Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 31 ✝ Friðjón Guð-mundsson fæddist á Sandi í Aðaldal 10. sept- ember 1920. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hvammi á Húsavík 16. desem- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Friðjóns- sonar bónda og skálds á Sandi, f. 1869, og Guðrúnar Lilju Oddsdóttur konu hans, f. 1875. Friðjón var yngstur 12 barna þeirra hjóna og eru þau öll látin. Þau hétu Bjartmar, f. 1900, Þórgnýr, f. 1902, Þór- oddur, f. 1904,Völundur, f. 1906, Baldur, f. 1908, Heiðrekur, f. 1910, Valtýr, f. 1912, Snær, f. 1914, Hermóður, f. 1915, Sig- urbjörg, f. 1916, og Sólveig, f. 1917. Öll systkinin náðu fullorð- insaldri, nema Snær sem lést í frumbernsku, en Völundur lést ungur. Friðjón ólst upp á Sandi og bjó þar alla ævi. Hann stundaði nám í Laugaskóla, bændaskólanum á Hvanneyri og tók svo við búi af föður sínum, ásamt Valtý bróður sínum. Ásamt búskap vann Friðjón að félags- málum í sinni sveit. Hann var hrepp- stjóri og oddviti um langt skeið og í stjórn Veiði- félags Skjálfandafljóts. Auk þessa var hann veðurathug- unarmaður fyrir Veðurstofu Ís- lands frá 1940 til 2005 og hefur enginn annar maður starfað jafnlengi við veðurathuganir á Íslandi. Hann gaf út bókina Um veðráttu í Aðaldal árið 2006. Síð- ustu árin bjó Friðjón á dval- arheimilinu Hvammi á Húsavík. Friðjón verður jarðsunginn frá Neskirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar ég var barn, var Friðjón einn af föstum punktum tilver- unnar. Hann bjó í húsi ömmu, átti kýr í fjósi pabba og jeppann sem við fórum á til Húsavíkur. Á morgnana tók hann veðrið, sem ég hélt hann stjórnaði, hann átti vélina og vagninn sem við elt- um til að fá far, af því það var gaman og amaðist hann aldrei við því. Oft man ég eftir mér í fjósinu að spjalla við Friðjón. Hann hló og stríddi, ef ég vissi ekki allt, sem allir áttu að vita. Ég man ekki til hann kvartaði yfir ærslum og hlaupum, jafnvel þó við strídd- um nautinu, sem mér fannst skemmtilegast. Eftir að ég varð stór og kom heim sem gestur var Friðjón jafn stór hluti staðarins. Við heilsuðumst, eins og við hefð- um hist í gær, hann hélt sínu striki við verkin og við ræddum kýr og stjórnmál eins og áður. Þannig var enn, eftir að ég flutti í Sand. „Bannsettan nútímann“ var uppáhalds orðatiltæki hans. Friðjón var alinn upp í þjóð- braut, því verslunarleið Bárðdæla og Kinnunga lá þá um hlöð á Sandi, ef farið var á sleða yfir fljótið á vetrum. Á Sandi voru lesnar bækur, bæði á íslensku og norðurlandamálunum og börnin fengu heimiliskennara. Friðjón fór bæði í Laugaskóla og Hvann- eyri og taldist því menntaður maður. Umhyggja móður hans fyrir börnunum 12 var annáluð, svo veganesti Friðjóns hefur tal- ist gott. Uppeldi barna um 1920 var ef- laust annað en nú. Þá var innrætt ást á landi, sveit, sjálfstæði og menningu. Þessi sjónarmið ein- kenndu Friðjón. Hann stundaði ekki skáldskap eins og faðir hans, en lét til sín taka m.a. með blaða- skrifum og bar þar hag sveita mest fyrir brjósti. Oft stóð hann í málum fyrir fólk, sem leitaði til hans og hygg ég hann hafi reynst mörgum vel. Friðjón ferðaðist lítið, las frek- ar um heiminn en skoða hann. Hann fór sjaldan á samkomur, nema fundi og virtist sjálfum sér nægur heima. Liti hann inn til okkar þáði hann sjaldan kaffi, en stóð í dyr- um og ræddi málin. Lengi bjó hann á stóru heimili því Sandur 1 var tveggja íbúða hús og þar bjuggu amma, systkinin, makar og börn. Smám saman fækkaði svo, þar til hann varð einn, en hann aðlagaðist því vel. Hann lærði að elda, því hjálp vildi hann enga. Hann skrapp ekki til mín, nema hann væri formlega boðinn, en var góður heim að sækja sem fyrr. Það var Friðjóni erfitt að yf- irgefa jörð, störf og sjálfstæðið og flytja á Hvamm, en þegar hann varð, tók hann því vel. Hann lofaði umhyggju starfsfólksins mjög. Við þökkum innilega ágæta umönnun þar og frábæra hjúkrun síðustu vikurnar. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi 2. Það eru margar myndir í al- búmi lífsins. Eins og fólkið er margt þá er það ólíkt og enginn fetar nákvæmlega í sömu spor. Það var gaman að kynnast bónd- anum Friðjóni og félagsmála- manninum sem var oft mikið niðri fyrir á fundum. Hann bar hag sveitafólksins fyrir brjósti. Eftir suma fundi hringdi hann. Kom kannski daginn eftir og var þá með skjalatösku og pappíra, grein í blað sem þurfti að vélrita og senda. Seinna voru málin rædd á tröð- inni hjá honum þar sem hann var að mjólka og margt var skrafað. Þrátt fyrir spjall lét hann ekki trufla sig við verkin, klappaði kúm, gaf hey og færði kálfi flösku sem var með halann á lofti. Svo hringdi hann aftur seinna eða kom við á leið til Húsavíkur. Friðjón gafst ekki upp, var hraustur og harður af sér. Sand- sjörðin krafðist mikillar vinnu og oft voru dagar langir. Í hraun- jaðrinum er undraverð fegurð sem fær fólk til að taka tryggð við staðinn. Litir og landslag eru hvatning til þess að skapa og skálda. Systkinin voru mörg. Þar sátu margir bræður við borð. Fengu veganesti sem varð þeim til vegs og virðingar. Þetta fólk var góðir nágrannar, safnaði ekki veraldlegum auði, en hélt uppi greiðasemi og góðvild. Friðjón var upptekinn bóndi. Veðurathuganir voru áhugamál hans og starf sem hann sinnti lengur en nokkur annar í landinu. Aldrei féll úr dagur. Um rann- sóknir sínar skrifaði hann heila bók. Bók sem segir frá mörgum góðviðriköflum, hafís og kuldum, stormum og stórhríðum, vetrum og vorum. Stórmerkilegar heim- ildir. Friðjón var áhugamaður um friðun rjúpunnar. Hann skrifaði margar greinar í blöðin um það mál og færir gild rök fyrir skoð- unum sínum. Hann þekkti hraun- ið manna best og sá hvað var orð- ið lítið af fugli. Hann kunni vel við að hafa rjúpurnar á rölti í kringum bæinn. Hraunsrétt var hugðarefni hans og lagði hann mikla peninga til endurbyggingarinnar. Farið var í ferð að skoða framkvæmdir sem hann hafði fjármagnað. Hann varð himinlifandi. Fyrir þetta þakka Þingeyingar. Tíminn leið. Seinna bankaði ell- in upp á Sandi eins og annars staðar. Jafnvel viljasterkur bóndi varð að láta undan. Hann teymdi kýrnar út tröðina og tómir básar í fjósinu báru þess vott að enginn væri eilífur. Seinna fór hann alfarinn á dval- arheimilið. Friðjón hætti að hringja, hætti að hlusta á útvarp, hætti að lesa blöð og hætti að skrifa. Kom ekki lengur við á leið til Húsavíkur. Þegar elli og veikindi herja á geta dagar oft verið dimmir. Þeg- ar svo er komið getur verið ljúft að sjá ljósið og varpa frá sér sjúkraklæðunum. Vera leiddur um nýjar lendur, yngjast upp á nýtt. Fá ný verkefni og enginn vetur er svo langur að ekki vori. Sú kemur tíð að sólin skín á vík- urnar og fjöllin, morgunsól sem gefur mönnunum orku. Þann dag brosa blómin á Sandi og fuglar munu víða fljúga. Þann dag myndi Friðjón taka veðrið snemma, huga að mjöltum og kjassa kálfa. Skipuleggja vinnu sína og vanda til verka. – Ó, hvað það er gaman. Frið- jóni á Sandi þakka ég samfylgd- ina og sendi ættingjum hans sam- úðarkveðjur. Atli Vigfússon. Minningarnar um Friðjón eru margar og góðar, en ég ætla að kveðja hann með ljóði eftir hann sjálfan: Það göfgar guðstrúna og gefur lífinu gildi – guði sé lof fyrir það – að eiga vin sem á svo mikið af mildi – með hjartað á réttum stað –. Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Föðurbróðir minn, Friðjón Guðmundsson bóndi og veðurat- hugunarmaður á Sandi í Aðaldal, sem lést 16. desember síðastlið- inn, fæddist á Sandi 10. septem- ber 1920. Hann var yngstur tólf barna Guðrúnar Lilju Oddsdóttur og Guðmundar Friðjónssonar á Sandi. Þau eru nú öll látin. Friðjón ólst upp á Sandi og bjó þar allt sitt líf utan tvö síðustu æviárin sem hann dvaldi á Húsa- vík. Auk bústarfa á Sandi, sem var aðalstarf Friðjóns, valdist hann til margra trúnaðarstarfa fyrir sitt hérað. Þeim sinnti hann öllum af kostgæfni og samviskusemi. Samhliða búskapnum annaðist Friðjón, áratugum saman, ákaf- lega krefjandi og bindandi starf veðurathugunarmanns, fyrir Veð- urstofu Íslands. Hann skráði veðrið á Sandi þrisvar sinnum hvern einast dag ársins í 65 ár. Þessi ótrúlega langi starfstími segir meira en mörg orð um sam- viskusemi Friðjóns og þraut- seigju. Árið 2006 gaf Friðjón út á eigin kostnað bók, Um veðráttu í Aðaldal 1931-2000, sem hefur að geyma yfirlit yfir veðurathuganir og veðurlýsingar hans á Sandi í 70 ár, hið merkasta rit. Friðjón var skarpgreindur maður, kappsamur og mjög bar- áttuglaður af á þurfti að halda. Hann var skapmikill, átti það jafnvel til að vera nokkuð þrjósk- ur, en var jafnframt með við- kvæma lund. Þá var hann ákaf- lega nægjusamur og lifði tiltölulega einföldu og kyrrlátu lífi á Sandi, þó þar hafi stundum blásið hressilega. Friðjón var réttsýnn með ríka réttlætiskennd, enda rétti hann mörgum hjálp- arhönd sem á þurftu að halda. Hann studdi góð málefni eins og endurbyggingu Hraunsréttar á myndarlegan hátt. Friðjón var mjög ritfær og skrifaði margar greinar í blöð og tímarit. Oft um landbúnaðarmál, virkjanaáform og hugsanlega að- ild Íslands að Evrópusamband- inu. Í þessum greinum setti hann fram skoðanir sínar á skýran, ein- faldan og afgerandi hátt. Eitt- hvað mun hann hafa fengist við ljóðagerð þó hann hafi ekki haldið þeim hæfileika mikið á lofti, og ekkert birt eftir sig. Þegar Friðjón fann að halla tók undan fæti og að hann gæti ekki stundað bústörfin og veðurathug- anir lengur, ráðstafaði hann eign- um sínum, gekk frá öllum sínum málum eins og hans var von og vísa og fluttist síðan á Dvalar- heimilið Höfða á Húsavík. Þar bjó hann við góðan aðbúnað hjá góðu fólki til dánardægurs. Að leiðarlokum vil ég þakka Friðjóni góð kynni og vináttu, og það traust sem hann sýndi mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning Friðjóns Guðmundsson- ar. Guðmundur Heiðreksson. Látinn er Friðjón Guðmunds- son á Sandi. Við lát hans reikar hugurinn marga áratugi aftur í tímann. Ég er á leiðinni frá þjóð- veginum niður í Sand, þetta eru sjö kílómetrar. Það gerir ekkert til því sólskin er í minningunni og allt er svo fallegt. Bjarkirnar í hrauninu slúta yfir malarveginn og þetta er allt stórt ævintýri. Svo koma Sandsbæirnir í ljós, annars vegar blasir við Skjálf- andafljótið og Kinnarfjöllin og hins vegar Sjávarsandurinn svarti við Skjálfandaflóann. Ég minnist föðurbróður míns, Friðjóns, með virðingu og þakk- læti. Bestar og flestar minningar á ég frá nokkrum sumrum á sjötta áratugnum, en þá var ég, unglingurinn, í sveit á Sandi. Á þeim tíma var fjölmennt á Sandi. Það var fjórbýli og þrjár kyn- slóðir; amma okkar frændsystk- inanna sem vorum um það bil 15 talsins, tvær föðursystur, fimm föðurbræður og var Friðjón einn af þeim, en hann var yngstur 12 systkina og sá síðasti sem hverfur frá okkur. Nóg var að gera í sveitinni fyr- ir krakkana, meðal annars hey- skapur, kúarekstur, hænsnagjöf og svo einhver innistörf. Ekki þurfti að kvarta yfir vinnuhörk- unni, það var alltaf farið vel að okkur krökkunum og við settum heiður okkar í að vera til gagns. Helst vildi ég vinna með Friðjóni, hann var alltaf gamansamur, kastaði oft fram fyrriparti vísu og vildi að ég botnaði. Stundum tókst það sæmilega, en í önnur skipti sagði Friðjón að þetta væri nú bara óttalegt hnoð. Á yngri árum var Friðjón glæsilegur maður, dökkhærður og brúneygur og ég minnist þess að kaupakonurnar á Sandi þessi sumur litu hann hýru auga. Ég minnist góðra ferða í sól- skini, upp í Hvammsheiði í berja- mó, út á Sjávarsand, inn á Einbúa og suður í hraun. Það var líka gaman að bera stóra mjólkur- brúsa með frænda sínum niður að Lind eftir mjaltirnar, því þar var mjólkin kæld. En ekki síst minn- ist