Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 28

Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 28
daglegt líf 28 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Loksins er komið að því: aðfangadagur! Þá erröðin komin að mér, Kertasníki. Bræður mínir geta nú lært ýmislegt af mér. Þeir eru alltaf að gera einhverja vitleysu. En þeir gera sitt besta og ein- hvern tíma verða þeir kannski hér um bil eins góðir og ég. Gleðileg jól! – Þið náið mér aldrei! Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Kertasníkir – 24. desember Fastir liðir og einstök atvik sem tengjast mörg-um jólum standa upp úr þegar ég rifja uppeftirminnilegustu jólin mín,“ segir Hrafnhild- ur Tryggvadóttir, upplýsinga- og ferðamálafulltrúi. „Mamma að sauma dressin á okkur dömurnar; stemningin við að hjálpa ömmu að skreyta á Þor- láksmessu; dvergaplakatið sem farið var með eins og verðmætt handrit, því það var nánast ónýtt; ljósa- serían á tréð sem var alltaf biluð (en einhvern veg- inn tókst alltaf að koma henni í gang eftir mikið bras); jólakveðjurnar og hangikjötsilmurinn í húsinu í bland við Ajaxilminn.“ Á æskuheimili Hrafnhildar var jólamaturinn borð- aður klukkan sex líkt og víðar. „Þá var hlustað á messuna í útvarpinu um leið og allir voru í sínu fínasta pússi. Ég man eftir eplakass- anum og mandarínunum, nammi í skál, kertaljósum um allt hús, jólamessunni í sjónvarpinu, ljósinu sem loga átti á jólanótt, og kvöldkaffinu hjá ömmu þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og rjómatertur. Þrátt fyrir að allir væru löngu orðnir saddir var sest niður fyrir svefninn og allir gæddu sér á dýrindis kræsingum.“ Hrafnhildur ólst upp í sveit í fjögurra systra hópi. „Alla okkar æsku vorum við sannfærðar um að mjaltirnar væru óvenju tímafrekar einmitt á að- fangadagskvöld, vorum alltaf að kíkja út og gá hvort ekki færu að minnka ljósin í fjósinu, hvort mamma og pabbi væru ekki alveg að koma inn því þá fyrst var hægt að opna pakkana. Eins vorum við ótrúlega liðlegar við að hjálpa þeim að drífa sig svolítið að skipta um föt, svo hægt væri að ráðast á pakkahrúg- una. Einstakt andrúmsloft Allar þessar hefðir, þessi mikla eftirvænting, þetta einstaka andrúmsloft sem einkennir jólahátíðina er sterkt í minningunni, miklu sterkara en nokkurn tímann hvað það var sem kom upp úr pökkunum, því það er ekki eins minnisstætt.“ Þó eru jólabækurnar þær gjafir sem Hrafnhildur man helst eftir „Strax eftir að hafa opnað pakkana fór ég að lesa bókina sem ég hafði fengið. Skemmtilegasta við jólanóttina var að þá mátti maður vaka eins og maður vildi, og notaði ég þá nótt í að lesa bókina góðu. Einmitt þetta finnst mér að jólin eigi að gera; skapa minningar sem snúast um annað en veraldlega hluti.“ Hefðirnar eru sterkar í minningunni Jólaminning Hrafnhildur Tryggvadóttir segir þær syst- urnar hafa verið sannfærðar um að mjaltirnar væru óvenju tímafrekar á aðfangadagskvöld. Sú Grýla sem flestir krakkar óttast er ekkert nútímafyrirbrigði. Hún er einn frægasti óvætturinn sem kemur fram í þjóðsögum og ævin- týrum síðari alda að því er segir í bók Árna Björnssonar, Sögu dag- anna. Orðið sjálft merkir eitthvað í lík- ingu við ógn, hótun eða hrylling og birtist óvætturinn Grýla sem flagð eða óhræsi þegar á 13. öld. Fjöl- mörg grýlukvæði hafa varðveist í gegnum aldirnar þar sem hvorki eru dregnar upp fagrar lýsingar á útliti hennar né innræti. Í gömlum sögnum er sagt að auk Leppalúða hafi hún átt tvo aðra eiginmenn, þá Bola og Gust, og á áttunda tug nafngreindra barna. Óvætturinn sá arna þurfti vitaskuld að afla fæðu bæði fyrir sinn óseðjandi maga og fjölskylduna en sagt var að eftirlæt- ismatur hennar væri kjöt af óþæg- um börnum. Henni var lítið gefið um fisk, súpur og grauta. Grýla var þó, að því er segir í Sögu daganna, ekki bendluð sér- staklega við jólin fyrr en á 17. öld og þá í leit að óþægum börnum, sem hrína, ærslast og angra móður sína, en væru börnin hins vegar þæg og dugleg að læra var vonlaust fyrir Grýlu að ná þeim. Sögurnar af Grýlu virðast því hafa verið not- aðar til að temja börn og aga þau. Í dag er Grýla nú farin að mildast og jafnvel sjást í för með kaup- mannsjólasveinunum, svo eitthvað eru þjóðsagnirnar farnar að mild- ast á 21. öldinni. Eldgamla Grýla er ekki góð Morgunblaðið/Ásdís Grýla kerlingin Sögurnar af henni virðast hafa verið notaðar til að temja börn og aga þau. Gefnir hafa verið út 3 víxlaflokkar; flokkur VBS 08 0111, gefinn út 5. október 2007 með gjalddaga 11. janúar 2008 að upphæð 2.150.000.000 kr. nafnverðseining 5.000.000 kr. (ISIN númer IS0000015691), VBS 08 0215, gefinn út 15. október 2007 með gjalddaga 15. febrúar 2008 að upphæð 1.550.000.000 kr., nafnverðseining 5.000.000 kr. (ISIN númer IS0000015808) og VBS 08 0411, gefinn út 5. október 2007 með gjalddaga 11. apríl 2008 að upphæð 1.000.000.000 kr., nafnverðseining 5.000.000 kr. (ISIN númer IS0000015691). Víxlarnir verða teknir til viðskipta þann 27. desember 2007. Víxlarnir eru vaxtalausir og óverðtryggðir. Lýsinguna má nálgast á prentuðu formi hjá útgefanda, VBS, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík og á vefsetri útgefanda www.vbs.is í 12 mánuði frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Umsjónaraðili skráningarinnar er VBS fjárfestingarbanki hf. Reykjavík, 24. desember 2007 Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Sími: 570 1200 Fax: 570 1209 www.vbs.is vbs@vbs.is F í t o n / S Í A Tilkynning VBS fjárfestingarbanki hf. (VBS), kt. 621096-3039, hefur birt lýsingu vegna skráningar víxla félagsins á OMX Nordic Exchange Iceland hf. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21 Reykjavík sími 551 4050 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.