Morgunblaðið - 10.12.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 31
Krossgáta
Lárétt | 1 óslyngur,
8 álögu, 9 vinnuflokkur,
10 beita, 11 endurtekið,
13 eta upp, 15 rándýra,
18 ávítur, 21 klettasnös,
22 heiðarleg, 23 hindra,
24 orðasennan.
Lóðrétt | 2 slappt, 3 Dan-
ir, 4 kyrrt, 5 kvennafn,
6 kvenfugl, 7 hlífa,
12 blóm, 14 snák, 15 negl-
ur, 16 áleit, 17 greinar,
18 skellur, 19 reiðri,
20 svelgurinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1lævís, 4 stáls, 7 óskar, 8 ormur, 9 pár, 11 tært,
13 engi, 14 óróin, 15 kukl, 17 nota, 20 pat, 22 kuldi, 23 álk-
an, 24 rautt, 25 nánar.
Lóðrétt: 1 ljóst, 2 vakur, 3 sorp, 4 spor, 5 álman, 6 sorti,
12 tól, 13 enn, 15 kækur, 16 keldu, 18 orkan, 19 annar,
20 pilt, 21 tákn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú getur skipulagt lífið á blaði en
verður að lifa því með hjartanu. Þú verður
að vera tilbúinn að víkja út frá áætluninni
ef hjartað segir svo. Það mun gerast.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Heimurinn gengur ekki jafn hratt
og þér þætti æskilegt. Ef þú tekur því
með bros á vör ertu mjög þroskaður. Fyr-
ir alla muni ekki reiðast út af því.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú gætir hrint frá þér yndislega
venjulegu fólki með því að vera svona
skrítinn. Það er enginn tími til að útskýra.
Haltu áfram að vera eins og þú ert.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Verkefni virðast vera komin að
lokum, en það er bara skynvilla. Haltu
áfram. Bogmaður eða ljón mun geta
hjálpað þér með takmarkanir.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nýtt samband er áhugavert og
spennandi en mun fyrr en seinna kólna.
Viðhaltu eldinum með því að láta sem
minnst uppi. Njóttu dansins.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hristu upp í lífinu. Gerðu hlutina í
nýrri röð, farðu í fötin sem eru aftast í
skápnum, sofðu hinum megin á rúminu.
Litlar breytingar geta breytt yfirsýninni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Hafðu nógu hljótt til að heyra hljóðið
í jörðinni snúast. Ef þú ert opinn fyrir því
að láta smámuni dagsins hafa áhrif á þig
upplifirðu ótrúleg augnablik.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú laðar að þér það sem þig
langar í hratt og vel. Þú sérð glitta í alls-
nægtirnar sem koma munu, og það hvetur
þig til dáða.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ríkjandi afl víkur til hliðar og
loksins ræður þú för. Ljáðu viðskipta-
samkomulagi félagslega fágun. Við það
verður samningurinn betri og svo ertu
bara svo laginn við það.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Nú er ekki rétti tíminn til að
trúa því sem þú heyrir. Sama persónan
veitir þér réttar og rangar upplýsingar.
Ekki gera neitt, þú færð betri upplýs-
ingar á morgun.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Í vinahópnum þínum hafa
margir sterkar skoðanir. Þetta getur leitt
til baráttu og tilfinningar munu særast ef
málin eru tekin of alvarlega. Ekki ræða
neitt umdeilt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Stjörnurnar brosa til þín þegar þú
einbeitir þér að skemmtilegum áhuga-
málum utan vinnunnar. Þau tengja þig
áhugaverðu fólki, leyndarmálum og
mögulegum elskhugum.
stjörnuspá
Holiday Mathis
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. g3 Bb7 5.
Bg2 Be7 6. Rc3 0-0 7. 0-0 Re4 8. Bd2 f5
9. Dc2 Bf6 10. Had1 Rxc3 11. Bxc3 Be4
12. Dc1 d6 13. Re1 De8 14. f3 Bb7 15.
e4 Rd7 16. Rd3 fxe4 17. fxe4 e5 18. d5
Bc8 19. Bh3 Rc5 20. Bxc8 Rxd3 21.
Hxd3 Hxc8 22. Hdf3 Dg6 23. Hf5 h6 24.
Dd1 Be7 25. Da4 Hxf5 26. exf5 De8 27.
Dxa7 Bg5 28. Kg2 Dh5 29. Db7 De2+
30. Hf2 De4+ 31. Kh3 Hf8 32. Dxc7
Be3 33. Hf1 Dd3 34. Hf3 De4 35. Hf1
Dd3 36. Hf3 De4 37. Hf1
Staðan kom upp í heimsmeistara-
keppninni í hraðskák sem lauk fyrir
skömmu í Moskvu. Michael Adams
(2.729) hafði svart gegn Vassily Ivan-
sjúk (2.787). 37. … h5! svartur hótar
nú De4-g4+ og við þeirri hótun er ekk-
ert viðunandi svar. Framhaldið varð:
38. He1 Dxf5+ 39. Kg2 Df3+ 40. Kh3
Dg4+ og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
Hvert-spil-leikur.
Norður
♠D103
♥G3
♦Á
♣KG97642
Vestur Austur
♠G872 ♠ÁK65
♥KD10854 ♥Á976
♦D4 ♦962
♣D ♣103
Suður
♠94
♥2
♦KG108753
♣Á85
Suður spilar 3♦.
Suður vekur í fyrstu hendi á 3♦ og
enginn gerir athugasemd. Hverjar eru
horfur sagnhafa með ♣D út?
Spilið kom upp í „board-a-match“
sveitakeppni á haustleikunum í San
Francisco, sem nú er nýlokið. Þegar
keppnisformið er „hvert-spil-leikur“ er
reiknað eins og í tvímenningi, þannig
að keppikeflið er að vera með hærri
tölu en óvinirnir. Hér ætti suður að
vinna 3♦ slétt, en það væri mikill sigur
að fá yfirslag.
Brian Senior var í suður og hann tók
fyrsta slaginn í borði með ♣K og spil-
aði spaða í öðrum slag. Í svona stöðum
er eðlilegt að reyna að opna samgang
með því að spila stysta litnum, en til-
gangur sagnhafa var að rugla vörnina í
ríminu. Og það tókst. Austur stakk upp
♠K og gaf makker sínum laufstungu,
en vestur reyndi svo að taka tvo slagi á
hjarta. En þá trompaði sagnhafi óvænt
og átti restina: 130 í staðinn fyrir 110.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
1 Fyrrum söngvari Nýdanskrar er snúinn aftur til hljóm-sveitarinnar. Hver er hann?
2 Hvaða tvær íslenskar myndir hafa verið valdar í stutt-myndaflokkinn á Sundance-kvikmyndahátíðinni?
3 Númer hvað er Ragna Ingólfsdóttir bandmintonkonaá Evrópulistanum?
4 Ellý K. Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar,hefur sótt um sitt fyrra starf aftur. Hvað var það?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Hvaða trygginga-
félag hreppti allar
fasteignatryggingar
ríkisins? Svar: Vörð-
ur tryggingar. 2. Hver
hlaut verðlaun fyrir
best myndskreyttu
barnabókina á
þessu ári? Svar: Sig-
rún Eldjárn. 3. Það
eru ekki aðeins ís-
lenskar landnáms-
kýr sem framleiða mjólk hér á landi, heldur innfluttar kýr af tveim-
ur kynjum. Hvaða? Svar: Angus og Limousine. 4. Hvaðan var pilt-
urinn sem náði að hringja í Hvíta húsið í Washington til að koma á
samtali Ólafs Ragnars við Bush? Svar: Frá Akranesi.
Spurter… ritstjorn@mbl.is
Reuters
dagbók|dægradvöl
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
FRÉTTIR
HAPPDRÆTTI Krabbameins-
félagsins hefur allt frá árinu 1955
verið ein helsta fjáröflunarleið
krabbameinssamtakanna og stuðl-
að að uppbyggingu þeirra og þró-
un. Einn mikilvægasti þáttur
starfseminnar, fræðsla um krabba-
mein og krabbameinsvarnir, bygg-
ist að langmestu leyti á happ-
drættisfé, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Í jólahappdrættinu fá konur
heimsenda happdrættismiða. Vinn-
ingar í jólahappdrættinu eru alls
tvö hundruð talsins að verðmæti
um 23,5 milljónir króna. Aðalvinn-
ingurinn, að verðmæti 2.699.000
króna, er Toyota Prius. Annar að-
alvinningurinn er bifreið eða
greiðsla upp í íbúð að verðmæti
1.000.000 krónur. Einnig eru 198
vinningar úttektir hjá ferðaskrif-
stofu eða verslun, hver að verð-
mæti 100.000 krónur. Vinningarnir
eru skattfrjálsir. Dregið verður
24. desember.
Á bakhlið miðans eru upplýs-
ingar um ráðgjafarþjónustu
Krabbameinsfélagsins. Þjónustan
er ætluð þeim sem greinst hafa
með krabbamein og aðstandend-
um þeirra í þeim tilgangi að ná
jafnvægi aftur í lífinu við þær
breyttu aðstæður sem greining
krabbameins veldur.
Happdrættismiðarnir eru nú
sendir sem greiðsluseðlar til að
auðvelda þeim sem vilja taka þátt
í happdrættinu að greiða miðana í
heimabanka/netbanka. Miðar eru
einnig til sölu á skrifstofu
Krabbameinsfélagins í Skógarhlíð
8. Þeir sem vilja borga miðana
með greiðslukorti geta hringt í
síma 540-1900, en þar eru einnig
veittar nánari upplýsingar um
happdrættið, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Jólahappdrætti
Krabbameinsfélagsins
STJÓRN Íbúasamtaka Bústaða-
hverfis hefur samþykkt ályktun
vegna umræðu um mislæg gatnamót
á mótum Reykjanesbrautar og Bú-
staðavegar. Þar kemur fram að
stjórn íbúasamtakanna leggst alfarið
gegn framkomnum hugmyndum um
byggingu mislægra gatnamóta við
Bústaðaveg.
„Slík framkvæmd mun hafa í för
með sér mikla aukningu umferðar
um Bústaðaveg sem mun kljúfa
hverfið endanlega í sundur að
óbreyttu ástandi.
Óviðunandi er að auka umferðar-
þunga í íbúðahverfi með slíkum
hætti. Það eykur m.a. slysahættu við
Bústaða- og Réttarholtsveg í
tengslum við skólasókn unglinga í
Réttarholtsskóla og rýrir enn frekar
möguleika barna ofan Bústaðavegar
að sækja íþróttaæfingar hjá Víkingi,
sem er íþróttafélag hverfisins. Auk
þess sem það skerðir önnur lífsgæði
íbúa hverfisins.
Þessi framkvæmd mun þannig
rýra búsetuskilyrði í hverfinu, sem
er óásættanlegt að mati stjórnar
íbúasamtakanna,“ segir í ályktun-
inni.
Óviðunandi að auka um-
ferðarþunga í íbúðahverfi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti