Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
HART er deilt á fiskveiðistefnu Evr-ópusambandsins í nýrri endurskoð-unarskýrslu sem Endurskoð-unarréttur Evrópusambandsins
hefur gefið út. Í skýrslunni segir m.a. að upp-
lýsingar um fiskveiðar séu óáreiðanlegar og
ófullkomnar og eftirlitskerfi ómarkviss og komi
ekki í veg fyrir brot. Á það er einnig bent að ef
ekki er hægt að styðjast við réttar upplýsingar,
eftirlit og framkvæmd reglna fiskveiðistjórn-
unar, þá sé ómögulegt að byggja upp raunhæfa
fiskveiðistefnu á vettvangi ESB. Frá þessu er
meðal annars greint á heimasíðu LÍÚ.
Skýrsla Endurskoðunarréttarins kemur í
framhaldi af ítarlegri rannsókn þar sem könn-
uð var starfsemi framkvæmdastjórnarinnar og
hvernig staðið væri að því að innleiða reglur í
tengslum við fiskveiðistefnu ESB og miðla upp-
lýsingum um veiðar í sex aðildarríkjum (Dan-
mörku, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Spáni og
Bretlandi).
Niðurstöður endurskoðunarskýrslunnar eru
annars í stuttu máli eftirfarandi: Upplýsingar
um fiskveiðar eru óáreiðanlegar og ófull-
komnar. Ekki er því hægt að vita hver raun-
veruleg veiði er. Vegna þess að upplýsingar eru
rangar geta þær ekki skapað réttan grunn fyrir
ákvarðanir um fiskveiðikvóta.
Eftirlitskerfi aðildarríkjanna eru ómarkviss
og koma ekki í veg fyrir brot á fiskveiðireglum
og stefnu ESB í fiskveiðum. Sektir aðildarríkj-
anna vegna brota á fiskveiðireglum hafa ekki
fælingaráhrif.
Í skýrslunni er bent á að Framkvæmda-
stjórn ESB hafi ekki úrræði til að bregðast við
með skjótum hætti til að þrýsta á aðildarríki
þegar þau fara ekki eftir settum reglum. Ekki
eru heldur til staðar eftirlitskerfi sem tryggja
að réttar upplýsingar um framkvæmd fisk-
veiðireglnanna í aðildarríkjunum berist til
Framkvæmdastjórnarinnar.
Því er einnig haldið fram að styrkjakerfi
ESB og aðgerðir sem miða að því að draga úr
umframafkastagetu fiskveiðiflotans skili ekki
árangri og geti ýtt undir brottkast og tilhneig-
ingu til að gefa upp minni afla. Skýrslan þykir
undirstrika mikilvægi þess að framkvæmda-
stjórn sambandsins taki fiskveiðistefnuna til
endurskoðunar, en áætlað er að á síðari hluta
næsta árs verði ný stefna kynnt.
Þetta eru svo sem engin ný sannindi. Hin
sameiginlega fiskveiðistefna ESB hefur aldrei
gengið upp. Það eru alltof margir að veiða alltof
fáa fiska og mjög illa hefur gengið að takmarka
sóknina. Kvótar eru í mörgum tilfellum mjög
litlir og útgerðin óhagkvæm og í mörgum til-
fellum eru sjómenn neyddir til að henda fiski,
sem þeir hafa ekki kvóta fyrir. Fiskveiðistjórn-
un sem nánast skyldar brottkast er náttúrulega
út í hött. Þá vita menn ekkert hve mikið er
drepið af fiski og hafa litlar sem engar for-
sendur til að meta stofnstærðir og ákveða hæfi-
legan heildarafla. Vonandi skilar endurskoðun
fiskveiðistefnunnar einhverju betra en nú er
við lýði, en líkur á því eru reyndar ekki miklar.
Öllum ætti að vera ljóst að það er ekki fýsilegt
fyrir Íslendinga að gangast undir óstjórn
þessa.
Hart deilt á fiskveiðistefnu ESB
» Fiskveiðistjórnun sem nánast skyldar brottkast er
náttúrulega út í hött.
Bryggjuspjall
Hjörtur Gíslason
E
ftirspurn eftir sjávaraf-
urðum á heimsvísu
eykst stöðugt. Viðskipti
með fiskafurðir gera
það einnig, þó enn séu
nokkrar viðskiptahindranir á því sviði
og hamli því viðskiptum. Því valda
deilur innan WTO, heimsviðskipta
stofnunarinnar, milli þróuðu land-
anna, ESB, Japans og Bandaríkjanna
og þróunarlandanna, Brasilíu, Kína,
Indlands og Suður-Afríku. Markmið-
ið er hins vegar að draga úr viðskipta-
hindrunum, en þeim er enn beitt í
nokkrum mæli.
Viðskipti á alþjóðavísu eru háð sí-
fellt fleiri lögum og reglugerðum, sem
oft er erfitt að uppfylla, sérstaklega
fyrir smærri fyrirtæki og þróunar-
löndin. Á sama tíma og talað er um
aukið viðskiptafrelsi, gera stóru við-
skiptablokkirnar, Bandaríkin og
ESB, innflytjendum sífellt erfiðara
fyrir með alls kyns kröfum og reglu-
gerðum. Þetta er reyndar í nokkru
ósamræmi við eftirspurn eftir fiskaf-
urðum því bæði Bandaríkin og Evr-
ópusambandið verða sífellt háðari
innflutningi á sjávarfangi til að mæta
eftirspurn og markmiðum um aukið
fiskát í nafni hollustu.
Tækifærin eru víða
Hagvöxtur í heiminum er stöðugt
að aukast, en hann er mismunandi
eftir heimshlutum. Mestur er vöxtur-
inn í Asíu, en Afríka er einnig að koma
til. Hugsanlega eru mestu viðskipta-
tækifærin í Afríku, bæði hvað varðar
framleiðu þar og innflutning þangað.
Þannig hefur áhugi fjárfesta á fiskeldi
þar aukizt verulega.
Tækifærin virðast vera fyrir hendi,
en ýmis ljón eru þó í veginum. Þar má
nefna ófullnægjandi lög og reglugerð-
ir, máttlítil eða spillt stjórnvöld og lé-
lega innviði, svo sem samgöngur og
þjónustu. Reyndar er farið að gæta
þróunar í átt til frjálsari efnahags-
stjórnunar, sýnileika og raunverulegs
lýðræðis.
Annars hefur ríkt mikil óvissa í
efnahagsmálum heimsins á þessu ári.
Hlutabréfamarkaðirnir hafa verið
brothættir og reyndar hefur gengi
hlutabréfa lækkað um allan heim.
Efnahagur í Bandaríkjunum er þó
talinn standa nokkuð traustum fótum,
en neyzla almennings í Japan er enn
lítil. Þá hafa breytingar á innbyrðis
gengi gjaldmiðla haft töluvert að
segja, sérstaklega veik staða dollars-
ins á meðan evran hefur verið að
styrkjast.
Hið háa olíuverð hefur verulega
neikvæð áhrif á sjávarútveginn.
Vegna hækkandi útgerðarkostnaðar
skila veiðarnar minni hagnaði. Fyrir
vikið er orðið ódýrara að ala ýmsar
fisktegundir en veiða þær. Þessi þró-
un gæti leitt til þess að veiðar á ein-
hverjum tegundum leggist af. Þar má
nefna lax, rækju og einhverjar hvít-
fisktegundir.
Fiskeldi blómstrar um allan heim,
hvort sem er í sjó eða á landi. Fjöldi
fisktegunda í eldi eykst stöðug. Það er
þó margt sem getur haft áhrif á
áframhaldandi vöxt í eldinu. Þar má
nefna auknar umhverfiskröfur, við-
skiptadeilur, hraða tækniþróun sem
getur leitt til offramboðs og verð-
lækkunar og loks verð á fóðri fyrir
fiskeldið.
Sjálfbærni mikilvæg
Þá skiptir sjálfbærni fiskveiða mun
meira máli en áður, ekki bara fyrir
neytendur, heldur einnig fisksalana.
Þetta á einkum við stórmarkaðakeðj-
urnar, sem leggja sífellt meiri áherzlu
á sjálfbærni og rekjanleika. Til dæmis
hefur Wal-Mart tilkynnt að keðjan
muni einungis selja fisk úr sjálfbær-
um veiðum.
Öryggi matvæla hefur á síðustu ár-
um komið æ meira inn í umræðuna og
haft áhrif á viðskipti með sjávarafurð-
ir. Þar koma hryðjuverkin inn í mynd-
ina, en talið er að til þess geti komið
að matvæli verði eitruð af hryðju-
verkamönnum þar með taldar sjáv-
arafurðir. Þess vegna hafa kröfur um
gæði og rekjanleika aukizt, en marg-
ar þjóðir hafa átt erfitt með að upp-
fylla þær.
Fiskeldi vex fiskur um hrygg
Fiskveiðar jukust árið 2004, en
drógust saman um 1,1% árið eftir og
námu samtals 94,6 milljónum tonna.
Fiskeldinu vex stöðugt fiskur um
hrygg og á árinu 2005 jókst það um
5,2% og náði alls 63 milljónum tonna.
Heildarframboð var því 157,6 milljón-
ir tonna og jókst um 1,3%.
