Fréttablaðið - 07.04.2009, Qupperneq 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
TÓLF ÞÚSUND manns, eða sex þúsund pör, hafa frá árinu
1996 tekið þátt í hjónanámskeiðum séra Þórhalls Heimissonar.
Námskeiðin hafa verið fastur liður í starfi Hafnarfjarðarkirkju í öll
þessi ár. Hjónanámskeiðin eru ókeypis, sem og viðtölin sem þeim
fylgja. Námskeiðin hefjast á ný í Hafnarfjarðarkirkju í september á
komandi hausti.
Magnús Samúelsson, eða Maggi
Sam eins og hann er þekktur í
bransanum, hefur keppt í vaxtar-
rækt og fitness um árabil og er
meðal annars sjöfaldur Íslands-
meistari í vaxtarrækt. Meistarinn
hefur undanfarna mánuði miðlað
af reynslu sinni á námskeiðum í
framkomu, þar sem þátttakend-
ur eru meðal annars búnir undir
Íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt
og fitness sem fer fram á Akureyri
um páskana.
„Ég fer yfir stöður, vinn með
sjálfsöryggi keppenda, hjálpa
þeim með mataræði, við val á
fatnaði og að ná rétta litarhaft-
inu, en lélegur litur getur kostað
keppendur nokkur sæti,“ útskýrir
Maggi, sem veigrar sér ekki við
að kenna kvenkyns keppendum
að koma fram á hælaháum skóm.
„Þeir gegna lykil hlutverki í
fitness-keppnum og þjóna þeim
tilgangi að sýna betur læri og
kálfa og draga fram kvenleikann.
Ég kenni stelpunum að ganga
á skónum þar til þær gera það
átakalaust.“
Maggi hafði um nokkurt skeið
gengið með þá hugmynd í magan-
um að halda námskeið í framkomu
fyrir byrjendur áður en hann sló til
í vetur, þar sem hann segist allt of
oft hafa orðið vitni að því að flott-
ir keppendur falli á framkomu.
„Betri framkoma eykur ekki bara
sigurlíkurnar heldur skilar hún
sér í flottari keppni og vonandi
eykur það svo umsvif sportsins,“
segir Maggi, sem sjálfur þakkar
vandaðri framkomu góðan árang-
ur. „Ég hef meira að segja unnið til
sérstakra verðlauna fyrir hana.“
Helstu meðmæli Magga hljóta
þó að teljast sá árangur sem hann
hefur náð með námskeiðunum.
„Sem dæmi um það höfðu sigur-
vegararnir á síðasta móti, í flokki
kvenna og karla, lokið pósunám-
skeiði hjá mér. Segja má að þátt-
takendur á námskeiðum hjá mér
hafi raðað sér í öll efstu sætin á
mótinu. Einn varð Norðurlanda-
meistari, annar bikarmeistari og
svo framvegis.“
Af máli Magga má ráða að heil-
mikil vinna liggi að baki þátttöku
í keppnum í vaxtarrækt og fitness
enda segist hann verja miklum
tíma í ræktinni. „Ég lyfti fimm
til sex sinnum í viku í klukkutíma
eða einn og hálfan í senn. Brenni
svo fjórum sinnum í viku á morgn-
ana á fastandi maga til að brenna
líkams fitunni en ekki matnum. Þá
er hollt mataræði mikilvægt. Fjöl-
margir skera niður á tíu til sextán
vikna tímabili í mataræði fyrir
keppni. Þannig að þetta er alls
enginn hægðarleikur,“ segir hann
og hlær.
Spennandi verður síðan að fylgj-
ast með keppninni um páskana en
þar mun Maggi meðal annars etja
kappi við lærisveina sína. „Þetta
verður skemmtileg keppni. Kepp-
endur verða færri en oft áður en
þeir eru allir góðir,“ segir Maggi
og telur sig eiga ágætar líkur á
sigri. roald@frettabladid.is
Kraftajötnar læra að pósa
Magnús Samúelsson tekur þátt í Íslandsmeistaramóti í vaxtarrækt og fitness á Akureyri um páskana. Þar
etur hann kappi við marga af helstu kraftajötnum Íslands og telur sig eiga góða möguleika á sigri.
Maggi hefur undanfarna mánuði verið önnum kafinn við kennslu og undirbúning fyrir ýmis vaxtarræktarrmót. Fram undan er
þátttaka í Íslandsmótinu í vaxtarrækt og fitness á Akureyri, mót í Danmörku 18. apríl og alþjóðlegt Grand Prix mót í Reykjavík 25.
apríl. Svo heldur hann námskeið fyrir byrjendur í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
466 1016
www.ektafiskur.is
frumkvöðlafyrirtæki ársins - fiskvinnsla frá árinu
- Lifið heil
www.lyfja.is
Prófaðu 100% lífræna mýkt
úr íslenskri náttúru
Olían frá Móður Jörð er án allra aukaefna og framleidd í Vallanesi á Fljótsdalshéraði.
Dreifing: Heilsa ehf.
LÍFOLÍA
er ilmandi og
djúpvirk fyrir
vöðva og liði.
BIRKIOLÍA
mýkir og græðir
þurra húð
og exem.
BLÁGRESISOLÍA
nærir viðkvæma
slímhúð og eyðir
bólgu.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafknúnir
hæginda-
stólar
•
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval