
undanförnum árum. Þá er rétt að
rifja upp að ekkert er um þetta „stór-
mál“ Samfylkingar í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar og sjálfstæð-
ismenn hafa ekki léð máls á því
hingað til að gjaldtaka í Hvalfjarð-
argöngum verði lögð af fyrr en áætl-
að er.
Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum
Magnús Stefánsson er ósáttur
með grein Guðbjarts Hann-
essonar í Mbl. 3. desember
» Í grein Guðbjartsgætir mótsagna og
sá grunur vaknar að
hún sé fyrst og fremst
birt í auglýsingaskyni.
Magnús Stefánsson
Höfundur er þingmaður Framsókn-
arflokks í Norðvesturkjördæmi.
Í DAG, á alþjóðlegum mannrétt-
indadegi, lýkur 16 daga átaki gegn
kynbundnu ofbeldi. Þennan dag, fyrir
tæpum sextíu árum, var Mannrétt-
indayfirlýsingin sam-
þykkt en hún lagði
grunninn að hinu al-
þjóðlega mannréttinda-
kerfi nútímans sem
byggist á að öll séum við
borin ,,frjáls og jöfn öðr-
um að virðingu og rétt-
indum“. Mannréttinda-
yfirlýsingin var þó ekki
fyrsta mannréttinda-
gerðin því fyrsti fjöl-
þjóðlegi mannréttinda-
samningurinn,
alþjóðasamningur um
þrælahald, var sam-
þykktur árið 1926 en
með honum var lagt
bann við þrælkun og
þrælahaldi í hvaða
mynd sem það birtist.
Þó bann við þrælkun sé
þannig meðal elstu við-
urkenndu mannrétt-
inda þýðir það þó ekki
að þrælahaldi hafi ver-
ið útrýmt. Árið 2005
áætlaði Alþjóðavinnumálastofnunin
(ILO) að 12,3 milljónir manna væru
ánauðugar og þar af væru 2,4 millj-
ónir fórnarlömb mansals.
Þess eru dæmi að Ísland hafi bæði
verið notað sem viðkomustaður og
áfangastaður þolenda mansals og því
er 16 daga átak gegn kynbundu of-
beldi 2007 tileinkað baráttunni gegn
mansali eða nútíma þrælahaldi eins
og það hefur stundum verið nefnt,
með áherslu á baráttu gegn kynlífs-
þrælkun.
Ástæður mansals eru margar og
misjafnar eftir löndum. Leitin að
betra lífi getur oft leitt þá sem minna
mega sín í hendur illmenna sem not-
færa sér bága stöðu fólks. Í flestum
samfélögum er staða stúlkna lakari
en drengja og því á kynbundið mis-
rétti sinn þátt í því að konur og stúlk-
ur eru berskjaldaðri fyrir mansali.
Mansal er einnig sérlega ábatasöm
glæpastarfsemi en Alþjóðavinnu-
málastofnunin áætlar að arður af
mansali sé meira en 32 milljarðar
bandaríkja á ári hverju. Arðurinn
sem tengist mansali í kynlífsiðnaði
felst ekki síst í því að konur má selja
aftur og aftur og starfsemin hefur
enn tiltölulega litla áhættu í för með
sér þar sem aðeins brotabrot þeirra
sem standa að þessari misnotkun
hafa verið dregið til
ábyrgðar.
Ísland er eitt Norð-
urlanda um að hafa
ekki gripið til heild-
stæðra aðgerða gegn
mansali. Á síðustu dög-
um hefur farið fram
mikil umræða um man-
sal og kynlífsþrælkun
og ljóst er að almenn-
ingur á Íslandi vill að
stjórnvöld leggi sitt af
mörkum til að berjast
gegn þessari hræðilegu
starfsemi. Í dag munu
aðstandendur 16 daga
átaks afhenda stjórn-
völdum áskorun um að-
gerðir gegn mansali frá
tæplega eitt þúsund og
sjö hundruð Íslend-
ingum, þar sem krafist
er heildstæðrar að-
gerðaáætlunar er hafi
mannréttindi og vernd
til handa fórnarlömbum
að leiðarljósi.
Með áskoruninni fylgja tillögur frá
aðstandendum 16 daga átaks um efni
aðgerðaáætlunar sem byggist á
mannréttindanálgun og taki sér-
staklega til þarfa þolenda mansals í
kynlífsiðnaði. Tillögurnar kveða með-
al annars á um fræðslu fagaðila og
forvarnir, aðstoð og vernd fyrir þol-
endur; saksókn mansala, og vitna-
vernd, vitundarvakningu um tengsl
vændis, kynlífsiðnar og mansals og
hvatt er til aukinna rannsókna á um-
fangi kynlífsiðnaðar á Íslandi.
