Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 39

Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 39 Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson ileik og guðsþjónustu í Landakirkju. Morgunblaðið/Eggert Vitringar Haldið var upp á fæðingu Jesú með jólaleikriti í Öskjuhlíðarskóla. Búningar vitringanna voru sérstaklega viðhafnarmiklir. Börnin léku hlutverk sín með tilbrifum og af glæsileik. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Höfuð, herðar Jólalög sem eiga sínar sérstöku hreyfingar eru alltaf vinsælust á böllum. Aðal- atriðið er ekki að vera fullkomlega samtaka heldur að jólastuðið skíni í gegn eins og hjá þessum strákum í Rimaskóla. Enda gott að búa sig undir kræsingarnar með hreyfingu fyrirfram. Morgunblaðið/Golli Takk Jólasveinarnir höfðu að sjálfsögðu með sér smá pakka handa krökkunum á Nóaborg. Þessi stúlka var afskaplega ánægð með sinn pakka og hin börnin biðu spennt eftir að fá einn í hendur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Göngum við í kringum Krakkarnir í Rimaskóla náðu að mynda margfaldan hring utanum jólatréð. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Jólasöngvarar Á jólaskemmtuninni á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum fóru þau Díana Svava, Aid- an og Arnar Gauti fremst í fríðum söngflokki. Börnin sungu inn jólin af miklum myndugleik. Morgunblaðið/Frikki Mandarína Á leikskólanum Álfasteini fengu krakkarnir hollt og gott jólagóðgæti frá óvæntum gestum. Ávöxturinn þótti talsvert merkilegri fyrst jólasveinninn afhenti hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.