Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 18

Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 18
18 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍSRAELSSTJÓRN hefur samþykkt að verja yfir 200 milljónum Banda- ríkjadala, 12,7 milljörðum kr., í þróun gagnflaugakerfis sem ætlað er verða skjöldur gegn eldflauga- árásum frá Gaza og Líbanon. Þróunar- og framkvæmdartími er alls áætlaður um fimm ár og sagði Ehud Barak varnarmálaráð- herra að kerfið, sem fengið hefur heitið „járnhvelfingin“, yrði komið í gagnið eftir þrjátíu mánuði. Þá hyggur Ísraelsstjórn á fram- kvæmdir í tveimur landnema- byggðum á Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem. Um 250 íbúðir verða byggðar á Vesturbakkanum, um 500 í Jerúsal- em og sögðu talsmenn Palestínu- manna að þetta skref gæti raskað framgangi friðarviðræðnanna. Kvaðst Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ekki skilja ákvörðunina um að byggja íbúðirnar. Ísraelsstjórn gefur grænt ljós á „járnhvelfinguna“ MINNST fimm hafa látið lífið í blindhríðinni í mið- ríkjum Bandaríkjanna um helgina og víða hefur þurft að loka hraðbrautum í af- leitu skyggni og byl. Hinir látnu fórust í bílslysum en lögreglan í Minnesota hef- ur skráð a.m.k. 347 óhöpp vegna útafaksturs sem rakin eru til fárviðrisins. Mikið eignatjón hefur orð- ið og fjölmargir þurft að leita læknishjálpar. Meðal ríkjanna sem hafa orðið illa úti eru Illinois, Iowa, Missouri, Wisconsin, Michigan og Minnesota. Einnig hefur verið tilkynnt um snjókomu í Texas, þar sem um 80 bifreiðar lentu í fjöldaárekstri, með þeim afleiðingum að umferð í ríkinu raskaðist mjög. Fimm farast í vetrarbyljum í miðríkjum Bandaríkjanna AP Bylur Maður gengur með storminn í fangið í Topeka, Kansas, í fannferginu um helgina. J. EDGAR Hoov- er, fyrrverandi yfirmaður bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, sendi demókratanum Harry Truman áætlun um hand- töku 12.000 manns sem talin voru ógn við ör- yggi landsins, eftir upphaf Kóreu- stríðsins 1950. Dagblaðið New York Times greindi frá þessu í gær og byggði fréttina á skjölum sem leynd hefur verið létt af. Þar segir að Hoover hafa unnið að lista yfir fólkið árum saman og var yfirgnæfandi meiri- hluti, eða 97 af hundraði, banda- rískir ríkisborgarar. Framfylgd tilskipunarinnar hefði brotið gegn habeas corpus, þ.e. lög- um sem vernda borgarana gegn fangelsun án dóms og laga, réttur sem mikið hefur verið rætt um í deilum um framkvæmd hryðju- verkastríðsins. Sá Hoover fyrir sér að fólkinu yrði haldið föngnu á herstöðum ell- egar í fangelsum. Lagði til fjöldahandtökur vestanhafs í kalda stríðinu J. Edgar Hoover BRESKA lögreglan leitar nú log- andi ljósi að tveimur tölvudiskum sem geyma upplýsingar um heilsu- far þúsunda Breta. Skammt er síðan gögn með við- kvæmum persónuupplýsingum týndust einnig. Til að bæta gráu ofan á svart hafa gögn um þrjár milljónir ökunema í Bretlandi týnst í Iowa í Bandaríkjunum. Týndu gögnunum ISLAM Karimov, forseti Úzbekist- ans, var sigurviss á kjörstað í gær þegar hann leitaði umboðs kjós- enda eftir átján ár við völd. Um rússneska kosningu var að ræða, þrír „andstæðingar“ Kari- movs studdu stefnumið hans og þótti framganga þeirra bera merki sýndar-kosningaframboðs. Erlendum miðlum, þ.m.t. AP- fréttastofunni, var ekki heimilað að fjalla um kosningarnar og þóttu innlendir miðlar ausa forsetann lofi og þá lýðræðislegu og efnahags- legu „þróun“ sem orðið hefði í stjórnartíð hans. Karimov sigurviss Reuters Forseti Karimov mætir á kjörstað. TÚNISINN Nizar Trabelsi kveðst ekki undirbúa hryðjuverkaárás en 14 menn voru handteknir í Belgíu fyrir helgi grunaðir um að ætla að frelsa hann úr fangelsi með vopn- uðu áhlaupi. Mönnunum hefur nú verið sleppt en lögreglan fann hvorki vopn né sprengiefni í þeirra fórum þrátt fyrir ítrekaða leit. Segist saklaus STUTT Bangkok. AFP. | Úrslitin eru mikill sigur fyrir Thaksin Shinawatra fyrr- verandi forsætisráðherra Taílands. Fimmtán mánuðum eftir að þessi umdeildi auðjöfur sem nýtur óskor- aðrar lýðhylli var settur frá, vændur um spillingu og undanskot frá skatti, er flokkur honum hliðhollur óum- deildur sigurvegari þingkosning- anna í Taílandi í gær. Þegar 93 af hundraði atkvæða höfðu verið talin hafði flokkur fólks- ins, PPP, unnið 228 sæti af 480. Það er nokkuð frá hreinum þingmeiri- hluta en skapar engu að síður gott svigrúm til stjórnarmyndunar. „Ég verð næsti forsætisráðherra,“ sagði Samak Sundaravej, leiðtogi PPP, sigurreifur eftir að hafa tekið við heillaóskum frá Thaksin sem beið úrslitanna í Hong Kong. Hefur flokkur fólksins boðað endurkomu Thaksins í stjórnmálin. Thaksin og flokkur hans Thai- Rak-Thai-flokkurinn heitinn sótti fylgi sitt einkum til landsbyggðar- innar en var síður vinsæll í Bangkok og kom því ekki á óvart að flokkur fólksins skyldi lúta í lægra haldi fyrir lýðræðisflokknum, flokki á bandi hersins, sem hafði fengið 166 sæti. Hernum mistekst ætlun sín Ýmislegt þykir skýra hvers vegna herinn bakaði sér óvinsældir. Bráða- birgðastjórnin sem herinn skipaði þykir ekki hafa haldið vel á stjórnar- taumunum. Ásakanir um spillingu áttu þátt í falli Thaksins og boðaði herinn endurreisn lýðræðisins. Hið gagnstæða hefur gerst, breyt- ingar á stjórnarskránni þykja hafa eflt herinn á kostnað lýðræðisins. Talsmenn ESB fögnuðu kosning- unum en óvíst er hvort herinn myndi una nýrri stjórn PPP. Fylgismenn Thaksins í kjörstöðu á Taílandi Flokkur hliðhollur hinum útlæga auðjöfri ber sigur af banda- mönnum hershöfðingjanna sem steyptu honum af stóli Í HNOTSKURN »Thaksin sagði af sér embættií aprílmánuði 2006 en sneri aftur í maí sama ár. »Hann er milljarðamæringurog aðaleigandi knattspyrnu- liðsins Manchester City sem hann keypti eftir að hafa borið víurnar í lið Liverpool. Samak Sundaravej Thaksin Shinawatra Sao Paulo. AP. | Þeir læddust á brott að nóttu með þýfi sem metið er á fjórða milljarð króna og enginn sá neitt þrátt fyrir öryggismynda- vélar á listaverka- safninu í Sao Paulo. Þýfið, portrett eftir Pablo Picasso og stíl- færð uppstilling á verkamanni eftir Candido Portinari, er dýrgripir að mati listvina og er fyrra verkið metið á 50 milljónir dollara, um 3,2 milljarða króna, það síðara á tíunda hluta þeirrar upp- hæðar. „Einhver átti að vera fylgjast með öryggismyndavélunum þegar ránið var framið. Við vitum ekki hvað gerð- ist, en ef einhver var þar, hefðu upp- tökurnar átt að leiða til þess að hringt var á lögregluna,“ sagði Eduardo Cosomano, tals- maður safnsins í gær. Gæslan hefur verið endurskoð- uð en stjórnendur reiddu sig á óvopnaða verði og myndavélar fremur en viðvör- unarbjöllur og skynjara. Brasilísku lög- reglunni grunar að ræningjunum hafi verið borgað vel fyrir ránið af listunnanda með dýran smekk. Á síðasta ári var verkum eftir Dali, Picasso, Monet og Cezanne, fyrir 3,5 milljarða kr., stolið í Rio de Janiero og hafa þau enn ekki komið í leitirnar. Hegðun varða ráðgáta Rannsókn hafin á því hvers vegna öryggisgæslan brást í dularfullu listaverkaráni í brasilísku borginni Sao Paulo Picasso Portrett af Suzanne Bloch. Brasilískt „O Lavrador de Cafe“. KANNSKI eru þau að horfa inn um búðarglugga ell- egar á snotran sleða í garðinum, eða bara að forvitn- ast um nágrannann. Eitt er víst, þessi skólabörn í Kýrgizstan eru kom- in í jólaskap eftir að hafa tekið þátt í keppni um hver gæti líkt best eftir jólasveininum. Sveinki verður æ vinsælli í hinu fjarlæga ríki og hafa Svíar fært rök fyrir því að þar eigi hann heima, í fjalllendi Mið-Asíu. Landið sé nefnilega heppilegasti staðurinn fyrir jóla- sveinninn með tilliti til dreifingar jólagjafanna. Reuters Skyldi þetta verða í pakkanum? HEIMSBYGGÐIN gæti verið að sigla inn í nýtt krepputímabil ef marka má sérfræðinga sem vitnað er til í grein breska blaðsins Tele- graph. Segir þar að vandi fjár- málakerfisins sé ekki eingöngu tengdur aðgengi banka að lausafé heldur skorti verulega á traust fjár- festa á bankakerfinu og hvers á öðrum. Fjárfestar sitji á fé sínu og forðist að veita jafningjum sínum lán líkt og þeir væru holdsveikir, eins og það er orðað í greininni. Segir þar að seðlabankar séu að missa stjórn á ástandinu og hafi að- eins nokkrar vikur til að grípa í taumana áður en markaðir falli um sjálfa sig. Kreppa í uppsiglingu? MINNST sjö týndu lífi og hátt í þrjátíu særðust þegar sjálfsmorðs- árásarmaður ók bifreið inn í bíla- lest hersins í norðvesturhluta landsins, skammt frá bænum Min- gora á þekktu svæði talibana. Árás í Pakistan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.