Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BJÖRK Vilhelmsdóttir talar um sýndarfrumkvæði sjálfstæð- ismanna í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag þar sem hún gerir lít- ið úr tillögum sem við sjálfstæðismenn í Vel- ferðarráði fluttum í desember. Ég verð að lýsa undrun minni yf- ir skrifum hennar. Þetta er leið okkar til að leggja fram þær tillögur sem við höf- um trú á að virki til úrbóta í félagslega leiguíbúðakerfinu. Við teljum þessar þrjár tillögur vera til hags- bóta fyrir alla. Í fyrsta lagi þá hefur ekki kom- ið fram nein tillaga af hálfu Sam- fylkingar um það að fjölga leigu- íbúðum. Í öðru lagi þá hefur ekki komið fram tillaga um það að sameina félagslega leiguíbúðakerfið á höfuðborgarsvæðinu öllu og hún er af allt öðrum toga en það að Félagsbústaðir kaupi íbúðir í öðr- um sveitarfélögum. Enda lögðum við í fyrrverandi meiri- hluta fram breytingartillögu eins og sjá má í þessum texta hér sem er beint upp úr fund- argerð Velferðarráðs frá 28. febrúar 2007. „2. Lögð fram að nýju tillaga Samfylk- ingar þar sem lagt er til að Félagsbústaðir hf. kanni möguleika á að kaupa íbúðir í nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eft- irfarandi breytingartillögu: Velferðarráð samþykkir að fela Félagsbústöðum að kanna mögu- leika á því að kaupa íbúðir í ná- grannasveitarfélögum Reykjavík- ur og mögulega breytingu á eignaraðild Félagsbústaða með aðkomu nágrannasveitarfélag- anna.“ Í þriðja lagi hvað varðar það að breyta niðurgreiðslum í félagslega leiguíbúðakerfinu úr óbeinum niðurgreiðslum í persónubundinn stuðning er alveg rétt að það hafði verið skoðað af R-listanum á sínum tíma, en það var ekkert gert frekar með það og virtist ekki pólitískur vilji til þess að fara þá leið á sínum tíma. Hvort það er vilji til þess nú á enda al- veg eftir að koma í ljós, sem og hvort þær tillögur sem munu koma fram verði þess eðlis að við munum styðja þær. Við tókum þessa vinnu upp um leið og við tókum við stjórn velferðarmála í borginni. Vinnan var afar skammt á veg komin og var starfshópur því settur í gang til að útfæra hugmyndir og tillögur að þessum breytingum. Sú vinna tók marga mánuði, en við vorum klár með tillögur þegar núverandi meiri- hluti komst til valda. Það kann vel að vera að Björk Vilhelmsdóttur þyki Sjálfstæð- isflokkur sýna sýndarfrumkvæði en þá held ég að henni væri nær að líta í eigin barm og kasta ekki steinum úr glerhúsi. Henni ætti að vera fullljóst að Sjálfstæðisflokkur hefur haft frumkvæði að mörgum framfara- skrefum í velferðarmálum. Til að mynda því að byggja hér þjón- ustuíbúðir og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara, gera samning um forvarnir fyrir eldri borgara, gera breytingar á íbúðum fyrir aldraða, koma upp grænni heima- þjónustu og fleira mætti telja. Ef- laust gæti Björk rakið dæmi um frumkvæði Samfylkingar, en mér finnst svona umræða ekki vera okkur samboðin. Oftar en ekki verða hugmyndir til á fjölmenn- um fundum eða í umræðum manna í millum. Það hélt ég að við sem erum í pólitík vissum manna best. Ég sat í starfshópi á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins sem ætlaði að koma með tillögur að úrbótum í félagslega leiguíbúðakerfinu. Þegar ég sat í þeim hópi stóð til að við skiluðum tillögum um mán- aðamótin október/nóvember og vildi ég gjarnan klára þá vinnu eftir að nýr meirihluti tók svo skyndilega við í Reykjavík sem raunin varð á. Björk vildi hins vegar taka við þeirri vinnu og skiptum við því um sæti í þeim starfshópi áður en hópurinn skil- aði af sér áfangaskýrslu sem von var á innann skamms. Það var staðan þegar ég sat þar minn síð- asta fund í starfshópi félagsmála- ráðuneytisins. Síðan eru liðnir nærri þrír mánuðir og ekki bólar enn á tillögum þaðan. Tillögur okkar sjálfstæð- ismanna í Velferðarráði eru raun- hæfar og raunverulegar tillögur til úrbóta í félagslega leiguíbúða- kerfinu, og þær eru ekki neitt sýndarfrumkvæði. Mikið frumkvæði Sjálfstæðisflokks Jórunn Frímannsdóttir Jensen skrifar um leiguíbúðir » Tillögur okkar sjálf-stæðismanna eru raunhæfar og raunveru- legar tillögur til úrbóta í félagslega leiguíbúða- kerfinu, þær eru ekki sýndarfrumkvæði. Höfundur er borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður Velferðarráðs. Jórunn Frímannsdóttir Jensen UNGLINGAR voru á hand- boltaæfingu í íþróttahöllinni á Húsavík um daginn. Tvö lið voru að spila og tóku mark á hvort öðru. Leikgleðin var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í sókn og vörn. Það var farið inn úr hornunum, af lín- unni en flottast þótti mér þegar stokkið var upp fyr- ir utan punktalínu og skotið var á markið. Ég dáðist að sprengikraftinum í krökkunum. Ég sá ekki betur en þar væru hávaxnir ung- lingar á ferð og flugi, framtíðar landsliðsmenn. Markverðirnir vörð- ust fimlega þar sem þeir köstuðu sér milli stanganna. Öðru hvoru glumdi boltinn í netmöskv- um rammans svo undir tók í salnum. Þess á milli var skotið framhjá og netið umhverfis rammann tók bolt- ann í sínar greipar. Þjálfarinn var með flautuna og gætti þess að leikurinn færi fram samkvæmt leikregl- unum. Hann veitti hvorki áminningu, tiltal, né rak út af. Allir virtust leggja sig fram um að fara að leikreglunum. Ég tók eftir því hversu þjálfarinn lagði sig fram um að kenna krökk- unum. Þolinmæðin skein í gegn í fari hans. Stundum stöðvaði hann leikinn og sagði krökk- unum til og svo héldu þau áfram að leika sér, börn vonarinnar. Ég sá ekki betur en þau lærðu sína lexíu í þessum æfingatíma. Lífið utan íþróttahallarinnar á sínar leikreglur sem við þekkj- um mæta vel. Okkur gengur hins vegar misjafnlega vel að halda þær. Þar eru að vísu eng- ar hliðarlínur og þverlínur, punktalínur og vítapunktar eins og við þekkjum úr íþróttasaln- um. Leikvangur lífsins er hlykkjóttur, mjór og breiður, langur og hár og svo djúpur að við sjáum þar vart handa okkar skil. Að sönnu er varúðar þörf á vegferð okkar í gegnum lífið. Þá er gott að geta notið aðstoðar og leiðsagnar engla í mannsmynd til að geta náð upp á toppinn þar sem heiðríkjan og víðsýnið ríkir. Við veittum þeim kannski ekki athygli síðast. Það er nú mann- legt. Við skulum muna að við erum aðeins fólk. Það er sumum nægilega mikil köllun í sjálfu sér og miða þá allt við sig. Ber ekki veraldarsagan hins vegar vitni um það að manneskjan hafi beðið skipbrot? „Vér erum veikburða fæddir“, eins og óþekktur maður sagði, „og eigum skammt að lifa, geta vor er skorðuð, máttur og hreysti sem brunninn kveik- ur, vonir brigðular, ævin óviss, skilning- urinn takmarkaður, þekkingin í molum, skoðanir reikular“. Ég tel að verkefni okkar sé að segja skilið við lestina áð- ur en við skiljum við. Það er lífstíð- arverkefni. Í ljósi þess ætti okkur að vera ljóst að við þurfum á hjálp að halda þegar við förum fram úr á morgnana. Þegar þú horfir á rammann á leikvangi lífsins þá skaltu muna að besti þjálfarinn stendur þér við hlið og leiðbeinir þér. Hann bregður yfir þig skikkju hug- rekkisins og segir við þig: „Þú átt leik. Reyndu að hitta í mark- ið. Þó að þú hittir ekki þá máttu reyna aftur. Taktu mark á mér, það verður þér til góðs og gæfu á viðsjárverðum leikvangi lífs- ins“. Hann vill fyrir alla muni að þú hittir í mark í lífinu því að þú ert barn vonarinnar. Þessi þjálfari minnir ætíð á sig, ekki síst á jólum. Taktu virkilega mark á honum því að hann tekur mark á þér. Hugrekkið Á leikvangi lífsins stendur besti þjálfarinn þér við hlið og leiðbeinir þér, segir Sighvatur Karlsson Sighvatur Karlsson » Þegar þúhorfir á rammann á leik- vangi lífsins þá bregður þjálf- arinn yfir þig skikkju hug- rekkisins og segir við þig: „Þú átt leik“. Höfundur er sóknarprestur á Húsavík. REYKJAVÍKURBRÉFIN 6. og 13. janúar sl. voru áhugaverð og tilfinningaþrungin. Það er áhuga- vert að Morgunblaðið skilgreinir sig nú skýrt sem blað í stjórn- arandstöðu og það er gott. Það er gott fyrir lesendur að vita fyrir hvað fjölmiðill stend- ur. Ríkisstjórnir hefur lengi skort gagnrýna umfjöllun fjölmiðla í stjórnarandstöðu. Hvatning Reykjavík- urbréfs til formanns Sjálfstæðisflokksins um að hafa hesta- skipti er tilfinn- ingaþrungin en ekki að sama skapi raunsæ. Eitt af aðal- einkennum Sjálfstæð- isflokksins er að sá flokkur rýfur aldrei stjórnarsamstarf. Þess vegna kemur það á óvart að Morgunblaðið skuli hvetja for- mann Sjálfstæðisflokksins til þess að kljúfa núverandi ríkisstjórn. Hvatningin byggist á þeim bjart- sýnisrökum að fyrst þurfi að sprengja núverandi meirihluta í borginni og með myndun meiri- hluta VG og Sjálfstæðisflokks skapist grundvöllur fyrir samskon- ar samstarfi í ríkisstjórn. Þetta er forvitnileg en afar óraunsæ pæling því Sjálfstæðiflokkurinn er nýbú- inn að sprengja samstarf sitt við Framsóknarflokkinn í borg- arstjórn og ef hann sprengir sam- starf sitt við Samfylkingu í rík- isstjórn væri flokkurinn búinn að rjúfa algerlega það meyjarhaft sem hefur greint hann að frá öll- um öðrum flokkum, þ.e. að rjúfa aldrei stjórnarsamstarf. Þá er hann orðinn stór og óáreiðanlegur flokkur. Óraunsæi Reykjavík- urbréfs felst líka í því að sjá ekki að sjálfstæðismenn eru í minnihluta í Reykjavík núna af því að allir fulltrúar meirihlutans eru þeirrar sameiginlegu skoðunar að sexmenn- ingarnir hafi sprengt samstarf sitt við Framsókn með mis- tökum og illskýr- anlegri hegðun. Morg- unblaðið fullyrðir að viðbrögð þeirra í REI-málinu hafi stjórnast af hug- sjónum, sem vel getur verið, en þá þarf blaðið að svara eftirfarandi spurningum: Sjálf- stæðismenn í borgarstjórn segjast vera á móti því að Orkuveitan stofni hlutafélag til að sinna útrás- arverkefnum. Spurning; af hverju studdu sjálfstæðismenn stofnun REI? Sex sjálfstæðismenn segjast andvígir því að stofna hlutafélag í samstarfi við einkaaðila. Spurning; af hverju andmæltu sexmenning- arnir ekki þegar Bjarni Ármanns- on keypti sig inn í REI? Sömu sex sjálfstæðismenn segjast telja það rangt að stofna hlutafélag í eigu Orkuveitunnar til að sinna útrás- arverkefnum í samstarfi við einka- aðila. Spurning; af hverju gáfu sexmenningarnir Vilhjálmi borgar- stjóra umboð til að fara á stjórnar- fund í Orkuveitunni og samþykkja samruna Geysis Green og REI? Þetta voru hugsjónaspurningarnar. Svo eru það samskiptin við borg- arstjórann. Sexmenningarnir spurðu borgarstjóra sinn, á meiri- hlutafundi um samrunann hvort REI-málið væri „skítugt“ og Vil- hjálmur sagði nei. Spurning; af hverju stoppuðu þau ekki stjórn- arfund Orkuveitunnar þegar þau fengu upplýsingar um að málið væri „skítugt“? Sexmenningarnir völdu Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem sinn borgarstjóra og gengu svo á fund formanns flokksins til að klaga hann. Spurning; er sú borgarstjórn starfhæf sem klagar foringja sinn og getur ekki gert út um mál sín innbyrðis og ef sex- menningarnir treystu ekki sínum borgarstjóra, hverjir áttu þá að gera það? Þá eru það samskiptin við Björn Inga. Enginn sjálfstæðismanna svaraði sím- hringingum í fimm daga frá átt- unda borgarfulltrúa meirihlutans, Birni Inga Hrafnssyni, sem var í Kína. Spurning; hvaða ályktanir átti borgarfulltrúinn að draga af því að enginn samstarfsmanna hans vildi tala við hann? Sjálf- stæðismenn héldu blaðamanna- fund í ráðhúsinu og kynntu lausn REI-málsins. Lausnin hafði þá ekki verið kynnt manninum sem meirihluti þeirra byggðist á þ.e. Birni Inga Hrafnssyni. Spurning; er að undra þótt Björn Ingi hafi velt því fyrir sér hvort þessir sjálfstæðismenn vildu áframhald- andi „gott samstarf“? Sjálfstæð- ismenn héldu fund með Birni Inga næsta dag þar sem þeir margí- trekuðu samstarfsvilja sinn, en harðneituðu að taka aðra lausn á REI-málinu til greina en sína eig- in. Spurning; er það vænleg staða fyrir borgarfulltrúa að vera í minnihluta í þeim meirihluta sem þessir sjálfstæðismenn stjórna? Morgunblaðið er núna í stjórnarandstöðu og ætlar að vinna að því að fella borgarstjórn- ina til að fella ríkisstjórnina, það er verðugt verkefni en spurning hvort það tekst. Það er greinilegt að núverandi borgar- stjórnarmeirihluti getur gengið að því gefnu að hann mun aldrei gera neitt sem Morgunblaðinu líkar annað en að afhenda sjálfstæð- ismönnum stjórn borgarinnar. Það mun að vísu ekki gerast en það eru ágætlega skýrar línur í póli- tík! Morgunblaðið og fall borgarstjórnar Stefán Benediktsson fjallar um skrif Reykjavíkurbréfs » Sjálfstæðismenn eruí minnihluta í Reykjavík af því að þeir sprengdu samstarf sitt við Framsókn með mis- tökum og illskýranlegri hegðun. Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og 7. maður Samfylkingarinnar í Reykjavík.                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.