Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UPPLÝSINGAR berast um gróðurhúsaþróun og mengun úr öllum áttum. Venjulegt fólk býr við skothríð hvaðanæva og eins er víst, að sumir hugsi til stríðsáranna. Og talað er um mengun, botnlaust bull úr öll- um gáttum. „Koltví- sýringsmengun“ er varla til í mannlegu umhverfi. Efna- sambandið er einfald- lega ein kolefniseind með tveimur súrefn- iseindum. En það sem meira er, kolefnið er sjálft bakbeinið í öllu lífi á jörðu og enginn hefur látið sér detta í hug, að líf kunni að byggjast á öðru frumefni. Það er efnafræði- legt mál og lætur ritari vera út- skýringar að sinni. En „kol“, eða koltvísýringur, er mikilvægasta áburðarefni heims, en farið er að nota orðið kol fyrir CO2 og losun þess í stað koltvísýringslosunar og er það gott og blessað, „ipsissima verba“. Auðvitað eru líka önnur frumefni eins og nitur og brenni- steinn í lífrænum sameindum og smotterí af öðrum. Koltvísýrings- mengun er oftast rangt orðatiltak en gott er að ræða bara um losun. Er útöndun okkar mannanna mengað loft? Eða út- öndun kornabarns, svo dæmið sé ítrekað? Auðvitað ekki; þetta er bull. Réttar er að segja, að loft sé meira eða minna þrungið koli eða bara þungt loft, en þá má ræða um koltonn og kolkíló. Gosdrykkur er ekkert mengað vatn eða er það? Í and- rúmsloftinu er svolítið af koli, en í útöndun er það mun meira. Hinn endalausi fjölbreytileiki lífsins byggist á eiginleikum kolefnis, en þekkt lífræn efni eru tugir millj- óna og engin takmörk eru þar á. Ritari „smíðaði“ áður fyrr tugi nýrra efna, sem enginn annar hafði smíðað og hvergi eru í nátt- úrunni. Þetta stagl er því miður nauðsynlegt, því alls staðar ræðir fólk um kol sem mengun. „Úr- gangur er dýrmæt auðlind“, stendur í pésa Umhverfisráðu- neytisins og vísar það til hring- rásar í náttúrunni. Fræðilega séð eru engin takmörk fyrir því hvaða lífrænum efnum er unnt að breyta í önnur og virðist það allt næsta flókið mál fyrir fólk. Er útblástur frá álverksmiðjum mengað loft? Já, þar er að finna flúorvetni, flú- orkolvetni o.fl. En þar er líka að finna kol í töluverðum mæli. Um eldsneytisáróður Er forsetaembættið búið að setja upp deild fyrir eldsneyt- isáróður? Forsetinn og iðn- aðarráðherra ræða í útlöndum um framleiðslu eldsneytis í tengslum við umræðu um jarðgufuorku. Svo bjóða menn Harry Potter í heim- sókn og rætt er um að vinna bens- ín og tréspíra úr jarðgufu og út- blæstri álvera. Þetta er giska fallegt og fræðilega ekki rangt, en málið á að snúast um það sem unnt er að gera og hagkvæmar en annað. Það er engin losunarlaus orka. Ef farið er í saumana á t.d. byggingu og rekstri Kára- hnjúkavirkjunar og öll losunin út- reiknuð, þá kemur í ljós að hún er gífurleg. Notuð eru kol við fram- leiðslu steypujárns, sements, raf- búnaðar, túrbína, olíunotkun og endalausa aðdrætti og vinnu fólks. Raforkan er því ekkert los- unarlaus. Það er ekki sama hvern- ig rafmagnið er notað, því það er dýrt og það er ekki hagkvæmt, svo séð verði, að nota það til að framleiða einhverjar gerðir elds- neytis því nýting er mjög léleg. Ef framleitt er vetni til nýtingar í farartækjum með efnarafal, er heildarnýting bara 25% þegar vel lætur og framleiðsla á tréspíra er litlu betri og fagheimurinn veit þetta. Það er baneitrað að vera með