Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JÓLIN GETA EKKI MISTEKIST Nú eru jólin. Aðfangadags-kvöld er þýðingarmikið ílífi flestra Íslendinga. Þá er jólaguðspjallið lesið um fæðingu frelsarans, þess guðs sem skapar og sískapar, fyrirgefur og leiðir. Fæðing er fallegt orð yfir gleði- ríkan viðburð. Hvergi er hreinleik- inn meiri og sakleysið. Svo mikil gleði fylgir fæðingunni og boðskap- urinn á alltaf erindi við okkur, fæð- ing kærleikans inn í heim breysk- leikans, þar sem væntumþykju og fyrirgefningar er þörf. Við minnumst fæðingar Krists á aðfangadagskvöld og veltum fyrir okkur því erindi sem frelsarinn á við mannkynið, tökum afstöðu til þess hvert og eitt í eigin lífi. Vit- anlega eru ekki allir jafntrúaðir, en öll getum við þó dregið lærdóm af orðum Krists og því kærleiksríka hugarfari sem hann boðaði. Í kvöld og næstu daga gefst ráð- rúm til slíkrar yfirvegunar. „Ég er eins og nirfill. Ég safna jólum. Ég má ekki við því að nein þeirra mistakist.“ Þessi orð komu fyrir í leikriti sem Guðrún Ás- mundsdóttir skrifaði fyrir tuttugu árum og byggt var á ræðum danska skáldprestsins Kaj Munk. Orðin hljómuðu inní hennar hjarta. Svo velti hún fyrir sér hvað gæti orðið til þess að jól mistækj- ust. Framan af ævi hélt hún kannski að sextán sortir af smákök- um fyrirbyggðu það. En með meiri þroska áttaði hún sig á því að jól geta ekki mistekist – svo sterkur er boðskapur kristinnar trúar í lát- leysi sínu: Guð kemur til okkar sem lítið barn sem hann felur okkur að annast og vera góð við. Það er kærkomið fyrir fjölskyld- ur og ástvini að fá tækifæri til að eiga samverustund, borða góðan mat og deila gjöfum. Þá stund eig- um við með okkar nánustu, treyst- um böndin sem þurfa að halda þeg- ar á reynir. Áttræður maður sagði um sig og konuna sína: „Ég held við höfum aldrei verið ástfangnari en í ellinni, af því að við þurfum svo á hvort öðru að halda.“ Öll verðum við að axla byrðar lífsins og gerum það með okkar hætti. „Það hefur nú allt heldur tilhneigingu til þess að fara vel,“ sagði Jóhann Hannesson trú- boði, prestur og prófessor á fundi þegar honum fannst svartsýnin fullmikil. Við skulum njóta kvöldsins. Og enginn skyldi láta friðhelgi jólanna framhjá sér fara. Við öðlumst innri ró og frið, sem er sama eðlis og kyrrðin sem skapast á upplýstum strætum og torgum í kvöld þegar enginn er lengur á ferli og allir una við sitt í heimahúsum. Jafnvel úti- gangsfólk fær inni á heimilum á að- fangadagskvöld. Þá á engum að vera úthýst. Stemmningin er mikil sem fylgir aðfangadegi. Kirkjurnar eru yfir- fullar bæði við aftansöng og mið- næturmessu. Þátttaka almennings kemur þar fram. Fólk sem annars er feimið og lætur lítið á sér bera, það syngur fullum hálsi við athafn- irnar. Og gleymir sorgum og þraut- um. Lífið getur verið erfið glíma. „Svo kemur drottinn og bjargar manni,“ sagði séra Árni Þórarins- son. Þegar hann hætti að taka í nefið 88 ára gamall, eftir að hafa tóbakað sig frá unglingsárum, ráðlagði Árni Pétursson læknir honum að leggja ekki þann sið af – það yki á blinduna að breyta um of um lífs- stíl. „Heldurðu að ég fari að þínum ráðum með þetta,“ sagði séra Árni brosandi. „Ég vil ekki koma fram fyrir guði almáttugum með nautn.“ Og hann lagði það á sig að verða staurblindur. Það er nokkuð sem fólk hlýtur að leiða hugann að – hvaða augum það lítur lífsgönguna á hinstu stund. Ef til vill er einn tilgangur lífsins að búa í haginn fyrir þá stund; að geta dáið drottni sínum sáttur við sjálf- an sig og lífshlaupið. Um það sann- færðist Skröggur í Jólaævintýri Dickens – og lesendur með honum. Aðfangadagskvöld er ekki síst stund barnanna. Þá hafa fullorðnir tíma til að ræða við börnin sín. Það finnst þeim gaman. Og má brosa að því að oft vaknar þörfin fyrir það þegar þau eiga að fara að sofa. Álitaefnin sem upp koma eru af öllu tagi. Sex ára stúlka gengur út frá því sem vísu að jólasveinar búi til allar gjafir sjálfir. Þess vegna finnst henni skrítið þegar hún fær mandarínu í skóinn. „Jólasveinar geta ekki búið til mandarínur,“ segir hún tortryggin. „Það er alltof kalt á norðurpólnum.“ Og auðvitað má boðskapurinn ekki gleymast. Það er gömul saga og ný að eldra fólk hristir oft höf- uðið yfir yngri kynslóðum. Fólk sem óx úr grasi í upphafi tutt- ugustu aldar á erfitt með að skilja kapphlaupið og æðibunuganginn í þjóðfélagi allsnægtanna. Og nefnir gjarnan að það hafi nú bara leikið sér með legg og skel. Þannig hefur gamall maður áhyggjur af því að börn séu stöðugt að þiggja og kunni ekki annað. Hann hristir höfuðið, eins og til- heyrir, og segir að þau verði líka að læra að gefa. Þegar hann ól upp sín börn, þá söfnuðu þau gjöfunum sem þau fengu í skóinn og gáfu svo. En kannski eru slíkar áhyggjur óþarfar, því börn eru kærleiksrík og hafa mikla réttlætiskennd. Þau hafa mikið að gefa, safna leikföng- um í skókassa í skólanum til að senda fátækum börnum í útlöndum og læra með því flókið orð eins og Úkraína. Svo selja þau dúkkur og leikföng við Melabúðina eða Nes- veginn til styrktar góðu málefni. Það er í hinu smáa sem stórtíðindin verða. „Þetta er svoddan undur,“ sagði gamli maðurinn. „Að fólk geti búið sér til svona dásamlega helgi eins og jólin gefa okkur – ef við getum meðtekið eins og eðlilegt óskaddað fólk.“ Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ NÆTUR margra barna hafa verið svefnlitlar síðustu daga, því spenning- urinn og tilhlökkunin er allsráðandi fyrir jólin. Nú er stóri dagurinn loksins runninn upp og biðinni eftir því að kveikt verði á jólatrénu og pappírinn sé tekin utan af gjöfunum að verða lokið. Til þess að stytta biðina standa skól- arnir fyrir jólatrésskemmtunum fyrir börnin þegar jólafríið er um það bil að hefjast. Ljósmyndarar á vegum Morg- unblaðsins litu inn á nokkrum þeirra og tóku létt dansspor í kringum jólatréð á milli þess sem þeir festu gleðina á filmu. Jólin, jólin alls staðar Helgileikur Um fjörutíu krakkar úr Eyjum tóku þátt í helgi G Morgunblaðið/Kristinn Melaskóli Krakkarnir í Melaskóla stunda nám í einni af fallegustu byggingunum í Reykjavík. Forsal- urinn hentar prýðilega til jólatrésskemmtana þar sem hægt er að koma fyrir myndarlegu jólatré. Morgunblaðið/Golli Andakt Þetta augnaráð fá engir nema jólasveinar. Aðdáunin skein úr andlitum barnanna á leik- skólanum Nóaborg þegar jólasveinarnir komu í heimsókn og fengu óskerta athygli barnanna. Morgunblaðið/Golli Kveðjustund Á endanum þurftu jólasveinarnir að kveðja börnin á Nóaborg, enda biðu þeirra ótal krakkar um allt land. Þeir snúa örugglega aftur á næsta ári eftir hlýjar móttökur hjá krökkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.