Það er því í fiskeldinu sem hlutirnir
eru að gerast. Það á sérstaklega við
eldi á ódýrari fisktegundum í fersk-
vatni. Þar má nefna eldi á fiskinum
pangasius í Víetnam. Þótt upplýsing-
ar liggi ekki fyrir er talið að það nái
einni milljón tonna á þessu ári, enda
hefur vöxturinn verið ótrúlegur. Eldi
á beitarfiski, tilapia, hefur einnig vax-
ið mjög hratt, en það er einnig stund-
að í Asíu.
Framboð á fiskafurðum er lang-
mest í Asíu. Árið 2005 var framboð
þar 104 milljónir tonna eða 66% fram-
leiðslu í öllum heiminum. Suður-Am-
eríka kemur næst, en þar hefur ekki
verið stöðugleiki í framboði vegna
hlýsjávarstraumsins El Nino, eða
jólabarnsins, sem hamlar veiðum á
uppsjávarfiski eins og ansjósu veru-
lega. Reyndar komu 19 milljónir
tonna úr veiðum og eldi frá Suður-
Ameríku árið 2004, en 18,3 milljónir
árið eftir.
Framboð frá Evrópu hefur minnk-
að stöðugt frá árinu 1997. Árið 2005
var það 16,3 milljónir tonna, örlítið
minna en árið áður. Ástandið er mjög
mismunandi í Evrópu, en víða er of-
veiði mikið vandamál, einkum innan
Evrópusambandsins. Þá hefur þorsk-
kvótinn við Ísland verið minnkaður
undanfarin á, mest á þessu fiskveiði-
ári. Þorskveiði við Færeyjar hefur
sömuleiðis dregizt saman.
Framboðið í Norður-Ameríku hef-
ur verið nokkuð stöðugt undanfarin
ár í um 9 milljónum tonna. Þar er al-
askaufsinn mikilvægastur. Í Afríku
hefur verið hæg en stöðug aukning
síðustu árin. Fyrir tíu árum var fram-
boðið um sex milljónir tonna, en var
komið í átta milljónir árið 2005. Gera
má ráð fyrir að möguleikar á enn
frekar aukningu séu miklir.
Kína er langstærsta einstaka land-
ið, bæði í fiskveiðum og fiskeldi. Árið
2005 var Kína með 38,5% allra sjáv-
arafurða, en Perú var í öðru sæti með
6%. Árið 1970 skilaði fiskeldi í heim-
inum aðeins 3,6 milljónum tonna eða
5,3% alls fiskmetis. Árið 2005 skilaði
eldið 63.000 tonnum eða 40% heildar-
innar. Í Kína skilar fiskeldi nú 71,5%
af öllu framboði sjávarafurða. Þó Asía
beri höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir
í fiskeldi, er rétt að geta þess að verð-
mæti á hverja einingu er lægra en í
fiskeldi landa eins og Noregs, Chile
og Bretlands. Japan er undantekn-
ingin frá þessu, en þar er verðmæti á
hverja einingu hærra en í nokkru
öðru landi að Chile undanskildu. Al-
gengustu tegundir í fiskeldi eru
ferskvatnsfiskar eins og vatnakarpi
en hin síðari ár hafa beitarfiskurinn
leirgeddan og hinn víetnamski pang-
asius komið sterkir inn. Þá er skel-
fiskur mjög mikilvægur í eldinu. Árið
2005 skilaði eldið nærri 13,5 milljón-
um tonna af skelfiski. Þar er ostran
mikilvægust. Á allra síðustu árum
hefur eldi sjávarfiska byrjað og er
þorskeldið gott dæmi um það.
Þróun í neyzlu á fiski er nánast ein-
göngu aukning, bæði í iðnríkjunum og
þróunarlöndunum. Í þeim síðar-
nefndu hefur aukning að meðaltali
miðað við fisk upp úr sjó aukizt úr 9
kílóum 1961 í 22,8 kíló á árunum 1997
til 1999. Í iðnríkjunum fór neyzlan úr
19,7 kílóum í 218 kíló á sama tímabili.
Mannfjöldaþróun og aldurssam-
setning um allan heim bendir til þess
að fiskneyzla muni halda áfram að
aukast. Meira af fiski verður fram-
vegis selt í smásölu og í veitingageir-
anum. Nokkrar breytingar hafa orðið
á neyzlunni sé til dæmis tekið mið af
Bandaríkjunum. 1988 var niðursoðinn
túnfiskur vinsælasta fiskafurðin, en á
eftir komu rækja, þorskur og alaska-
ufsi. Árið 2004 hafði rækjan tekið for-
ystuna og laxinn var kominn í þriðja
sætið, en báðar þessar tegundir eru
mjög algengar í fiskeldi. Þá hafa eld-
isfiskarnir leirgedda og beitarfiskur
færzt ofar á vinsældalistanum. Það
bendir einnig til aukinnar neyzlu á
fiski úr eldi.
Umgjörðin um viðskipti með fisk-
afurðir á heimsvísu er orðin býsna
flókin. Í henni felast ýmis atriði eins
og matvælaöryggi, gæði, rekjanleiki,
merkingar, pökkunarreglur og tollar.
Viðskiptin aukast engu að síður. Sam-
kvæmt upplýsingu frá Landbúnaðar-
og matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna, FAO, jukust við skiptin um
5,3% árið 2005 og námu þá 31,6 millj-
ónum tonna. Mælt í verðmætum varð
aukningin 8,1% og heildarupphæðin
um 5.000 milljarðar íslenzkra króna
miðað við gengi um þessar mundir.
Þróunarlöndin hafa aukið hlut sinn
í fiskkaupum úr 15% 1983 í 20% árið
2005. Evrópusambandið er engu að
síður mikilvægasta markaðssvæðið.
Innflutningur þangað jókst úr 33%
1985 í 40% 2005. Á sama tíma minnk-
aði innflutningur Japana úr 24% í
18,1%. í Bandaríkjunum fór innflutn-
ingurinn úr 21% í 14,6%.
Kína er langstærst í útflutningi. Á
árinu 2005 jókst hann um 13,2% og
fór í 460 milljarða íslenzkra króna.
Það voru 9,7% af fiskútflutningi í
heiminum. Mikill hluti útflutningsins
byggist á innflutu hráefni til vinnslu
og endurútflutnings. Fiskvinnsla í
landinu hefur aukizt gífurlega og
byggist hún á ódýru vinnuafli. Norð-
menn eru í öðru sæti á útflutningslist-
anum, þótt þeir búi ekki við ódýrt
vinnuafl, þvert á móti. Þar jókst út-
flutningurinn um 18% og fór í 276
milljarða íslenzkra króna. Skýringin
liggur í auknum útflutningi á eldis-
laxi.
Ferskt eða frosið
Neyzlan er nú að færast í auknum
mæli yfir í ferskar afurðir. Með hin-
um gífurlega vexti í laxeldinu hafa að-
ferðir við meðhöndlun og flutninga
tekið miklum framförum. Þetta á
reyndar við um aðrar vinsælar teg-
undir líka, svo sem þorsk og ýsu. Sala
á ferskum flökum hefur til dæmis
vaxið úr 32,4 milljörðum árið 1991 í
168 milljarða árið 2005. Á sama tíma
hefur verið stöðnun í sölu á frystum
afurðum. Innflutningur á frystri
rækju hefur aukizt en sala á frystum
lýsingi hefur dalað. Yfirleitt er um
samdrátt að ræða eða stöðnun. Und-
antekningin frá þessari reglu eru
lausfryst flök af beitarfiski og pang-
asius, en sala á þeim jókst um 311% á
umræddu tímabili.
Ljóst er að þróunarlöndin muni
taka til sín meira af sjávarafurðum á
næstu árum. Samkeppnin milli eldis-
fisks og veidds fiski mun halda áfram
og leiða til lágs verðs. Þá verður fisk-
eldið stöðugt mikilvægari uppspretta
fiskafurða fyrir stórmarkaðina og
veitingageirann. Bæta þarf gæði hrá-
efnis og samskipti framleiðenda og
smásölunnar að aukast. Fæðuöryggi
mun skipta meira máli, en mikilvæg-
ast af öllu; neyzlan á hvert manns-
barn að meðaltali mun aukast.
Byggt á grein í Seafood International.
!" # $ %"# ""
!
#$
%$$
&'
( $$ )%*+,--.
,--- ,--/ ,--, ,--0 ,--1 ,--2
( 3 ,--2
Neyzla sjávarafurða eykst stöðugt
Aukinni eftirspurn verður vart svarað
nema með áframhaldandi vexti í fiskeldi
Í HNOTSKURN
»Kína er langstærst í út-flutningi. Á árinu 2005
jókst hann um 13,2% og fór í
460 milljarða íslenzkra króna.
Það voru 9,7% af fiskútflutn-
ingi í heiminum.
»Evrópusambandið er mik-ilvægasta markaðssvæðið.
Innflutningur þangað jókst úr
33% 1985 í 40% 2005.
»Árið 1970 skilaði fiskeldi íheiminum aðeins 3,6 millj-
ónum tonna eða 5,3% alls fisk-
metis. Árið 2005 skilaði eldið
63.000 tonnum eða 40% heild-
arinnar.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is