Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR Mjódd, sími 557 5900 Við sendum viðskiptavinum okkar Okkar bestu óskir um Gleðilega jólahátíð m bl 9 50 50 8 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla Gleðileg Jól Opið í Bæjarlind 10-12 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Kringlunni • Simi 568 1822 www.polarnopyret.is Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Ungum jafn- aðarmönnum: „Ungir jafnaðarmenn mótmæla harðlega pólitískum skipunum Sjálf- stæðisflokksins í embætti dómara á Íslandi. Í þeim felst alvarleg vald- níðsla og aðför að þeirri kröfu sem gerð er í stjórnarskrá lýðveldisins, um óháða og óhlutdræga dómstóla. Nú síðast hefur settur dómsmála- ráðherra úr röðum Sjálfstæðis- flokksins sniðgengið álit sérfræð- inganefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti héraðs- dómara. Fyrir þessu eru ekki for- dæmi. Svo vill til að sá sem stöðuna fékk var til langs tíma pólitískur að- stoðarmaður dómsmálaráðherra og er sonur (Davíðs Oddssonar) fyrrum forsætisráðherra. Þrír umsækjend- ur höfðu verið metnir hæfari en hann. Eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur réttilega bent á, skortir mjög á að rökstuðn- ingur (Árna Mathiesen) setts dóms- málaráðherra, sé trúverðugur varð- andi þetta frávik. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipa vildarvini í embætti dómara. Skemmst er þess að minnast þegar Geir H. Haarde, þá settur dóms- málaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson fornvin Davíðs Odds- sonar sem hæstaréttardómara og þegar Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra skipaði frænda Davíðs Oddssonar, Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara. Fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýndu harðlega tvær síðast- nefndu skipanirnar. Ungir jafnaðarmenn skora því á sitt fólk að láta pólitíska spillingu við embættisveitingar ekki líðast í nýju ríkisstjórnarsamstarfi, frekar en áð- ur.“ Mótmæla skipun héraðsdómara AUÐUNN Jónsson, kraftlyftinga- maður, sendi Morgunblaðinu eftir- farandi yfirlýsingu sem er dagsett 22. desember sl. „Í kjölfar þess að Alþjóðaíþrótta- dómstóllinn hefur staðfest keppnis- bann Alþjóðakraftlyftingasam- bandsins og þar með dæmt mig í tveggja ára keppnisbann frá og með nóvember 2006 vil ég skýra mál mitt. Fyrir þátttöku í heimsmeistara- keppninni í kraftlyftingum sem fram fór í Noregi í nóvember 2006 var ég fyrirvaralaust kallaður í lyfjapróf. Framkvæmd þess lyfjaprófs var öll hin undarlegasta og á allan hátt frá- brugðin þeim fjölda annarra lyfja- prófa sem ég hef gengist undir áður og samkvæmt mínum lagaskilningi ólöglegt í allri framkvæmd. Aldrei nokkru sinni hafa ólögleg efni fundist í líkama mínum eða leik- ið grunur á því að ég misnoti efni til að auka árangur minn í íþróttum. En eftir lyfjapróf það sem tekið var af mér í nóvember 2006 komu einungis í ljós niðurbrotsefni en engin ólögleg efni. Yfirlýsing þessi felur í sér loka- yfirlýsingu mína í þessu máli en ég horfi nú til framtíðar. Ég vil og biðja íslenska fjölmiðla að hafa í huga hag fjölskyldu minnar og minna nánustu vina. Virðingarfyllst, Auðunn Jónsson. Yfirlýsing vegna keppnisbanns Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn FÉLAG um foreldrajafnrétti sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: „Jólaósk frá Femínistafélagi Ís- lands hefur ítrekað verið birt síð- ustu daga í netmiðlum og mikil um- ræða farið fram um hana. Jólaóskin tengir barnsröddina á mjög ósmekklegan hátt við alhæfingu um að karlmenn nauðgi. Félag um for- eldrajafnrétti telur að foreldrum finnist þessi nálgun fullkomlega óá- byrg. Félag um foreldrajafnrétti skorar á Femínistafélag Íslands að gæta hófs í málflutningi sínum og birta yfirlýsingu þess efnis að út- gáfa þessarar jólaóskar hafi verið mistök.“ Mótmæla jóla- ósk Femín- istafélagsins Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.