Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 14
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is FYRSTA janúar næstkomandi verð- ur miðasala í öllum þremur húsum Listasafns Reykjavíkur lögð niður. Frá og með þeim degi geta borgar- búar og aðrir gestir heimsótt Ás- mundarsafn, Kjarvalsstaði og Hafn- arhús án þess að greiða aðgangseyri. Ekki var leitað til styrktaraðila safnsins um framlög vegna ákvörð- unarinnar um gjaldfrjálsan aðgang. „Við ákváðum að gera þetta al- gjörlega á eigin forsendum. Okkur fannst það mikilvægt vegna þess að þetta er eitthvað sem snertir allan rekstur safnsins,“ segir Hafþór Yngvason safnstjóri. Lítill hluti kostnaðar Hafþór segir að í meðalári hafi safnið haft á milli sjö og átta millj- ónir í tekjur af sölu aðgangsmiða. Árið sem er að líða hafi hinsvegar verið sérlega gott og salan skilað tíu og hálfri milljón. Heildarkostnaður við rekstur Listasafns Reykjavíkur hefur hinsvegar verið um 260 millj- ónir á ári, svo að aðgangseyrir hefur staðið undir á milli 2,7 til 4 prósent- um af rekstrarkostnaði. Reykjavíkurborg mun greiða sem nemur 60 prósentum af tekjutapinu og koma þeir peningar til viðbótar við núverandi framlög borgarinnar til menningarmála. Safnið greiðir hinn hluta kostnaðarins af því fjár- magni sem því er úthlutað til starf- seminnar og sem aflast með öðrum hætti. „Okkur hefur gengið vel með sértekjur síðustu tvö ár, það eru tekjur af vörusölu, kaffisölu og sam- starfssamningum við fyrirtæki. Þannig að við reiknum ekki með því að þurfa að draga seglin saman.“ Skarpari áherslur Hafþór segir að með þessu sé stefnt að því að ná til fjölbreyttari hóps en áður og hann hvetur for- eldra sérstaklega til þess að koma með börn sín á listsýningar. Samhliða þessari breytingu er unnið að því að skerpa á mismunandi áherslum á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi. Hafþór segir að mun- urinn felist í því að á Kjarvalsstöðum verði lögð áhersla á vandaða mynd- list, en í Hafnarhúsinu byltingar- kenndari verk. „Við verðum með op- ið til tíu á fimmtudagskvöldum í Hafnarhúsi og ætlum að bjóða upp á kvikmyndasýningar, tónlist og fleira sem verður á svipuðum nótum og sýningardagskráin. Við erum að vonast til þess að þetta verði staður þar sem fólk kýs að koma til að kíkja á sýningar og fá sér kaffi eða bjór og njóta þess að vera hérna. Það á ekki að þurfa að setja sig í neinar ákveðnar stellingar,“ segir Hafþór. „Á sama tíma erum við að auka við dagskrána á Kjarvalsstöðum. Við höfum verið með kammertónleika og ætlum að halda tónlistarstarfi þar áfram.“ Gjaldfrjáls aðgangur að Listasafni Reykjavíkur eftir áramótin Ókeypis á eigin forsendum Í HNOTSKURN »Listasafn Reykjavíkur hefurumsjón með fimm aðskildum söfnum á vegum borgarinnar: Almennri safneign Reykjavíkur- borgar, Errósafni, Kjarvals- safni, Ásmundarsafni og safn- eign byggingarlistadeildar. »Verk safnsins eru til sýnis íHafnarhúsi, á Kjarvals- stöðum og Ásmundarsafni, op- inberum byggingum og á opn- um svæðum víða um borgina. Að auki er safnið með tíma- bundnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist og hönnun í öllum húsunum þrem- ur. »Fyrstu opnanir á nýju áriverða á sýningum Stein- gríms Eyfjörð og Inga Rafns Steinarssonar hinn 10. janúar í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum verða verk færeyska málarans Sámels Joensen-Mikines sýnd frá 27. janúar. 14 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ♦♦♦ ÞAÐ er orðinn fastur liður að síðustu tónleikar ársins hér á Íslandi fari fram í Hallgríms- kirkju á gamlársdag, 31. des- ember, kl. 17. Rík hefð hefur skapast fyrir því að þeir fé- lagar Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson tromp- etleikarar og orgelleikarinn Hörður Áskelsson kveðji gamla árið og fagni því nýja með viðeigandi lúðraþyt og orgelleik. Á efnisskrá tónleikanna þessi áramót eru verk eftir Dubois, Holloway, Molter, Bach, Albinoni/ Giazotto og Pezel. Tónlist Hátíðarhljómar um áramót Hörður Áskelsson ÞAÐ er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman um áramót í Háskólabíói við Haga- torg og stilli saman strengi sína fyrir Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin aldrei verið eins glæsileg. Á undanförnum árum hafa yfir 23 milljónir króna safnast á þessum tónleikum. Allir listamennirnir gefa sína vinnu og nú 9. árið í röð mun rjóminn af þekktustu tónlistarmönnum landsins stíga á svið í Háskólabíói 30. desember kl. 16. Hægt er að nálgast miða á Midi.is. Tónleikar Stilla saman strengi til styrktar SKB Birgitta Haukdal DAGUR B. Eggertsson segir að borgarbúar fái nú enn betri tækifæri til þess að njóta myndlistar. Dagur með þeim Hafþóri