Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „HANN var fjölmennur og langur, menn töluðu mikið og hægt er að segja að töluvert gagn hafi hlotist af,“ sagði Óskar Sigurpálsson, for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur, spurður út í fund félagsins sem hald- inn var í BSRB-húsinu síðdegis í gær. Tilefnið var fjölmiðlaumfjöllun um óánægju lögreglumanna með vinnuálag og flótta úr stéttinni og svör yfirstjórnar embættis lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu við um- fjölluninni. Engin niðurstaða fékkst á fundinum. Talið er að yfir tvö hundruð manns hafi sótt fundinn og þrátt fyrir að engin ein niðurstaða hafi fengist voru fundarmenn sammála um að takast á við vandann í sameiningu. Til þess þyrfti þó fjármagn. „Ég held að menn hafi ekki séð neina aðra raunhæfa lausn en að reyna fá fram meira fjármagn. Meira fé þarf að renna til löggæslumála,“ segir Óskar og bendir á að embættið sé rekið með halla og að ekki væri hægt að ráða lögreglumenn þótt þeir væru í boði. Minna fór fyrir umræðu um kaup og kjör lögreglumanna, enda kjarasamningar við lögreglumenn ekki lausir fyrr en næsta haust. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði fundinn gagnlegan og góðan. „Ég held að það sé alltaf gagnlegt að ræða um mál sem tengjast starfsemi embættisins og fara yfir stöðuna frá sjónarhóli starfsmanna.“ Hvað það varðar að kalla eftir auknum fjárveitingum til löggæslu- mála segir Stefán það ekki raunhæft þar sem búið sé að samþykkja fjár- lög fyrir næsta ár. „En hins vegar erum við að fara að vinna í fjárlaga- tillögum fyrir komandi ár og þá koma menn sjónarmiðum sínum á framfæri, geri ég fastlega ráð fyrir.“ En hvað telur lögreglustjórinn að hafi áunnist með félagsfundinum? „Menn komu sínum sjónarmiðum á framfæri og ég held að þetta sé upp- hafið að því að menn fari að vinna betur saman að því að efla og styrkja þetta embætti, innan þess ramma sem okkur er úthlutað hverju sinni.“ Einnig var kallað eftir því að starfs- menn tækju mun meiri þátt í því en áður að bæta starfsumhverfið eins og kostur er. Starfsmenn taki meiri þátt í að bæta starfsumhverfið Lögreglumenn ósáttir við mikið vinnuálag Morgunblaðið/RAX Fjölmennt Yfir 200 lögreglumenn mættu á félagsfund Lögreglufélags Reykjavíkur. Mönnum var heitt í hamsi og kvörtuðu undan miklu álagi. FISKVERÐ á mörkuðum hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru bæði hátíðahöld og rysjótt veð- urfar sem valda, en margir frídagar eru samliggjandi um þessi jól og fá skip og bátar á miðunum. Lúða og skötuselur um áramót Að sögn fisksala sem rætt var við í gær náði verð á óslægðri ýsu hæstu hæðum í fyrradag þegar hún seldist á 374 krónur á markaði. Þá voru um 40 tonn af fiski á markaði í heild, en oft og tíðum er margfalt meira magn í boði af einstökum tegundum. Al- gengt verð á ýsunni í haust var 200- 250 krónur á kílóið, svo ætla má að hún hafi hækkað um allt að 87% nú um jólin. Í gær var verðið hins vegar farið að lækka og ýsan komin niður í um 300 krónur. Þá hefur spurn eftir hágæðasjáv- arfangi á borð við lax, lúðu, skötusel og humar aukist, enda margir að undirbúa fiskmáltíðir í kringum ára- mótin. Ágætlega hefur gengið að anna eftirspurninni en verð hefur einnig hækkað nokkuð á þessum teg- undum. Í gær seldist heil lúða á um 1.300 krónur á kílóið á markaði. Fisksalar gera þó lítið úr hækk- unum í smásölu. Þeir taka að sögn flestir á sig hækkunina að hluta eða í heild enda stendur hún ekki lengi yf- ir, og takmörk eru fyrir því hversu dýrt er hægt að selja fiskinn, sem hefur almennt verið dýr alveg frá því í sumar. Kílóverð á ýsuflökum út úr búð, með og án roðs, er á bilinu 980- 1.290 krónur. 