Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þráinn Valdimars- son var félagi okkar í Laugunum í áratugi. Hann var þar sem annars staðar hvers manns hug- ljúfi. Fullur af gríni og hláturmildur með afbrigðum. Ég man varla til ann- ars en við höfum rætt saman með lýs- ingarorðum í hástigi og umræðuefnið oftar en ekki pólitíkin, þar sem við báðir gátum tekið okkur í munn mál- tæki Stefáns heitins Valgeirssonar og Þráinn sagði hljóða svo: „Ég veit allt um það.“ Og þá var hann gjarnan samstundis kominn í gervi Stefáns og gat þá flutt ræður fyrir hans munn. En Þráinn var frábær eftirherma og spruttu gengnir snillingar oft upp fyrirvaralaust, þegar honum fannst við hæfi að krydda tilveru okkar með skemmtisögum, sem hann hafði ógrynni af á hraðbergi. Jón á Akri, Ólafur Thors, Hermann Jónasson, Jónas Jónsson voru lifandi komnir. Heilu vísnabálkarnir runnu upp úr honum sem maður reyndi stundum að læra en gekk illa. En það er happ fyrir aðra skemmtikrafta landsins, að Þráinn skyldi ekki hafa lagt fyrir sig opinber leiksvið, því fáir voru hans jafningjar á því sviði. En svo merkilegt var það, að hann sagði aldrei illkvittnar sögur af nein- um manni. Jafnvel þótt manni fyndist þá stundina morgunljóst að þeir ættu ýmislegt óþvegið skilið, þá færði hann frekar fram málsbætur nokkr- Þráinn Valdimarsson ✝ Þráinn Valdi-marsson fæddist á Ásólfsstöðum í Gnúpverjahreppi 9. janúar 1923. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 18. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 28. desem- ber. ar. Grínið og skopið hafði þó mest völd og oft blandaði hann sjálf- um sér inn í sögurnar á hinn háðulegasta hátt fyrir sig sjálfan. Þannig eru hinir sönnu húmoristar. Tala helst sem minnst í alvöru, upphefja sjálf- an sig aldrei en bregða þvílíkri birtu á um- hverfi sitt að menn upptendrast af því einu að sjá þá nálgast. Slíkur maður var Þrá- inn Valdimarsson. Fullur af lífi og fjöri. Einn skemmtilegasti maður sem maður hefur nokkru sinni kynnst. Svo var hann líka gull af manni og vildi hvers manns götu greiða. Hlýr maður og hugulsamur. Hann dró ekki dul á ævistarf sitt í þágu Framsóknarflokksins né það, að framsóknarmenn væru yfirleitt upp til hópa fremur betri en aðrir stjórnmálamenn. Hann var líka framkvæmdastjóri flokksins um ára- tugi og var þar sjálfsagt betri en aunginn. En hann lýsti sig til viðbótar yf- irleitt mikinn stuðningsmann ein- stakra stjórnmálamanna úr öðrum flokkum og man ég sérstaklega þeirra úr Sjálfstæðisflokknum, sem mér var minnst um gefið þá stundina. Þannig gat hann stundum fengið van- hugsuð viðbrögð mín fram og látið aðra hlæja að mér fyrir heimskuna, sem nóg framboð er af. Maður lærði nú á hann með tímanum og reyndi að vara sig. Afleiðingin varð yndisleg vinátta milli okkar, þar sem glensið og gamanið ríkti jafnan hæst þó að jafnvel væri verið að ræða háalvarleg mál í sjálfu sér. Líklega kemur sá háttur frá for- ingjanum okkar í Laugunum, honum Björgvini í Vaðnesi, að það er bannað að tala í alvöru í pottflokknum eða þræta um einhver grundvallaratriði. Brot gegn þessu geta varðað vítum og refsivist hinumegin við kaðalinn, þar til byrjandinn hefur lært þá lexíu, að um vizku pottflokksins skal eng- inn dauðlegur maður efast. Flokkur- inn „veit allt um það“ eins og Þráinn myndi hafa orðað það. En það er grínlaust með öllu, að við félagarnir í Laugunum, bæði karl- kyns og