Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 43
Einleikur eftir Brynhildi Guðjónsdóttur í flutningi höfundar
Leikstjóri Atli Rafn Sigurðarson
Landnámssetrið kynnir nýja leiksýningu:
Sýningar í febrúar
Miðapantanir í síma 4371600 eða í tölvupósti á landnamssetur@landnam.is
laugardagur
sunnudagur
föstudagur
laugardagur
sunnudagur
föstudagur
laugardagur
sunnudagur
5. janúar
6. janúar
11. janúar
12. janúar
13. janúar
18. janúar
19. janúar
20. janúar
kl. 20
kl. 16*
kl. 20
kl. 20
kl. 16*
kl. 20
kl. 20
kl. 16*
Hátíðarsýning uppselt
Frumsýning uppselt
Laus sæti
Laus sæti
Laus sæti
Laus sæti
Laus sæti
Laus sæti
Sýningar í janúar
*Ath. Sýnt er kl. 16 á sunnudögum
Hægt er að bæta við sýningum ef pantað er fyrir hópa
föstudagur
laugardagur
sunnudagur
1. febrúar
2. febrúar
3. febrúar
kl. 20
kl. 20
kl. 16*
Laus sæti
Laus sæti
Laus sæti
föstudagur
laugardagur
sunnudagur
25. janúar
26. janúar
27. janúar
kl. 20
kl. 20
kl. 16*
Laus sæti
Laus sæti
Laus sæti
Frumsýning í Landnámssetri Íslands í Borgarnesi
6. janúar 2008 kl. 16
GESTIR í spurningaleiknum Orð
skulu standa í dag eru séra Pétur
Þorsteinsson prestur í Óháða söfn-
uðinum og Ragnar Helgi Ólafsson
myndlistarmaður. Á milli þess sem
þeir velta fyrir sér m.a. „fuglafjalli“
og „rytjulegur“ botna þeir þennan
fyrripart:
Ennþá koma áramót,
áfram líður tíminn.
Um nýliðna helgi var fyrripart-
urinn þessi:
Bráðum koma blessuð jólin,
birtir til og hiti vex.
Í þættinum fann Davíð Þór Jóns-
son alveg óvænt rímorð:
Ofan tek ég eyrnaskjólin
og andlitið ég hef án skeggs.
Hlín Agnarsdóttir:
Börnin ljóma björt sem sólin,
bíða spennt til klukkan sex.
Björn Karlsson:
Konan fer í flegna kjólinn,
flyðruleg og segir sex.
Meðal hlustenda botnaði Magnús
Halldórsson á Hvolsvelli:
Hátíðlega heims um bólin,
helg er tíðin klukkan sex.
Egill Þórðarson:
Í hjörtum fólks er hækkar sólin,
en hjaðnar kali og alls kyns pex.
Jónas Frímannsson sendi tvo:
Mildur Jesús, mannkynssjólinn,
mætir á svæðið klukkan 6.
Og:
Meira að segja mestu fólin
munu fella niður pex.
Hallberg Hallmundsson sendi
þennan:
Mörsugur þó getur gjólinn
gnauðað napurt kuldapex.
Loks er hér óvenjuleg leiðrétting.
Í þættinum 15. desember bjó Ólöf
Eldjárn til jólasveinanöfn á karl-
menn sem standa henni næst og
hafði vísuna svona:
Kertasníkur, Giljagaur,
Gáttaþefur, Stúfur.
Hallakíkir, Höfuðpaur,
Hrikalegur, Ljúfur.
Stefán Örn Stefánsson, sem
stendur Ólöfu flestum nær, vill ekki
kannast við að vera hrikalegur, en
viðurkennir hins vegar að vera
„hrikanefur“. Hann vill því leiðrétta
botninn, „upp á eftirtímann og ekki
síður innrímið“:
Hallakíkir, Höfuðpaur,
Hrikanefur, Ljúfur.
Eftirtíminn er beðinn að hafa það
sem sannara reynist.
Vegna vandkvæða í tölvupóstkerfi
RÚV eru þeir, sem sendu þættinum
tölvupóst í nóvember og desember,
beðnir að senda hann aftur, sé þess
nokkur kostur.
Orð skulu standa
Botna fyrripart um áramótin
Morgunblaðið/G.Rúnar
Áramót Þátturinn Orð skulu standa í dag verður með áramótabrag.
Hlustendur geta sent sína botna í
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
- kemur þér við
Rússíbanareið
í Reykjanesbæ
Landinn vill
dýrara kampavín
Bretar rýja á Íslandi
Álitsgjafar um áramót
Gunnlaugur stjörnu-
spekingur spáir í 2008
Allt um áramóta-
brennurnar
Baggalútur
á áramótum
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?