Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 42
Skyndilega rennir bíll í hlaðið og það er skotið úr haglabyssu… 46 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ er engin sérstök ástæða fyrir því að ég er að hætta, þetta er eins og þegar maður flytur að heiman, mig langar til að standa á eigin fótum,“ segir Urður Hákonardóttir söngkona í GusGus, en í kvöld fara einmitt fram lokatónleikar hennar með bandinu á Nasa. „Ég byrjaði í GusGus þegar ég var 19 ára, árið 2000, og nú er bara komið að tímamótum. Ég ætla að fara að vinna að eigin tónlistarefni, en ég útiloka ekki að ég muni vinna með þeim aftur. Ég verð samt að fá fjar- lægð frá GusGus til að geta sinnt öðru,“ segir Urður og tekur fram að engin dramatísk ástæða liggi á bak við það að hún hætti í bandinu. „Það er allt í góðu á milli okkar í GusGus, það eru allir vinir.“ Spurð í hvaða anda sólóefni hennar verði segir Urður: „Þetta verður ekki teknó en það verður elektrónískt og örugglega einhver áhrif frá GusGus- árum mínum. En annars er ég ekki komin svo langt með efnið að ég viti nákvæmlega hvernig það endar.“ Urður hefur gert tvær plötur með GusGus sem fengið hafa einróma lof aðdáenda og gagnrýnenda um allan heim. Nú seinast kom frá þeim disk- urinn Forever sem sveitin hefur fylgt stíft eftir á árinu sem er að líða. Tón- leikarnir á Nasa verða einnig sein- ustu Forever-tónleikar GusGus. Urður segir að þetta verði því tvö- faldir lokatónleikar, seinustu tónleik- arnir í Forever-túrnum og seinustu tónleikarnir hennar. Hún segir þó engar óvæntar uppákomur skipu- lagðar á Nasa. „Allir okkar tónleikar eru ólíkir og vonandi getum við gert þessa sérstaka og skemmtilega og komið fólki endalaust á óvart.“ Húsið verður opnað kl. 23 í kvöld. The giant viking show hitar upp ásamt Jack shidt. Miðaverð er 3.000 kr. og er hægt að fá miða í forsölu á midi.is. Langar til að standa á eigin fótum Morgunblaðið/Eyþór Stuð Urður hefur verið söngkona GusGus í sjö ár og ætlar nú að breyta til.  Það hefur löngum verið ljóst að tónlist Sigur Rósar á það til að kalla fram lit- skrúðugar myndir í hugskotum áheyrenda. Tónlist sveitarinnar fellur líka vel að keliríi og kossalátum, ef marka má teiknimynd á vefnum Question- able Content (http://questionable- content.net/view.php?comic=123) eftir J. Jacques. Söguhetjan segir kærustu sinni af vandræðum vinar síns, hann hafi vantað góða tónlist fyrir stefnumót, tónlist sem gott væri að kela við. Vinurinn ráðleggur honum að brenna á disk blöndu af Air og Sig- ur Rós. Stúlkur vilji alltaf kela við þá tónlist. Kærastan áttar sig þá á því af hverju kærastinn setur alltaf Sigur Rós í geislaspilarann þegar orðið er áliðið og þau vel í glasi. „Himneskar, íslenskar stunur losa ekki um lærin á mér, góði!“ hrópar hún bálreið og slær kærast- ann niður. Menn verða greinilega að fara varlega í Sigur Rós á stefnumótum! Tónlist Sigur Rósar og Air kjörin fyrir kelirí  Á morgun verður fluttur þáttur á Rás 1 um fyrstu íslensku barnastjörnuna, Gunnar Óskars- son. Gunnar kom fyrst fram árið 1939 og með ein- hverja fallegustu drengjasópran- rödd sem heyrst hefur á landinu fyrr og síðar. Gunnar var alltaf kallaður Gunnar Óskarsson 12 ára, fæddur 17. september árið 1927. Hann hefði orðið áttræður á þessu ári. Í þættinum verður lífshlaup hans rakið og rætt við fólk sem þekkti hann. Þuríður Pálsdóttir söngkona segir m.a. frá námsárum þeirra Gunnars í Mílanó, leiknar verða hljóðritanir með Gunnari frá því er hann var 14 ára og söng inn á hljómplötur árið 1942. Lesari í þættinum er Herdís Hallvarðsdótt- ir. Þátturinn hefst kl. 9.03. Gunnar Óskarsson 12 ára Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞETTA er búið að vera viðburðaríkt og skemmtilegt ár,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leik- kona þegar hún er spurð út í hvernig árið 2007 hafi farið með hana. „Við frumsýndum leikritið Leg eftir Hugleik Dagsson í febrúar og var það fyrsta stóra hlut- verkið mitt eftir útskrift.“ Dóra útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006. „Það stendur upp úr hjá mér að hafa frumsýnt þessa skemmtilegu sýningu á Stóra sviði Þjóð- leikhússins,“ bætir hún við. Stutt er síðan sýn- ingum á Legi lauk og kveðst Dóra ekki hafa ver- ið komin með nóg af hlutverki sínu sem unglingsstelpan Kata. „Það var svo skemmti- legur hópur sem kom að verkinu að þetta var eins og að fara í partí í hvert skipti sem ég mætti í vinnuna, sýningafjöldinn var alls engin kvöð, aðeins forréttindi.“ Dóra fer einnig með hlut- verk fréttakonu í verkinu Óhapp! sem var frum- sýnt á Litla sviðinu í haust. Aðspurð segist Dóra ekki hafa búist við því að fara að vinna í Þjóðleikhúsinu strax eftir út- skrift. „Það er frábær reynsla að fá að leika í Þjóðleikhúsinu og mér líður mjög vel þar. Ég er líka meðlimur í leikhópnum Vér morðingjar en við setjum upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið á næsta ári leikrit sem heitir Sá ljóti.“ Húsfreyjan Sigrún Margt hefur drifið á daga Dóru á árinu, meðal annars fór hún með aukahlutverk í sjónvarps- þáttaröðinni Næturvaktinni. Auk þess var hún að ljúka við að leika aðalhlutverkið í nýrri stutt- mynd eftir Ísold Uggadóttur sem kemur út á næsta ári. Spurð hvort árið hafi farið eitthvað öðruvísi en hún ætlaði sér jánkar Dóra því. „Ég ætlaði að eyða sumrinu í utanlandsferð til fjar- lægra slóða. Við ætluðum að ferðast um Suður- Ameríku eða Asíu í allt sumar en síðan bara keyptum við okkar fyrstu íbúð í staðinn, svo það var persónulega merkisviðburður á árinu,“ segir Dóra sem er í sambúð með Jörundi Ragnarssyni leikara sem hefur líkt og hún verið áberandi í leiklistinni á árinu, m.a. í Næturvaktinni. Dóra er nú við æfingar á Baðstofunni, nýju leikriti eftir Hugleik Dagsson, sem verður frum- sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í febrúar. „Þar leik ég húsfreyjuna Sigrúnu sem er þunglyndis- sjúklingur en þar sem leikritið gerist árið 1750 var sú greining ekki til svo hún er skilgreind sem letingi.“ Dóra segir að auðvitað sé margt fleira í deigl- unni á komandi ári en Baðstofan og Sá ljóti en ekkert sem hægt sé að greina frá strax. Hún seg- ir þó að draumurinn árið 2008 sé að komast í ut- anlandsferðina sem datt upp fyrir í ár. Stóð á Stóra sviðinu  Dóra Jóhannsdóttir leikkona átti viðburðaríkt ár  Fer með hlutverk í Baðstof- unni, nýju leikverki Hugleiks Dagssonar, sem verður frumsýnt á komandi ári Morgunblaðið/Ómar Dóra Ætlaði í bakpokaferðalag á framandi slóðir seinasta sumar en keypti sér íbúð í staðinn. Hún vonast til að geta ferðast á komandi ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.