svona bollaleggingar í fátæk- um löndum til að gylla nýting- armöguleika á jarðhita. Þeir sem telja þetta gerlegt eiga bara að stofna fyrirtæki í stað þess að troða sér upp á opinber fyrirtæki og kaupa rafmagn á því verði, sem það kostar. Þjóðverjar urðu nauð- ugir viljugir í síðustu heimsstyrj- öld að framleiða fljótandi elds- neyti úr kolum eða koli og var það mjög dýrt og allar helstu upplýs- ingar eru til. Þessvegna er ekki við hæfi að ræða um Adam og Evu á Bessastöðum. Jarðgufa hef- ur sína eiginleika, sem hentar til upphitunar og rafmagnsfram- leiðslu, en ekki til eldsneytisfram- leiðslu. Helsta vonarglætu í þess- um efnum er að finna í nýjum rafhlöðum, sem eru með litíum- skaut, en þau eru mjög létt. Með þeim má ná 80% nýtingu og hlaða geyma með tengingu við inn- stungur í bílskúrum. Rafhlöðurnar eru að vísu ennþá mjög dýrar, en það er vetnisbúnaður einnig. Blaðgrænufrumur í plöntum og grænþörungar eru virkustu nýt- endur kols og framleiðslan er sykrur, en þær eru gerjanlegar. Brazilíumenn framleiða ethanol, spíra, og blanda með bensíni. All- an lífrænan massa úr jurtaríkinu má gerja eða nota til framleiða líf- díeselolíu. Og margir vita, að gerðar hafa verið tilraunir með loðnulýsi á díeselvélar og gekk það bara vel. Ritari gerði rann- sóknir á nýtingu á íslenskum mó til framleiðslu á fljótandi eldsneyti og gekk það vel, en er óhugsandi í stórum stíl, m.a. af umhverf- isástæðum. Besta nýjungin er að nota met- an, þekkt sem mýrargas, sem myndast við gerjun í urðunarefni, því það er meira en tuttugu sinni virkari gróðurhúsavaldur en kol auk þess sem það er loftegund, sem hentar vel sem eldsneyti bíla. Slíkir hafa verið til í áratugi, t.d. í Hollandi, og heildarnýting er lík- lega u.þ.b. 25% af brunaorku gass- ins, en það er betra en að sleppa því lausu í náttúrunni. Það er engin losunarlaus orka. Það er engin „losunarlaus“ orka Jónas Bjarnason fjallar um um- hverfi og orkumál » Allir ræða um losuná koltvíoxíði og gróðurhúsahitnun. Ráðamenn ræða um framleiðslu á eldsneyti í tengslum við jarðhita og eru þar á villigötum. Jónas Bjarnason Höfundur er efnafræðingur. FYRIR nokkrum árum lét ég loks gamlan draum rætast um að heim- sækja ákveðið afskekkt byggðarlag langt frá Reykjavík. Heppnin var með mér því vorið gekk í garð dagana sem ég dvaldist þar á litlu gistiheimili, en vegna smá vanda- máls var mér óvænt boðið heim til fjöl- skyldu sem þarna hafði búið lengi. Þau höfðu nýlega keypt gervi- hnattadisk og glæsi- legt sjónvarp með heimabíói ásamt áskrift að meira en hundrað erlendum sjónvarpsstöðvum og var ein þeirra í gangi með bestu mynd- og hljóð- gæðum. – Í herbergi yngstu með- lima fjölskyldunnar var hins vegar nettengd tölva. Ýmislegt var rætt við skjáinn yfir kaffi og meðlæti en flest er það gleymt. Einu mun ég þó seint gleyma. Þegar húsfreyjan skrapp frá og við húsbóndinn sátum einir eftir við skínandi sjónvarps- útsendinguna kom alvörusvipur á húsbóndann og hann sagði: „Ég hef aldrei öfundað neinn af neinu... nema einu...“ Ég beið auðvitað spenntur eftir framhaldinu sem í hans eigin orðum var: „Að skilja ensku“. Það rann upp fyrir mér ljós. Ótelj- andi sjónvarpsrásir og allsnægtir veraldarvefsins voru honum að mestu lokaður heimur. Hann var eiginlega sem mállaus nýbúi í heimi stórkostlegrar upplýsingabyltingar og heimsvæðingar mannlegra sam- skipta. Hann og hans líkar verandi langsviknir af eins konar nýlendu- ástandi menntakerfisins þar sem danska var í áratugi sett ofar öllum helstu tungumálum heims og þar með ofar eina raun- verulega heimsmálinu, enskunni. En auk þess hafa sjónvarps- og út- varpsstöðvar aug- ljóslega vanrækt hlut- verk sitt varðandi kennslu í dreifbýlu landi. Íslenskan var meg- invopn gegn erlendri ánauð og er eflaust enn mikilvæg sjálfstæð- istrygging, en heimurinn breytist stöðugt. Sextán ára gamall varð ég loks læs á ensku og var þá sem heim- urinn opnaðist. Frelsaður úr greip- um örtungu var ég ekki lengur múl- bundinn við örfáar mest jóla- og afþreyingarbækur. Milljónir bóka urðu skyndilega aðgengilegar og ár- lega bætast við tugir þúsunda og ekki síst um vísindi, heimspeki, listir og fræði af öllu hugsanlegu tagi. Gervihnattasjónvarp og verald- arvefur opnuðu síðan nýja glugga og fréttir þar með ekki lengur stýfðar úr örfáum hnefum. Og nú hefur enn bæst við ókeypis tal-, mynd- og fjar- vinnusamband heimshorna á milli og fjarlægðir hverfa því óðfluga. – Ein- angrun örtungumáls gætu margir því vart afborið og vildu síst búa öðr- um það hlutskipti. Hampað er því að stór hluti þjóð- arinnar skrifi bækur og einnig hin- um miklu bókakaupum miðað við fólksfjölda. Allt virðist hey til sölu og lestrar og höfundar verðlauna títt hverjir aðra. Hins vegar er varla nefnt hve fáum nýjum bókum Ís- lendingar fá aðgang að á eigin tungumáli á ári hverju, en þær eru nánast engar á flestum sviðum. Nán- ast engar af metsölubókum heimsins eru heldur þýddar og umræða verð- ur tilsvarandi fátæklegri eins og t.d. nýlega um trú- og kirkjumál. Enn óþýdd er m.a. bók ársins hjá The Times Literary Supplement, „At- heist Manifesto“, eftir franska heim- spekinginn Michel Onfray, met- sölubók þýdd á mörg tungumál. Sama gildir um bækur eftir heims- fræga vísindamenn á borð við Rich- ard Dawkins, prófessor við Ox- fordháskóla, t.d. „The God Delusion“ eða eftir V.J. Stenger pró- fessor í stjörnufræði og eðlisfræði og háskólakennara í heimspeki, t.d. „God the failed hypothesis“. Eða „Explaining Religion: Evolutionary Origins of Religious Thought“ eftir P. Boyer. (Allar auðfundnar t.d. hjá Amazon.com.) Fólk er því tiltölulega illa varið gegn aðilum, sem jafnvel fyrir varn- arlaus börn, bera á borð, sem heil- agan sannleika, fornaldarsögur frá óupplýstum tímum um yfirnátt- úrulegar verur, meyfæðingar, vatns- göngur og sköpun heimsins á sjö dögum. Siðgæði byggt á vanþekk- ingu og ósannindum hlýtur þó að standa á brauðfótum í heimi nú- tímans. Augljóslega þarf að tryggja öllum sem bestan aðgang að hinum nýja alþjóðlega samskiptaheimi (sjá t.d. „The World is Flat“, eftir Fried- man). Til þess virðist nú þörf á þjóð- arátaki varðandi tungumálakunn- áttu, enda margir orðnir eins konar nýbúar í þessum glænýja heimi óteljandi tækifæra. Ferðasaga úr nýjum samskiptaheimi Magnús S. Magnússon fjallar um tungumálakunnáttu í al- þjóðlegum samskiptaheimi » ...hann sagði: Ég hefaldrei öfundað neinn af neinu...nema einu... Magnús S. Magnússon Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknastofnunar um mannlegt atferli við Háskóla Íslands. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.