kvenkyns verður maður víst að segja til að móðga ekki femínist- ana, söknum Þráins Valdimarssonar. Þar er eftir skarð í flokki vorum sem verður vandfyllt. Í huganum berg- mála gömul hlátrasköll, minningar um skötuveizlur, morgunkaffi á Aski eða Laugaási, menningarferðir. Eða þá bara hversdagurinn, sem er sjálft lífsins ævintýri, sem enginn veit hvar endar. Halldór Jónsson. Haustið 1945 urðu tímamót í sögu Laugarvatnsskólans. Stofnaður var þriðji bekkur skólans, gagnfræða- deild, og þar með stigið þýðingarmik- ið skref í átt að stofnun fyrsta menntaskóla í sveit á Íslandi. Barátt- unni fyrir þessu þjóðþrifamáli er vel lýst í bókinni Laugarvatnsskóli þrí- tugur (1958) eftir Bjarna skólastjóra Bjarnason. Árangurinn kom í ljós á stofndegi menntaskólans (ML) hinn 12. apríl 1953. Því nefni ég þetta hér, að Þráinn Valdimarsson bar jafnan hag Laugarvatns fyrir brjósti, enda stundaði hann þar nám í þrjú ár. Það var glaðvær og áhugasamur hópur, sem hóf nám í gagnfræðadeildinni 1945. Fimm komu úr yngri deild skólans (1. bekk), átta úr eldri deild (2. bekk) og átta komu annars staðar frá. Þráinn var farsæll námsmaður og fór fyrir nemendum í félagslífi skólans. Hann var sjálfkjörinn for- maður nemendafélagsins, enda hafði hann gegnt því embætti veturinn áð- ur við góðan orðstír. Ræðumaður var hann ágætur. Hann var lífið og sálin á málfundunum og lá ekki á skoðun- um sínum. Það hafði sín áhrif á aðra nemendur. Oft hafði Þráinn orð á því, hversu þýðingarmiklu hlutverki mál- fundastarfsemin gegndi í starfi skól- ans. Þar lærðu nemendur að koma fram, gera grein fyrir skoðunum sín- um og taka þátt í umræðum hverju sinni. Og örugglega var þetta góður skóli og hagnýtur undirbúningur fyr- ir þau margvíslegu félagsstörf, sem Þráinn hefur gegnt í gegnum tíðina. Söngmaður var hann góður, hafði bjarta tenórrödd og var því ein af styrkustu stoðum í skólakórnum hjá Þórði Kristleifssyni. Þráinn hafði létta lund og stutt var í græskulausa gamansemi hans. Hann kunni vel að segja frá og hlýða á frásagnir ann- arra. Ég kveð þennan vin minn og skólabróður með þökk og virðingu. Eiginkonu hans og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðmundur Magnússon. Til Þráins leituðu allir. Fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins í 34 ár. Á þeim tíma þegar flokkurinn var einn helsti áhrifavaldur í íslensk- um stjórnmálum. Erilsamt var á skrifstofu framkvæmdastjórans á þeim árum sem ég þekkti best til. Flokkurinn var öflugur í Reykjavík, um 17% fylgi. Menn komu gjarnan við á flokksskrifstofunni eftir vinnu og um helgar, ræddu landsmálin, flokksmálin og jafnvel persónuleg vandamál. Allir voru velkomnir, allt- af kaffi á könnunni og framkvæmda- stjórinn gaf sér tíma til að ræða við alla. Minnisstæðast er mér að mér fannst hann aldrei eiga frí. Fram eft- ir öllum kvöldum jafnt um helgar sem virka daga var hann ýmist á fundum eða í símanum. Jafnvel heima voru honum engin grið gefin. Menn höfðu samband við Þráin á öll- um tímum sólarhringsins, ýmist vegna persónulegra mála sinna eða málefna flokksins, ríkisstjórnarinnar eða þjóðarinnar. Hann var vakinn og sofinn í starfi sínu, stundum fannst mér eins og flokkurinn ætti hann. Hlutverk hans var að skipuleggja starfið, bera sáttarorð milli manna, koma á tengslum og efla trúnað milli manna og iðulega að leysa hvers manns vanda. Þráinn hafði ótrúlega hæfileika til þess að takast á við þetta margþætta og oft flókna starf. Per- sónutöfrar hans og einstæður hæfi- leiki til þess að laða fólk að sér og kynnast því, glaðværð, vinsemd og nærgætni í senn gerðu það að verk- um að öllum fannst þeir geta leitað til hans sem vinar. Heimilið og fjöl- skyldan urðu oft að sitja á hakanum í þessu tímafreka starfi. Áhugi Þráins á þjóðmálum var alla tíð mikill og ekki voru það launin sem kölluðu á hann í starfinu. Líklega er það ekki tilviljun að fylgi Framsókn- arflokksins fór dvínandi eftir að Þrá- inn hætti störfum. Tengsl hans við grasrótina voru ótrúleg. Hundruð manna voru í stöðugu sambandi við hann. Þráinn var glæsilegur fulltrúi flokksins og vel heima í öllum málum, taldi ekki eftir sér að skýra stöðuna og veita innsýn í atburðarás og or- sakir, sem ekki lágu alltaf á yfirborð- inu. Hann laðaði að sér fólk með vin- semd og hjálpsemi. Ég held að erfitt sé að finna jafn- oka Þráins í slíku starfi. Hjá honum fór saman hlýtt og glaðlegt viðmót, hjálpfýsi og vilji til að leysa hvern vanda auk þekkingar á mönnum og málefnum og yfirsýn yfir víðlendi mannlegrar tilveru. Gaman væri ef einhvern tíma væri rituð saga hans. Í foksand fáeinna minningarorða er litlu einu unnt að gera skil, efni þröngur stakkur skor- inn og orð talin. Seint held ég að Framsóknarflokk- urinn fái fullþakkað Þráni Valdi- marssyni það mikla starf sem hann vann. Glaður og sáttur gat hann kast- að mæðinni að leiðarlokum. Hann fékk að halda góðri heilsu fram í það síðasta. Hann var gæfumaður í sínu einkalífi, sinnti erfiðu starfi sínu af stakri prýði, eignaðist marga vini og reyndist þeim vel. Ég sendi Elisu konu hans mínar samúðarkveðjur og börnum hans og ættingjum öllum og vinum. Guðm. G. Þórarinsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN I. GÍSLASON, áður Byggðarholti 14, Mosfellsbæ, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 25. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásta Jóhannsdóttir, Óskar Jóhannsson, Valgerður Sigurðardóttir, Sigurður G. Jóhannsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Jón Gunnar Borgþórsson, Sigurður R. Símonarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ANTON SIGFÚSSON, Þórufelli 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 17. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðný Ósk Óskarsdóttir, Sigurbjörg Ósk Antonsdóttir, Olgeir Sigurðsson, Harpa Antonsdóttir, Rafid Hamza, Olga Friðrika Antonsdóttir, Friðrik Atlason og barnabörn. ✝ Bróðir okkar, SIGURÐUR FRÍMANNSSON, Grettisgötu 52, Reykjavík, lést á Akureyri aðfaranótt 27. desember. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristján Frímannsson, Gunnar Frímannsson, Helga Frímannsdóttir, Steinar Frímannsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ EINARSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Landspítalanum á jóladag. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. janúar kl. 13.00. Einar Ingi Halldórsson, Ásta Bára Jónsdóttir, Ingibjörg H. Halldórsdóttir, Snorri Zóphníasson, barnabörn og langömmubörn. Margar eru þær og góðar minningarnar sem koma upp í hug- ann við andlát Lárus- ar mágs míns og er gott að grípa til þeirra núna á erfiðum stundum. Er- um við nokkurn tíma við því búin að þeir nánustu hverfi úr þessu jarðlífi né heldur þeim söknuði og sársauka sem fylgir því að kveðja að eilífu? Það munu verða orðin 56 ár síðan ég að sumri til kom í heimsókn til til- vonandi tengdaforeldra minna, Guð- laugar og Gunnólfs á Þórshöfn á Langanesi. Lalli, en svo var hann jafnan kallaður, var fjórði í röðinni af sex systkinum og voru þau öll heima þegar þetta var nema elsta systirin Helga sem var búin að stofna sitt eigið heimili á staðnum. Strax tókst góð og einlæg vinátta Lárus Gunnólfsson ✝ Lárus Gunnólfs-son skipstjóri fæddist á Þórshöfn á Langanesi 9. októ- ber 1937. Hann lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 8. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 20. desember. með okkur Lalla. Hann hafði svo góða nærveru, ljúfur og tryggur. Á Þórshöfn snerist lífið mikið um sjóinn og voru gerðir út bátar til veiða. Ungir drengir byrj- uðu snemma að taka þátt og vera með að beita og stokka upp línu. Þar var Lalli lið- tækur. Eitt sinn er ég var heima við kemur Lalli og er eitthvað vandræðalegur, hann spyr um mömmu sína en hún hafði þá gengið eitthvað frá. Ég spyr hvort eitthvað sé að. Hann segir mér þá að öngull sitji fastur í hend- inni á sér. Ég stakk þá upp á að við færum til Baldurs læknis og fá hann til að losa öngulinn. Það gekk allt vel. Önnur lítil minning kemur fram þegar hugurinn reikar. Í þá daga var notast við þvottabretti og bala og á stóru heimili var tauþvottur tímafrekt verk að vinna. Megnið af deginum fór í þetta. Veður var gott einhvern þvottadaginn og var Lalli mér til aðstoðar í þvottahúsinu. Ekki man ég til að unglingurinn teldi sig hafa annað þarfara að gera í góða veðrinu en að hjálpa mágkonu sinni við það sem gera þurfti. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? … (Örn Arnarson.) Það var sjórinn sem heillaði Lalla. Hann fór á vertíðir og síðan í Sjó- mannaskólann og svo var hann kom- inn á stórt skip, Hamrafell. Um þetta leyti bjuggum við á Siglufirði og kom ég með Einar, son okkar Páls, til lækninga í Reykjavík. Af til- viljun hittum við Lalla á förnum vegi og bauð hann okkur á veitinga- stað. Um kvöldið bauð hann mér svo á skemmtistað. Svona var hann við mágkonu sína, alltaf að gleðja. Síðar flutti Lalli svo ásamt fjöl- skyldu sinni til Vestmannaeyja, þar sem hann var lengst af skipstjóri á Herjólfi. Hann var alla tíð farsæll í starfi. Fyrir 23 árum fylgdi ég bróður mínum, Brynjari Óla, til grafar í Vestmannaeyjum. Þá stóð heimili Lalla og Gurru okkur opið og héld- um við þar til á þessum erfiða tíma. Tryggð Lalla við bróður sinn Pál var sérstök. Eftir að þau hjón fluttu frá Vestmannaeyjum og settust að í Mosfellsbæ kom hann oft í viku hverri til að vita um líðan bróður síns og kunni Páll að meta þessa umhyggju við sig. Stuttu eftir starfslok á Herjólfi fór að bera á veikindum Lalla og gekk hann síðar undir höfuðaðgerð. Þrek hans og tjáningargeta fór í kjölfarið sífellt þverrandi. Hann varð 70 ára 9. okt. sl. og komu þá skyldfólk og vinir saman á heimili þeirra Gurru. Að horfa á Lalla minn lítið geta tjáð sig var sárt. Nokkrum dögum fyrir and- lát hans heimsóttum við hann. Hann var lagstur fyrir, en brosið og hlýjan þegar hann horfði á okkur voru eins og fyrr og minntu mig á orðin mömmu hans er hún sagði: „Blíður hennar mömmu sinnar.“ Með sökn- uði kveðjum við Lalla, og ásamt son- unum Einari og Herði og þeirra fjöl- skyldum, sendum við Gurru, sonum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ásta M. Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.