Yngvasyni og Svanhildi Kon- ráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Upplifunartorg borgarbúa Morgunblaðið/Frikki EGYPTAR hyggjast tryggja sér höfundarrétt að þeim fornu minjum sem finn- ast í Egyptalandi að sögn breska dagblaðsins The Guardian. Hug- myndin er að þau gjöld sem þyrfti að greiða fyrir framleiðslu á eftirlíkingum eða minjagripum af til að mynda pýra- mídunum og kistum faraóanna myndu renna til viðhalds minjanna. Þetta er haft eftir einum helsta forsvarsmanni forminja í Egypta- landi, Sahi Hawass, en hann fer fyr- ir nefnd er sér um varðveislu þeirra fyrir hönd ríkisins. Hawass telur að ef lög er mæltu fyrir um slíkan eignarrétt í Egypta- landi færu í gegnum þingið, þá myndu þau gilda um heim allan. Hann lét þó ekkert uppi um hvernig hægt yrði að innheimta gjöldin, en sagði að fyrst og fremst yrði horft til þess þegar verið er að búa til ná- kvæmar eftirlíkingar af frægum minjum og nota þær síðan til að hagnast á þeim. Sú staðreynd að Luxor spilavítið í Las Vegas dregur til sín fleiri gesti en hin upp- runalega Luxorborg er talin eiga sinn þátt í þessari umræðu. Höfundar- réttur að fornminjum Luxor spilavítið vin- sælla en Luxorborg Tutankamon í Kaírósafninu. VÍSINDAMENN hafa nú lagt fram þá kenningu að hluti af myndmáli málara endurreisnarinnar sé feng- ið úr vísindum – úr líkamsgerð sjálfs mannsins. Þessu til sönnunar telja þeir m.a. verk Gerards David um upprisu Krists, þar sem mynd- byggingunni svipar mjög til þver- skurðar af mannsheila. Þeir telja víst að málararnir hafi verið hug- fangnir af vísindalegum uppgötv- unum síns tíma á sviði líffærafræði, en þurft að sveipa myndmál það er vísaði til líffæra dulúð til að vera ekki refsað fyrir guðlast. Oftast voru það kirkjunnar menn sem sáu listamönnum endurreisn- arinnar fyrir lifibrauði sínu svo ásakanir um guðlast gátu orðið mönnum dýrkeyptar eða jafnvel kostað þá lífið. Endurreisnin og vísindin Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „ÞETTA er hugsað sem félag í myndlistarlegu samhengi,“ segir ljósmyndarinn Spessi, en hann er nýkjörinn formaður nýstofnaðs Fé- lags íslenskra samtímaljósmyndara eða FÍSL. „Við ætlum að sækja um aðild að SÍM og inn- gönguskilyrðin eru jafnvel strangari hjá okkur en þar.“ Háskólapróf í ljósmyndun eða sam- bærileg menntun er skilyrði fyrir inngöngu í félagið og þá er gerð sú krafa til félagsmanna að ljósmyndun sé helsti farvegur listsköpunar þeirra. Stofnfélagar eru átta og hafa það að mark- miði að efla veg ljósmyndunnar sem list- greinar, en hún hefur ekki hlotið sinn eðlilega sess í menningarlífi landsins að þeirra mati. Meðal þess sem félagið hyggst beita sér fyrir eru fleiri og betri ljósmyndasýningar, betri kennsla í ljósmyndun og útgáfa á ljós- myndaverkum. „Þetta er til þess að gera fag- urfræðilega ljósmyndun sýnilegri. Það er til dæmis engin ljósmyndun kennd á háskólastigi hérna á Íslandi og það finnst okkur bagalegt. Í flestum erlendum listaháskólum er kennsla í listrænni ljósmyndun sjálfsögð. Á Íslandi hef- ur hún verið stunduð nánast eingöngu sem iðn- aður og Ljósmyndarafélagið hefur starfað á því sviði.“ Spessi segir að félagið muni jafnframt beita sér fyrir rannsóknum á ljósmyndamiðlinum. „Ljósmyndun á Íslandi hefur aldrei verið skoðuð sem listrænn miðill í rauninni. Það hafa margir myndlistarmenn verið að vinna með ljósmyndun sem miðil en þeir hafa ekki verið ljósmyndarar fyrst og fremst.“ Fyrsti viðburðurinn sem félagið stendur fyrir verður samsýning stofnfélaga í Þjóð- minjasafninu í tengslum við Listahátíð í Reykjavík í sumar. Á sýningunni verða aðeins ný verk sem ekki hafa verið sýnd áður. Félag íslenskra samtímaljósmyndara stofnað til að efla fagurfræðilega ljósmyndun Vilja betri sýningar og öflugra nám Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson Stofnfélagar Fyrsta fund FÍSL sóttu þau Pétur Thomsen, Þórdís Ágústsdóttir, Bára Krist- insdóttir, Sigurþór Hallbjörnsson sem er betur þekktur sem Spessi, Ívar Brynjólfsson, Katrín Elvarsdóttir, Bragi Þór Jósefsson og Einar Falur Ingólfsson. AÐALSTEINN Ingólfsson verður með leiðsögn á morgun kl. 15 um sýninguna Falinn fjársjóð á Kjarvalsstöðum. Þetta er seinasta sýningarhelgi og því um að gera fyrir þá að drífa sig sem vilja berja augum verkið Hvítasunnudag eftir Kjarval, ásamt fleiri merkum verkum í eigu Landsbankans. Kjarval málaði Hvítasunnudag þegar hann hafði nýlokið námi við Konunglegu dönsku listaakademíuna árið 1917 og færði það vinafólki sínu að gjöf. Aðalsteinn mun sérstaklega beina augum að verkinu í leið- sögn sinni. Myndlist Síðasta helgi Falins fjársjóðs Aðalsteinn Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.