Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 13 MARGIR bíða með óþreyju eftir Sundabraut og að samgöngubætur færi byggðina á Kjalarnesi og upp á Skaga enn nær höfuðborginni. Nú kann sú bið senn að verða á enda, komin er fram á sjónarsviðið ný leið til að þvera Kollafjörðinn – með því einfaldlega að aka undir hann! Hér ræðir um svissneska hug- myndabílinn sQuba sem kafað get- ur allt að tíu metrum undir yfir- borðið, súrefnisbirgðir sem tryggja þægilega köfun og létt yfirbygg- ingin úr kolefni þýðir að bíllinn líð- ur áreynslulaust um djúpin. Bíllinn er búinn tveimur skrúfum og tveimur þotuhreyflum sem sjá farþegunum tveimur fyrir nægu afli. Verðið liggur ekki fyrir. Fyrirtækið Rinspeed smíðaði bílinn sem er knúinn rafmótor á landi og því kolefnisfrír. Kafbíllinn er enn á hugmynda- stiginu og þykir líklegra en hitt að hann verði það alltaf. Á hinn bóg- inn hafa kafbílar óumdeilt aðdrátt- arafl – James Bond ók á Lotus Esprit-kafbíl í kvikmyndinni „Njósnarinn sem elskaði mig“. Því kunna Rinspeed að berast ófáar pantanir frá þeim sem eru loðnir um lófana og vilja láta bera á sér í umferðinni. Kafbíll í djúpin Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NAWAZ Sharif, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, skoraði í gær á stjórn landsins að fresta þing- kosningum sem ráðgerðar eru 8. janúar. Flokkur hans ákvað að taka ekki þátt í kosningunum. „Ef stjórnin er gallhörð á því að þingkosningar verði haldnar 8. jan- úar leiðir það til sjálfseyðingar, verður ekki aðeins stjórninni að falli heldur steypir það landinu í glötun,“ sagði Sharif við fréttamenn í Ísl- amabad. „Kosningarnar verða ekki trúverðugar. Flestir stjórn- málaflokkanna hafa ákveðið að snið- ganga þær.“ Sharif hefur lengi verið erkifjandi Pervez Musharrafs, forseta Pakist- ans, sem steypti honum af stóli for- sætisráðherra í valdaráni hersins 1999. Forsætisráðherra Pakistans, Mo- hammedmian Soomro, sagði hins vegar að stjórnin hefði ekki í hyggju að svo stöddu að fresta þingkosning- unum. Hann kvaðst þó ætla að hafa samráð við leiðtoga stjórnmálaflokk- anna áður en ákvörðun yrði tekin. Heiðri minningu Bhutto George W. Bush Bandaríkja- forseti hvatti Pakistana til að „heiðra minningu Benazir Bhutto með því að halda áfram því lýðræð- islega ferli sem hún fórnaði lífi sínu fyrir“. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og fleiri þjóðarleiðtogar tóku í sama streng og hvöttu til þess að frjálsar og lýðræðislegar kosn- ingar yrðu haldnar 8. janúar. Brian Katulis, sérfræðingur í mál- efnum Asíuríkja, sagði hins vegar að hyggilegra væri að fresta kosning- unum, ekki aðeins til að afstýra frek- ara ofbeldi í landinu, heldur einnig til að standa betur að þeim og tryggja að þær yrðu frjálsar og lýð- ræðislegar. Katulis sagði að með því að fresta kosningunum yrði hægt að bæta skaddaða ímynd Bandaríkjanna í Pakistan. „Pakistanar hafa ekki mikið dálæti á Bandaríkjunum. Ef Bandaríkjastjórn styður það í blindni að kosningunum verði haldið til streitu eykur það aðeins úlfúðina, enda eru Pakistanar vantrúaðir á kosningarnar og efast um að stofn- anir Pakistans geti séð til þess að grunnþörfum fólksins verði full- nægt, það fái t.d. hveiti og brauð.“ Daniel Markey, annar sérfræð- ingur í málefnum Pakistans, sagði að dauði Bhutto gæti haft mjög alvar- legar afleiðingar fyrir landið og taldi líklegt að kosningarnar gætu ekki farið fram í janúar. „Ef allt fer á versta veg er hugsanlegt allt fari í bál og brand, herinn geti ekki haft hemil á ofbeldisseggjunum og leys- ist upp.“ Deilt um hvort fresta beri þingkosningum í Pakistan Bush hvetur til kosninga en Sharif segir að þær geti steypt landinu í glötun AP Hnuggnir Nawaz Sharif faðmar Amin Fahim, einn leiðtoga flokks Benazir Bhutto, á sjúkrahúsi í Rawalpindi þar sem Bhutto lést af sárum sínum. Katmandu. AP, AFP. | Þing Nepals samþykkti í gær að afnema 239 ára gamalt konungsveldi og breyta því í lýðveldi. Rúmir tveir þriðju þingmannanna samþykktu breytingu á bráða- birgðastjórnarskrá landsins til að gera fyrirhuguðu stjórnlagaþingi kleift að afnema konungsveldið og stofna lýðveldi. Breytingin heimilar einnig þjóðþinginu að lýsa strax yfir stofnun lýðveldis ef konungurinn reynir að hindra kosningarnar. Helstu stjórnmálaflokkar landsins, þeirra á meðal flokkur fyrrverandi uppreisnarmanna, höfðu náð sam- komulaginu um stjórnarskrárbreyt- inguna fyrr í vikunni. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær tryggir að konungurinn fer frá eftir kosningar til stjórnlagaþings í apríl á komandi ári. Forseti þjóðþingsins, Subash Nembwang, sagði að Nepal yrði sambandsríki og forsætisráðherra landsins færi með allt framkvæmda- valdið. „Eftir atkvæðagreiðsluna er ljóst að konungurinn fer frá eftir kosningarnar,“ sagði innanríkisráð- herra Nepals, Krishna Prasad Sit- aula. Gyanendra konungur, höfuð kon- ungsættar sem ríkt hefur frá árinu 1769, leysti þing Nepals upp og tók sér alræðisvald í febrúar 2005. Hann sagði það nauðsynlegt til að uppræta spillingu í stjórnkerfinu og binda enda á uppreisn kommúnista sem kostaði yfir 13.000 manns lífið. Þessi ákvörðun varð konunginum sjálfum að falli því hún varð til þess að óvinir hans tóku höndum saman. Aldagamalt konungs- veldi afnumið í Nepal Lýðveldi stofnað eftir kosningar til stjórnlagaþings í apríl KONA í indverskum fjölleikaflokki fóðrar flóðhest á sýningu í Bangalore á Indlandi í gær. Hefðbundin ind- versk fjölleikahús eiga nú í miklum erfiðleikum vegna hertra reglna um dýravernd og fjárskorts. AP Fjölleikahús á hrakhólum SEX franskir hjálparstarfs- menn, sem dæmdir voru fyr- ir að reyna að ræna börnum í Tsjad, voru fluttir til Frakklands í gær. Frakkarnir voru dæmdir til átta ára erfiðis- vinnu í fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna 103 börnum sem þeir fullyrtu að væru munaðarlaus og kæmu frá Darfur-héraði í Súdan. Í ljós kom að flest þeirra voru frá Tsjad og ekki munaðarlaus. Stjórn Tsjad féllst á beiðni stjórnvalda í Frakklandi um að Frakkarnir fengju að afplána dóminn í heimalandinu. Fluttir til Frakklands Franskir hjálpar- starfsmenn. BRASILÍA hefur allt í áratugi framleitt mikið magn etanóls úr sykurreyr og sjá framleiðendur nú fram á aukna eftirspurn eftir að ríkisstjórnin setti í lög að frá og með nýársdegi skuli magn lífræns eldsneytis í dísil vera 2 af hundraði. Til að mæta því þarf að framleiða aukalega um 800 milljónir lítra og segir stjórnin þegar mögulegt að gera þrefalt betur. Brasilíumenn blanda dísilið Reuters Sykurreyr Sendinefnd SÞ kemur við á brasilískri sykurekru í ár. MINNST 14 biðu bana og 64 særð- ust þegar bílsprengja sprakk á úti- markaði í miðhluta Bagdads í gær. Mikið af fólki var samankomið á Bab al-Sharji markaðnum í gær en sjúkrahús staðfestu tölu látinna. Mannfall í Írak ÞYKKUR sígar- ettureykur hefur löngum verið eitt af einkennum kaffihúsanna í París. Nú mun reykurinn brátt heyra sögunni til því frá og með næsta miðviku- degi verður reykingabann á börum, kaffihúsum, veitingastöðum og á diskótekum í Frakklandi. Hyggjast margir kveðja reykinn um helgina en sektað verður fyrir brot. Skrefið kemur í kjölfar tak- marks banns á reykingum á opin- berum stöðum í landinu í febrúar. Um 13,5 milljónir Frakka reykja. Reyklaus París JACOB Zuma, fyrrverandi vara- forseti Suður- Afríku og nýkjör- inn leiðtogi Afr- íska þjóðar- ráðsins (ANC), hefur verið ákærður form- lega fyrir spill- ingu, að sögn lög- fræðings hans í gær. Réttarhöldin í máli hans eiga að hefjast 14. ágúst. Zuma sigraði Thabo Mbeki, for- seta Suður-Afríku, í nýlegu leið- togakjöri ANC þótt varaforsetinn fyrrverandi ætti yfir höfði sér ákæru fyrir mútuþægni. Zuma ákærður Jacob Zuma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.