Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Hvolsvöllur | Hvolsskóli á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra er „skóli á grænni grein“ og vinnur að því ljóst og leynt að verða sem umhverfisvænstur. Nú á haustönninni hafa nem- endur miðstigs flokkað allt sitt sorp og farið reglulega með í grenndargáma. Þeir söfnuðu öllum dósum undan mjólkurvörum sem bár- ust í hús á haustönninni og lok- um þeirra og var allt jólaskraut útbúið úr þeim ásamt afskurði af pappír sem þeir fengu gefins í prentsmiðjunni Svartlist á Hellu. Skyrdósirnar voru skreyttar með efni úr músa- stigum liðinna ára, settar utan um jólaljós og prýða núna skólastofurnar. Þá njóta sund- laugargestir þeirra í skamm- degismyrkrinu. Jólakortin þetta árið voru útbúin úr afklippum frá prent- smiðjunni á Hellu og skreytt ýmist með álpappír skyrdósa eða úrklippum úr dagblöðum. Fram kemur hjá nemendum og starfsfólki miðstigs Hvolsskóla að nemendur eru að verða vel meðvitaðir um mikilvægi end- urnýtingar og fullir bjartsýni að takast á við framtíðina. Jólaskrautið gert úr skyrdósum Endurvinnsla Nemendur Hvolsskóla gera jólaskraut úr notuðum mjólk- urumbúðum, meðal annars dósum og lokum. Eftir Gunnar Hallsson Bolungarvík | Ein stærsta fram- kvæmd á vegum Bolungarvíkurkaup- staðar á næsta ári er endurbygging félagsheimilis Bolungarvíkur. Húsið, sem tekið var í notkun árið 1952, var á sínum tíma eitt glæsilegasta sam- komuhús utan höfuðborgarinnar. Nú hefur allt verið hreinsað innan úr húsinu og komið er að uppbygg- ingu þess ásamt því að byggð verður viðbygging við húsið til að mæta nú- tímakröfum um aðgengi og fleira. Strýtan með lægsta tilboð Þegar opnuð voru tilboð í fram- kvæmdina kom í ljós að fimm verk- takar buðu í hana. Lægsta tilboðið var frá Strýtunni ehf., tæplega 121 milljón kr., en kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á rúmar 146 milljónir kr. Félagsheimili Bolungarvíkur var hið fyrsta sem reist var fyrir tilstyrk Félagsheimilasjóðs, en mörg sam- bærileg hús voru síðar reist víða um land. Byggingarsaga félagsheimilisins er afar merk, ekki síst fyrir þá miklu samstöðu og samhug sem um bygg- ingu samkomuhússins skapaðist, en einnig fyrir þá ótrúlegu framsýni sem stjórnendur verksins höfðu á framtíð samfélagsins og mikilvægi þess að búa félags- og menningarlífi góða að- stöðu. Framkvæmdir við höfnina Fyrir stuttu voru opnuð tilboð í endurbætur á Bolungarvíkurhöfn. Um er að ræða endurnýjun stálþilsins á brimbrjótnum á um 130 metra kafla ásamt endurnýjun á viðlegukantinum auk tilheyrandi rafmagns- og vatns- lagna. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 67 milljónir kr. en lægsta tilboðið var frá Íslenska gáma- félaginu upp á 49 milljónir, sem er um 70% af kostnaðaráætlun. Síðar næsta sumar verður svo farið í að endurnýja þekjuna á brimbrjótnum á um 2000 fermetra svæði. Þá er gert ráð fyrir átaki í gatna- gerð. Bjóðast til að endur- byggja félagsheimili fyrir 120 milljónir LANDIÐ G O TT F Ó LK Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur vala@simenntun.is UM síðustu mánaðamót lauk sex ára baráttu Guðmundar Eyþórssonar við ,,kerfið“ og má hann nú kalla sig grunnskólakennara. Guðmundur lauk meistaranámi í kjötiðn og síðar prófi í rekstrarfræði frá Samvinnuháskólanum á Bifröst. ,,Þegar ég kom úr því námi var ég plataður í kennslu og hef kennt síð- an. Það átti svo vel við mig að ég ákvað að fara í kennaranám.“ Árið 2001 lauk Guðmundur 30 eininga námi frá Háskólanum á Akureyri í kennslufræði til kennslu- réttinda. ,,Þetta var tveggja ára fjarnám sem ég tók með fullri vinnu og þegar ég útskrifaðist sótti ég um leyfi til að nota starfsheitin grunn- og framhaldsskólakennari. Nið- urstaðan varð hinsvegar sú að hann fékk eingöngu leyfi til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari. Kærði niðurstöðuna Umsögn matsnefndar mennta- málaráðuneytisins var á þá leið að „umsækjanda vantar nám í kennslu- grein þar sem hvorki rekstrarfræði né kjötiðn eru kennslugreinar í grunnskóla, hinsvegar er námið í uppeldis- og kennslufræði fullgilt. Niðurstaða: Guðmundur fullnægir ekki skilyrðum 2. gr. laga nr. 86/ 1998 samkvæmt framlögðum gögn- um“. Með hliðsjón af umsögn mats- nefndar synjaði ráðuneytið umsókn hans um leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. „Ég kærði nið- urstöðuna til ráðherra og skrifaði langan rökstuðning með þar sem ég bar t.d. saman námskrá í heim- ilisfræði og greinar í kjötiðn. Enn- fremur benti ég á samsvarandi dæmi úr öðrum iðngreinum þar sem einstaklingar t.d. smiðir og kokkar höfðu fengið grunnskólaréttindi án þess þó að hafa neina umfram menntun en 30 eininga kennslurétt- indanám.“ Guðmundur segir að ráðherra hafi hafnað kærunni á þeim for- sendum að hann treysti matsnefnd- inni. Það var því ekki annað að gera en að sætta sig við dóminn, að minnsta kosti í bili. Hins vegar fór Guðmundur aftur af stað árið 2003 og sótti um leyfið. „Þá í október sendi ráðuneytið mér svar að um- sókn minni sé hafnað öðru sinni á sömu forsendum þ.e. að hvorki rekstrarfræði né kjötiðn séu kennslugreinar í grunnskóla. Fyrir mér hljómaði þetta eins og út- úrsnúningur því ég vissi vel að jafn- ræðis var ekki gætt í þessu frekar en áður.“ Ekki hægt að áfellast ráðuneytið Hann segist hafa verið hvattur til þess af umsjónarmanni kennslurétt- indanámsins á Akureyri að halda áfram að sækja um réttindin, en í auglýsingunni frá skólanum er sagt að námið veiti réttindi í efri bekkj- um grunnskóla og framhalds- skólum, en í raun sé ekkert til sem kallist réttindi í efri bekkjum grunn- skóla. „Eftir þessa höfnun fór ég af stað og leitaði til umboðsmanns al- þingis og við tóku bréfaskriftir á víxl í nokkuð margar vikur. Niðurstaðan Jólagjöfin í ár frá menntamálaráðuneytinu var starfsréttindi Grunnskólakennari eftir langa baráttu við kerfið Starfsleyfi Guðmundur Eyþórsson má nú kalla sig grunnskólakennara eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.