Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 4

Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 4
4 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISSAKSÓKNARI telur núgild- andi lög um nálgunarbann gera úr- ræðið óskilvirkt, í umsögn sinni um drög að frum- varpi til laga um nálgunarbann. Hann er enn þeirrar skoðunar að ákærandi ætti að taka ákvörðun um nálgunar- bann sem sætti síðan endurskoð- un dómstóla eftir á, í stað þess að brotaþoli þurfi að setja fram kröfu um bann, sem fer fyrir dómstóla og getur tekið marga mánuði. Dómsmálaráðherra lagði fram nýtt frumvarp til laga um nálg- unarbann í haust en fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að sak- sóknari hjá ríkissaksóknara telur núgildandi ákvæði um nálgunar- bann gölluð. Samkvæmt frumvarp- inu verða þó litlar efnislegar breyt- ingar. Í umsögn Boga Nilssonar, rík- issaksóknara, segir að í Svíþjóð og Noregi séu það ákværuvald eða ákærandi sem ákveði og mæli fyrir um nálgunarbann á fyrsta stigi og telur hann það fyrirkomulag mun einfaldara og skilvirkara. Í umsögninni bendir ríkissak- sóknari á að ef ákvæði um hver skuli ákveða nálgunarbann muni standa óbreytt í nýjum lögum sé full ástæða til að athuga hver setja skuli fram kröfu um nálgunarbann og bendir á ákæruvald eða ákær- anda í því sambandi. Nálgunar- bann óskilvirkt Ríkissaksóknari telur að breyta eigi lögum Bogi Nilsson, ríkissaksóknari AÐEINS einn togari íslenska flotans, Sunna Ke-60 úr Keflavík, verður á veiðum yfir hátíðarnar samkvæmt upplýsingum frá Vaktstöð siglinga. Sjö fraktskip eru í siglingum til Evrópu og Ameríku. Í kjarasamningum sjómanna eru þau ákvæði að skip megi ekki vera á veiðum yfir hátíðarnar nema siglt sé í framhaldinu til útlanda og aflinn seldur þar, að sögn Bergþórs Atlasonar hjá Vaktstöð siglinga. Hann segir að skip sem það geri fái mjög gott verð fyrir aflann, þar sem svo fáir séu á markaðnum í janúar. Verðið sé 30-40% hærra. Þessi skip séu oft mönnuð nemum úr Stýrimannaskólanum sem taki jólatúr fegins hendi til að drýgja tekjurnar. Flestir úr fastri áhöfn Sunnu úr Keflavík séu nú komnir í jólafrí. Bergþór segir miklar breytingar hafa orðið á vinnu- tíma sjómanna eftir tilkomu kvótakerfisins. Á hans sjómannsárum, en hann byrjaði sem loftskeytamaður árið 1968, „var okkur haldið úti á sjó allar hátíðar, þetta var viss metnaður í útgerðarmönnum að eiga skipin sín úti á sjó. Maður skildi þetta ekki alveg á þessum tíma en það lagaðist svo smám saman þar til þessu var bætt inn í kjarasamninga, til mikilla bóta fyrir fjölskyldulífið,“ segir Bergþór. Hann segir að auðveldara hafi orðið að skipuleggja veiðarnar eftir að kvótakerfið var tekið upp, kerfið hafi því sína kosti þó gallarnir séu margir. „Það var meira kapp í mönn- um í gamla daga, en það er nú líka gott að gæta hófs,“ segir Bergþór Atlason. Morgunblaðið/Golli Einn togari á miðum yfir hátíðarnar ÞRÍR bílar keyrðu út af í Hrútafirði á laugardagskvöld og áttu öll óhöppin sér stað á um það bil einni klukkustund. Bílaröð myndaðist á veginum eftir annan útafaksturinn og keyrði bílstjóri þriðja bílsins út- af til þess að forðast árekstur við bílaröðina. Aðeins var um minni- háttar meiðsl að ræða og voru öku- maður og farþegar eins bílsins flutt á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Óhöppin áttu sér stað á móts við Reyki en að sögn lögreglu var mun hálla á þessu svæði en annars stað- ar í kring og kom það fólki á óvart. Þrír fóru útaf á klukkustund FRÉTTAVEFUR Mbl.is er nú að- gengilegur öllum notendum þriðju kynslóðar far- síma hjá Nova og Símanum, fyrst- ur íslenskra fréttavefja. Sím- notendur geta þannig skoðað bæði skrifaðar fréttir og sjónvarps- fréttir Mbl. í símanum, rétt eins og þeir væru við tölvuna. Nova hefur boðið upp á þjónustuna frá síðustu mánaðamótum og hafa viðtökur verið mjög góðar, að sögn Liv Bergþórsdóttur framkvæmdastjóra Nova. „Viðskiptavinir þurfa ekki að slá inn neina vefslóð, heldur bara að ýta á einn takka til þess að kom- ast á upphafssíðu Nova. Út frá henni er svo tengt á vinsælt efni á netinu, en efst á upphafssíðunni eru til dæmis fréttir frá mbl.is,“ segir hún. Nova og Síminn bjóða net- aðganginn ókeypis fyrst um sinn, en mánaðaráskrift verður undir þúsund krónum hjá Nova þegar gjaldtaka hefst í mars. Hugbúnaðarfyrirtækið Hexia hannaði kerfi sem vaktar birtingu margmiðlunarefnis á netinu, þar á meðal á mbl.is. Að sögn Þórarins Stefánssonar framkvæmdastjóra Hexia sækir kerfið efni á netið og breytir í símavænt form. Með því verður það aðgengilegt þriðju kyn- slóðar símafyrirtækjum. Mbl. sjónvarp í 3G-farsíma EINHVERJAR tafir verða á fram- kvæmd við breikkun Reykjanes- brautar í kjölfar þess að Jarðvélar, sem unnið hafa að verkinu, hafa gef- ið það frá sér. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir í samtali við Morgunblaðið að bjóða þurfi verkefnið út að nýju og því fylgi óhjákvæmilega tafir. Óvissa hefur verið um framtíð og launagreiðslur til starfsmanna fyrir- tækisins og segir Sigurður Bessa- son, formaður Eflingar, að mál um tuttugu starfsmanna séu nú til með- ferðar hjá stéttarfélaginu. Þá séu fleiri mál til meðferðar hjá Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og hjá Verkamannafélaginu Hlíf. Fylgja málinu fast eftir „Það er mismunandi eftir starfs- mönnum hvað mikið vantar upp á að þeim hafi verið greidd full laun, allt frá 90.000 krónum upp í nokkur hundruð þúsund,“ segir Sigurður. „Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist or- lofsgreiðslur til starfsmanna, en það sem eftir stendur verður að sækja með aðstoð lögmanna og mun stétt- arfélagið fylgja málinu fast eftir.“ Að sögn Sigurðar fékk Efling vitn- eskju um hvert stefndi fyrir um 2-3 vikum. „Við höfum engin svör fengið frá fyrirtækinu um það hvort Jarð- vélar verði teknar til gjaldþrota- skipta, en ég sé ekki ástæðu til að menn berji höfðinu við steininn til lengdar hvað það varðar. Fyrirtækið er véla- og verkefnalaust.