Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LOFTSLAGSÞING Sameinuðu
þjóðanna fór fram á Balí nýlega. Þar
sagði aðalritari SÞ, Ban Ki-Moon, að
tími aðgerða til að sporna við lofts-
lagsbreytingum af mannavöldum
væri núna. Hann kallaði breyting-
arnar „siðferðilega áskorun okkar
kynslóðar“ og að það væri hlutverk
þróaðri ríkja heims að taka frum-
kvæði við minnkun los-
unar gróðurhúsa-
lofttegunda. Ísland
telst til þróaðri ríkja
heims og ættum við að
taka áskorun aðalrit-
arans í þessum efnum.
Hér á landi hefur það
sannast að sjálfbær
nýting orkulinda er
undirstaða hagvaxtar
og velferðar og verður
það til framtíðar.
Til þess að stuðla að
rannsóknum og aukinni
menntun á sviði sjálf-
bærrar orku hafa Orkuveita Reykja-
víkur, Háskólinn í Reykjavík og Há-
skóli Íslands sett á stofn alþjóðlegan,
þverfaglegan skóla fyrir tæknimenn,
jarðvísindamenn og fólk með mennt-
un á sviði annarra raunvísinda eða
viðskipta. Skólinn, sem formlega var
opnaður með viðhöfn 3. desember sl.,
hefur það markmið að mennta leið-
andi sérfræðinga á sviði stjórnunar,
hönnunar og rannsókna um sjálf-
bæra orku. Nafn skólans er Reykja-
vik Energy Graduate School of Sus-
tainable Systems – REYST – og
hann býður upp á alþjóðlegt fram-
haldsnám á háskólastigi sem byggist
á þremur stoðum: náttúru, tækni og
markaði.
Hvatinn að samstarfi þessara
þriggja aðila um REYST er þörfin
fyrir stóraukna notkun sjálfbærrar
orku. Því er spáð að orkuþörf heims-
byggðarinnar muni aukast um 50%
til ársins 2030 og að hún muni aukast
alls staðar; ekki síst í þróunarlönd-
unum. Aðeins hluti orkuframleiðsl-
unnar kemur frá sjálfbærum orku-
gjöfum og krafan er sú að auka þann
hluta. Loftslagshlýnunin er vanda-
mál sem steðjar að öllum löndum
heims og flestir eru sammála um að
það sé ekki lengur
spurning um hvort
hægt sé að snúa þróun-
inni við, heldur hve
langan tíma við höfum
til stefnu. Talið er að
mestu máli skipti í
þeirri baráttu að breyta
orkukerfunum í sjálf-
bæra orku. Reynsla og
þekking okkar Íslend-
inga síðustu áratugina
við nýtingu jarðhita og
vatnsorku er dýrmæt.
Það er skylda okkar að
koma þessari þekkingu
áfram til næstu kynslóða og til
heimsins alls. Eins og forseti Íslands,
hr. Ólafur Ragnar Grímsson, orðaði
það í ávarpi sínu við opnun skólans –
verkefnið er að bjarga heiminum.
Skólinn er kjörið tæki til þess að Ís-
lendingar láti til sín taka í því brýna
verkefni. Þannig getum við miðlað
reynslu okkar og komið tækniþekk-
ingunni til annarra landa. Um ára-
tuga skeið hefur verið starfræktur
hér Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóð-
anna sem hefur verið mikilvægt
framlag okkar til að koma þekking-
unni til þróunarlanda. Tækifæri er
fyrir stjórnvöld að nýta hinn nýja
skóla, REYST til frekara framlags
Íslands til aðstoðar við þróunarlönd
auk þess sem skólinn verður opinn
nemendum frá öllum löndum heims
því vandamálið er alls staðar.
Starfsvettvangur REYST er rann-
sóknir og rannsóknatengt framhalds-
nám og bera Háskóli Íslands og Há-
skólinn í Reykjavík faglega ábyrgð á
náminu. Skólinn leggur áherslu á
umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu
orkulinda á alþjóðavísu. Einstæð
reynsla og þekking samstarfsaðil-
anna allra er hinn trausti grunnur
sem skólinn byggist á.