Er það von okkar að stjórnvöld
taki þessar tillögur til athugunar og
samþykki hið fyrsta aðgerðaáætlun
til að koma í veg fyrir að þeir sem
standa að mansali nái fótfestu hér á
landi og tryggja að engar konur á Ís-
landi búi við kynlífsþrælkun, kúgun
og ofbeldi.
Áskorun til stjórn-
valda um aðgerðir
gegn mansali
Guðrún D. Guðmundsdóttir
skrifar í tilefni af alþjóðlegum
mannréttindadegi sem er í dag
Guðrún D.
Guðmundsdóttir
» Tæplegasautján
hundruð Íslend-
ingar skora á
stjórnvöld að
grípa til aðgerða
gegn mansali
Höfundur er framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Á SÍÐUSTU kjör-
tímabilum hefur líf-
eyrir almannatrygg-
inga verið hækkaður
verulega og mark-
visst verið dregið úr
tekjutengingum líf-
eyris almannatrygg-
inga við atvinnu-
tekjur og
lífeyristekjur. Jafn-
framt hefur þétt og örugglega ver-
ið dregið úr tengingum lífeyris al-
mannatrygginga við tekjur maka.
Um síðustu áramót var alfarið
skorið milli lífeyristekna hjóna,
þannig að tekjur úr lífeyrissjóði
hafa ekki lengur áhrif á lífeyri hins
makans. Á sama tíma var skerð-
ingarhlutfall vegna atvinnutekna
maka lækkað úr 50% í 25%. Í að-
gerðaáætlun ríkisstjórnarinnar
sem kynnt var í vikunni er gengið
alla leið og frá 1. apríl næstkom-
andi munu atvinnutekjur ekki hafa
áhrif á bætur almannatrygginga
hjá hinum makanum. Með þessu er
eitt stærsta baráttumál lífeyr-
isþega í höfn, en það er að horft sé
á sjálfstæðan rétt hvers og eins til
lífeyris, án tillits til tekna maka.
Hér eftir hafa hvorki lífeyristekjur
né atvinnutekjur maka áhrif á rétt
lífeyrisþega. Þetta mun sér-
staklega bæta hag kvenna, sem
hafa að öðru jöfnu lægri tekjur en
maki þeirra.
Breytingar sem gerðar voru á
almannatryggingalögunum rétt
fyrir síðustu jól í kjölfar sam-
komulags við Landssamband eldri
borgara sumarið 2006 fólu í sér til-
færslu sem nam um 11 milljarða
króna á ársgrundvelli til öryrkja
og aldraðra.
Á sumarþingi var sérstaklega
komið til móts við kröfur eldri
borgara að atvinnutekjur þeirra
sem eru orðnir 70 ára hefðu ekki
áhrif á rétt til lífeyris frá Trygg-
ingastofnun ríkisins. Í kjölfarið
hefur atvinnuþátttaka eldra fólks
aukist til hagsbóta fyrir viðkom-
andi og atvinnulífið allt. Nú er
gengið skrefinu lengra og ákveðið
100 þúsund króna frítekjumark á
mánuði hjá þeim sem eru á aldr-
inum 67-70 ára.
Í tillögum ríkisstjórnarinnar er
tekið á miklu réttlæt-
ismáli, þar sem inn-
lausn séreignasparn-
aðar mun frá 1. janúar
2009 ekki hafa áhrif til
skerðingar lífeyr-
istekna.
Árlegur kostnaður
ríkissjóðs vegna nýrra
og boðaðra breytinga
á högum lífeyrisþega
eru um 5 milljarðar
króna á ársgrundvelli.
Þannig hefur á einu
ári verið sett inn aukið
fjármagn sem nemur um 16 millj-
örðum króna á ári til að bæta hag
lífeyrisþega.
Norrænar samanburðartölur frá
árinu 2004 segja okkur að ellilíf-
eyrisgreiðslur á mann séu hæstar
hér á landi. Með þessum breyt-
ingum sem ríkisstjórnin hefur nú
boðað munu kjör lífeyrisþega hér á
landi skjótast enn lengra fram úr
nágrönnum okkar á hinum Norð-
urlöndunum. Við skulum halda því
til haga.
Bætt um betur
Ásta Möller fjallar
um kjarabætur til
eldri borgara
Ásta Möller
»Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins
og Samfylkingarinnar
heldur áfram á þeirri
braut sem mörkuð var í
tíð fyrri ríkisstjórna að
bæta kjör lífeyrisþega.
Höfundur er alþingismaður og for-
maður heilbrigðisnefndar Alþingis.