Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.04.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 07.04.2009, Qupperneq 34
30 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Leikhúsið lifir þegar það hefur eitthvað að segja. Í einleiknum um Rachel Corrie túlkar Þóra Karitas Árnadóttir stúlkuna hugdjörfu Rachel, sem enn er verið að sýna á fjölum Borgarleikhússins. Þetta er merkileg sýning fyrir margra hluta sakir og lætur engan ósnort- inn sem hana sér. Þetta er ekki flókið, íburðarmikið eða yfirlætis- fullt leikhúsverk heldur hógvær frásaga, einleikur þar sem ung bandarísk stúlka segir lífssögu sína og birtir myndir og hugsanir sinnar stuttu ævi. Við erum nánast stödd inni í her- bergi hennar sem birtist okkur á hringsviðinu sem alltaf er svo- lítið erfitt fyrir einn leikara að höndla. En með því að vera kvik og fim tókst Þóru Katrínu að leika vel á þeim snúningsási sem sviðið krefst. Rachel Corrie þráast við að fara hina hefðbundnu leið í sambandi við væntanlegan frama sinn. Hún á sér draum um að verða rithöfundur og til þess að svo megi verða þarf hún að fara út í hinn stóra heim og hjálpa þeim sem í vanda eru stadd- ir. Leikritið er nokkuð sundurskor- ið og vantar svolítið tenginguna við það hvernig hún allt í einu var farin að starfa sem sjálfboðaliði í Palestínu. Þar tekst henni að tengja líf sitt samtímasögunni og heims- sögunni með því að verða vitni að og segja frá hlutskipti Palestínu- manna og ofsóknum og stöðugum þjóðernishreinsunum sem palest- ínska þjóðin má búa við, þar sem verið er með kerfis bundnum hætti að hrekja fólkið úr eigin landi. Rachel Corrie gerist sjálfboða- liði í grasrótarhreyfingu sem reynir að koma í veg fyrir mann- réttindabrot gegn palestínskum flóttamönnum, en þau eru framin af einu mesta herveldi heims og að því er virðist með stuðningi hennar eigin þjóðar Bandaríkjamanna og raunar umheimsins alls. Rachel Corrie lét lífið á Gasa 2003 þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þar sem hún var að reyna að koma í veg fyrir að hús palestínskrar fjölskyldu væri jafnað við jörðu. Fyrir hennar til- stilli bárust fréttir til umheimsins af þeim atburðum. Um jólin í vetur og fyrri part janúar gerði Ísraelsher gríðar- legar árásir á Gasa, sem er eins og risastórar fangabúðir þar sem ein og hálf milljón Palestínumanna er lokuð inni og sveltir á litlu svæði sem Ísraelsher lokar frá öllum áttum. Óbreyttir borgarar, þar af 400 börn, voru drepnir og þúsund- ir særðust. Allir fjölmiðlar heimsins utan ein sjónvarpsstöð létu ísraelska herinn mata sig á fréttum. Það var fyrir tilstilli tveggja hugrakkra norskra skurðlækna sem störf- uðu við aðalsjúkrahúsið á Gasa að umheimurinn fékk að vita hvað þarna var að gerast. Rachel Corrie var sjónarvottur sem galt fyrir það með lífi sínu. Það er ekki á hverjum degi sem sýnd eru leikverk í leikhúsun- um okkar sem skipta jafn miklu máli og þetta. Þetta er verk um alvarlega pólitíska hluti, en verkið er þó engin predikun. Þetta tekur á einu alvarlegasta deilumáli á alþjóðavettvangi. Deilu sem hefur leitt til margra styrjalda og þær verða fleiri verði ekkert að gert. Verkið höfðar til samvisku okkar, umheimsins og til samvisku hvers og eins. Hvers vegna leyfum við þessu að gerast? Hvers vegna gerum við ekkert? Þóra Karitas Árnadóttir nær hér að skapa trúverðuga stúlku en það hefði ekki spillt fyrir að fá dýpri greiningu á henni fullorðinni, jafn- vel með heimildainnskotum eins og Þóra Karitas sýndi í fyrirlestri sínum á samkomu Palestínuvina hér í Iðnó. Hér hefði mátt stytta bernskubútana og leggja meira upp úr því efni sem Þóra Karitas sjálf hafði aflað sér. Leikhljóðin og tónlistin í þess- ari sýningu skapar hughrif og undir strikar óhugnað þess ofbeldis sem myndar ramma um verkið, og er vonandi að hljóð og tón myndir Margrétar Kristínar Blöndal hljómi oftar í íslensku leikhúsi. Nú verðum við að taka afstöðu, en það hefur Borgarleikhúsið gert bæði með þessari sýningu og eins með stuttu sýningunni um „gyðinga- börnin sjö“, sem er leikrit fyrir Gasa sem sýnt var í lok nokkurra sýninga í síðustu viku. Það leik- verk tók aðeins rúmar tíu mínútur í flutningi en var engu að síður eins og ferð í gegnum langa sögu þeirra Gyðinga sem settust að í Palestínu. Jón Atli Jónasson þýddi leik- texta Caryl Churchill og Graeme Maley leikstýrði stórum hópi leik- ara. Ágóði fjársöfnunar í kjölfar þeirrar sýningar rennur óskiptur til læknishjálpar í Palestínu. Fólk sem kallar sig siðmenntað verður að bregðast við sögu Rachel Corrie og vakna upp af svefndofa vanans. Elísabet Brekkan Ein rödd skiptir miklu máli LEIKLIST Einleikurinn um Rachel Corrie verður sýndur tvisvar í viðbót, 18. og 19. apríl. LEIKLIST Ég heiti Rachel Corrie Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikari: Þóra Karitas Árnadóttir Leikstjóri: Maria Ellingsen Leikmynd og búningar: Fillippía Elísdóttir Sviðsumgjörð: Snorri Freyr Hilmars- son Tónlist: Margrét Kristín Blöndal Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson Aðstoðarleikstjóri: Bjartmar Þórðar- son Hafnar eru æfingar á einleikn- um Ódó á gjaldbuxum eftir Ásdísi Thoroddsen í Hafnarfjarðarleik- húsi. Þórey Sigþórsdóttir fer með hlutverk ódæðunnar sem býður heim í stofu. Ódó á gjaldbuxum er þjóðleg hrollvekja skrifuð á fyrra misseri 2005. Kveikja einleiksins var and- rúmsloftið í þjóðfélaginu á þeim tíma og ekki hvað síst viðtöl í dag- blöðum við útrásarvíkinga svokall- aða. Þau viðtöl, fréttir frá heims- byggðinni, reykvískur hversdagur og íslenskur þjóðsagnaarfur, þetta eru uppspretturnar að sögu slæðu- konunnar. Hún segir frá uppvexti sínum í kofahreysi í útjaðri borgar- innar, rennir augum yfir hið dular- fulla skeið sem valdamesta manns á byggðu bóli og veitir gestum hlut- deild í glæpum sínum sem valdið hafa skaða um heim allan. Ódóið afhjúpar sig, en í vissum tilgangi þó. Einleikurinn hefur áður verið fluttur, þá í Útvarpsleikhúsi í nóvember 2007 undir heitinu ,,Kvöldstund með Ódó“. Jóhanna Vigdís Arnardóttir fór með hlut- verk Ódósins í leikstjórn höfund- ar og við undirleik tónlistar Báru Grímsdóttur sem notuð er að hluta í þessari sviðsetningu. Sérstakar aðstæður íslensku þjóðarinnar köll- uðu á endurflutning en í þetta sinn í samstarfi Hafnarfjarðarleikhúss og Gjólu leikhúss. Frumsýning verður 19. apríl. - pbb Þjóðleg hrollvekja HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 7. apríl 2009 ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvikmyndina The Whales of August í leikstjórn Lindsay Anderson, í Bæjarbíói við Strandgötu 6, Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Tónleikar 20.00 Tónleikahópurinn OkiDoki stendur fyrir órafmögnuðum tónleikum í Nýlenduverzlun Hemma og Valda við Laugaveg 21. Fram koma Jóhann Krist- insson, Enkúdú, Lo-ji og Artery Music. Aðgangur ókeypis. ➜ Djass 21.00 Reynir Sigurðsson, Jón Páll Bjarnason og Gunnar Hrafnsson leika djass í Djúpinu (veitingastaður- inn Hornið) við Hafnarstræti 15. Á efnisskránni verða m.a. lög eftir C. Parker, Jón Múla, Sigfús Halldórs ásamt frumsömdu efni. ➜ Sýningar Opnuð hefur verið sýning á verkum Guðrúnar Einarsdóttur hjá SÍM, kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar við Hafnarstræti 16. Opið virka daga kl. 9-17. Helga Sigríður Valdemarsdóttir hefur opnað sýninguna „Fagurfræðilegt dund- ur“ á Café Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri. Opið mán.-fim. kl 11.30-01, fös-lau. 11.30-03 og sun. kl. 14-01. Ásgerður Ólafs- dóttir hefur opnað sýningu í Listasal Iðu við Lækjargötu þar sem hún sýnir olíuverk. Sýningin er opin alla daga kl. 9-22. Sex listamenn hafa opnað sýningar í START ART listamannahúsi við Laugarveg 12b; Lena Boel, Dagrún Matthíasdóttir, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Joseph Henry Ritter, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Mar- grét Jónsdóttir. Opið þri.-lau. kl. 13-17. Nemendur í almennri hönnun og hand- verksskóla Tækniskólans hafa opnað sýningu í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu við Pósthússtræti 3-5. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17. Allir velkomnir. Guðmunda Hulda Jóhannesdóttir (Munda) hefur opnað sýningu á vatns- lita- og akrýlmyndum á Café Mílanó í Faxafeni. Opið mán.-fim. kl. 9-23.30, fös. kl. 9-22, lau. kl. 9-18 og sun. kl. 12-18. ➜ Leiðsögn 12.05 Mjöll Snæsdóttir fornleifa- fræðingur fjallar um fornleifarannsókn á húsakosti í Skálholti og sýninguna Endurfundir í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Blús Blúshátíð í Reykjavík, 4.-9. apríl. Nánari upplýsingar og dagskrá á www.blues.is. 20.00 Pinetop Perkins kemur fram ásamt Vinum Dóra á Reykja- vík Hilton Nordica við Suðurlandsbraut 2. Einnig koma fram KK, Deitra Farr og Nordic All Stars Blues Band. ➜ Ljósmyndasýningar Opnuð hefur verið sýning á ljósmyndum Keiko Kurita í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15, 6. hæð. Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar 13-17. Aðgangur er ókeypis. Í Gerðarsafni við Hamraborg í Kópavogi stendur yfir sýning Blaðaljósmyndara- félags Íslands auk þess sem opnuð hefur verið sýning ljósmyndarans Jim Smart. Opið alla daga nema mán. kl. 11-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is LEIKLIST Þórey Sigþórsdóttir í einleik eftir Ásdísi Thoroddsen. Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, voru afhent í þriðja sinn 2. apríl, á alþjóðlegum degi barnabókarinnar. Upphæð verð- launanna er 500 þúsund krónur en þau eru veitt rithöfundi, mynd- listarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmenntir. Það var einróma álit valnefnd- ar, sem skipuð er Önnu Heiðu Páls dóttur bókmenntafræðingi, Ármanni Jakobssyni bókmennta- fræðingi og Rögnu Sigurðar dóttur, myndlistarkonu og rithöfundi, að Kristín Helga Gunnarsdóttir skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í greinargerð valnefndar segir meðal annars: „Á þessum tólf árum sem rithöfundarferill Kristínar Helgu spannar hefur hún skrifað hátt á annan tug bóka, að minnsta kosti eina á ári og stundum tvær. Binna, Hekla, Mói hrekkjusvín, Silfurberg-þríburarnir, og síðast en ekki síst Fíasól, eru persónur sem barnið í okkar húsi og barna barnið í næsta húsi hafa alist upp með, svipað og eldri kynslóðin á Íslandi í dag ólst upp með Línu Langsokk og Önnu í Grænuhlíð. Mjög senni- lega munu þau tala um Fíusól með sérstakan glampa í augunum eftir tíu, tuttugu eða þrjátíu ár. Undir- liggjandi boðskapur bóka Kristínar Helgu er krafa um að hugsa sjálf- stætt og að vera góð og heilsteypt manneskja, en þessi boðskapur kemur hvergi fram á of opinská- an hátt. Kristín Helga hefur ein- göngu skrifað barnabækur og hún hefur sannað að góður barnabóka- höfundur getur skipað sér í fremstu röð íslenskra rithöfunda.“ Frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti Kristínu Helgu verðlaunin við athöfn sem haldin var á vegum IBBY og Borgarbókasafnsins. Auk fjárins hlaut Kristín Helga til eign- ar verðlaunagrip sem hannaður var af Önnu Þóru Árnadóttur, graf- ískum hönnuði. Aðrir hand hafar Sögusteins eru Sigrún Eldjárn og Kristín Steinsdóttir. Kristín Helga heiðruð BÓKMENNTIR Kristín Helga Gunnars- dóttir rithöfundur safnar verðlaunum fyrir sögur sínar fyrir börn. 10. HVERVINNUR! AÐAVINN INGUR! PANASO NIC TÖKUVÉL ! NV - GS8 0 *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik lýkur 13. apríl kl 23:59 2009. 99 kr/skeytið. Vinningar eru afhentir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.