Væntanlegir nemendur skólans
verða þeir, hvaðanæva úr heiminum,
sem hafa áhuga á rannsóknatengdu
framhaldsnámi á sviði nýtingar sjálf-
bærrar orku, sérfræðingar sem vilja
auka eða endurnýja þekkingu sína á
ákveðnum sviðum og stjórnendur
sem þurfa að auka þekkingu sína um
nýtingu sjálfbærrar orku. Áhersla er
lögð á að nemendur fái æfingu við úr-
lausn raunverulegra verkefna og
munu vinna með sérfræðingum á
vettvangi ýmissa rannsókna og fram-
kvæmda við orkunýtingu.
Ég hvet þá sem hafa áhuga á námi
við skólann til að leita upplýsinga á
www.reyst.is, en meistaranám við
REYST hefst í ágúst 2008.
Frá Balí á Bæjarhálsinn
Edda Lilja Sveinsdóttir fjallar
um loftslagsbreytingar, orku-
mál og nýjan skóla
»Nýr alþjóðlegurorkuskóli var form-
lega opnaður 3. desem-
ber sl. og tekur til starfa
næsta haust. Meg-
ináherslan verður á nýt-
ingu sjálfbærra orku-
gjafa.
Edda Lilja Sveinsdóttir
Höfundur er verkefnisstjóri orku-
skólans REYST.
UMFERÐARMERKINGUM
hefur verið verulega ábótavant
hér á landi frá upphafi. Sam-
kvæmt umferðarlögum og vega-
lögum ber veghaldari ábyrgð á
viðhaldi og ástandi vega. Stærstu
veghaldar hérlendis eru Vegagerð-
in og sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu. Vegagerðin ber ábyrgð
á fjölda þjóðvega í þéttbýli, þjóð-
vegum um allt land og
vegaslóðum um há-
lendi landsins. Þjóðin
hefur vanist slælegum
umferðarmerkingum,
sumum beinlínis röng-
um og hættulegum.
Því miður má rekja til
þessa ástands bana-
slys, stórslys sem hafa
valdið örkumlum og
fjölda skemmdra öku-
tækja.
Ég var nýlega á
fundi þar sem rædd
voru samgöngumál.
Þar bar á góma stór-
fenglegar áætlanir í
samgöngumálum,
breikkun vega, mis-
læg gatnamót og
jarðgangagerð. Ég
benti á misbrest í
merkingum og við-
haldi, lagði til að
Vegagerðinni yrði
gert skylt að ráða bót
á þessum vanda.
Maður nokkur á fundinum taldi
viðstöddum trú um að þetta kæmi
allt af sjálfu sér með nýjum fram-
kvæmdum og athugasemdin væri
óþörf. – Við höfum búið við
vanþróaðar aðstæður í umferð á
Íslandi í 100 ár og það verður ekki
lagað með orðagjálfri. Vegagerðin
er í fararbroddi varðandi umferð-
armerkingar í landinu, hefur ekki
staðið sig, ber mikla ábyrgð og
höfuðborg landsins kemur þar á
eftir. Eftir höfðinu dansa limirnir.
Umferðarmerkingar í ólestri
Ísland mun vera í dag mesta
umferðarþjóð í heimi á þjóðvegum
miðað við fólksfjölda. Bifreiðum
og bifhjólum hefur fjölgað veru-
lega. Nýlega féll dómur í Héraðs-
dómi Suðurlands þar sem kona
var sýknuð af ákæru vegna of
hraðs aksturs um viðgerðarsvæði
á Suðurlandsvegi. Dómarinn úr-
skurðaði umferðarmerkingar á
svæðinu ófullnægjandi. – Leigubíl-
stjóri bendir á hraðamerkingar á
Reykjanesbraut í Reykjanesbæ
þar sem á stuttum vegarkafla er
70 90 70 km hámarkshraði og spyr
hver er tilgangurinn. – Flutn-
ingabílstjóri segir að vanti viðvör-
unarmerki um hættulega staði um
allt land og merkingum sé áfátt á
þéttbýlisstöðum. – Nýlega voru í
fréttum slælegar umferðarmerk-
ingar í sveitarfélagi á Aust-
fjörðum. – Yfirborðsmerkingar
hefjast ekki fyrr en á miðju sumri
og er illa framfylgt. – Nýlega varð
banaslys á Reykjanesbraut, slysið
var talið tengjast ölvun við akstur
og óljósum umferðarmerkingum
vegna framkvæmda á brautinni.
