Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 27 MANNRÉTTINDABROT ríkis- stjórna Íslands í líki kvótakerfisins hafa nú verið fordæmd af einni viðurkenndustu mannréttindastofnun jarðarkringlunnar. Sjálfir hafa Íslend- ingar deilt um nyt þessa fyrirkomulags fiskveiða frá byrjun og endurskoðun þess reyndar á stefnuskrá núverandi rík- isstjórnar. Tveir sjómenn ákváðu á sínum tíma, kvótalausir, að halda til veiða og gerðu. Í þeirra hugum rétt- lætismál að fá sinn skerf af þjóðar- auðlindinni. Hæsti- réttur var á öðru máli og mönnunum refsað. Engum dylst að tilgangur kvótakerf- isins á sínum tíma var að sporna gegn ofveiði, of margir bátar, of fáir fiskar. Veiðirétturinn eft- irlátinn þeim sem mesta veiðireynslu höfðu. Útgerðin fékk allt, land- vinnslan ekkert. Ójöfnuðurinn varð þó ekki ljós fyrr en með kvóta- framsalinu. Og síðan þá, þó stjórnarskráin segi annað, fóru menn að umgangast veiðiréttinn sem sína eign, seldu, keyptu, leigðu, hættu og fóru. Bankarnir tóku fullan þátt og kvótaverð enn þann dag í dag á uppleið sem und- irstrikar vel verðmæti auðlind- arinnar og þýðingu fyrir þjóð- arbúskapinn. Sé stjórnarskráin marktæk, að fiskimiðin séu þjóðareign, hlýtur sú skilgreining að ná til allra þegna. Og hvaða ríkisstjórn, sem kosin er til fjögurra ára, hefur rétt til þess að gefa eignir þjóð- arinnar fáum útvöld- um? Af hverju var ekki hverjum einasta Ís- lendingi úthlutað sama magni og honum þá í sjálfsvald sett að gefa hlutinn sinn, selja’ann, leigja’ann eða nýta- ’ann? Þessu misrétti voru sjómennirnir tveir að mótmæla og undir þeirra sjónarmið tekur nú mannréttindaarmur Sameinuðu þjóðanna. Og allt það brask sem viðgengist hefur með óveiddan fisk í sjó, hvort sem eru skuldir eða auðsöfnun, hlýtur að vera mál þeirra sem til hafa stofnað. Hvers vegna í ósköpunum ætti annað að gilda? Sorglegast er þó það að sú fylking sem kennir sig við frelsi einstaklingsins og einkaframtak skuli vera brjóstvörn þessa kommúnisma. En verði þess- um hugrökku sjómönnum dæmdar skaðabætur á hver einasti Íslend- ingur rétt á því sama. Því ekki furða þótt fundir sjávarútvegs- ráðherra séu haldnir fyrir luktum dyrum. Einn þorskur á mann Lýður Árnason skrifar um nýfallinn dóm Mann- réttindanefndarinnar Lýður Árnason » Tveir sjó-menn ákváðu á sínum tíma, kvótalausir, að halda til veiða og gerðu. Í þeirra hugum réttlæt- ismál að fá sinn skerf af þjóð- arauðlindinni. Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður. Á MÁLÞINGI sem nýlega var haldið í Norræna húsinu á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, kom greinilega tvennt athyglisvert fram. Í fyrsta lagi, að um- sjón barna og ung- linga hérlendis er að stærstum hluta í höndum opinberra stofnanna –skóla – og í öðru lagi eru fáir að- ilar á heimilum, sem hafa tíma til að sinna börnum og unglingum. Þetta eru staðreyndir sem mikilvægt er að gera sér grein fyrir og vanda þær aðgerðir sem hið opinbera veit- ir börnum og ungling- um á uppeldisstofn- unum. Öll fræðsla og um- sýsla kemst því best til skila komi hún beint til barnanna, en ekki með milligöngu aðila sem hafa lítinn tíma aflögu. Þetta sýndi sig greinilega varð- andi tennur íslenskra barna fyrir 30 árum síðan. Íslensk börn höfðu þá verri tennur en flest önnur börn í heiminum. Var