Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Algengt er að aldraðir búi einir ogþeirra sé ekki vitjað dögum saman. Í flestum tilfellum kemur það vitaskuld ekki að sök og fólk fer ferða sinna eins og það á að sér. Í tvígang hefur það hins vegar gerst með stuttu millibili að einstæðingar hafi fundist látnir í íbúðum sínum í höfuðborginni og hafði þeirra ekki verið vitjað í nokkra sólarhringa.     Jón Úlfarsson,sem býr á Eyri við Fáskrúðsfjörð og hefur verið einbúi í aldar- fjórðung, hefur velt þessum mál- um fyrir sér. Haustið 2002 fékk hann blóð- tappa í heila og lá aleinn og bjargarlaus heima hjá sér um tíma. Eftir þrjá daga gat hann skreiðst á klósett og í eldhús að ná sér í næringu. Tveimur mánuðum síðar fékk hann annað áfall og lá í þrjá daga.     Í viðtali í Morgunblaðinu í gær seg-ir Jón að sér sé afar hugleikið að koma á fót tilkynningaskyldu fyrir gamalmenni og einyrkja með svip- uðum hætti og tilkynningaskyldu skipa er háttað: „Tæknin er til stað- ar, þeir sem eru með skjá uppi á vegg fyrir skipin og ekkert annað að gera en setja upp annan skjá við hliðina fyrir gamla fólkið og einyrkj- ana. Þá geta þeir séð hvort fólkið hefur tilkynnt sig inn og látið at- huga með það ef svo er ekki. Til- kynningaskyldan er núna laus við 1.400 trillur sem búið er að taka af veiðileyfið eða menn búnir að selja kvótann af. Þessar trillur eru allar komnar upp á gras. Einsetumenn, karlar og kerlingar, eru bara 400 á landinu. Starfsmenn Tilkynninga- skyldunnar eru launaðir af ríkinu og ættu þess vegna bæði að geta fylgst með skipum og gömlu fólki.“     Þessi hugmynd er vel þess virði aðathuga hvort þess er kostur að koma á slíku eftirliti. Mörgum gæti reynst vel að eiga hjálp vísa í neyð. STAKSTEINAR Jón Úlfarsson Tilkynningaskylda fyrir einbúa                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -          !  "##$%&& %&  % ! ''      "#  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        " &&'(  '#   ''  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? % % %    % % %  %   % %  %     % %  % %  % %                                *$BC &&                        ! " # $ !   #    %#!  *! $$ B *! ) $  * &  &$ &    # +# <2 <! <2 <! <2 ) * ' &, (-&.'#/  CD -                   %EB   8   &   '  "     ( !     )*+ ,-   . B   )!       !   &*   " ' # .  (    ),-  "  +       *  &       &*  #   "    ( !    )/  !  01'' &&#22 '#&&3 # #&, ( Kristín Snorradóttir | 28. desember Manngæska og Götusmiðjan Ég er hamingjusöm vegna þess að það er mikla manngæsku að finna og málefni For- eldrahúsa er í öruggri höfn. Mínar bestu þakkir til allra þeirra sem komu að því að leysa úr húsnæðisvanda Foreldrahúss, þetta er stór gjöf til okkar sem búum í samfélaginu. Það er þörf á starfseminni og verð- ur þörf í framtíðinni, því miður sér maður ekki fyrir sér að Ísland verði fíkniefnalaust en með starfsemi eins og Foreldrahús rekur verða foreldrar og fíklar sterkari í barráttunni við fíkni- efnafjötrana. http://ruv.is/heim/frettir/frett/ store64/item184188/ Þessi linkur lýsir þeirri manngæsku sem til er og finnst mér eigandi húss- ins mögnuð manneskja og vill óska honum/henni alls hins besta um ókomna tíð. Ég er reyndar sannfærð um að eig- andinn á eitthvað gott framundan því í hvert skipti sem við gerum eitthvað gott þá fáum við það margfalt til baka. Meira: daudansalvara.blog.is Heimir L. Fjeldsted | 28. desember Kolbrún er sætust Núna kl. 10.38 las ég á mbl.is að Kolbrún Hall- dórsdóttir alþingis- maður m.m. væri neðst í kjörinu um sætasta femínistann. Þar sem ég hef ekki komist á blað – mér til undrunar – ætla ég að einhenda mér yfir á vefinn hans Ómars R. Valdimarssonar og greiða Kolbrúnu Halldórsdóttur al- þingismanni m.m. atkvæði mitt. Meira: hlf.blog.is Guðríður Haraldsdóttir | 28. desember Æsilegt næturlíf himnaríkis Daginn sem ég flutti í himnaríki, 10. febrúar 2006, ríkti mikil hræðsla og ógurlegt óöryggi hjá Kubbi og Tomma. Steingerður flutti mig, expressóvél- ina og kettina í hundabúri upp á Skaga og köttunum var komið fyrir inni á stóru baðherberginu við komu. Kubbur fann sér samstundis örugg- ari stað inni í tómum baðskáp. Hún þrýsti trýninu fast upp að veggnum svo sá á henni í nokkra daga á eftir. Þetta voru vel uppaldir kettir sem sváfu ekki í rúminu hjá âžmömmu- sínâœ, heldur í eigin rúmum annars staðar í íbúðinni við Hringbraut. Þegar flutningamennirnir höfðu borið upp búslóðina og höfðu kvatt með kossi (minnir mig) þurfti að sinna elskunum hræddu. Ég bjó um mig í meyj- arskemmunni og hvatti kettina til að lúlla hjá mér. Bara í þetta eina sinn … Meira: gurrihar.blog.is Björn Bjarnason | 27. desember 2007 Fimmtud., 27.12.07. Benazir Bhutto var myrt í Rawalpindi í Pakistan í dag, þegar hún var á leið af kosningafundi. Hún var skotin í hálsinn af launmorðinga, sem síð- an sprengdi sig í loft upp. Aðferðin þótti minna á al Kaida hryðjuverkasamtökin. Jón Ormur Hall- dórsson sagði hins vegar í fjölmiðla- viðtali frá Berlín, að hann teldi öryggis- lögreglu Pakistan-stjórnar eiga hlut að morðinu. Benazir Bhutto var tvisvar forsætis- ráðherra Pakistans 1988 til 1990, og 1993 til 1996, en varð í bæði skiptin að láta af völdum vegna ásakana um spillingu. Hún var í útlegð í Dubai síðan 1999 með þremur börnum sínum en sneri til Pakistans í október sl. Her- stjórn Pakistans veitti henni sakarupp- gjöf. Maður hennar sat í fangelsi í átta ár fyrir að draga sér opinbert fé í stjórn- artíð konu sinnar. Hann var látinn laus 2004. Faðir hennar, forsætisráðherra Pakistans, var hengdur og annar bróðir hennar var myrtur vegna stjórnmála- starfa, hinn fannst látinn í íbúð sinni á frönsku Rivierunni. Undir herstjórn er allt í báli og brandi í Pakistan. Hvort Bhutto hefði tekist að breyta stjórnarháttum til hins betra er með öllu óvíst. Talið er, að hún hefði getað stuðlað að stöðugleika í land- inu. Upplausn magnast við dauða hennar. Pakistan er helsta gróðrarstía hryðjuverkasamtaka samtímans. Lík- legt er að Osama bin Laden leynist þar einhvers staðar. Meira: bjorn.blog.is Guðný Anna Arnþórsdóttir | 28. des. Jólin Heimsóknir, fjölskylda, vinir, kaffi, konfekt, Quality Street, hangikjöt, uppstúf, bleikt kjöt, jólaboð, samvera, grautur með möndlu, myndatökur, lestur, músík, kanellykt, negul- naglar í mandarínum, jólaglögg í potti með út- belgdum rúsínum, jólabréf og kort, gjafir, ljós, snjór, upplýst kirkja, kerti, jólasveinar. Það eru til dæmis jólin. Meira: gudnyanna.blog.is VEÐUR VETUR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS Morgunblaðið/RAX Snjókarlar Treflarnir hafa eflaust veitt þessum kumpánum einhvern yl í vetrargarranum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.