Fréttablaðið - 07.04.2009, Side 42

Fréttablaðið - 07.04.2009, Side 42
38 7. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí ka 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN FÓTBOLTI Hollendingurinn Robin van Persie verður ekki með Arsenal, sem mætir Villarreal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann meiddist á nára í leik með hollenska landsliðinu nú um síð- ustu helgi. Hins vegar eru góðu fréttirnar þær fyrir Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að Emmanuel Adebayor getur spilað með liðinu á ný eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. Þá eru þeir Theo Walcott og Samir Nasri báðir heilir heilsu og eru leikfærir í kvöld. - esá Blóðtaka fyrir Arsenal: Van Persie ekki með í kvöld VAN PERSIE Hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Arsenal. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Birmingham vann í gær- kvöldi afar mikilvægan 2-0 sigur á Wolves í toppbaráttu ensku B- deildarinnar þó svo að liðið hafi verið manni færra í 53 mínútur. Staðan í leiknum var marka- laus er Lee Carsley var vikið af velli eftir grófa tæklingu á Chris Iwelumo, sem þurfti að fara af velli skömmu síðar. Cameron Jerome kom svo Birmingham yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og Garry O‘Conn- or tryggði liðinu sigurinn með marki á 69. mínútu. Þar með minnkaði forysta Wolves á toppi deildarinnar í tvö stig. Birmingham er í öðru sæti og Reading því þriðja, átta stig- um á eftir Wolves. - esá Toppslagur í B-deild Englands: Mikilvægt hjá Birmingham FÓTBOLTI Edda Garðarsdóttir skor- aði sigurmark Örebro gegn Sunn- anå í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikn- um lauk með 1-0 sigri Örebro en mark Eddu kom strax á sjöttu mínútu leiksins. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir var einnig í byrjunarliði Örebro og léku þær báðar allan leikinn. Einnig var leikið í karlaboltan- um í Svíþjóð en fyrstu umferðinni lauk í gær. Hels- ingborg vann 1- 0 sigur á IFK Gautaborg þar sem Ragn- ar Sigurðsson var í byrjunar- liði síðarnefnda liðsins. Hjálmar Jónsson var á bekknum. - esá Íslendingar í Svíþjóðarbolta: Edda skoraði sigurmarkið KÖRFUBOLTI Úrslitaeinvígið í Ice- land Express-deild karla virðist ætla að verða gríðarlega spenn- andi. Það varð ljóst í gærkvöld þegar Grindvíkingar stóðust press- una og unnu verðskuldaðan 100-88 sigur á KR í öðrum leik liðanna í Grindavík. Það var frábær stemning í Grindavík í gær og greinilegt að bæjarbúar ætluðu að styðja vel við bakið á sínum mönnum. Íþrótta- húsið í Grindavík var troðfullt og stemningin frábær þegar leikmenn voru kynntir til sögunnar með reyk og ljósasýningu. Lið heimamanna svaraði þessari stemningu vel á vellinum og náði fljótlega forystu í leiknum. Grindavík hafði yfir 23- 21 eftir fyrsta leikhluta og leiddi í hálfleik 48-43. Það var greinilegt að heimavöllur- inn náði fram því besta í liði heimamanna og allt annað var að sjá til þeirra en í fyrsta leiknum. Þriðji leikhlutinn var hnífjafn en á upphafsmínútum fjórða leikhlut- ans urðu þáttaskil í leiknum. Þá fóru þriggja stiga skotin að detta hjá Grindvíkingum og tvö slík frá Þorleifi Ólafssyni og Brenton Birmingham komu Grindavík tíu stigum yfir. KR reyndi án afláts að minnka muninn á síðustu mín- útunum, en heimamenn héldu haus og unnu verðskuldaðan sigur. „Það hefði verið eitthvað að ef menn hefðu ekki rifið sig upp í svona stemningu,“ sagði ánægður þjálf- ari Grindavíkur, Friðrik Ragnars- son. Brenton Birmingham var besti maður Grindavíkurliðsins og skor- aði 28 stig og hirti átta fráköst, en hann hefur fengið enn stærra hlutverk í sóknarleiknum eftir að Páll Axel Vilbergsson meiddist. Þorleifur Ólafsson var drjúgur með fjórtán stig og ellefu frá köst. Hjá KR var Jason Dourisseau atkvæðamestur með 22 stig og fimmtán fráköst, Helgi Magnús- son 21 stig og Jón Arnór Stefáns- son með sextán stig og tólf stoð- sendingar. Staðan í einvígi liðanna er því orðin jöfn, 1-1, og ljóst að allt getur gerst í næsta leik, sem fram fer í vesturbænum á fimmtudagskvöld. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tók undir það. „Grindvíking- arnir voru bara betri í kvöld líkt og við vorum betri í fyrri leikn- um. Það voru þeir sem stjórnuðu ferðinni í þessum leik en ekki við, þannig að við verðum að snúa því við aftur. Svona er úrslitakeppnin. Maður á góða sigra og svo tapar maður líka. Það er bara áfram gakk í þessu og þetta er ekkert til að skæla yfir,“ sagði þjálfarinn í samtali við Fréttablaðið. baldur@365.is Aftur stranda KR-ingar í Röstinni Grindavík vann í gær sigur á KR í úrslitarimmu Iceland Express-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn, 100-88. Staðan í rimmu liðanna er því jöfn, 1-1. Þetta var fyrsta tap KR í úrslitakeppninni á tímabilinu. BRENTON BIRMINGHAM Átti stjörnuleik í liði Grindavíkur í gær og skoraði 28 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HALDIÐ Í SKEFJUM Jón Arnór Stefánsson sýndi marga glæsitakta í leiknum í gær en stundum höfðu varnarmenn Grindavíkur betur í baráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GRINDAVÍK - KR 100-88 Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 28 (8 fráköst, 6 stoðsendingar), Nick Bradford 14, Þorleifur Ólafsson 14 (11 fráköst), Helgi Jónas Guðfinnsson 12, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Páll Kristinsson 10, Páll Axel Vilbergsson 7, Arnar Freyr Jónsson 4. Stig KR: Jason Dourisseau 22 (15 fráköst), Helgi Már Magnússon 21 (10 fráköst), Jón Arnór Stefánsson 16 (12 stoðsendingar, 7 fráköst), Jakob Sigurðarson 11, Fannar Ólafsson 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Brynjar Þór Björnsson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Darri Hilmarsson 2. KÖRFUBOLTI Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, og besti maður liðsins í gær, Brenton Birmingham, voru kampa kátir með sigur sinna manna á KR- ingum í gær, 100-88. Þar með er staðan jöfn, 1-1, í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin mætast næst á fimmtudaginn í KR-heimilinu. „Ég er ánægður með hugar- farið hjá mínum mönnum og áhorfendur sáu um að rífa upp stemninguna með okkur. Við sýndum það að við ætlum að vera með í þessari keppni. Menn voru farnir að tala um að við mynd- um detta út 3-0 strax í fyrri hálf- leik á fyrsta leiknum, en KR fékk bara einn sigur fyrir þann leik þó að sigurinn hefði verið góður. Við erum komnir þetta langt og höfum hungur til að ná lengra,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálf- ari Grindavíkur, eftir sigurinn á KR í gær. Grindavíkurliðið varð fyrir því óláni að missa Helga Jónas Guðfinnsson í meiðsli í leiknum og hann er spurningar- merki fyrir næsta leik. „Ég veit ekki með Helga, en það er ljóst að maður verður að koma í manns stað. Páll Axel fann sig betur í kvöld en í síðasta leik og það er jákvætt,“ sagði Friðrik. Brenton Birmingham sýndi í gær að hann er með betri körfu- boltamönnum landsins þó svo að hann hafi verið meðal elstu manna vallarins í gær. „Ég hef verið að spila eins og 36 ára gamall maður og þjálf- arinn sagði mér að hætta því og vera grimmari í sóknarleiknum,“ sagði Brenton Birmingham, sem átti fínan leik með Grindavík í gær og skilaði 28 stigum. „Það var að duga eða drepast fyrir okkur því það er ekki auðvelt að lenda undir á móti svona liði eins og KR. Okkur tókst að verja heimavöll- inn og nú er bara að stela einum í Reykjavík,“ sagði Birmingham. - bb Friðrik Ragnarsson og Brenton Birmingham eftir sigur Grindavíkur á KR í Röstinni í gærkvöldi: Við höfum hungur til að ná enn lengra FRIÐRIK RAGNARSSON Ánægður með hugarfarið hjá leikmönnum Grindavíkur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.