Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓGNIN AF EITRINU Hvað eftir annað gera íslenskyfirvöld upptækt gríðarlegtmagn af eiturlyfjum. Í sum- ar fannst duft, sem dugað hefði í 140 þúsund e-töflur, og 1.800 töflur að auki um borð í skútu á Fáskrúðsfirði og aðfaranótt 22. desember var mað- ur handtekinn með 23 þúsund e-töfl- ur í fórum sínum í Leifsstöð við kom- una til Íslands. Talið er að söluverðmæti skammtanna, sem gerðir voru upptækir í Leifsstöð, sé á milli 70 og 90 milljónir króna. E-töflur eru gríðarlega hættulegt eiturlyf. Eins og kemur fram í frétta- skýringu eftir Örlyg Stein Sigurjóns- son í Morgunblaðinu í gær getur ein tafla orðið manneskju að bana. Þar er vísað í upplýsingar SÁÁ um að sannað þyki að á undanförnum fimm árum hafi 100 manns látið lífið af völdum efnisins. Þá er talið sannað að efnið geti valdið heilaskemmdum við litla notkun. Enn fremur kemur fram að á Sjúkrahúsið Vog komi rúmlega 200 einstaklingar á hverju ári, sem notað hafi efnið á síðustu tveimur árum. Sérstaklega óhugnan- legt er að um 80 af þeim eru 19 ára eða yngri. Harkan í eiturlyfjaheiminum hefur færst í vöxt og það er orðið erfiðara fyrir þá, sem lenda í klónum á fíkni- efnum, að komast út úr þessum heimi aftur, sérstaklega ef skuldir fylgja við sölumenn dauðans. Baráttan gegn fíkniefnum fer fram með ýmsum hætti. Einn liður í henni er að koma í veg fyrir smygl á eit- urlyfjum til landsins. Þar hefur verið skammt stórra högga á milli, en um leið er ljóst að eiturlyfjasmyglurum tekst að koma gríðarlegu magni inn í landið. Hinn þáttur baráttunnar er fólginn í að stemma stigu við eft- irspurninni og hafa áhrif á neysluna. Fyrir um tveimur áratugum hófu Bandaríkjamenn stríð gegn eiturlyfj- um. Í þetta stríð hefur verið varið tugum milljarða dollara og milljónir manna hafa verið handteknar. Engu að síður láta fleiri lífið í Bandaríkj- unum vegna eiturlyfjanotkunar en nokkru sinni áður. Á 20 árum hefur dauðsföllum vegna eiturlyfjanotkun- ar fjölgað um 400% og árið 2004 dóu 28 þúsund manns af þeim völdum. Glæpir og félagsleg vandamál af völdum fíkniefna grafa um sig sem aldrei fyrr vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur eitthvað farið úrskeiðis og greinilegt er að vandinn verður ekki leystur með fjáraustri. Engin töfralausn er á eit- urlyfjavandanum. Hins vegar má með ýmsum hætti draga úr hættunni á að börn og unglingar ánetjist eit- urlyfjum. Sagt er að hvert ár án vímugjafa skipti máli. Einnig hefur verið sýnt fram á að athygli foreldra á börnum sínum og samverustundir draga úr líkum á að börn og ungling- ar neyti vímugjafa. Framlag stjórn- valda til baráttunnar gegn eiturlyfj- um skiptir miklu máli, en það er ekki síður á ábyrgð samfélagsins að spyrna við fótum. Baráttan gegn eit- urlyfjum er líka spurning um hug- arfar og því verður ekki breytt með fjárframlögum einum saman. ENN EITT VERKFÆRIÐ – EN HVERS VEGNA EKKI FYRIR ALLA? Haft er eftir Pétri Tyrfingssyni,formanni Sálfræðingafélags Ís- lands í Morgunblaðinu í fyrradag að heilbrigðisyfirvöld hafi „áttað sig á því að það er ekki hægt að ganga framhjá þjónustu sálfræðinga“. Til- efnið er að Samninganefnd heilbrigð- is-og tryggingarmálaráðherra og sál- fræðingar sömdu fyrir jól um greiðsluþátttöku Tryggingastofnun- ar vegna þjónustu við börn. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að hér er einungis um að ræða tilraunaverk- efni til eins árs og það er ekki fyrir alla sem þurfa á því að halda. Þjónusta sálfræðinga er mikilvæg- ur þáttur í heilbrigðisþjónustu hér á landi sem í öðrum löndum. Hingað til hafa landsmenn þó þurft að standa straum af kostnaði við sálfræðiþjón- ustu sjálfir, en ekki ef leitað er til geðlæknis. Samt sem áður eru flestir þeirrar skoðunar að sálfræðingar vinni þarft starf gagnvart skjólstæð- ingum sínum við að leysa geðheil- brigðisvanda. Geðrænn vandi er þess eðlis að það sem hentar einum, hentar ekki endi- lega öðrum. Sumir njóta góðs af að- stoð sálfræðinga, aðrir telja sig betur setta í höndum geðlækna. En vita- skuld á að bjóða öllum þá þjónustu sem þeim hentar, burt séð frá því hvort hún kemur frá geðlækni eða sálfræðingi. Það er ljóst að hvað börnum viðvíkur er sálfræðiþjónusta án efa mjög mikilvægur þáttur í því að fyrirbyggja alvarlegri geðheil- brigðisvanda og ómetanlegt að hið opinbera taki þátt í greiðslum vegna þjónustunnar líkt og það gerir vegna annarra veikinda. Því það er vissu- lega bagalegt að fólk geti ekki leitað til sálfræðinga eftir aðstoð vegna þess kostnaðar sem það hefur í för með sér. En fyrst verið er að gera tilraunina hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju verkefnið er afmarkað við einn hóp sjúklinga. Því má velta fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að veita barni slíka þjónustu og hætta henni svo skyndilega þegar það verður „fullorðið“ skv. opinberri skilgrein- ingu. Og hvers eiga allir þeir að gjalda sem eru orðnir fullorðnir en þurfa á sálfræðiaðstoð að halda? Tilraunaverkefni af þessu tagi er allra góðra gjalda vert og gott að náðst hafa samningar um leið til að hrinda því í framkvæmd. En vonandi verður verkefnið þó fyrst og fremst til þess að opna landsmönnum öllum til frambúðar leið að sálfræðiþjón- ustu sem miðast við að búa til enn einn farveg – enn eitt verkfærið – til að leysa vanda þeirra sem eiga við geðheilbrigðisvanda að stríða. Þegar allt kemur til alls er alltaf kostnaðar- minnst halda veikindum frá fólki. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ÍMorgunblaðinu hinn 22. des-ember birtist grein eftir Vil-hjálm Árnason prófessor ogsiðfræðing og Stefán Hjör- leifsson heimilislækni undir fyrir- sögninni Orðræða um erfðafræði. Í þeirri grein kalla þeir eftir upplýstri umræðu um tilraunir fyrirtækjanna deCODE genetics, 23 and Me og Navigenics til þess að selja almenn- ingi aðgang að arfgerðagreiningu á DNA einstaklinga og síðan mögu- leikanum á því að setja niðurstöð- urnar í samhengi við það sem vitað er um arfgenga áhættu á sjúkdóm- um og uppruna fólks. Það sem eftir er greinarinnar mun ég kalla þessa þjónustu neytendaerfðafræði. Ég tek undir með þessum ágætu mönn- um að slík umræða væri af hinu góða. Þjónusta sem við bjóðum upp á veitir fólki möguleika á því að skoða sjálft sig frá nýju sjónarhorni og í nýju samhengi og það er lítill vafi á því að líkurnar á því að það verði því til góða gætu aukist við að vísir menn deili með þeim skoðunum sínum og reynslu. Þess utan er nokkuð víst að slík umræða hjálpi deCODE að selja þjónustuna og á því þurfum við að halda og fyrir það erum við þakklát. Það er líka mögu- legt að umræðan hjálpi fyrirtækinu að fínpússa þjónustuna þannig að hún verði betri og kynningin á henni smekklegri og í meira samræmi við þann raunveruleika sem flestir deila. Það væri í ágætissamræmi við það sem yfirleitt gerist þegar ný vara er kynnt. Hún er fyrst send út í sínu upprunalega formi og síðan leit- ar framleiðandinn eftir viðbrögðum sem víðast og breytir vörunni í sam- ræmi við þau til þess að þóknast sem flestum. Ég er til dæmis mjög feg- inn því að Vilhjálmur og Stefán skuli hafa bent á það í grein sinni að á Netsíðu deCODEme skuli standa „myCODE is my map to better health“. Þetta er vafsöm fullyrðing vegna þess að það er ekki búið að sanna að vitneskja um áhættuþætt- ina sem mældir eru leiði til þess að menn bregðist þannig við að þeir haldi frekar heilsu þótt reynsla af svipuðum áhættuþáttum bendi til þess að það sé líklegt að svo verði. Það væri smekklegra og réttara að segja „myCODE is my map to bet- ter understanding of my future health“ og ég vona að mér takist að sannfæra snillingana sem stjórna deCODEme að breyta þessu á þann veg. Eitt af því sem félagarnir leggja áherslu á í grein sinni er að það eigi ekki að vera eingöngu sérfræðinga og hagsmunaaðila að skilgreina kosti og galla á því sem í boði er til þess að stuðla að heilbrigði og ég gæti ekki verið þeim meira sam- mála. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt að ákvarða hverjir séu hags- munaaðilar í máli eins og þessu. Það liggja nefnilega víða þræðir og því oft á tíðum erfitt að átta sig á því hvernig duldir hags- munir einstaklinga, stofnana og stétta ráða þegar menn tjá sig á þann hátt að þeir vilja að samfélagið haldi að þeir beri eingöngu hagsmuni þess sér fyrir brjósti eins og til dæm- is heimsspekingurinn og heimilislæknirinn í greininni sem ég er að svara. Þegar kemur að umræðu um de- CODEme er lítill vandi að sjá hvar hagsmunir deCODE liggja. Það er nefnilega sáraeinfalt að greina bein fjár- hagsleg tengsl og staðreyndin er sú að við búum í heimi þar sem við höf- um falið markaðnum að dreifa flest- um þeim hlutum sem menn vilja og þurfa. Það er því ljóst að gæði þeirra hluta sem er dreift af markaðnum eru óháð fjárhagslegu tengslunum vegna þess að þau eru til staðar hvort sem gæðin eru mikil eða lítil. Það sama má segja um staðhæf- ingar framleiðanda um gæði eða notagildi vörunnar sem þeir selja, það er ekki flókið að sýna fram á að sannleiksgildi þeirra eru óháð fjár- hagslegu tengslunum sem eru alltaf til staðar. En hagsmunatengslin byrja hvorki né enda með fjárhags- legum tengslum og fjárhagslegu tengslin eru ekki endilega þau sem hafa mest áhrif á hegðun manna. Góð dæmi um það hvernig hags- munir aðrir en þeir beinu fjárhags- legu hafa leitt menn út í mýri má finna í svindli í vísindum. Það lætur nærri að í kringum 95% tilfella sem upp hafa komist um svindl í lífvís- indum á síðustu 25 árum hafi verið framin í háskólum og af starfs- mönnum þeirra en ekki í fyr- irtækjum þar sem beinir fjárhags- legir hagsmunir eru ráðandi. Í háskólunum er það líklega oftast metorðagirnd sem fær menn út í þessa vitleysu, löngunin í að klifra upp stigann og hljóta aðdáun fyrir að vera sá vísindamaður se komandi er líklega ekki. Og leiða að því rök að vísindasv veiti mönnum óbeinan aðga fjárhagslegri umbun í gegn og vísindastyrki. Það má lík þessu við og spyrja hvers v hafi verið svona lítið um vís indasvindl í fyrirtækjum og við því er örugglega