“ Bjóða verkið út á nýjan leik  Enn ríkir óvissa um launagreiðslur til starfsmanna Jarðvéla og fara stéttarfélög með mál þeirra  Tugir starfsmanna hafa enn ekki fengið greidd full laun Í HNOTSKURN » Jarðvélar voru stofnaðar ár-ið 1984 og hefur fyrirtækið sinnt fjölda verkefna síðan þá, meðal annars breikkun Reykja- nesbrautar og brúar- og gatna- gerð yfir Úlfarsá. » Starfsmenn fyrirtækisinseru um fimmtíu talsins og velta hefur verið yfir milljarður kóna. ÁRNI Friðrik Einars- son Scheving tónlistar- maður lést í Reykjavík 22. desember sl. Árni fæddist í Reykja- vík 8. júní 1938. Foreldr- ar hans voru Einar Árnason Scheving húsa- smíðameistari og Þór- anna Friðriksdóttir, húsfreyja. Systkini Árna eru Örn, Birgir og Sig- urlín Scheving. Börn Árna eru Ragnar, Bryn- dís, Guðni Þór og Einar Valur auk fóstursonar- ins Arnaldar Hauks. Árni ólst upp í Reykjavík og hóf ungur að starfa sem hljómlistarmað- ur. Hann starfaði með öllum helstu hljómsveitum og tónlistarmönnum þessa lands á öllum sviðum tónlistar. Árni var einn virtasti djassleikari þjóðarinnar og var formaður djass- deildar FÍH, auk þess sem hann var í forsvari fyrir Djasshátíð Reykjavíkur til fjölda ára. Árni var eftirsóttur hljóðfæraleikari, út- setjari og hljómsveit- arstjóri og spilaði inn á ótal hljómplötur á hin ýmsu hljóðfæri, svo sem víbrafón, bassa, rafbassa, óbó, saxófón, harmonikku og píanó. Hann sinnti lengi trún- aðarstörfum fyrir Fé- lag íslenskra hljómlist- armanna og var gerður að heiðursfélaga FÍH á aðalfundi félagsins í maí sl. Þar var honum þakkað ómetanlegt starf í þágu íslensks tónlistarlífs. Árni rak einnig heildverslun sem bar nafn hans og hafði hann m.a. um- boð fyrir Zippó vörur. Heildsölu sína rak hann til dánardags. Eftirlifandi eiginkona Árna er Sigríður Friðjóns- dóttir. Útförin verður gerð frá Hallgríms- kirkju föstudaginn 4. janúar og hefst athöfnin kl. 13:00. Andlát Árni F. Scheving NÚ er mesta álagstíma póstþjónustunnar að ljúka og höfðu þessar ungu kon- ur hraðar hendur við kortaflokkunina í gær. Lokið verður við dreifingu jólapósts á hádegi í dag, þó reikna megi með að jólakortin verði að skila sér eitthvað fram á nýja árið. Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðsstjóri Póstsins, segir vertíðina hafa gengið mjög vel fyrir sig. Starfsfólk hafi staðið saman sem einn maður við að koma jólasendingum á réttum tíma til landsmanna. Jólakortaflóð Morgunblaðið/Golli Flokkað Starfsmenn Póstsins hafa hraðar hendur fyrir jólin. EKIÐ var á tvö hross á Blómstur- vallavegi í gærkvöldi, rétt fyrir utan Akureyri. Aflífa þurfti hrossin en þau brotnuðu bæði illa á fótum. Öku- maðurinn var einn í bílnum en hlaut engin meiðsl sjálfur. Lögreglan á Hvolsvelli kallaði út bíl í gærkvöldi til að sanda veg við Hunkubakka en ekki fór betur en svo að bifreið valt rétt áður en sand- að var. Ökumaðurinn bílsins sem valt fékk far með sanddreifaranum. Hestar urðu fyrir bíl FANGAGEYMSLUR lögreglunnar í Reykjavík fylltust aðfaranótt Þor- láksmessu, enda afar mannmargt í miðbænum og almenn ölvun. Fjórar líkamsárásir komu inn á borð lög- reglu þessa nótt og áttu þær sér allar stað í miðborginni, en áverkar reyndust ekki alvarlegir. Þá var fíkniefnalögreglan á ferðinni um göt- ur og veitingahús miðborgarinnar við sérstakt eftirlit ásamt leitar- hundum. Afraksturinn varð alls 14 fíkniefnamál sem telst meira en á meðalnóttu. Í öllum tilfellum var þó um neysluskammta að ræða. 14 fíkni- efnabrot ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.