Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 20
20 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞAÐ varð að hefð á
fyrstu áratugum Rík-
isútvarpsins að jóla-
sveinn kæmi í heim-
sókn í barnatíma á
jóladag. Þar urðu til
frægir jólasöngvar
eins og „Krakkar
mínir, komið þið sæl“ eftir
Þorstein Ö. Stephensen og „Nú er Gunna á
nýju skónum“ eftir Ragnar Jóhannesson. Í
þættinum Krakkar mínir komið þið sæl, á Rás
1 kl. 13 á morgun, verða nokkrir þessara
söngva fluttir. Meðal gesta í þættinum verða
Guðrún, dóttir Þorsteins Ö., og Ragnheiður
Ásta Pétursdóttir, en hún kom fyrst fram í út-
varpi í jólabarnatíma, tæpra þriggja ára göm-
ul. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Fjölmiðlar
Krakkar mínir
komið þið sæl
HLJÓMSVEITIN Millj-
ónamæringarnir heldur
jóladansleik á Rúbín við
Öskjuhlíð annan í jólum.
Síðustu 15 ár hafa Mill-
arnir haldið jóladansleik
sinn á Hótel Sögu við mik-
inn fögnuð landsmanna, en
hafa nú fært sig yfir í
Öskjuhlíðina og halda þar
áfram jólagleðinni.
Í hávegum verða höfð lög af nýjum geisla-
disk þeirra, Alltaf að græða, og eru söngvarar
að þessu sinni þeir Bogomil Font, Bjarni Ara,
Ragnar Bjarnason og Stefán Hilmarsson. Hús-
ið verður opnað klukkan 22 og er miðaverð
2.500 kr. Forsala aðgöngumiða er á Rúbín og
einnig við innganginn frá klukkan 13, 26. des.
Tónlist
Millarnir á
Rúbín
Ragnar Bjarnason
FJALLAÐ verður um ævi
Domenico Scarlatti, helsta
sembalsnillings síns tíma,
kl. 10.13 á Rás 1 annan í jól-
um.
Faðir hans, hinn frægi
Alessandro Scarlatti, kem-
ur við sögu og sembalein-
vígið sem þeir Domenico og
Händel háðu. Einnig verða
leiknar nokkrar af hinum
frábæru tónsmíðum Dom-
enicos. Umsjón með þættinum hefur Halla
Steinunn Stefánsdóttir
Sama dag kl. 15 verður svo þátturinn Þjóð-
söngvarinn, í minningu Guðmundar Jónssonar
söngvara. Umsjón með þeim þætti hefur Guð-
mundur Andri Thorsson.
Tónlist
Scarlatti og
Guðmundur
Guðmundur
Jónsson
OPIÐ verður í Safni við
Laugaveg 37 frá 27. - 30.
desember, kl. 14-18 á
fimmtudegi og föstudegi og
kl. 14-17 á laugardegi og
sunnudegi, þ.e. 29. og 30.
des.
30. desember er jafn-
framt síðasti dagurinn sem
Safn stendur opið, eftir það
verður því lokað um óákveð-
inn tíma. Áhugamenn um
nútímamyndlist, innlenda
sem erlenda, ættu því að drífa sig. Í tilkynn-
ingu frá Safni segir að vonast sé til að íslensk
samtímamyndlist fái aukinn stuðning til vaxt-
ar. Í eigu Safns eru m.a. verk eftir Carl André,
Ólaf Elíasson og Dan Flavin.
Myndlist
Síðustu dagar
Safns
Richard Long setur
upp verk sitt
Hraunlínu.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„SVÁ er sagt, at á einum tíma, þá er Óláfr kon-
ungr Tryggvason sat í Þrándheimi, bar svá til,
at einn maðr kom til hans at áliðnum degi ok
kvaddi hann sæmiliga. Konungr tók honum vel
ok spurði, hverr hann væri, en hann sagðist
Gestr heita.
Konungr svarar: „Gestr muntu hér vera,
hversu sem þú heitir“.
Gestr svarar: „Satt segi ek til nafns míns,
herra, en gjarna vilda ek at yðr gisting þiggja,
ef kostr væri“.
