Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 60
60 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VÁ... ÉG GET HEYRT HLJÓÐIÐ Í MAGANUM Á MÉR PRÓFUM ÞETTA AFTUR... HÉR KOMA JARÐ- ÝTURNAR! VOFF! HÆTTU AÐ VERA SVONA MIKILL AUMINGI OG HJÁLPAÐU MÉR AÐ ÝTA BÍLNUM ÚT ÚR BÍLSKÚRNUM! HVAÐ GÆTI GERST?!? SKOTTIÐ MITT HELDUR AÐ ÞETTA SÉ SLÆM HUGMYND LÁTTU EKKI SVONA! MAMMA VERÐUR GLÖÐ EF VIÐ GERUM ÞETTA BARA SJÁLFIR! HÚN VILL EKKI LÁTA TRUFLA SIG ÝTTU! ÝTTU MEÐ MÉR! BÍLLINN STOPPAR EKKI! STOPPAÐU! STOPPAÐU! ÉG HELD AÐ VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ TRUFLA HANA AF HVERJU HELDUR EIGANDI VEITINGASTAÐARINS Á ÞÉR? ÞETTA ERU VERÐLAUN FYRIR HVAÐ ?? ÉG VAR KOSINN „ÞJÓNN MÁNAÐARINS“ ÞAÐ GÓÐA VIÐ AÐ BORÐA UPP ÚR RUSLINU ER ÞAÐ AÐ MAÐUR ÞARF EKKI AÐ SKILJA EFTIR ÞJÓRFÉ ÁÐUR EN ÉG EIGNAÐIST TÍNU VISSI ÉG EKKI HVAÐ ÞAÐ ERU MARGIR SEM EIGA SMÁHUNDA ÞAÐ ER HÆGT AÐ KAUPA ALLS KONAR SMÁHUNDAVÖRUR OG GANGA Í SMÁHUNDAFÉLÖG. ÞAÐ ERU LÍKA SMÁHUNDA- SÝNINGAR OG SAMKOMUR ÉG SKIL... ÞETTA ER EINS OG ÞEGAR ÉG VAR MIKIÐ FYRIR STAR WARS STAR WARS? PFF! ÞAÐ ER BARA FYRIR FÓLK SEM Á SÉR EKKI LÍF! ÞETTA ER FULLKOMIÐ! SJÁÐU HVERNIG HÚN RÆÐST Á MARVELLU! ÞETTA ER ÓTRÚLEGUR LEIKUR! ÞAÐ ER ALVEG EINS OG HÚN ÆTLI SÉR AÐ DREPA HANA HVERNIG VEIT ÉG AÐ SVO ER EKKI? dagbók|velvakandi Hrakhólabarn og hugsjónakona NOKKUR hundruð Vestur- Íslendingar sóttu ættland sitt heim þegar minnst var eitt þúsund ára af- mælis Alþingis árið 1930. Þó að ekki væru liðnir nema nokkrir áratugir síðan vesturferðirnar stóðu sem hæst var svo komið hag margra landnemanna að þeir höfðu efni á slíkri langferð. Sumum var þó boðið sérstaklega af íslenskum stjórnvöld- um. Einn af gestunum á Alþingishá- tíðinni kom þangað í boði vestur- íslenskra kvenna og hefði vísast ekki haft fé til slíkrar langferðar ef það boð hefði ekki komið til. Þessi lang- ferðakona hét Margrét J. Benedicts- son. Boðið var þakklætisvottur „fyr- ir skelegga og markvissa forystu hennar í baráttu fyrir jafnrétt- ismálum kvenna“, eins og segir í bók sem séra Björn Jónsson hefur tekið saman um konu þessa. Fyrir hálfri öld skrásetti ég bóka- safn sem vestur-íslenskur Breiðfirð- ingur hafði sent Miðskólanum í Stykkishólmi vestan af Kyrrahafs- strönd. Þar bar nafn Margrétar J. Benedictsson mér fyrir augu og man ég ekki betur en blaðið Freyja kæmi þar og við sögu. Nú kynnir séra Björn Margréti þessa fyrir okkur og gerir það af smekkvísi og með glæsi- brag. Ekki var mulið undir Margréti í bernsku. Hún „skaust inn í ættir landsins utanveltu hjónabandsins“, eins og vinur hennar Stephan G. kvað um annan Íslending. Hún elst upp á hrakningi og stundum hjá mis- jöfnum húsbændum. Ekkert virðist líklegra en hennar bíði það eitt að verða vinnukona í norðlenskri sveit um aldur og ævi. En henni tekst að komast vestur um haf þegar straum- urinn þangað frá Íslandi er hvað þyngstur. Þar gerist hún fljótlega skeleggur málsvari aukinna réttinda kvenna og bindindis og hefur útgáfu Freyju. Þar varð hún brautryðjandi því að Freyja var fyrsta (og eina?) kvenréttindablaðið sem út kom með- al Íslandinga í Vesturheimi. Saga Margrétar er baráttusaga en þó í rauninni skemmtilestur. Séra Birni tekst að lýsa allslausu hrak- hólabarni af næmi og skilningi, hon- um tekst að draga upp skýra mynd af óþreytandi hugsjónakonu og síð- ast en ekki síst tekst Margréti sjálfri að segja frá bernsku sinni og æsku og Íslandsförinni 1930, atburðum og fólki. Sagan er í raun römmuð inn af tveim þekktum mönnum. Í upphafi er það Káinn sem hvetur Margréti til að segja ferðasöguna og má ef til vill segja að brotakennd ævisagan sé nokkurs konar forleikur að henni. Í lokakafla bókarinnar segir frá því að Erlendur í Unuhúsi kveður Margéti á hafnargarðinum áður en hún stíg- ur á skipsfjöl og heldur vestur. „Yl- urinn frá hlýju og þéttu handtaki Erlendar var síðasta kveðjan sem Margrét tók með sér að heiman þeg- ar hún kvaddi Ísland í annað sinn.“ Séra Björn Jónsson stendur nú á áttræðu. Hann hefur unnið þarft verk að kynna okkur merka konu. Heiður ber honum og þakkir fyrir prýðilega bók. Ólafur Haukur Árnason, Skúlagötu 20, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Nú gengur í garð hátíð ljóss og friðar. Að baki er dimmasti tími ársins og daginn fer að lengja. Velvakandi óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla og friðar á nýju ári. Morgunblaðið/Kristinn Hátíð ljóssins Skipholt 15 • www.thingholt.is Traust fasteignasala í 30 ár Gleðilega hátíð! Starfsfólk Þingholts óskar ykkur gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Þórarinn Kópsson lögg.fast.sali Kjartan Kópsson sölufulltrúi Ingvi Rúnar sölufulltrúi ingvi@thingholt.is GSM 896 0421 Svanur Jónsson sölufulltrúi svanur@thingholt.is GSM 692 2507
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.