ekki að hjá þeim vinna séu svona m arlegri en starfsmenn hásk er hins vegar ekki ólíklegt a fjárhagslegu tengslin hjálp til vegna þes ar uppgötvan gerðar af sta mönnum fyr er það oftast þess að mark að búa til vör grundvelli up unarinnar og er plat kems samstundis u af leiðandi er hverfi að litlu engu að vinn að svindla. Ein af þeim um sem hefur vaxið hvað m lífvísindanna á síðasta áratu stétt siðfræðinga og hafa þe annars tekið sér hlutverk s ulanna sem segja vísindam hvernig þeir eigi að haga sé skiptum við þátttakendur í sóknum. Með þessu hafa þe þjónað sínu samfélagi vel o nokkru leyti þakka þeim fy skipan mála í rannsóknum um fólk er nú á mun betri s ur. Það má leiða að því rök hluti af framlagi þeirra ligg hlúa að sjálfsákvörðunarré það á enginn að taka þátt í r sóknum nema hann vilji þa fræðingarnir, eins og aðrar lenda stundum í því að fara sjálfum sér og gleyma því a góður vilji sé mikilvægur er einn og sér ekki nóg. Sagan lýst samþykki er gott dæm þetta: Eftir seinni heimssty var kölluð saman ráðstefna inki til þess að fjalla um ma indabrot sem voru framin í ríkinu í nafni vísindanna. E urstöðum ráðstefnunnar va væri mjög mikilvægt að kom fyrir að fólki væri þröngvað það platað til þess að taka þ indarannsóknum. Þegar kæ þátttöku í vísindarannsókn einstaklingurinn að geta ný sjálfsákvörðunarrétt sinn o sjálfur hvort hann tæki þát Neytendaerfðafræ Kári Stefánsson svarar grein Vilhjálms Árnasonar og Stef- áns Hjörleifssonar Kári Stefánsson Afli íslenskra skipa á árinu2007 er áætlaður 1.401þúsund lest. Það er 78þúsund lesta aukning frá fyrra ári sem var það slakasta frá 1991. Mestur var aflinn 1997, eða 2.199 þúsund lestir, samkvæmt bráðbirgðatölum Fiskistofu. Þorskaflinn 2007 var 23 þúsund lestum minni en 2006. Ýsuaflinn jókst hinsvegar um 13 þúsund lest- ir. Botnfiskaflinn dróst saman um 30 þúsund lestir frá árinu 2006. Afli uppsjávartegunda var 899 þúsund lestir 2007 sem er 104 þús- und lestum meiri afli en 2006. Munar þar mest um að loðnuafli var 124 þúsund lestum meiri en 2006. Síldarafli jókst um 26 þúsund lestir frá fyrra ári. Nýr nytjastofn á Íslandsmiðum Mesta athygli vekur samt tæp- lega 37 þúsund lesta makrílafli, en makríll er nýr nytjastofn á Ís- landsmiðum. Rækjuaflinn 2007 var aðeins 2 þúsund lestir og hefur ekki verið minni í 40 ár. Hörpudiskveiðar voru engar á árinu. Humarafli var um 2 þúsund lestir. Miðað við fast verð dróst aflaverðmæti saman frá árinu 2006. Hækkað afurðaverð gerði hinsvegar meira en að vega á móti rýrari afla. Aflamark í Norðuríshafsþorski, úthafskarfa, norsk-íslenskri síld, kolmunna og rækju af Flæmingja- grunni miðast við almanaksár. Í töflu til hliðar koma fram afla- heimildir og afli 2007. Nokkuð vantaði upp á að Íslendingar full- nýttu aflaheimildir í fisktegundum sem við nýtum í samvinnu við aðr- ar þjóðir. Af fimm tegundum voru aðeins fullnýttar þorskaflaheimild- ir í Barentshafi. Að meðtöldum leyfilegum flutningi aflaheimilda milli ára má segja að aflaheimildir í norsk-íslensku síldinni hafi líka verið nýttar að fullu. Úthafskarfa- heimildir skiptast í tvennt. Heim- ildir „innan línu“ voru fullnýttar en Niðurskurður þorskkvótans og miklar ógæftir á haustm Aflinn á árinu nok Fiskveiðar Síldarflotinn h Árið í ár þó hið annað slakasta frá 1991

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.