Þannig hefst Norna-Gests þáttur Fornald-
arsagna Norðurlanda. Norna-Gestur hefur
öðlast nýtt líf sem sögumaður í glænýrri óperu
Jóns Ásgeirssonar tónskálds, sem ber heitið
Möttulssaga. Möttulssaga telst til ridd-
arasagna, en í óperu sinni lætur Jón Norna-
Gest segja þrjár sögur, og er Möttulssaga
kjarni frásagnanna og miðja óperunnar.
Valdi stystu söguna fyrir háttinn
Jón tók ákvörðun um að semja óperuna fyrir
meir en hálfri öld, en margt hefur gerst síðan
þá í lífi Jóns, og mörg verk frá honum komið,
þar á meðal óperurnar Þrymskviða og Galdra-
Loftur.
„Það er hálf öld síðan ég var gestkomandi
hjá bróður mínum suður í Garði. Mig vantaði
eitthvað til að lesa mig í svefn og tók ég fram
það eina sem mér fannst lestrarhæft, en það
voru Riddarasögurnar. Ég valdi stystu söguna,
sem reyndist vera Möttulssaga. Þegar ég sofn-
aði, var ég ákaflega kátur, því þarna þóttist ég
hafa fundið efni í óperu. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Ég ætlaði að fá einhvern til að
semja texta fyrir mig, meðal annarra Friðrik
Guðna Þórleifsson. Það tókst ekki samkomulag
um hvernig óperutextinn ætti að vera, þannig
að ég sló verkefninu á frest. Þegar ég var bú-
inn með Galdra-Loft, tók ég þetta efni aftur
fram og vildi þá fella fleiri sögur að því. Ég
nota Norna-Gest úr Fornaldarsögum Norð-
urlanda sem sögumann, læt hann koma til
hirðar Hákonar gamla í Noregi – þess sama og
sá til þess að Snorri Sturluson var drepinn, og
læt hann segja sögurnar þrjár. Fyrsta sagan
er af Sköfnungi, sverði sem Hrólfur kraki átti
og var grafinn með, en Skeggi sem var í liði
óvina Haraldar hárfagra flýði til Svíþjóðar og
þaðan yfir Danmörku. Á leiðinni yfir Dan-
mörku braut hann upp haug Hrólfs kraka og
hafði sverðið með sér úr haugnum. Skeggi fór
til Íslands, hafði Sköfnung með sér, sverðið
komst síðar í eigu Gellis afa Ara fróða. Gellir
fór til Rómar í pílagrímsferð – hafði tekið
kristna trú einna fyrstur manna hér, fimm ára
gamall. Gellir hafði sverðið með sér en á leið-
inni heim til Íslands tók hann sótt í Danmörku
og dó, en sverðið týndist.“
Grímur Thomsen verður með
Jón skákar sögunni og lætur sverðið Sköfn-
ung finnast hjá járnsmiðnum fræga Vémundi,
sem söng við aflinn:
„Ég bar einn af ellefu banaorð,
blástu meir, blástu meir,“
en Vémundur og sverðið Sköfnungur urðu
Grími Thomsen að yrkisefni á sínum tíma. Og
það er hjá Vémundi sem Norna-Gestur finnur
sverðið aftur.
„Ég nota kvæðin frá Grími Thomsen með í
óperutextanum bæði það um Sköfnung og hitt
um Vémund járnsmið.
En þegar Norna-Gestur kemur til hirð-
arinnar með Sköfnung, er sverðið ætlað ein-
hverjum sem á að verða hetja. Þá er það ösku-
stóarfíflið, Gunnar Keldulónsfífl sem fær
sverðið, en Gunnar er líka persóna úr Forn-
aldarsögunum. Gunnar verður mikil hetja og
fer í sendiferð til Vermalands. Það atriði tek
ég úr Egilssögu. Þar nær Gunnar skattinum
sem honum var falið að innheimta, og kemur
upp um svik Arnviðar jarls.“
Fatamátun hjá Artúri konungi
Nú taka sögur að fléttast, þegar Norna-
Gestur segir söguna af möttlinum. Þar segir
frá því þegar möttull, sem gæddur er þeim
eiginleika að geta sagt til um það hvort konan
sem hann ber hafi verið manni sínum trú,
berst í hendur Artúrs konungs, og Artúr
konungur lætur kvenfólk við hirð sína máta,
eina af annarri. Möttullinn passaði ekki nema
þeim konum sem trúar voru og við hirð Art-
úrs konungs, var einungis ein kona sem gat
borið hann. Í lokin segir svo Norna-Gestur
sína eigin sögu. Hann segir frá skírn sinni,
kveikir á örlagakerti sínu, syngur bæn og
deyr þegar slokknar á kertinu. Jón segir að
sögur Gests séu leiknar í verkinu.
Tuttugu einsöngvarar
Jón hlær þegar hann er spurður að því
hvort það hafi ekki verið gríðarleg bók-
menntavinna að setja saman textann og
flétta sögurnar saman í eina heild. „Já, en ég
er búinn að vera að lesa þessar sögur síðan
ég var smástrákur. Ég var innan við tvítugt
þegar ég las Möttulssögu – það eru hátt í sex-
tíu ár. En þetta er búið að taka langan tíma, því
ég þurfti að yrkja í hann líka. Stundum fannst
mér meiri tími fara í textann en tónlistina. Það
eru tvö ár síðan ég byrjaði að vinna í tónlist-
inni. Þetta eru melódíur, en þó vinn ég þetta
þannig að sumar laglínurnar eru byggðar upp
á tólftónakerfi, þó ekki í ómstríðu samhengi
heldur samhljómandi. Ég nota dúr og moll
hljóma mikið, en ferhljóma nota ég afar lítið.“
Möttulssaga er samin fyrir hljómsveit, kór og
tuttugu einsöngvara. Norna-Gestur er í aðal-
hlutverki sunginn af bassabarítonsöngvara.
Fíflið Gunnar er líka aðalhlutverk, sem og
hlutverk Guðrúnar frá Ögðum, sem er að-
alkvenpersónan. Iðunn íturvölva er fylgikona
Gests, en svo er konungurinn líka stórt hlut-
verk. En það er líka mikill mannsskapur við
hirð Artúrs konungs og mörg minni hlutverk.“
Jón samdi óperuna án þess að hafa á nokk-
urn hátt tryggt í hendi að hún yrði sett upp.
„Ég þurfti bara að koma þessu verki frá mér,“
segir Jón og bætir því að á næsta ári verði
hann áttræður. Þessa dagana er hann að
leggja lokahönd á píanóútgáfu verksins, og
nótnasetningu þess vinnur hann alla sjálfur í
tölvu með nótnaritunarforritinu Finale.
„Þá fer ég kannski að sýna einhverjum
þetta. Ég er búinn að hóta Stefáni Baldurssyni
óperustjóra því að ég komi í heimsókn, og hann
bauð mig velkominn. En þetta er stórt og langt
verk. Þetta er ópera í vel fullri lengd.“
Jón Ásgeirsson tónskáld hefur lokið smíði þriðju óperu sinnar, Möttulssögu, og hún er stór í sniðum
Þetta eru melódíur
Óperuskáldið Jón Ásgeirsson við vinnu sína. Möttulssaga er þriðja ópera Jóns í fullri lengd. „Það er hálf öld síðan ég var gestkomandi hjá bróð-
ur mínum suður í Garði. Mig vantaði eitthvað til að lesa mig í svefn tók ég fram það eina sem mér fannst lestrarhæft, en það voru Riddarasög-
urnar. Ég valdi stystu söguna, sem reyndist vera Möttulssaga. Þegar ég sofnaði, var ég ákaflega kátur, því þarna þóttist ég hafa fundið efni í óp-
eru.“
Morgunblaðið/RAX
Ég þurfti bara að koma þessu verki frá mér
Í HNOTSKURN
» Jón Ásgeirsson stundaði nám við Tón-listarskólann í Reykjavík, og síðar við
Konunglega tónlistarskólann í Glasgow og
Guildhall-skólann í London.
» Auk tónsmíða stundaði Jón kennslu-störf, lengst af við Kennaraháskóla Ís-
lands en hann var skipaður prófessor í tón-
list 1996.
» Hann var um langt árabil tónlistar-gagnrýnandi við Morgunblaðið.
» Jón sækir iðulega efni í verk sín í þjóð-legan arf.
» Meðal helstu verka hans auk Mött-ulssögu eru óperurnar Þrymskviða og
Galdra-Loftur, ballettinn Blindisleikur, Sjö-
strengjaljóð fyrir strengjasveit og konsertar
fyrir selló og horn, klarinett, trompet og
þverflautu.
» Jón er höfundur fjölmargra þekktrasönglaga eins og Maístjörnunnar og Hjá
lygnri móðu.