Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VEIÐIMÁLASTOFNUN, í sam- vinnu við Veiðifélag Borgarfjarðar, hóf í haust rannsóknir á bleikju í Hvítá í Borgarfirði. Bleikja í Hvítá hefur verið verðmæt auðlind og veidd bæði í net og á stöng. Veiði- skýrslur sýna að veiði á bleikju hef- ur snarminnkað. Vegna rannsókn- anna hefur í haust verið starf- ræktur fiskateljari í Lambeyrar- kvísl í Hvítársíðu, auk þess sem fiskur hefur verið fangaður þar og merktur. Verkefnisstjóri er Ingi Rúnar Jónsson hjá Veiðimálastofn- un. Sem dæmi um verðmæti bleikjuveiða má nefna að í fyrra voru skráðar tæplega 30 þúsund stangveiddar bleikjur. Nánar á vef Veiðimálastofnunar. Bleikjan í Hvítá VODAFONE hef- ur gefið út í bæklingi leið- beiningar og góð ráð til foreldra vegna farsíma- notkunar barna og unglinga. Bæklingurinn er unninn í sam- vinnu við SAFT – Samfélag, fjöl- skyldu og tækni – og með útgáfunni vill Vodafone stuðla að ábyrgri far- símanotkun ungs fólks. Bæklingur- inn liggur frammi í verslunum Vodafone, hjá umboðsmönnum og á slóðinni http://www.vodafone.is. Ábyrgari farsímanotkun UM 8% aukning erlendra ferða- manna er á hótelum og gistiheim- ilum í Reykjavík um áramótin sem verða nær öll opin, alls um 3.600 ferðamenn. Um jólin voru 1.000- 1.200 ferðamenn á hótelum í Reykjavík og er það svipað og það var á síðasta ári. Fjölmargir erlendir ferðamenn dvöldu hér milli jóla og nýárs án þess að dvelja yfir hátíðisdagana sjálfa. Fjölmennastir eru Bretar, sérstaklega um jól, en síðan koma Bandaríkjamenn, Rússar, Japanir, Þjóðverjar og Norðurlandabúar. Boðið er upp á dagsferðir alla hátíðisdagana og ýmsa afþrey- ingu. Fleiri ferðamenn ÚRVINNSLUGJALD á rúlluplasti lækkar úr 25 kr./kg í 3 kr./kg frá og með 1. janúar. Verð á rúllu- plasti á því að lækka sem því nemur, að öðru óbreyttu. Úrvinnslu- gjaldið leggst á vöruna við innflutning þannig að það hefur verið greitt af þeim birgðum sem til eru í landinu. Að sögn innflutningsaðila eru fyrir- sjáanlegar einhverjar hækkanir í erlendri mynt á plastverði en þessi lækkun ætti að geta vegið alveg upp á móti þeim hækkun- um, að því er kemur fram á heimasíðu Landssambands kúa- bænda. Úrvinnslu- gjald lækkar STUTT Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „EF EITT fyrirtæki beinir vöruviðskiptum sínum til Múlalundar, getur það skilað einum einstaklingi vinnu í heilt ár,“ segir Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað við- skiptin hafa mikið að segja fyrir okkur.“ Múlalundur er verndaður vinnustaður fyrir fólk sem hefur orðið fyrir áföllum eða stríðir við veikindi. „Mark- miðið með starfseminni er að koma sem flestum aftur út á vinnumarkaðinn,“ segir Helgi. Mjög einstaklings- bundið sé hversu langan tíma það taki. Vantar hvatningu Á Múlalundi starfa 34 starfsmenn í 20 stöðugildum. „Við gætum bætt við 7 stöðugildum í viðbót, það var gerð úttekt á vegum félagsmálaráðuneytisins árið 2002, þar sem mælt var með fjölgun stöðugilda til að auka hag- kvæmni í rekstri, en því hefur ekki verið sinnt,“ segir Helgi. Honum þykir ekki nægileg hvatning vera til stað- ar frá hendi ríkisvaldsins til fólks sem glímir við ein- hverskonar fötlun, en vill fara út á vinnumarkaðinn. „Það eru alltaf biðlistar eftir að komast í vinnu til okkar og við höfum verkefni sem bíða eftir að verða unnin, ástandið er því í raun grátlegt,“ segir Helgi. Hann bendir jafn- framt á að í nágrannalöndunum séu vinnustaðir sem þessir undanþegnir fasteignasköttum, því sé ekki svo háttað hérlendis. Nýjungar bætast við Mikil aukning hefur verið á sölu músamotta með per- sónulegum myndum frá Múlalundi og segir Helgi að það hafi verið vinsæl jólagjöf í ár. Múlalundur framleiðir mikið af allskyns skrifstofuvörum og má þar helst telja plastvörur eins og möppur og umslög. Vöruþróun er nokkur og iðulega bætast nýjungar við framboðið. „Fólk er mjög ánægt hér og mætir fyrr á morgnana en það þarf. Það skapar reglu í líf fólks að hafa eitthvað fyr- ir stafni og þurfa að mæta til vinnu,“ segir Helgi. Hann segir að vissar vinnureglur verði að gilda á vernduðum vinnustöðum og ekki þýði að reka á eftir fólki þegar mik- ið sé að gera. Umsjónarfólk verði þá bara að taka auka- álagið á sig. Viðskiptin skipta Múla- lund gríðarlegu máli Morgunblaðið/Frikki Stjórnandinn Helgi Kristófersson með nokkrar af framleiðsluvörum Múlalundar á borðinu. FERÐAFÉLAGIÐ Útivist og Ferðafélag Íslands standa fyrir sam- eiginlegri blysför í Öskjuhlíð í dag, laugardaginn 29. desember. Lagt verður af stað úr Nauthólsvík kl. 17.15 og gengið í gegnum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18. Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Ferðin er tilvalin fyrir alla fjöl- skylduna, segir í tilkynningu. Kyndl- um verður úthlutað til þátttakenda fyrir brottför. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Blysför í Öskjuhlíð NÝR kjarasamningur Landssam- bands smábátaeigenda og Sjó- mannasambands Íslands var tekinn til afgreiðslu á aðalfundi Sjómanna- deildar Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis í fyrrakvöld og sam- þykktur samhljóða. Fram kemur á heimasíðu stéttar- félaganna í Þingeyjarsýslum, að fundarmenn hafi fagnað samningn- um enda ekki verið til kjarasamn- ingur fyrir smábátasjómenn fram að þessu. Smábátaútgerð hefur verið mjög vaxandi á félagssvæðinu og því töldu fundarmenn mikilvægt að í gildi væri samningur um kjör og réttindi smábátasjómanna, segir í fréttinni. Samþykktu samning samhljóða ♦♦♦ ♦♦♦ FIMMTA Friðriksmótið í hraðskák fer fram í dag, laugardag, og hefst klukkan 13. Að venju er teflt í Landsbankanum í Austurstræti. Mótið er kennt við Friðrik Ólafsson, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir þekktir skákmenn eru skráðir til leiks. Í þeim hópi eru nokkrir af stórmeisturum þjóðarinn- ar og einnig nokkrir alþjóðlegir meistarar. Friðriksmótið fer fram í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.