Tugir árekstra urðu við fram-
kvæmd á hringtorgi v/Skarhóla-
braut í Mosfellsbæ fyrir nokkrum
árum, umferðarmerkingar voru út
í hött. – Það liggur fyrir fjöldi
kvartana um ófullnægjandi um-
ferðarmerkingar frá öllum lands-
hornum. Fyrir nokkrum árum
gerðu tveir ökukennarar könnun í
Reykjavík á ófullnægjandi og
röngum umferðarmerkingum. At-
hugasemdir urðu um 200, voru
sendar til yfirmanns umferð-
ardeildar Reykjavíkurborgar sem
lagfærði þær. Ef slík könnun yrði
gerð í dag kæmi út
svipuð útkoma eða
verri. Útlendingum
er undrunarefni hve
fátíð eru merki um
leyfilegan umferð-
arhraða. FÍB hefur
gagnrýnt umferð-
armerkingar við nýtt
tónlistarhús við
Reykjavíkurhöfn. Ný-
lega voru tekin í
notkun mislæg gatna-
mót á höfuðborg-
arsvæðinu. Fyrsta
sólarhringinn eftir
opnun varð alvarlegt
umferðarslys en á
þessum mannvirkjum
eru umferðarljós. Um
tíma voru þessi brú-
armannvirki slysa-
flesti staður landsins.
Í Þýskalandi mun
vera til staðar sér-
fræðinefnd, sem
kannar öryggi um-
ferðarmannvirkja áð-
ur en umferð er hleypt á.
Lögregla í vanda
Reglugerðum varðandi umferð-
armerkingar er ábótavant. Það
eru framleidd of lítil merki og sett
niður, Vegagerðin hefur viðmið-
unarreglur um merkingar á vinnu-
svæðum vega frá 1997-8, endur-
skoðað 2004, en þessar reglur
þurfa endurskoðunar við og vera
samþykktar sem reglugerð af þar
til bæru stjórnvaldi. Merkingar í
höfuðborginni eru sumar mjög
hjákátlega uppsettar og gera lög-
reglu erfitt að framfylgja þeim. Í
íbúðahverfum sem Grafarholti er
ekki eina merkta gangbraut að
finna. Ónákvæmni og óstöðugleiki
í þessum málefnum gera Lög-
regluskóla ríkisins lífið leitt að
koma frá sér réttum sjónarmiðum
til lögreglunema. Lögreglumenn á
vettvangi lenda í þrætum við verk-
taka með ófullnægjandi merking-
ar, vegna ófullnægjandi heimilda.
Lögreglumenn hafa engin sekt-
arúrræði, aðeins stöðvun fram-
kvæmda sem oft er útilokað að
beita. Miklar framfarir hafa orðið
í vegamálum undir stjórn Sturlu
Böðvarssonar samgönguráðherra
og virðist svo áfram hjá Kristjáni
Möller, núverandi ráðherra.
Dómsmálaráðherra Björn Bjarna-
son hefur styrkt umferðarlögreglu
höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur
að virka á landsvísu. Lög-
reglumönnum hefur verið fjölgað
og 8 ný lögreglubifhjól komast í
notkun sem er afar áhrifaríkt
framtak fyrir umferðina. Hert hef-
ur verið á reglum hvað varðar um-
ferðarbrot ungs fólks á bráða-
birgðaökuleyfi, en nú þarf
samgöngunefnd Alþingis og sam-
gönguráðherra að endurskoða
þessa brotalöm í íslensku umferð-
arkerfi, umferðarmerkingar.
Nauðsynlegt er að fulltrúar lög-
reglu, Vegagerðar og höfuðborgar
fari utan og kynni sér aðstæður
og lögform á umferðarmerkingum
þar. Allir þessir aðilar hafa mjög
hæfu fólki á að skipa sem geta
stuðlað að góðri framkvæmd á
þessum atriðum.
Einvígið
á akbrautinni
Gylfi Guðjónsson fjallar um
umferðarmerkingar
Gylfi Guðjónsson
» Við höfumbúið við
vanþróaðar að-
stæður í umferð
á Íslandi í 100 ár
og það verður
ekki lagað með
orðagjálfri.
Höfundur er ökukennari og fv. lög-
reglumaður.
Fréttir
í tölvupósti
Munið að algengasta orsök kertabruna
er röng meðferð kerta
Munið að slökkva
á kertunum
i l
Slökkvilið Höfuðborgar-
svæðisins