ég samræðna við föðurbræður mína við matarborðið, þar reyndi verulega á samræðuhæfni og rök- vísi. Þetta voru sannarlega góð sumur og einhver ljómi yfir öllu saman, eins og hún amma mín sagði stundum. Þegar ég hef komið í Sand á seinni árum hef ég alltaf hitt hinn sama góða, vitra og gamansama Friðjón, þó bakið hefði bognað og hárið orðið hvítt. Seinast hittumst við í fyrra- sumar á Dvalarheimilinu á Húsa- vík. Kærar kveðjur, elsku Friðjón, ég þakka fyrir allt. Guðrún Þóroddsdóttir. Friðjón Guðmundsson Þegar Jóhann Ragnarsson læknir er kvaddur hinstu kveðju er eflaust mörgum ofarlega í sinni hvernig hann mætti veikind- um sínum af fágætu hugrekki, yf- irvegun og styrk. Alla þessa eðl- isþætti nýtti hann einnig í þágu sjúklinga sinna og uppskar traust þeirra alla tíð. Í röðum lækna naut hann mikils álits vegna þekkingar sinnar, íhygli og klínískrar snerpu. Að loknu námi við læknadeild Há- skóla Íslands og fyrstu skrefum framhaldsþjálfunar hélt Jóhann til Bandaríkjanna til framhaldsnáms, fyrst til Worcester í Massachusetts en síðan lá leiðin til Cleveland í Ohio. Við Cleveland Clinic starfaði hann í fjögur ár og lagði fyrir sig lyflæknisfræði með áherslu á nýrnasjúkdóma, háþrýsting og há- þrýstingsrannsóknir. Á þessum ár- um, eins og reyndar fyrr og síðar, Jóhann Ragnarsson ✝ Jóhann Ragn-arsson fæddist á Grund í Hveragerði 10. júlí 1942. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 27. desember. var við Cleveland Cli- nic öflug nýrnasjúk- dómadeild og heims- þekkt þekkingarsetur í orsökum og eðli hækkaðs blóðþrýst- ings. Jóhann starfaði þarna við hlið margra þekktustu sérfræð- inga heims á þessu sviði og naut leiðsagn- ar þeirra. Við vorum samtímis í Cleveland á þessum árum og bjuggum í nábýli í þéttu íslensku sam- félagi eins og svo víða hafa sprottið upp þar sem Íslendingar hafa num- ið land til menntunar og starfsþjálf- unar. Fjölskyldurnar deildu kjör- um, börnin léku sér saman, allir vissu allt um alla og alltaf var gam- an að hittast. Ég fékk því tækifæri til að fylgjast með því hvernig Jó- hann sökkti sér niður í viðfangsefni sín og það átti vel við skapgerð hans að sækja vitneskju til þeirra sem best vissu. Það mótaði vinnu- brögð hans alla starfsævina, gaf honum ríkulegt sjálfstraust en setti honum einnig viðmið; þekkingar- kröfur sem hann sló aldrei af. Með- al starfsbræðra og -systra var Jó- hann þekktur fyrir að vera alltaf lesinn í nýjustu fræðunum og þar sem hann hafði stálminni var aldrei komið að tómum kofunum hjá hon- um. Frá því hann kom heim til starfa fyrir 30 árum hefur hann því verið einn af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í nýrnasjúkdómum, ekki síst sambandi nýrnastarfsemi og hækkaðs blóðþrýstings. Hann starfaði á Borgarspítalanum, síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Land- spítala. Jafnframt starfaði hann á sérstakri göngudeild fyrir háþrýst- ingssjúklinga á Landspítala þar sem m.a. gáfust tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknum á meðferð hækkaðs blóðþrýstings. Í mörg ár eftir að hann veiktist alvar- lega rækti hann þetta umfangs- mikla og kröfuharða starf eins og ekkert hefði í skorist. Þótt þessi frásögn veki e.t.v. hugmyndir um afneitun á háu stigi hafði Jóhann í reynd fullkomið sjúkdómsinnsæi og ræddi við samstarfsfólk um eigin sjúkdóm eins og sérfræðingur sem ræddi sjúkdóm einhvers annars. Hann sagði sjúkdómnum einfald- lega skilyrðislaust stríð á hendur, hélt ótrúlega lengi í horfinu og lét aldrei bugast. Samstarfsfólk Jóhanns Ragnars- sonar fyrr og síðar kveður hann með virðingu og þakklæti og ég er þess fullviss að sama hugarþel fylgir honum frá sjúklingum hans. Innilegar samúðarkveðjur sendum við fjölskyldunni, Hönnu, Önnu, Heiðu og Magnúsi, börnum þeirra og mökum og öllum öðrum nákomn- um. Guðmundur Þorgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.