Fréttablaðið - 07.04.2009, Síða 4
4 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Fyrir mistök birtist gömul frétt um
mótmæli á síðu 8 í Fréttablaðinu á
föstudaginn. Í fréttinni birtust sjónar-
mið Gísla Jökuls Gíslasonar, ritstjóra
Lögreglublaðsins, sem áttu við um
ástandið í byrjun febrúar.
LEIÐRÉTTING
UMHVERFISMÁL Lítið hefur reynst
af smáfiski í Varmá það sem af er
stangveiðitímanum sem hófst 1.
apríl. Að því er kemur fram á vef
Stangaveiðifélags Reykjavíkur er
þetta í samræmi við kenningar
um klórslysið mikla sem varð í
Varmá í vetrarbyrjun 2007. Sam-
kvæmt þeim var talið að yngri
árgangar fiskstofna í ánni hefðu
orðið sérstaklega illa úti.
Góðu fréttirnar eru hins vegar
að líflegt hefur verið hjá veiði-
mönnum þrátt fyrir þetta því
mikið hefur veiðst af stórum fisk-
um, sjóbirtingar upp í fjórtán pund
og tólf punda bleikja, að því er
segir á svfr.is. - gar
Eftirköst klórslyssins í Varmá:
Fáir smáfiskar
en margir stórir
Í LAUGASKARÐI Klór lak úr kari við
sundlaugina og stráfelldi fiska í Varmá.
ÍTALÍA, AP Um 150 manns fórust
er harður jarðskjálfti reið yfir
Mið-Ítalíu í fyrrinótt, sá mann-
skæðasti í landinu í þrjá áratugi.
Á annað þúsund manns eru slas-
aðir eftir skjálftann og tugþús-
undir íbúa á hamfarasvæðinu
heimilislausar. Forsætisráðherra
Ítalíu, Silvio Berlusconi, lýsti yfir
neyðarástandi og björgunarsveitir
hvaðanæva að á Ítalíu voru kallað-
ar til hjálpar. Jarðskjálftinn var
6,3 á Richter og átti upptök sín í
fjallahéraðinu Abruzzo í miðhluta
Ítalíu, um 100 kílómetra norðaust-
ur af Róm.
Björgunarfólk vann hörðum
höndum að því í gær að reyna að
ná út fólki úr rústum hruninna
og hálfhruninna bygginga. Þar á
meðal úr stúdentagarði í héraðs-
höfuðstaðnum L‘Aquila þar sem
talið var að helmingur íbúa væri
fastur í rústunum. Íbúar hans
sem komust út á hlaupum fylgd-
ust með.
„Ég var í rúminu, það var eins
og skjálftinn ætlaði aldrei að
hætta og ég heyrði byggingarn-
ar hrynja í kringum mig,“ sagði
Luigi Alfonsi, íbúi stúdentagarðs-
ins.
L‘Aquila er illa farin eftir
skjálftann en hún er í um sjötíu
kílómetra fjarlægð frá upptökun-
um. Auk þess urðu þorp í nágrenni
hennar mjög illa úti, meðal annars
jafnaðist bærinn Onno nánast við
jörðu. Tjaldbúðum var slegið upp
í nágrenni borgarinnar fyrir þá
sem misst hafa heimili sín.
Borgarstjóri L‘Aquila, Mass-
imo Cialente, sagði um hundrað
þúsund manns vera heimilislausa
eftir skjálftann og haft var eftir
embættismönnum að tíu til fimm-
tán þúsund byggingar væru ónýt-
ar eða mikið skemmdar. L‘Aquila
er miðaldaborg og ljóst var í gær
að margar fornar byggingar væru
ónýtar eftir skjálftann.
Jarðskjálftafræðingurinn
Gioacchino Giuliani varaði við
hættunni á hörðum skjálfta á þess-
um slóðum, síðast í síðustu viku.
Hann gagnrýndi yfirvöld harð-
lega í gær fyrir að hafa hunsað
viðvörunina. Embættismenn gerðu
lítið úr þessu í gær og sögðu vís-
indalega ómögulegt að spá fyrir
um jarðskjálfta. Vægir skjálftar
hafa riðið yfir svæðið undanfarið.
Samúðarkveðjum rigndi yfir
ítölsku þjóðina í gær vegna hörm-
unganna. Forseti Íslands sendi
hinum ítalska starfsbróður sínum,
Giorgio Napolitano, samúðar-
kveðjur sínar og íslensku þjóðar-
innar. sigridur@frettabladid.is
150 látnir í hörðum skjálfta
Neyðarástandi var lýst yfir á Ítalíu í gær í kjölfar mannskæðasta jarðskjálfta þar í áratugi. Fjölmenni
leitaði að lífsmarki í húsarústum. Tjaldbúðum var slegið upp fyrir tugþúsundir heimilislausra.
Nýttu þér framúrskarandi þekkingu
og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta
varahlutalager landsins fyrir allar
tegundir bíla.
Gerðu vel við bílinn þinn!
Ef varahluturinn
er til – þá er hann
til hjá okkur.
N1.ISN1 440 1000
Á B Y R G Ð
V A R A H L U T I R
3 ÁRA
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
20°
16°
22°
23°
18°
19°
23°
22°
13°
15°
21°
14°
10°
18°
9°
14°
20°
14°
7
4
2
5 6
5
6
6
8
8
5
4
8
5
5
Á MORGUN
15-23 m/s á Vestfjörðum,
annars hægari.
SKÍRDAGUR
13-15 á Vestfjörðum,
annars mun hægari.
6
8
5
5
4
6
6
3
-1 4
6
6 4 4
5
1-3
HORFIR Á SKÍRDAG
OG FÖSTUDAGINN
LANGA
Á skírdag eru horfur á
allhvassri norðaustan
átt á Vestfjörðum
með snjókomu.
Annars staðar verður
vindur hægari með
éljum nyrðra en skúr-
um vestan til. Bjart
verður suðaustan og
austan til. Á föstu-
daginn langa verður
svipað veður nema
að þá verður úrkoma
eystra en nokkuð
bjart sunnanlands.
Kólnandi.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
„Ég heyri í þyrlunum, björgunarsveitir héðan eru að
leggja af stað til að hjálpa til á jarðskjálftasvæðinu,“ segir
Fífa Larsen í samtali við Fréttablaðið. Fífa, sem búsett er
í héraðinu Friuli í norðausturhluta Ítalíu, segir fólk ekki
tala um annað en jarðskjálftann og fylgjast grannt með
tíðindum. „Hér í Friuli vilja allir hjálpa til því fólki er enn í
fersku minni hjálpsemi fólks eftir mjög harðan og mann-
skæðan jarðskjálfta sem hér varð á áttunda áratugnum.“
Fífa ætlar sjálf að gefa blóð í dag og segir fólk mjög
tilbúið að gefa peninga til uppbyggingarstarfs. Marga
langaði helst til að rjúka af stað og hjálpa til við að
grafa fólk úr rústum, en yfirvöld hafi bent á að betra
væri að aðstoða fórnarlömb með öðrum hætti, nóg væri af björgunarfólki á
staðnum. „Það er mikið fjallað um það í fréttum núna hversu mörg ný hús
hrundu í skjálftanum, þrátt fyrir að eiga að vera byggð samkvæmt kröfum
um byggingar á jarðskjálftasvæðum.“
ALLIR VILJA HJÁLPA
FÍFA LARSEN
© GRAPHIC NEWS
Að minnsta kosti 150 manns létust
í jarðskjálftanum sem reið yfir Ítalíu
klukkan hálf fjögur í fyrrinótt. Jarðskjálft-
inn var 6,3 á Richter og átti upptök sín í
fjalllendinu í Abruzzo-héraði rétt norður
af borginni L‘Aquila.
MIÐJARÐARHAF
Sardinía
Korsíka
Napolí
Róm
Flórens
Mílanó
320 km
L´Aquila
Harður jarðskjálfti á Ítalíu
Á LÍFI Björgunarfólk hlúir að manni sem
fannst á lífi í húsarústum í L‘Aquila.
NORDICPHOTOS/AFP
Í RÚST L‘Aquila er illa farin eftir jarðskjálftann og unnu fjölmargir að því að leita í
húsarústum í gær. NORDICPHOTOS/AFP
BANKAR Hlynur Jónsson, formaður
skilanefndar SPRON, segir mikil
verðmæti í uppnámi, gangi salan á
SPRON til MP Banka ekki eftir.
Salan á útibúum SPRON og neta-
banka SPRON til MP Banka fékk
grænt ljós frá Samkeppniseftirlit-
inu en hefur ekki fengist staðfest
af Fjármálaeftirlitinu. Hlynur
segir að meta megi söluna á um
800 milljónir króna. Þar af er stór
upphæð vegna launa 45 starfs-
manna sem MP ætlar að yfirtaka
en skilanefndin þarf ella að greiða
þriggja til tólf mánaða uppsagnar-
frest eftir atvikum.
Þrátt fyrir tafir á afgreiðslu
málsins frá Fjármálaeftirlitinu
segir Hlynur það ekki hafa tekið
óeðlilega langan tíma miðað við
afgreiðslu annarra mála þar. Nú
haldi Fjármálaeftirlitið um alla
þræði.
„Ef sölunni til MP verði hafnað
hafi verðmæti SPRON þegar rýrn-
að verulega. Þá er vafamál hvort
nokkuð fengist fyrir þetta lengur,“
segir Hlynur, sem kveður ástæðu
þess liggja í augum uppi. „Eftir því
sem útibúin er lokuð lengur hljóta
þau að tapa sínum viðskiptavinum.
Ef þú ætlar að opna aftur eftir tvo
mánuði hlýtur þú að þurfa að finna
nýja kúnna.“
Eins og áður segir felst hluti
kaupverðsins á SPRON í yfirtöku
45 starfsmanna. Hlynur segir
mjög marga þeirra hafa sex mán-
aða uppsagnarfrest. Illt sé í efni
ef viðskiptin fari út um þúfur. „Þá
þurfum við að borga þessu fólki
laun án þess að hafa nokkur not
fyrir það,“ bendir hann á. - gar
Formaður skilanefndar SPRON segir töf á sölu útibúanets dýrkeypta:
Mikil verðmæti geta glatast á töfum
SPRON Formaður skilanefndar SPRON
óttast flótta viðskiptavina takist ekki að
opna fljótlega útibú sem seld voru MP.
LÖGREGLUMÁL Fjöldi lögreglubíla
veitti í gærkvöld hálfþrítugum
ökumanni á fólksbíl eftirför frá
Bústaðavegi upp á Vesturlands-
veg ofan við Grafarvog.
Lögreglan segir einkennilegan
akstursstíl mannsins hafa leitt til
þess honum var gefið merki um
að stöðva. Hann sinnti því hins
vegar ekki heldur ók tryllings-
lega með farþega sinn þar til för
hans var stöðvuð á Vesturlands-
vegi.
Enginn meiddist en lögreglan
segir manninn hafa skapað stór-
hættu með ofsaakstrinum. Talið
er víst að hann hafi verið undir
áhrifum fíkniefna. - gar
Ofsaakstur í Austurborginni:
Eftirför á fjölda
lögreglubíla
GENGIÐ 06.04.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
197,2682
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
119,71 120,29
178,23 179,09
161,69 162,59
21,705 21,831
18,352 18,460
15,048 15,136
1,1808 1,1878
179,70 180,78
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR