Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 20
áramótaborðið
20 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blómasysturnar þær Rúna Björg Magnúsdóttir og Anges Lind Heið-arsdóttir í Ráðhúsblómum eyða báðar áramótunum í faðmi stórfjölskyld-unnar. Rúna Björg er með fjölskyldu sinni í Garðabænum, en Agnes Linder í vesturbæ Reykjavíkur. Þær segja báðar líf og gleði einkenna áramót-
in enda komi þá saman systkini og frændsystkin og mikið til sé þetta sama fólkið
sem þar hittist ár eftir ár. Í hvorugu tilfellinu er haldið mjög fast í hefðirnar þó allir
sem vettlingi geta valdið fari að sjálfsögðu á brennu.
Maturinn getur hins vegar verið nokkuð breytilegur. „Í fyrra var boðið upp á
hreindýr sem bragðaðist mjög vel, en við erum ekki búin að ákveða hvað verður á
borðum í ár,“ segir Rúna Björg.
Hækkandi sól og nýir tímar setja svip sinn á áramótaborðið sem þær skreyta.
„Við notum mikið af laukblómum, amaryllis – eða riddarstjörnu – hýasintur og
túlípana,“ segir Rúna Björg og bætir við að það taki um hálfan mánuð að fá hýas-
intuna til að blómstra en reikna verði með tveimur til þremur mánuðum fyrir ridd-
arastjörnuna.
„Við leggjum út af þemanu um hækkandi sól og nýja tíma og notum þess vegna
bjarta og ferska, kalda og glitrandi liti. Það hæfir nýju ári að byrja með gleði og
bjartsýni og það sýnum við með laufblómum, glamúrgreinum og álfagulli,“ bætir
Agnes Lind við.
Rúna Björg Magnúsdóttir og Agnes Lind Heiðarsdóttir
Glamúrgreinar
og álfagull
Áramótaborðið Agnes Lind og Rúna Björg lögðu
út frá þemanu um hækkandi sól og nýja tíma.
Glamúrgreinar Kaldir, ferskir og glitrandi litir
gefa borðinu skemmtilegan svip.
Nýtt og ferskt Hvítir túlípanar og glitrandi
greinar eiga vel við um áramót.
Morgunblaðið/Ómar
Lifandi Lauk-
blóm eiga vel
við í borð-
skreytingu þar
sem ýjað er að
komandi vori.
Það hæfir
nýju ári að
byrja
með gleði
og bjartsýni
Monika E. Kowalewska, sem er meðBlómastofuna Eiðistorgi, vill hafa nógaf kertum í kringum sig um áramótin. „Við fjölskyldan njótum þess að
vera heima saman á gamlársdag, elda góðan mat og
undirbúa áramótin,“ segir Monika. „Við erum síðan
alltaf með opið hús og yfirleitt eru um 10-15 manns
í veislu hjá okkur, þannig að það er mikið líf og
fjör.“
Monika er pólsk og um áramótin býður hún því
gestum upp á eins konar hlaðborð að pólskum sið.
„Við höfum marga rétti á borðum, til dæmis svína-
kjöt og kjúkling eða kalkún, salat og brauð og rétt-
irnir eru úthugsaðir þannig að gestirnir fái sér oft á
diskinn og njóti þess að borða brauð og og salat
með kjötinu.“
Hún segir fastar hefðir í bland við nýjungar jafn-
an setja svip sinn á veisluna. „Við erum til dæmis
alltaf með köku sem tekur tvo daga í undirbúningi,
en hana bökuðu bæði mamma mín og amma á und-
an mér.“
Það er svo fastur liður að fara bæði á brennu og
skjóta upp flugeldum.
„Í fyrra fórum við út í bæ á brennu, en í ár erum
við búin að ákveða að vera bara heima og kíkja þá á
næstu brennu sem er í Grafarvoginum.“
Áramótaborð Moniku er í sveitastíl og nokkuð
ólíkt þeim skreytingum sem hún býður upp á í
Blómastofunni. „Ég er mikið fyrir pólskar ker-
amikvörur og nota því þær ásamt pólskum ullar-
dúk. Borðið skreyti ég síðan með náttúrulegum efn-
um, til að mynda könglum, því að ég vil gjarnan
hafa hlutina lifandi. Síðan kem ég fyrir fjöldanum
öllum af kertum til að fá hlýlega birtu í kringum
veisluborðið.“
Færir náttúruna inn í stofu
Morgunblaðið/Frikki
Náttúrulegt
Með köngla-
skreyting-
unni er nátt-
úran færð
inn í hús.
Veisluborðið Á borðum er pólskur ullardúkur og svo er skreytt með hlutum úr náttúrunni.
Sveitastíll Pólski keramikborðbúnaður-
inn gefur lífegt yfirbragð.
Monika E. Kowalewska
Við erum til
dæmis alltaf
með köku sem
tekur tvo daga í
undirbúningi.