Fréttablaðið - 07.04.2009, Page 40

Fréttablaðið - 07.04.2009, Page 40
36 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Stórskytta Valsmanna, Elvar Friðriksson, fór til æfinga hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Creteil í síðustu viku. Svo vel gekk hjá kapp- anum að Frakkarnir buðu honum umsvifalaust samning út þessa leiktíð. Eftir nokkra umhugsun ákvað Elvar að hafna tilboðinu og hann klárar því tímabilið með Valsmönnum. „Þeir vildu bara fá mig strax. Mér gekk vel á æfingum og svo tala ég líka smá frönsku og þeir voru líka hrifnir af því,“ segir Elvar léttur en faðir hans er þýðandi og mamma hans kennir frönsku. Hann hefur því ágætan grunn í tungumálinu. „Þetta var bara þriggja mánaða samningur. Ég hugsaði því bara og hvað svo? Ég vildi ekki fara frá Val með úrslitakeppnina handan við hornið fyrir aðeins þriggja mánaða samning. Þetta var samt mjög erfið ákvörðun enda sterkt lið þarna á ferðinni. Ég ákvað samt að klára með Val og það verða vonandi einhverjir útsendarar að fylgjast með. Ef vel gengur er aldrei að vita nema eitthvað annað komi upp á borðið hjá manni,“ segir Elvar en hann er orðinn 22 ára gamall og því á kjöraldri að eigin mati að taka næsta skref á ferlinum. „Ég er opinn fyrir öllu og auðvitað væri gaman að reyna fyrir sér erlendis. Ég er tilbúinn að taka næsta skref á ferlinum. Ef ekki þá tek ég bara annað tímabil hér heima og ása það,“ segir Elvar ákveðinn. Elvar og félagar voru teknir í bakaríið af HK á sunnudag en liðið mætir einmitt HK í úrslitakeppninni. Kópavogs- liðið hefur verið á mikilli siglingu og því ljóst að það bíður Valsmanna verðugt verkefni. „Það var ekki mikil stemning eftir þennan leik. Óskar þjálfari bað menn vinsamlegast um að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki gott að láta niðurlægja sig og hvað þá fyrir framan alla þjóðina eins og í þessum leik,“ segir Elvar, sem hefur ekki áhyggjur af því að slík frammistaða endurtaki sig. „Þetta mun ekki gerast aftur. Nú erum við komnir með réttu hvatninguna, eigum harma að hefna og munum svara fyrir okkur. Það er alveg klárt.“ VALSMAÐURINN ELVAR FRIÐRIKSSON: HAFNAÐI SAMNINGSTILBOÐI FRÁ FRANSKA FÉLAGINU CRETEIL Voru líka hrifnir af því að ég talaði frönsku FÓTBOLTI FH-ingar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í efstu deild karla nú í sumar. Norski framherjinn Alexander Söderlund hefur samþykkt að ganga í raðir félagsins og verður með allt tímabilið í sumar. Söderlund verður 22 ára gamall á árinu og er á mála hjá ítalska B-deildarliðinu Treviso sem lánar hann til FH. Hann á einnig að baki nokkra leiki með U-21 landsliði Noregs. „Það er búið að skrifa undir alla samninga og ekk- ert sem vantar nema leikheim- ild. Við vonum að hún verði komin strax í þessari viku,“ segir Heimir Guðjónsson í samtali við Fréttablaðið. „ H a n n e r búinn að spila með okkur á nokkrum æfing- um og við bind- um miklar vonir við hann enda öflugur strákur. Hann er nokkuð hávaxinn og er góður alhliða leikmaður.“ Heimir segir þó ekki útilokað að FH muni styrkja sig enn frek- ar áður en deildin hefst í vor. „Við munum skoða málin eftir því sem líður á undirbúnings- tímabilið og hvernig okkur gengur í leikjunum sem eru fram undan,“ sagði Heimir og segir að þá yrði um erlendan leikmann að ræða. „ Þ a ð h e f u r gengið illa að fá íslenska leik- menn. Það gæti verið að leik- menn þori ekki að koma í FH eða þá að þeir halda að þjálf- arinn sé svona lélegur,“ sagði hann í léttum dúr. - esá FH fær norskan framherja til liðs við sig: Bindum miklar vonir við Söderlund HEIMIR GUÐJÓNSSON Segir ekki útilokað að FH fái fleiri leikmenn til liðs við sig fyrir næsta tímabil. FRÉTTABALÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Átta liða úrslit Meistara- deildar Evrópu hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Villarreal tekur þá á móti Arsenal og Evrópumeist- arar Man. Utd taka á móti Porto. Stuðningsmenn Porto eiga góðar minningar frá Old Trafford en árið 2004 sló Porto United út úr keppn- inni með marki frá Costinha undir lokin. Muna margir eftir sprettin- um sem þáverandi þjálfari Porto, José Mourinho, tók eftir endilöng- um vellinum. Porto vann að lokum Meistaradeildina á eftirminni- legan hátt. Þessum leik hafa leikmenn Manchester United ekki gleymt og hvað þá stjórinn, Sir Alex Fergu- son. United hyggur á hefndir í kvöld þó svo að liðið hafi litla hvíld fengið en það spilaði í deildinni á sunnudaginn. United verður án Rio Ferdinand í leiknum en hann meiddist með enska landsliðinu gegn Úkraínu. Miðjumaðurinn Anderson verður líklega einnig fjarri góðu gamni en hann meiddist einnig í lands- leik. Gleðitíðindin fyrir United eru þau að Nemanja Vidic, Wayne Rooney og Paul Scholes eru komn- ir úr banni og spila í kvöld. Johnny Evans mun leika við hlið Vidic í miðri vörninni. „Það er gott að fá mennina úr banni til baka. O´Shea fer svo í hægri bakvörðinn. Það er gott að hafa Rooney og Scholes klára, sem og Park. Ég hef úr möguleikum að velja sem betur fer,“ sagði Fergu- son. Robert Pires bíður manna spenntastur eftir því að fá að mæta Arsenal í kvöld – félaginu sem hann lék með svo lengi. „Ég er mjög sáttur við að mæta Arsenal því mig langaði alltaf að mæta því áður en ég legg skóna á hilluna. Það verður gaman að koma til London og kveðja stuðn- ingsmennina, sem voru frábær- ir við mig. Ef ég verð svo hepp- inn að skora gegn Arsenal mun ég ekki fagna, af virðingu við alla hjá félaginu,“ sagði Pires. Hann held- ur ágætu sambandi við Wenger og ræddi við hann í síma skömmu fyrir dráttinn í Meistaradeildinni þar sem þeir ræddu þann mögu- leika að mætast í keppninni. - hbg Átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld með tveimur stórleikjum: United á harma að hefna gegn Porto MAÐUR STUNDARINNAR Allra augu beinast að Ítalanum Federico Macheda þessa dagana. Hann byrjar á bekknum í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES > Veigar Páll meiddur Veigar Páll Gunnarsson á við smávægileg meiðsli að stríða og gat af þeim sökum ekki leikið með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. „Ég hef verið stirður aftan í læri undanfarið og bað um að fara í myndatöku eftir að ég kom aftur frá landsliðinu. Í ljós kom að ég er tognaður og mér er sagt að ég verði frá í tvær vikur,“ sagði Veigar við Fréttablaðið. Nancy á í harðri fallbaráttu í frönsku úrvalsdeildinni en Veigar Páll hefur fá tækifæri fengið með liðinu síðan hann kom til þess í janúar síðastliðnum. ESL LMV 1900 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. HANDBOLTI Það vakti athygli áhorf- enda á leik Akureyrar og Fram nyrðra á sunnudag að félagi Ant- ons Gylfa Pálssonar í dómgæsl- unni var ekki Hlynur Leifsson eins og vant er. Dómarinn var þó þekkt- ur í handboltaheiminum enda einn öflugasti hornamaður deildarinnar síðustu ár. Hér er verið að tala um Hauka- manninn Jón Karl Björnsson, sem lagði skóna á hilluna eftir síð- ustu leiktíð. Hann tók í staðinn upp flautuna og var á Akureyri að dæma sinn annan leik í efstu deild karla en hann hefur dæmt nokkuð í efstu deild kvenna í vetur. „Ég þurfti að hafa eitthvað að gera. Það vantar alltaf dómara og ég tala nú ekki dómara með leik- reynslu. Þetta fór því vel saman, það vantar dómara og mig vantaði eitthvað að gera,“ sagði Jón Karl léttur. Jón hefur verið að dæma síðan hann var fimmtán ára með Júlí- usi Sigurjónssyni og hafði löngu ákveðið að hella sér út í dómgæsl- una af fullum krafti eftir að ferl- inum myndi ljúka. Hann dæmdi leik Vals og Akureyrar um síð- ustu helgi í N1-deildinni og svo leik Akureyrar og Fram í gær. Þar var fyrrum þjálfari Jóns Karls, Viggó Sigurðsson, að stýra liði Fram og fékk hann að líta rauða spjaldið í lok leiks. Það var reyndar Anton Gylfi sem lyfti spjaldinu að Viggó en ekki Jón Karl. „Það var ekkert mál að dæma hjá Viggó. Hann var ekkert æstur fyrr en í restina,“ sagði Jón Karl en hefði hann þorað að gefa Viggó rautt spjald? „Já, ef hann hefði komið svona fram við mig. Hann var með orðaforða sem á að ekki að heyrast. Þetta var óþarfi hjá honum,“ sagði Jón Karl en þessi framkoma þjálfara Fram mun lík- ast til skila því einu að hann byrji úrslitakeppnina í leikbanni. Jón Karl segir menn almennt hafa verið ánægða með dómgæslu þeirra félaga í gær og blaða maður Fréttablaðsins hrósaði Jóni í hástert fyrir sína frammistöðu. „Það var ekki okkur að kenna að Fram missti leikinn niður. Þeir klúðruðu fjölda dauðafæra og geta því sjálfum sér um kennt að svo fór sem fór,“ sagði Jón sem segir það vera svolítið sérstakt að vera orðinn dómari í deildinni. „Þetta var svolítið skrítið fyrst. Ég þekki nú flesta strákana í deild- inni en ég hef fengið jákvætt við- mót hjá mönnum sem er bara ánægjulegt. Þjálfarar og leik- menn eru almennt ánægðir með að fá fyrrum leikmann á flautuna og ég skora á fleiri fyrrum leikmenn til þess að prófa þetta,“ sagði Jón Karl sem hefur farið vel af stað eins og áður segir. Hann mun ef að líkum lætur fá fleiri tækifæri í efstu deild á næsta vetri enda með efnilegri dómurum landsins og á hraðri leið upp met- orðastigann í dómaraheiminum. henry@frettabladid.is Hefði gefið Viggó rautt Gamla kempan Jón Karl Björnsson er komin hinum megin við borðið og farin að dæma handboltaleiki í stað þess að spila þá. Hann var í eldlínunni á Akur- eyri á sunnudag þar sem hans gamli þjálfari, Viggó Sigurðsson, sá rautt. MEÐ SPJALDIÐ Á LOFTI Jón Karl Björnsson gefur ekkert eftir í dómgæslunni. Hann segist alls óhræddur við að spjalda fyrrverandi þjálfara og félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.