Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 52
52 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er tvennt ólíkt að glíma við
bridsþrautir á pappír eða í hita leiks-
ins við spilaborðið. Þegar þraut er
sett á blað er yfirleitt látið nægja að
bera fram þurrar staðreyndir um
sagnir og útspil. Ekkert er um það
rætt hver átti í hlut, hvernig líkams-
tjáningin var, hversu lengi viðkom-
andi spilari var að segja eða spila út,
eða hvort hann hafi sýnt merki um
áhuga eða áhugaleysi. Með öðrum
orðum, ekkert er skeytt um borð-
hegðunina. Þó veitir látbragð manna
við spilaborðið mikilvægar upplýs-
ingar.
Flest af því sem menn hugsa fær á
einhvern hátt útrás í líkamanum.
Látbragðið eitt og sér getur því verið
afhjúpandi um þá hugsun sem að
baki býr, kunni menn að túlka hegð-
unina. Hlátur og grátur eru augljós
dæmi um líkamlega tjáningu hugs-
unar. En hið sama gildir um látlaus-
ari fyrirbæri, svo sem vafa, vissu,
áhuga, áhugaleysi, vanlíðan, vellíðan,
lymsku og einlægni – slíkar hugsanir
eiga sér líka líkamlegan farveg.
„Suður spilar fjóra spaða og fær út
lauffjarka.“
Hvaða ályktanir getur sagnhafi
dregið af útspilinu? Við skulum sjá.
Samkvæmt reglunum getur fjarkinn
verið hærra spilið af tveimur, eða
þriðja hæsta frá lengd.
En bíðum við. Hér vantar mik-
ilvægar upplýsingar. Var útspilið
lengi á leiðinni eða kom fjarkinn
strax út? Ef lauffjarkinn kom eld-
snöggt á borðið er það til marks um
að spilarinn hafi ekki verið í neinum
vafa. Og menn eru sjaldan í vafa með
einspil. Hafi fjarkinn hins vegar
komið út eftir langa yfirlegu, þarf
sagnhafi varla að hafa áhyggjur af
því að lauffjarkinn sé einn á ferð.
Þrjár þrautir
Hér á eftir verða bornar fram
þrjár úrspilsþrautir, en matreiddar á
ólíkan hátt. Fyrst fær lesandinn ein-
ungis hráar staðreyndir um sagnir
og útspil, en síðan verður aukið við
upplýsingum sem lúta að borð-
hegðun. Verið er að falast eftir
tvennu: Annars vegar bestu spila-
mennsku án mennskra vísbendinga,
og hins vegar bestu spilamennsku að
teknu tilliti til þess að menn af holdi
og blóði halda á spilunum. Bestu
spilamennsku á blaði og á borði.
(1) Suður spilar fjóra spaða
Norður
♠K10874
♥Á75
♦G843
♣K
Suður
♠ÁDG95
♥D3
♦Á75
♣764
Suður gefur, NS á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 ♠
2 ♥ 4 ♠ Pass Pass
Pass
Fyrri hluti – á blaði: Útspil vest-
urs er lauftía, austur tekur á laufás
og skiptir yfir í hjartatvist (þriðja
hæsta). Þú setur drottninguna, vest-
ur kónginn og þú dúkkar.
Vestur spilar hjartagosa næst,
sem þú tekur með ás og trompar
strax hjarta í rannsóknarskyni. Aust-
ur fylgir lit. Þú tekur tvisvar tromp
og stingur laufin tvö í leiðinni. Báðir
fylgja smátt í laufin, en vestur reyn-
ist eiga tvíspil í trompi. Hvernig viltu
vinna úr tíglinum?
Síðari hluti – á borði: Þegar vest-
ur átti að segja við fjórum spöðum þá
hugsaði hann sig lengi um áður en
hann passaði.
Að öðru leyti hefur spilamennskan
þróast alveg eins og rakið er að ofan.
En stóra spurningin er þessi: Hefur
hin langa umhugsun vesturs einhver
áhrif á spilamennskuna?
(2) Suður spilar sex hjörtu
Norður
♠Á84
♥K64
♦KD62
♣764
Suður
♠K1062
♥ÁG852
♦95
♣ÁD
Suður gefur, allir á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 ♥
Pass 2 ♦ Pass 2 ♠
Pass 3 ♥ Pass 3 ♠
Pass 4 ♥ Pass 6 ♥
Pass Pass Pass
Fyrri hluti – á blaði: Svar norðurs
á tveimur tíglum er krafa í geim,
þannig að þrjú hjörtu á eftir sýnir
nokkurn áhuga á slemmu og það
skýrir stökk suðurs í sex. Hvernig er
best að spila slemmuna með lauftíu
út?
Síðari hluti – á borði: Nú er þess
að geta að vestur spilar út, þegj-
andalegur, án þess að spyrja út í
sagnir. En austur er áhugasamari og
spyr margs þegar blindur kemur
upp. Hann vill vita hvort þrjú hjörtu
sýni slemmuáhuga, hvort norður
neiti nú fyrirstöðum í hálitum, og svo
framvegis. Hefur þessi mismikli
áhugi sem mótherjarnir sýna áhrif á
spilamennskuna?
(3) Suður spilar þrjú grönd
Norður
♠852
♥ÁK4
♦ÁD4
♣D1084
Suður
♠ÁK
♥G972
♦753
♣KG76
Suður gefur, allir á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 ♣
Pass 2 ♣ Pass 2 G
Pass 3 G Pass Pass
Pass
Fyrri hluti – á blaði: Kerfið er
Standard og hækkun norðurs í tvö
lauf er krafa. Suður sýnir svo 12-14
punkta og jafna skiptingu með 2G og
norður hækkar í þrjú. Útspilið er
spaðatía. Þú spilar laufi í öðrum slag,
sem austur drepur með ás og spilar
spaðagosa. Hvert verður framhaldið?
Síðari hluti – á borði: Þú ákveður
að taka tvo slagi á lauf og sjá hvað
setur. Vestur reynist hafa byrjað
með tvílit í laufi og hann hendir tíg-
uláttu eftir nokkurt fálm. Þú velur að
taka fjórða laufið og enn er vestur
tregur til að henda af sér, en lætur
svo hjartahund fara. Austur er hins
vegar snöggur að henda tígultvisti,
sem er kallspil. Hvað er í gangi?
Lausnir koma í sérstakri grein eft-
ir hátíðar.
Gleðileg jól.
Jólaþrautir á blaði og borði
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson