Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 39
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð-
un, morgunkaffi/dagblöð, hádeg-
isverður, almenn handavinna, kaffi.
Námskeið félagsstarfsins hefjast
mánudaginn 7. jan. Ný námskeið í
glerlist verða fyrir og eftir hádegið á
miðvikud. Skráning í s. 535 2760.
Jóga-leikfimistímar verða tvisvar í
viku á mánud. og fimmtud. kl. 9-9.45.
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10.
80ára afmæli. Daníel Emilssonverður áttræður 31. desember.
Hann tekur á móti vinum og ættingjum
á heimili dóttur sinnar og tengdasonar
í Súlunesi 16, Garðabæ, milli kl. 13 og
16 á gamlársdag.
dagbók
Í dag er laugardagur 29. desember, 363. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13)
Rauði kross Íslands hefursett á laggirnar verkefnitil að efla tengslanetkvenna af erlendum upp-
runa. Verkefnið er í umsjón Garða-
bæjardeildar RKÍ og er unnið með
styrk VR, Eflingar og Starfsmennt-
aráðs.
Ása Kolbrún Hauksdóttir er verk-
efnastjóri hjá Rauða krossi Íslands:
„Hugmyndafræði verkefnisins felur í
sér að koma á eins konar náms-
sambandi milli tveggja aðila, annars
frá heimalandinu og hins frá erlend-
um uppruna, svo að báðir njóti góðs
af,“ segir Ása Kolbrún. „Við tengjum
saman innlendar og erlendar konur,
til að aðstoða þær síðarnefndu til að
takast á við og nýta sér allt það sem
samfélagið getur veitt þeim. Verk-
efninu er ætlað að styrkja erlendu
konurnar, og rjúfa félagslega ein-
angrun.“
Ása Kolbrún segir ljóst að mikil
þörf er fyrir að bæta stöðu kvenna af
erlendum uppruna á Íslandi: „Ís-
lenskt samfélag hefur upp á margs
konar stuðning og þjónustu að bjóða,
en erfitt getur verið fyrir þá sem ekki
þekkja til að nýta sér alla þá mögu-
leika sem þeir eiga rétt á. Fé-
lagstengslaverkefnið opnar þær gátt-
ir sem þarf, og veitir konum af
erlendum uppruna brautargengi inn í
íslenskt samfélag,“ segir hún. „Verk-
efnið veitir einnig færi á að kynnast
mörgum þeim óskrifuðu reglum og
siðum sem innfæddir þekkja, og um
leið að auka atvinnutækifæri og
styrkja tengslanet.“
Þátttaka í verkefninu gagnast þó
ekki aðeins erlendu konunum, heldur
einnig hinum sem taka að sér hlut-
verk leiðbeinandans: „Oft vill gleym-
ast að konur af erlendum uppruna
hafa upp á margt að bjóða, og geta ís-
lenskar konur lært margt af þeim,“
segir Ása Kolbrún. „Með því að
leggja verkefninu lið gefst íslenskum
konum tækifæri á að fá innsýn inn í
nýjan heim, og eignast góðan vin.“
Verkefnið er unnið í samstarfi við
Allar heimsins konur en á bak við
þann hóp standa m.a. Alþjóðahús,
Félag kvenna af erlendum uppruna
og Kvennaathvarfið auk fleiri fé-
lagasamtaka og stofnana.
Nánari upplýsingar um verkefnið
má fá hjá Ásu Kolbrúnu í tölvupósti
asa@recross.is
Aðstoð | Styrkja tengsl kvenna af erlendum uppruna við samfélagið
Konur styðja konur
Ása Kolbrún
Hauksdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1977. Hún
lauk stúdents-
prófi frá
Mennta-
skólanum við
Sund og leggur
nú stund á B.A.-
nám í mannfræði við Háskóla Ís-
lands. Ása Kolbrún hefur verið
verkefnisstjóri hjá Rauða kross Ís-
lands frá September 2007, áður
vann hún við verkefnið Framtíð í
Nýju landi: mentorastarf fyrir unga
Víetnama. Hún starfaði einnig á
ferðaskrifstofunni Discover the
world í tvö ár og var Bókunarstjóri
fyrir Fosshótel.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895-1050.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynn-ingar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostn-aðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að ber-ast með
tveggja daga fyrirvara virka daga
og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og síma-
númer. Hægt er að hringja í síma
569-1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynn-ingu
og mynd í gegnum vefsíðu Morg-
unblaðsins, www.mbl.is, og velja
liðinn . Bréfið skal stíla á:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2110
Reykjavík.
FRÉTTIR
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu óskar þess að landsmenn eigi
ánægjuleg áramót. Með það í huga
er ágætt að minna á þá góðu reglu
að ganga hægt um gleðinnar dyr,
segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Í pistli sem Eggert Ólafur Jóns-
son, aðalvarðstjóri á svæðisstöðinni
á Seltjarnarnesi, skrifaði á dögunum
er orðunum beint að foreldrum og
segir þar m.a.: „Við viljum hvetja
ykkur til þess að huga vel að börn-
um ykkar um áramótin. Það er
margt sem ber að varast sem við-
kemur áramótunum sjálfum. Það er
von okkar að fjölskyldur geti átt
sem ánægjulegust áramót saman.
Við viljum benda ykkur á að öll
meðferð flugelda er varasöm enda
þeir ekki gerðir til þess að taka þá í
sundur heldur ber að umgangast þá
eins og leiðbeiningar segja til um.
Þrátt fyrir að skólayfirvöld, æsku-
lýðssamtök og lögregla hafi unnið
saman mikið starf sem miðast að því
að ekki þurfi að hafa áhyggjur af
unglingum á þessum tímamótum er
ábyrgðin foreldranna fyrst og síðast.
Enn og aftur viljum við vara við
eftirlitslausum samkvæmum ung-
linga. Við hvetjum foreldra til að
leyfa ekki börnum sínum að gista
hjá vini eða vinkonu, a.m.k. ekki
nema að hafa samráð við foreldra
viðkomandi. Ítrekað hafa unglingar
misnotað þessa leið í haust og því
nefnum við þetta hér. Orðrómur hef-
ur borist þess efnis að í samkvæm-
um unglinga fari fram ósæmilegar
kynlífsathafnir sem og/eða fíkni-
efnaneysla. Við hvetjum foreldra til
að ræða við og leiðbeina börnum sín-
um sem og að fylgjast vel með þeim
og vita hvar og með hverjum þau
eru.
Foreldrar hugi
vel að börnum sín-
um um áramótin
FLUGELDASÝNING ÍR og Lands-
bankans verður í Mjóddinni í kvöld,
laugardaginn 29. desember kl. 20.
Flugeldasýn-
ing í Mjóddinni
♦♦♦
HAUSTÖNN Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi var slitið með athöfn hinn 21. desember
sl. og voru 35 nemendur brautskráðir að þessu
sinni. Af þeim voru 30 með stúdentspróf frá ýms-
um námsbrautum og auk þess 2 trésmiðir, 2 raf-
virkjar og einn vélvirki. Athöfnin fór fram á sal
skólans og ávarpaði Hörður Ó. Helgason skóla-
meistari samkomuna og Atli Harðarson aðstoð-
arskólameistari annál haustannar 2007. Margir
listamenn komu fram við athöfnina. Ragnheiður
Friðriksdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd
útskriftarnema.
Að vanda fengu nokkrir útskriftarnemar verð-
laun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur
og störf að félagsmálum og eru þeir eftirtaldir og
nöfn þeirra aðila sem gáfu verðlaun eru innan
sviga. Almar Gunnarsson hlaut verðlaun skólans
fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn
2007. Einnig hlaut Almar viðurkenningu fyrir
góðan árangur í eðlis- og efnafræði, íslensku og
samfélagsgreinum, jarðfræði og líffræði, stærð-
fræði og þýsku. Enn fremur hlaut Almar við-
urkenningu úr minningarsjóði Þorvaldar Þor-
valdssonar fyrir góðan árangur í stærðfræði og
eðlisfræði. Í lok skólaslitaathafnarinnar ávarpaði
Hörður Ó. Helgason skólameistari útskriftarnem-
endur, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir
samveruna. Samkomunni lauk með því að gestir
risu úr sætum og sungu Bráðum koma blessuð jól-
in og þáðu síðan veitingar í boði skólans.
Skólaslit Fjölbrautaskóla Vesturlands
UNDANFARIN fimm ár hafa
Blindrafélagið og Slysavarnafélag-
ið Landsbjörg unnið saman að for-
vörnum til að fyrirbyggja augnslys
af völdum flugelda. Nú senda fé-
lögin öllum 10 til 15 ára börnum
gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í
samstarfi við Íslandspóst, Sjóvá og
Prentsmiðjuna Odda.
Með stuðningi þessara fyrir-
tækja hafa 27.194 börnum verið
send gjafabréf fyrir flugeldagler-
augum og er það von okkar að þau
verði til þess að ekkert þeirra slas-
ist á augum um áramótin, segir í
fréttatilkynningu. Þessum gjafa-
bréfum má framvísa á öllum sölu-
stöðum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar til að fá gleraugun
afhent.
Í fréttatilkynningu frá Blindra-
félaginu og Landsbjörg segir með-
al annars:
„Því miður sýnir reynslan okkur
að um hver áramót verða slys í
tengslum við flugeldavörur. Al-
gengast er að einstaklingar slasist
á höndum, andliti og augum og má
rekja flest þessara slysa til þess að
hvorki er farið eftir grundvallar-
reglum um notkun flugelda né leið-
beiningum sem eru á vörunum.
Flugeldagleraugu geta komið í
veg fyrir að viðkomandi skaðist á
auga og ættu allir að nota þau,
sama hvort viðkomandi er að
skjóta upp eða eingöngu að horfa á.
Fikt með flugeldavörur er alltof
algengt hjá krökkum og þá sér-
staklega strákum. Þeir taka flug-
elda í sundur, safna púðrinu saman
og búa til sínar sprengjur eða taka
kökur í sundur og sprengja hvern
hólk fyrir sig. Þessi leikur er stór-
hættulegur og foreldrar verða að
vera vakandi og meðvitaðir um það
sem börn þeirra eru að fást við
þessa daga.
Gjafabréf fyrir flugeldagleraugum