Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HIN unga leikkona Mischa Bar-
ton var tekin höndum í Holly-
wood síðastliðinn fimmtudags-
morgun. O.C.-stjarnan
fyrrverandi, aðeins 21 árs, var
stoppuð af lögreglumönnum sem
þótti hún aka heldur undarlega.
Barton var tekin fyrir að aka
undir áhrifum áfengis og fyrir að
keyra án þess að hafa löglegt
ökuskírteini.
Lögreglan segir hana einnig
hafa verið með sljóvgandi lyf í
fórum sínum en fer ekki nánar út
í hvaða lyf um er að ræða.
Barton var flutt á lögreglustöð
þar sem gengið var frá kæru á
hendur henni. Eftir að hafa greitt
10.000 dollara lausnargjald var
henni sleppt úr haldi.
Barton er líklega þekktust fyrir
að leika vandræðagemsann Mar-
issu Cooper í sjónvarpsþáttaserí-
unni O.C. Eftir að hún hætti leik í
O.C. hefur hún farið með hlut-
verk í þremur væntanlegum kvik-
myndum; St. Trinian’s, Virgin
Territory og Closing the Ring.
Barton ölvuð
undir stýri
Barton Myndin sem var tekin af
henni við handtökuna.
Betri Mischa Barton á góðri stundu,
sæt og fín og virðist ódrukkin.
NÝSTOFNAÐ leikfélag, Silf-
urtunglið, frumsýnir í kvöld leik-
sýninguna Fool 4 Love, í Austurbæ.
Fool 4 Love eftir Sam Shepard
trónir að margra mati á toppnum
sem besta nútímaleikrit Banda-
ríkjamanna. Verkið er ástríðufullt
og einkennist af hraða, spennu og
beittum húmor.
Í því segir frá fyrrum elskendum
sem hittast á yfirgefnu vegamóteli í
útjaðri Mojave eyðimerkurinnar.
May er á flótta undan Eddie en
þrátt fyrir erfiðleika og ofbeldisfull
samskiptin er ástin ekki langt und-
an. Eldri maður situr á veröndinni
og talar við áhorfendur en nærvera
hans er sveipuð dularfullum leynd-
armálum fortíðarinnar. Skyndilega
rennir bíll í hlaðið og það er skotið
úr haglabyssu. Af hverju geta May
og Eddie ekki verið saman?
Leikstjóri verksins er Jón Gunn-
ar Þórðarson. Leikarar í verkinu
eru: Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Þóra Karítas , Magnús Guðmunds-
son og tónlistarmaðurinn KK.
Frumsýning er sem fyrr segir í
kvöld í Austurbæ og næsta sýning á
morgun, sunnudag. Hægt er að
kaupa miða á sýninguna í gegnum
midi.is.
Silfurtunglið sýnir
Fool 4 Love