Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 17 LANDIÐ Árvakur/Helgi Bjarnason Endurkoma Eydís Hentze heldur á dóttur sinni, Katrínu Guðmunds- dóttur, sem er í uppáhaldsbleiunni. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Taubleiur eru orðnar nánast eins einfaldar í notk- un og pappírsbleiur og eru að sækja á að nýju,“ segir Eydís Hentze sem rekur vefverslunina draumafaeding.net. Nýju tau- bleiurnar eru afar frábrugðnar gömlu góðu bleiunum, bæði í útliti og meðhöndlun, þótt þær geri sama gagn og áður. Eydís lærði fæðingar-„coach“ í Danmörku og býður mæðrum og fjölskyldum aðstoð við fæðingar, ekki síst undirbúninginn. Í tengslum við þá starfsemi stofnaði hún vefverslun með krem og ýmsa slíka hluti en taubleiurnar hafa tekið yfir sem aðalverslunarvaran. Áhugi á umhverfismálum Eydís hefur sjálf reynsluna af notkun bleia sem móðir þriggja barna. Hún notaði hefðbundnar pappírsbleiur á eldri börnin en litla dóttirin fær að hafa nýtísku tau- bleiur. „Ég sameina vinnuna og áhuga- málið,“ segir Eydís þegar hún er spurð um tildrög þess að hún fór að selja taubleiur. „Ég hef mikinn áhuga á umhverfismálum og vil leggja mitt af mörkum til að ganga vel um náttúruna. Þetta er leið til þess.“ Við bættist að Eyrún var þegar með fyrirtæki sem sinnti þessum markhópi með því að veita fjölskyldum faglegan stuðning fyr- ir, í og eftir fæðingu barna. Hún segir að fólk sem taki tau- bleiur í notkun kunni vel að meta það, það viti að barninu líður vel og það sé um leið að hlífa umhverfinu. Þá sé fólk hissa þegar það áttar sig á því hvað það sé auðvelt að nota bleiurnar. Auk hins venjulega inn- leggs sem smellt er inn í buxurnar geti fólk verið með vistvænan pappír í bleiunni. Þá telur Eydís að notkun tau- bleia hafi í för með sér fjárhags- legan sparnað fyrir fjölskylduna. Ein taubleia kosti svipað og einn til tveir pakkar af pappírsbleium. Tel- ur hún hentugt að eiga tólf til tutt- ugu bleiur fyrir hvert barn og svo sé hægt að nýta þær á næstu börn. „Það er alltaf að koma eitthvað nýtt, fallegar bleiur og þess þáttar sem mig hefur langað til að prófa þannig að minn sparnaður hefur farið í það.“ Korter á dag í þvott Bleiuþvotturinn kemur á móti sparnaði. Eydís segir að gera megi ráð fyrir einni vél annan eða þriðja hvern dag sem svari til að það fari um það bil fimmtán mínútur á dag í þvotta. Það telur hún ekki mikið miðað við kostina sem taubleiurnar hafi. „Þetta er allt annað en var með gömlu bleiurnar. Þær endast vel og leka síður. Og þær þarf ekki að strauja eða brjóta saman.“ Eydís Hentze rekur fyrirtækið Draumafæðingu á heimili sínu í Keflavík. Hún er fædd í Færeyjum en hefur búið á Íslandi og í Dan- mörku í yfir tuttugu ár. Sameinar vinnuna og áhugamálið á heimilinu Notkun á nýtísku taubleium eykst hröðum skrefum Eftir Birkir Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Mótorhjóla- og vél- sleðasamband Íslands hefur sett af stað mótaröð þriggja ískrossmóta fyrir vélhjólafólk og verða öll mót vetrarins við Mývatn. Fyrsta mótið var haldið um helgina á Stakhóls- tjörn við Skútustaði í hægviðri, sól- skini og 15 gráða frosti. Keppt var í kvennaflokki, vetrar- dekkjaflokki og opnum flokki. Sam- tals voru keppendur nær 40, þar af 10 í kvennaflokki. Þrjár umferðir voru eknar í hverjum flokki. Sigurvegari í kvennaflokki varð Signý Stefánsdóttir, í vetrar- dekkjaflokki Kristófer Finnsson og í opnum flokki Antony Vernhard Aguilar. Á næstu vikum verða tvö önnur slík mót á sama stað og að þeim loknum krýndir Íslandsmeistarar í þessu vinsæla vetrarsporti. Mótið heppnaðist vel í alla staði enda öll skilyrði frábær. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Fyrsta beygjan Það er svolítið þröngt í brautinni fyrst eftir ræsingu en fljótt greiðist úr. Fyrsta ískross-keppni vetrarins fór fram um helgina. Sigruðu á fyrsta ískrossmótinu Eftir Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi | Sveitarfélagið Húna- þing vestra hefur flutt stjórnsýslu sína í nýinnréttað Ráðhús. Húsið er á Hvammstangabraut 5 og var um ára- bil í eigu Sparisjóðs V-Hún. Húna- þing vestra keypti húsið á sl. ári og lét breyta því og laga að þörfum sínum. Kaupverð og breytingar hafa nú kost- að um 60 milljónir króna. Húsið var byggt fyrir Sparisjóðinn árið 1972 og var hönnuður þess Leif- ur Blumenststein. Sparisjóðurinn flutti úr húsinu síðla árs 2006 og er ánægjulegt að þetta reisulega hús hefur nú fengið nýtt hlutverk. Ráð- húsið er tvær hæðir og kjallari með miklu geymslurými, alls rúmir 600 fermetrar. Iðnaðarmenn á Hvamms- tanga unnu við breytingarnar, sem virðast hafa tekist mjög vel. Starfsemin á einn stað Sveitarstjóri er Skúli Þórðarson, en alls eru um 10 manns með skrif- stofur í Ráðhúsinu. Að sögn Skúla fá nú aðstöðu á aðalskrifstofu starfs- menn sem áður voru á öðrum vinnu- stöðum, svo sem félagsmálastjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi. Þá er á efri hæð glæsilegur fund- arsalur og einnig viðtalsherbergi fyr- ir sveitarstjórnarfulltrúa. Lyfta er á milli allra hæða og allt aðgengi fyrir fatlaða til fyrirmyndar. Ráðhús tekið í notkun á Hvammstanga Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Ráðhús Hið nýja ráðhús á Hvammstanga var áður í eigu Sparisjóðs Hún. SUÐURNES Garður | Sagnakvöld verður í Byggðasafninu á Garðskaga í Garði næstkomandi fimmtudag klukkan 20. Kennararnir Inga Rósa Þórð- ardóttir, Kristjana Kjartansdóttir og Sigrún Franklín segja frá á sagnakvöldinu sem er í boði Sveit- arfélagsins Garðs. Saga Hraðfrystihúss Gerðabát- anna er áhugaverð en með tilkomu fyrirtækisins efldist byggðin. Inga Rósa, sem er afkomandi útvegs- manna í Garði, kynnti sér söguna og vill miðla henni áfram til íbúa og annarra gesta. Kristjana er fædd og uppalin í Garði. Hún kynnti sér sögu menn- ingar og menntunar á kreppuárun- um. Íbúar í Garði voru ótrúlega duglegir á þeim árum í menningar- og menntamálum og segir Kristjana frá því sem gert var í þeim efnum. Sigrún heldur sig við minjar. Á síðasta sagnakvöldi, fyrir ári, flutti hún efni um letursteina en nú eru það yngri minjar, vindmyllur og brunnar sem enn má sjá leifar af en eru óðum að gleymast. Rifjað verð- ur upp hvernig hvorttveggja þjón- aði mannfólki í Garði á fyrri hluta tuttugustu aldar. Sagnakvöldið er opið íbúum og öðru áhugasömu fólki. Á milli atriða verður fjöldasöngur. Veitingahúsið Flösin verður opið. Ritið Sagnaslóðir á Reykjanesi I sem byggist á efni fyrri sagna- kvölda verður á tilboðsverði þetta kvöld. Sagnakvöld á Garðskaga Þorlákshöfn | Hljómsveitin Sprengjuhöllin verður með tónleika í Þorlákshöfn á vegum tónleikarað- arinnar Tóna við hafið annað kvöld. Tónleikarnir verða í Versölum, sal í Ráðhúsi Ölfuss, og hefjast kl. 20. Þetta eru fyrstu tónleikar Tóna við hafið á þessu ári en margt er framundan, m.a. fjölskyldudagskrá þar sem flutt verður verkið Pétur og úlfurinn eftir Sergej Prokofiev, laufléttir tónleikar með Sardas- kvartettinum og í maí lýkur tón- leikaröðinni með uppsetningu söngleiks í samvinnu við tónlistar- skóla og skólakóra í Þorlákshöfn. Tónleikaröðin er skipulögð af menningarfulltrúa Ölfuss og fær stuðning landsbyggðarverkefnis FÍH og menntamálaráðuneytisins og menningarráðs Suðurlands auk sveitarfélagsins. Sprengihöllin á Tónum við hafið DALVÍKINGAR! Dalvíkingar státa ekki einungis af Fiskideginum mikla heldur einnig 155 vinningshöfum í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. Það hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá þeim þar nyrðra. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU ÞAÐ SEM FAGMAÐURINN NOTAR! H L E Ð S L U BORVÉL • Ákaflega létt og einstakt jafnvægi • Án kola, níðsterkur EC-TEC mótor • FastFix smellupatrónur • 42 gírar með nákvæmari átaksstillingu og rafeindastýrðu „cut-out“ sem eykur endingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.