Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSPILSÞRAUTIRNAR sem lesendur fengu til umhugsunar á aðfangadag jóla voru tvíþættar. Annars vegar var spurt um bestu spilamennsku á blaði, hins vegar á borði. Munurinn felst í þeim upplýsingum sem úr er að moða. Þrautum á blaði er yfirleitt fylgt úr hlaði með gerilsneyddum staðreyndum um sagnir og útspil, en ekkert um það hirt hvern- ig spilarar báru sig að við verkið, hvort þeir voru snöggir eða seinir, ánægðir eða áhyggju- fullir, og svo framvegis. Við borðið er ofgnótt af slíkum upplýsingum og hver einasti spilari túlkar þær á sinn hátt, hvort sem hann gerir sér grein fyrir því eða ekki. Upplýsingar frá borðhegðun heita „tells“ á ensku. Hugtakið er mikilvægt í póker, en hef- ur lítið verið í umræðunni í bridge, enda sá munur á póker og bridge að ekki er löglegt að blekkja með látbragði í bridge, sem er bein- línis hluti af leiknum í póker. Á hinn bóginn er bæði löglegt og siðlegt í bridge að túlka ósjálfráða og ómeðvitaða borðhegðun mót- herjanna (en ekki makkers, sem er annað mál og flóknara). En sem sagt, það er mikill munur á þessum upplýsingum: „Vestur spilar út lauffjarka gegn fjórum spöðum,“ og „Vestur kom eld- snöggt út með lauffjarkann og leit á makker sinn, fullur eftirvæntingar.“ Stóra spurningin er: hvaða áhrif hafa vísbendingar frá borð- hegðun á spilamennskuna? Hraði – Þraut 1 Norður ♠K10874 ♥Á75 ♦G843 ♣K Vestur Austur ♠62 ♠3 ♥KG1085 ♥962 ♦K ♦D10962 ♣D10982 ♣ÁG32 Suður ♠ÁDG95 ♥D3 ♦Á75 ♣764 Suður gefur, NS á hættu. Vestur Norður Austur Suður – – – 1♠ 2♥ 4♠ Pass Pass Pass Vestur spilar út lauftíu, sem austur tekur og skiptir yfir í hjartatvist. Suður setur drottninguna, vestur kónginn og sagnhafi dúkkar í þeirri von að fá hjarta áfram. Það gerist, vestur spilar hjartagosa næst, sem er tekinn með ás. Áætlunin hlýtur að vera sú að endaspila vestur í tígli – hreinsa upp hliðarlitina og spila svo annaðhvort tígulás og tígli, eða litlum tígli undan ásnum. Það er freistandi að leggja niður tígulásinn snemma spils. Eigi vestur háspil annað er þungt fyrir hann að af- blokkera ef hann sér ekki hvert stefnir. En það má ekki eins og legan er. Hins vegar vinnst spilið með því að spila litlum tígli eftir að hafa trompað lauf og hjarta. Vestur frýs inni á tígulkóng og verður að spila í tvöfalda eyðu: Norður ♠8 ♥– ♦G843 ♣– Vestur Austur ♠– ♠– ♥108 ♥– ♦K ♦D1096 ♣D9 ♣G Suður ♠G9 ♥– ♦Á75 ♣– Suður spilar nú litlum tígli og vestur er dæmdur maður. En því skyldi sagnhafi spila upp á stakt tíg- ulmannspil frekar en háspil annað? Til að svara þessari spurningu verður að bæta við upplýsingum frá borðinu. Vestur hugsaði sig lengi um áður en hann sagði pass við fjórum spöðum. Um hvað var vestur að hugsa? Væntanlega fórn, því ekki á hann styrk til að dobla. Þar með verður að teljast sennilegt að vestur sé með nokkra skiptingu, fimmlit í laufi til hliðar og þar með einspil í tígli. Ekki myndi vestur hugsa sig um með: ♠ xx ♥ KGxxx ♦ K10 ♣ D109x Niðurstaða: Hraði spilamennsku veitir vís- bendingar. Sá sem spilar hratt, þykist vita hvað hann er að gera, sá sem hugsar sig óeðlilega lengi um, er í vafa. Það er svo hlut- verk sagnhafa að spyrja sig eftir atvikum: Hvað tefur hann? Hvers vegna er hann svo fljótur? Áhugi – Þraut 2 Norður ♠Á84 ♥K64 ♦KD62 ♣K72 Vestur Austur ♠974 ♠DG3 ♥D73 ♥109 ♦1084 ♦ÁG73 ♣10984 ♣G653 Suður ♠K1062 ♥ÁG852 ♦95 ♣ÁD Suður gefur, allir á hættu. Vestur Norður Austur Suður – – – 1 ♥ Pass 2 ♦ Pass 2 ♠ Pass 3 ♥ Pass 3 ♠ Pass 4 ♥ Pass 6 ♥ Pass Pass Pass Svar norðurs á tveimur tíglum er krafa í geim, þannig að þrjú hjörtu á eftir lýsir yfir slemmuáhuga. Útspilið er lauftía. Þetta virðist einfalt spil: Trompdrottning verður að vera önnur eða þriðja í austur og tígulás helst í vestur. Sem sagt, maður tekur hjartakóng og spilar hjarta að Á-G til að svína, spilar svo tígli tvisvar að hjónunum. Ef allt gengur eftir má henda tveimur spöðum heima í laufkóng og tígulháspil. Reynist aust- ur eiga tígulásinn er örlítill möguleiki á þving- un í spaða og tígli. Þetta var á blaði, en nú koma vísbending- arnar frá borðinu. Vestur sekkur niður í sætið og spilar út, þegjandalegur og annars hugar, að því er virðist. Hann spyr ekkert út í sagn- ir. Austur er áhugasamari og spyr margs þeg- ar blindur kemur upp. Hann vill vita hvort þrjú hjörtu sýna slemmuáhuga og hvort norð- ur neitar nú fyrirstöðum í hálitunum. Þetta eru eðlilegar spurningar, en hitt er óeðlilegt hversu lítinn áhuga vestur virðist hafa á spilinu. Er það kannski bara sýndarmennska? Líklega er það svo. Spilarar hafa tilhneig- ingu til að gera sér upp áhugaleysi þegar þeir búa yfir viðkvæmum styrk, svo sem drottn- ingu í trompi eða gosa fjórða. Þögn vesturs bendir til að hann hafi eitthvað að fela. Hinn glaðbeitti áhugi austurs segir á hinn bóginn þá sögu að hann eigi varnarstyrk sem hann óttast ekki um (líklega tígulásinn), en með hjartadrottninguna líka myndi hann sennilega bíða átekta og spyrja sem minnst. Vissulega eru þetta brothætt vísindi, en ef sagnhafi er trúr sannfæringu sinni reynir hann að fella hjartadrottninguna aðra fyrir aftan – leggur fyrst niður hjartaás. Þegar vestur fylgir með tíu verður að aðlagast nýj- um upplýsingum með því að spila gosanum og láta hann svífa hringinn. Það heppnast, nían fellur og andstæðingarnir reka upp stór augu (og makker líka, ef hann er að fylgjast með). Það væri synd að tapa slemmunni eftir svo góða byrjun. Því miður reynist austur eiga tígulásinn, en þvingun er enn til í dæminu. Sagnhafi trompar einn tígul, hendir spaða í laufkóng og tekur síðasta trompið í þessari stöðu: Norður ♠Á84 ♥– ♦6 ♣– Vestur Austur ♠974 ♠DG3 ♥– ♥– ♦– ♦G ♣9 ♣– Suður ♠K106 ♥5 ♦– ♣– Spaðahundur fer úr borði og austur þvingast með litlu hjónin í spaða og hæsta tíg- ul. Niðurstaða: Það er til marks um áhuga að spyrja út í sagnir og áhugi er oft vísbending um styrk, en þó ekki viðkvæman styrk, eins og kjötmeti í tromplitnum. Með viðkvæman styrk hafa menn hneigð til að læðast eins og músin. Fum og fát – Þraut 3 Norður ♠852 ♥ÁK4 ♦ÁD4 ♣D1084 Vestur Austur ♠D10963 ♠G74 ♥D863 ♥105 ♦98 ♦KG1062 ♣92 ♣Á53 Suður ♠ÁK ♥G972 ♦753 ♣KG76 Suður gefur, allir á hættu. Vestur Norður Austur Suður – – – 1 ♣ Pass 2 ♣ Pass 2 G Pass 3 G Pass Pass Pass Kerfið er Standard og hækkun norðurs í tvö lauf er krafa. Suður sýnir 12-14 punkta og jafna skiptingu með 2G og norður hækkar í þrjú. Útspilið er spaðatía. Suður spilar laufi í öðrum slag, austur drepur og spilar spaða- gosa. Sagnhafi á tvo augljósa möguleika. Hann getur toppað hjartað (tekið Á-K) í von um að drottningin falli önnur, en svínað ella í tígli. En ekkert liggur á. Það má alla vega taka tvo slagi á lauf fyrst. Þriðja laufið pirrar vestur svolítið, hann iðar í sætinu, prófar eitt spil, svo annað, en velur loks tíguláttuna. Þessi vandræðagangur vesturs er athyglisverður og með tilliti til þess er þess virði að taka fjórða laufið strax. Aftur sýnir vestur merki um van- líðan þegar hann lætur frá sér hjartaþristinn. Austur er hins vegar hinn brattasti og hendir snöggt tígultvisti, sem er kallspil. Nokkrir spilarar á HM í Kína túlkuðu þennan vandræðagang vesturs svo að hann hefði byrjað með drottningu fjórðu í hjarta og tvo tígulhunda. Norður ♠8 ♥ÁK4 ♦ÁD4 ♣– Vestur Austur ♠D96 ♠7 ♥D86 ♥105 ♦9 ♦KG106 ♣– ♣– Suður ♠– ♥G972 ♦753 ♣– Þeir spiluðu tígli á ásinn og spaða úr borði. Vestur gat tekið þrjá slagi á spaða, en varð að spila frá hjartadrottningu í lokin. Niðurstaða: Þegar spilari iðar í stólnum, tekur upp spil og skiptir því út fyrir annað, hamrar fótunum upp og niður af taugaæsingi – sem sagt, sýnir öll merki þess að sér líði illa – þá er hann oftast í raunverulegum vanda. Oft er hann í vandræðum með afköst. Lausnir á jólaþrautum BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson FRÉTTIR Jón Sigurbjörnsson og Guðlaug Márusdóttir unnu minningarmótið í Siglufirði Árlegt minningarmót um Benedikt Sigurjónsson bridsspilara var haldið á veitingastaðnum Bíó Café í Siglufirði á þriðja í jólum. Sautján pör mættu til leiks og spiluðu barómeter. Sigurvegarar urðu Guðlaug Márus- dóttir og Jón Sigurbjörnsson með 54 stig. Þau náðu fljótlega forustu í mótinu og héldu sig við toppinn allan tímann og náðu svo öruggri forustu fyrir síðustu umferðina þar sem þau gátu leyft sér að gefa út nokkur stig. Röð næstu para varð eftirfarandi. Björn Ólafsson og Sigurður Hafliðason 48 Ólafur Jónsson og Steinar Jónsson 45 Birgir Björnss. og Þorsteinn Jóhanness. 35 Anton Sigurbjss. og Bogi Sigurbjss. 31 Ágúst Sigurðsson og Guðni Kristjánsson 17 Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem veglegur farandbik- ar fylgir efsta sætinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Morgunblaðið/Örn Þórisson Minningarmót Sigurvegararnir Guðlaug Márusdóttir og Jón Sig- urbjörnsson vígreifir með verðlaunin í mótslok. FLUGELDASORP mun liggja eins og hráviði um borgina að morgni nýs árs, segir í frétt frá Sorp- hirðunni í Reykjavík. Þar er fólk varað við að henda leifum af flug- eldum í ruslatunnur. Kaupendur flugelda eigi að fara sjálfir með um- búðir og aðrar leifar í endurvinnslu- stöðvar Sorpu. Búast má við mikilli loftmengun á gamlárskvöld því skottertur og blys valda mestum reyk. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til þess að skila umbúðum og leifum af flugeldum og tertum á endurvinnslustöðvar Sorpu sem opna 2. janúar. Starfsmenn endur- vinnslustöðva meta þá hvort sorpið getur flokkast með pappa, sé óend- urvinnanlegt eða hvort það þurfi að eyða því sökum gruns um að eitt- hvað sé enn ósprungið. Starfsmenn Sorphirðu umhverf- issviðs Reykjavíkur keppast við milli jóla og nýárs að tæma hverja einustu tunnu einu sinni. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að moka frá sorptunnunum svo að hægt verði að ljúka vikulegri yfirferð fyr- ir ármót. Loftmengun á gamlárskvöld Búast má við mikilli loftmengun á gamlárskvöld því skottertur og blys valda mestum reyk. Ekki er því gott fyrir þá sem búa við astma og viðkvæm öndunarfæri að vera mikið úti á nýársnótt vegna svif- ryks. Heilsuverndarmörk fyrir svif- ryk eru 50 míkrógrömm á rúm- metra. Á nýársnótt 2007 mældust hálftímagildi svifryks við Grensás- mælistöðina 1963 míkrógrömm á rúmmetra. Þétt loftmengun stóð þá yfir í fjóra tíma. Á nýársnótt 2006 mældust gildin hæst 1809 míkró- grömm á rúmmetra. Leifar af flugeldum fari ekki í öskutunnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.