Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.04.2009, Blaðsíða 2
2 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Díana Lind, er þetta ekki hálf- gerður páfagaukalærdómur? „Nei, þetta byggist allt á innsæi.“ Díana Lind Monzon páfagaukaráðgjafi veitir fólki ráðgjöf vegna sambands þess og annarra fjölskyldumeðlima við stærri og smærri páfagauka. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært 27 ára gamlan Tékka, Jan Jirícek, fyrir að sletta rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins fyrir rúmu ári. Hann er ákærður fyrir að hafa smánað erlenda þjóð og erlent ríki opinberlega, en til vara fyrir að hafa valdið skemmdum á sendiráðssvæði. Jirícek játaði sök en taldi brotið ekki varða við umrædd lagaákvæði. Refsing fyrir brot af þessu tagi er sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Jirícek sagðist á sínum tíma með athæf- inu vilja mótmæla mannréttinda- brotum Kínverja í Tíbet. - sh Sletti málningu á sendiráð: Ákærður fyrir að smána Kína AF VETTVANGI Jirícek sendi fjölmiðlum þessa mynd strax eftir aðgerðina. ISTANBÚL, AP Anders Fogh Rasmus- sen, verðandi framkvæmdastjóri NATO, hvatti í ræðu í Istanbúl í Tyrklandi í gær til þess að fundið yrði jafnvægi milli tjáningar- frelsis og virðingar fyrir tilfinn- ingum trúaðra. Tyrkneskir ráðamenn og fjöl- miðlar höfðu ætlast til þess að Fogh notaði tækifærið og bæðist afsökunar á stuðningi sínum við birtingu Múhameðsteikninganna umdeildu í Jótlandspóstinum á sínum tíma, en þá afsökunarbeiðni fengu þeir ekki. Tyrkir voru mjög tregir til að fallast á að Fogh yrði næsti fram- kvæmdastjóri NATO vegna gremju þeirra yfir hans hlut í Múhameðs- teikningafárinu. Á átakafundi á bak við luktar dyr á leiðtogafundi bandalagsins í Strassborg á laugar- dag tókst þó að útkljá málið – með því að Tyrkir voru „keyptir“ til að falla frá mótbárum sínum með því að fá vissar háar stöður í höfuð- stöðvum NATO. Í ávarpi sínu, sem hann flutti á ráðstefnu um „samræður menn- ingarheima“ í Istanbúl, lagði Fogh áherslu á að hann hygðist sem framkvæmdastjóri NATO leggja sig fram um að taka tillit til við- kvæmni af völdum trúarbragða. Þá sagðist hann „virða íslam sem ein af höfuðtrúarbrögðum heims“. - aa Anders Fogh Rasmussen í Tyrklandi í hlutverki verðandi framkvæmdastjóra NATO: Tekur tillit til trúarviðkvæmni AUÐMJÚKUR MEÐ ÖXL ÚR LIÐI Anders Fogh heilsar hér Mohammed Khatami, fyrrverandi forseta Írans, á ráðstefnunni í Istanbúl með hönd í fatla eftir óhapp á hótelherbergi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP íslenskur ríkisborgari www.okkarsjodir.is Við þökkum fyrir hreinsanirnar í Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum en verkinu er ekki lokið. Það þarf að taka til í lífeyrissjóðunum. Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax. Yfir 20.000 manns hafa þegar skrifað undir, stefnum á 25.000. Lífeyrissjóðirnir eru okkar eign! Jóhanna! Nú er valdið í þínum höndum! EFNAHAGSMÁL Gróft áætlað gæti þriðjungur til fjórðungur fyrir- tækja á landinu verið á leið í gjald- þrot, að mati Samtaka atvinnu- lífsins (SA). Samtökin óttast að dómínóáhrif af gjaldþrotum geti reynst banvænt högg, jafnvel fyrir fyrirtæki sem standa vel. „Það versta sem gerist við gjaldþrot er að fyrirtæki sem áttu góða möguleika verða fyrir banvænu höggi vegna gjald- þrots annarra fyrirtækja,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar fram- kvæmda stjóri Samtaka atvinnulífsins. Þannig geti fyrirtæki sem standi sæmilega lent í því að skuldir fyrirtækja sem verði gjaldþrota fáist ekki greidd- ar, með þeim afleiðingum að stönd- uga fyrirtækið lendi í vanda, og fari jafnvel sjálft í þrot. Ófullnægjandi tölur eru til um skuldastöðu íslenskra fyrirtækja, en Seðlabanki Íslands vinnur nú að úttekt á skuldastöðunni, segir Þórarinn Gunnar Pétursson, aðal- hagfræðingur Seðlabankans. Aðspurður segir hann ómögulegt að geta til um hversu mörg fyrir- tæki séu í bráðri hættu á að fara í þrot fyrr en úttektinni sé lokið. Hann segir möguleg dómínóáhrif gjaldþrota vissulega áhyggjuefni, en ómögulegt sé að segja til um í hvaða mæli þau geti orðið. Hannes segir að stjórnvöld virðist ekki nægilega meðvituð um umfang vanda íslenskra fyrir- tækja. Hundruð fyrirtækja rói nú lífróður og gjaldþrotum fjölgi mánuð eftir mánuð. Könnun Samtaka atvinnulífsins sýnir að háir vextir eru stærsta vandamál fyrirtækja í dag, segir Hannes. Nú heyrist að nægt lausa- fé sé til í viðskiptabönkunum, en sökum hárra vaxta geti enginn tekið lán nema til að reyna að fleyta fyrirtækjum sínum yfir erf- iðasta hjallann. Það geri þó í raun ekkert annað en að auka vandann meðan vextir séu svo háir. Nú þegar Alþingi hefur stoppað í götin á gjaldeyrishöftunum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að peningastefnunefnd Seðlabank- ans lækki stýrivexti hratt til að forðast fjöldagjaldþrot íslenskra fyrirtækja, segir Hannes. Vextirn- ir þurfi helst að fara niður fyrir tíu prósent mjög fljótlega. Hann segist þó ekki bjartsýnn á að vextir lækki jafn hratt og æski- legt væri miðað við skýringar pen- ingastefnunefndarinnar á síðasta vaxtaákvörðunardegi. Þá ákvað nefndin að lækka stýrivexti um eitt prósentustig, úr átján prósent- um í sautján. brjann@frettabladid.is Óttast dómínóáhrif vegna gjaldþrota Allt að þriðjungur fyrirtækja í landinu gæti verið á leið í þrot, að mati aðstoðar- framkvæmdastjóra SA. Segir stýrivexti þurfa að lækka mikið til að forðast fjöldagjaldþrot. Seðlabankinn vinnur nú úttekt á skuldastöðu fyrirtækja. ÞROT Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað mánuð frá mánuði. Gjaldþrot eins fyrir- tækis getur haft áhrif á mörg önnur þegar útistandandi skuldir eru ekki greiddar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANNES G. SIGURÐSSON Það versta sem gerist við gjaldþrot er að fyrirtæki sem áttu góða möguleika verða fyrir banvænu höggi vegna gjald- þrots annarra fyrirtækja. HANNES G. SIGURÐSSON AÐSTOÐARFRAMKVÆMDASTJÓRI SKEMMDARVERK Rauðri málningu var skvett á höggmyndina Tuttugu logar eftir lista konuna Huldu Hákon, sem stendur á grasinu fyrir utan Hótel Sögu við Haga- torg, á föstudagskvöld. Utanríkis- ráðuneytið keypti verkið af Huldu og afhjúpaði í tilefni fundar NATO sem haldinn var á Hótel Sögu í maí árið 2002. Hjá Hótel Sögu fengust þær upp- lýsingar að gestir hótelsins hefðu séð grímuklædda menn skvetta málningunni. Haft var samband við Reykjavíkurborg, sem réð hreinsunarfyrirtækið Allt-af til að hreinsa verkið í gærmorgun. Hvorki er vitað hverjir voru að verki né hvað þeim gekk til, en sextíu ára afmælisleiðtogafundur NATO fór fram í Frakklandi á laugardag. Verknaðurinn hefur ekki verið tilkynntur til lögreglu. - kg Grímuklæddir menn skvettu rauðri málningu á listaverkið Tuttugu logar: NATO-listaverk skemmt HREINSUN Starfsmenn Allt-af unnu að hreinsun verksins í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Boðaður hefur verið fundur með tveimur fyrrver- andi formönnum Framsóknar- flokksins á Kanaríeyjum næst- komandi laugardag, þeim Guðna Ágústssyni og Valgerði Sverris- dóttur. Ekki náðist í Valgerði í gær og Guðni kvaðst sjálfur ekki enn hafa heyrt af fundinum. Hann sagði þó að sér þætti líklegt að á laugardag yrði hann á fundar- stað sem, eins og jafnan áður, er Íslendingabarinn Klörubar. „Hvað er það sem menn ræða um?“ svaraði Guðni spurður um líklegt umræðuefni á fundinum. - gar Guðni og Valgerður á Kanarí: Saman á fundi á Klörubar EFNAHAGSMÁL Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og stjórnar- formaður Íslensk-Amer- íska verslunar- ráðsins, og dr. Gylfi Magnús- son viðskipta- ráðherra verða meðal ræðu- manna á ráð- stefnu um íslenskt efna- hagslíf sem hefst í New York í dag. Sjö aðrir framsögu- menn verða á ráðstefnunni. Meðal þeirra eru Birkir Hólm Guðna- son, stjórnar formaður Icelandair, Guðni A. Jóhannesson, forstjóri Orkustofnunar, og David O. Beim sem er prófessor í hagfræði við Columbia-háskólann. Rætt verður um innviði íslenska efnahags- kerfisins og framtíðarhorfur. - gar Íslandsráðstefna í New York: Ræða íslenska efnahagskerfið ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON BANKAR „Hún kom alveg niðurbrot- in eftir fréttaflutning helgarinnar og var búið að líða eins og saka- manni alla helgina,“ segir Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, um lyktir rannsóknar á umdeildri tölvupóstsendingu frá SPRON með kynningarefni frá MP Banka. Kaupþing taldi tölvupóst- inn til marks um að skilanefnd SPRON gengi erinda MP. Hlynur segir tæknimenn hafa verið setta í að rannsaka málið. „Það kom í ljós að tiltekinn starfsmaður þjónustu- versins var að stytta sér leið þegar hún svaraði fyrirspurn – afritaði hluta af texta á heimasíðu MP og setti inn í svarið sitt. Þetta var eitt einangrað tilvik hjá einum starfs- manni sem gerði þetta í ógáti og hugsunarleysi.“ - gar MP-tölvupóstur frá SPRON: Starfsmaður gaf sig fram Margir í greiðsluerfiðleikum Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfið- leika borist til Íbúðalánasjóðs. Allt árið í fyrra voru umsóknir vegna greiðsluerfiðleika 1.405, en 377 í hitteðfyrra. EFNAHAGSMÁL SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.