87% verðhækkun á ýsu í kringum jólahátíðina Fiskur Margir kjósa að borða fisk eftir allt kjötátið um jólahátíðina. ENGAN sakaði þegar eins hreyfils flugvél af gerðinni TF-RLR hlekktist á á Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði um miðjan dag í gær. Flugmaðurinn, sem var einn í flugvélinni, hafði lent vélinni á ísilögðu vatninu. Þegar hann reyndi flugtak að nýju hamlaði snjór því að hægt væri að ná flug- takshraða og hætti hann því við flug- tak. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) ók flugmaðurinn flugvélinni fram og til baka á ísnum til að troða slóða til flugtaks. Í akstrinum við enda slóð- ans gaf íslag sig undan þunga vél- arinnar og fór nefhjól vélarinnar nið- ur um ísinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni náði flugmaður- inn talstöðvarsambandi við farþega- flugvél, sem var á flugi yfir hálend- inu. TF-Líf, þyrla Landhelgis- gæslunnar, sem búin er nætursjón- auka, sótti manninn og flutti hann til Reykjavíkur síðdegis í gær, en þá var verulega farið að skyggja. Samkvæmt upplýsingum frá RNF er á þessu stigi ekki vitað hversu miklar skemmdirnar eru á vélinni þar sem ekki reyndist unnt að lenda á slysstað sökum myrkurs. Unnið er að því að bjarga verðmætum og skipu- leggja björgunarleiðangur á staðinn. Nefhjólið fór niður um ísinn Flugvél hlekktist á á Arnarvatnsheiði LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar tvær líkamsárásir í miðborginni í fyrrinótt. Í öðru tilvik- inu var notaður hnífur. Í hinu málinu hlaut fórnarlambið nef- og kinn- beinsbrot. Fyrra málið kom upp á Bergstaðastræti klukkan tvö í fyrri- nótt þar sem ráðist var á mann með hnífi. Hann hlaut ekki alvarleg sár, en nokkra grunna skurði. Hann var fluttur á sjúkrahús en fékk fljótlega að fara þaðan. Ekki er vitað hverjir réðust á hann og þekkti maðurinn ekki árásarmennina. Skömmu síðar kom til átaka milli manna á horni Bankastrætis og Ing- ólfsstrætis. Einn var fluttur á sjúkrahús og kom þá í ljós að hann var með brotið nef og kinnbein og nokkrar lausar tennur. Enginn hafði verið handtekinn í gær vegna þess- ara mála. Beittu hnífi gegn manni ♦♦♦ SAMSTAÐA, samtök um slysalaust Ísland, stóð fyrir stuttri athöfn við Kögunarhól við Suðurlandsveginn í gær þar sem settir voru upp sex ný- ir krossar til minningar um þá sem látist hafa í umferðarslysum á vegakaflanum milli Reykjavíkur og Selfoss frá því í nóvember 2006. Fyrir voru 52 krossar til minn- ingar um þá sem hafa látist á vega- kaflanum frá 1972, en þeir voru reistir fyrir um ári. Við athöfnina heiðruðu Samstaða og Vinir Hellis- heiðar lögregluna á Selfossi, sjúkraflutningamenn í Árnessýslu, lögregluna í Reykjavík, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og slökkvilið Hveragerðis fyrir störf þeirra á veginum í gegn- um árin. Ákveðið hefur verið að tvöfalda Suðurlandsveg og standa vonir manna til að verkið verði boðið út á nýju ári. Athöfn við Kögunarhól vegna þeirra er látist hafa á Suðurlandsvegi Sex krossar bætast við Morgunblaðið/Kristinn Fleiri krossar Steinþór Jónsson og Hannes Kristmundsson frá Samstöðu, Sigurður Jónsson frá Vinum Hellisheið- ar, Kristján L. Möller samgönguráðherra, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í Reykjavík, og Ólafur Helgi Kjartans- son, lögreglustjóri í Árnessýslu, tóku þátt í athöfninni við Kögunarhól í gær þar sem sex krossum var bætt við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.