því skipulögð her- ferð með fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum sem beindust milliliðalítið að börnunum. Birtar voru stuttar fræðslugreinar í blöðum, sjónvarpi og útvarpi og sérmenntað starfsfólk fór í skólana og fræddi börn og ung- linga, jafnframt því að sýna þeim m.a. hvernig best væri að hreinsa tennurnar og hvað helst bæri að varast til að skemma þær ekki. Ár- angur kom skýrt fram, því á fimm- tán árum minnkuðu tannskemmdir um 75%. Nú virðist ástandið aftur á móti fara versnandi og virðist ástæðan líklegast m.a. vera sú að foreldrar 17% barna fara ekki reglulega með börnin í eftirlit eins og nauðsynlegt er. Árangursríkasta leið- in er án efa að gera eins og Norðurlandaþjóð- irnar, að greiða að fullu reglubundna skoðun og forvarnir. Jafnframt þarf að fylgjast með hvaða börn skila sér ekki og áminna þau sem ekki koma reglu- lega. Er lítið mál með nútíma tölvutækni að finna þessi börn eins og gert var í nágranna- byggðum höfuðborg- arinnar fyrir nokkrum árum, en var erfitt í framkvæmd þar eð rík- ið greiddi ekki kostn- aðinn að fullu eins og gert er á hinum Norð- urlöndunum. Íslensk börn eru vel gerð og móttaka auðveldlega með opnum huga fróðleik sem þeim er veittur á einfaldan hátt. Hið ánægjulega er að þau eru jafnfram mjög áhugasöm um að miðla til for- eldranna fróðleik sem þeim er trúað fyrir, eins og kom í ljós í fræðslu- herferðinni fyrir rúmum 20 árum. Við verðum að hefjast handa strax því að viðgerðar tennur verða aldrei jafngóðar aftur. Tannskemmdir barna Magnús R. Gíslason skrifar um tannheilsu Magnús R. Gíslason »Hefjumsthanda strax, því að viðgerðar tennur verða aldrei jafngóðar aftur. Höfundur er fyrrverandi yfirtannlæknir. Í MORGUN- BLAÐINU 28. desem- ber síðastliðinn var fjallað um þá miklu fjölgun sykursýk- istilfella sem orðið hef- ur í vestrænum sam- félögum undanfarna áratugi. Ísland er þar engin und- antekning. Augnsjúkdómar í syk- ursýki eru ein algengasta orsök blindu í vestrænum þjóðfélögum, þar sem sykursýkin getur ráðist á sjón- himnu og valdið varanlegum skemmdum og sjónskerðingu ef ekki er gripið í taumana nógu snemma. Á síðustu öld olli ný lasermeðferð við sykursýkisskemmdum í sjónhimnu straumhvörfum við að hindra sjón- skerðingu og blindu af völdum sjúk- dómsins. Lasermeðferð við syk- ursýki getur minnkað líkur á sjónskerðingu og blindu um heil 50% ef gripið er inn í nógu snemma. Enn- fremur hefur mikil þróun orðið í lyfjameðferð við augnsjúkdómum í sykursýki sem á vafalítið eftir að stórbæta árangur meðferðar á næstu árum. Hafið var skipulagt augneft- irlit sykursjúkra á Íslandi í lok átt- unda áratugar síðustu aldar að und- irlagi Þóris Helgasonar, innkirtlasérfræðings og Friðberts Jónassonar, augnlæknis. Þetta eft- irlit, sem framkvæmt var á augndeild Landakotsspítala, vakti mikla at- hygli og varð víða öðrum fyrirmynd. Augneftirlit í sykursýki á Íslandi var efni doktorsritgerðar annars höf- unda þessarar greinar (JKK) en meginniðurstöður rannsókna í rit- gerðinni voru þær að augu og sjón ís- lenskra sykursýkissjúklinga væru í betra ástandi en sjúklinga allra ann- arra landa þar sem viðlíka rann- sóknir hefðu verið gerðar. Því má þakka fyrst og fremst frábæru syk- ursýkiseftirliti lækna, bæði á sjúkra- húsum sem og á heilsugæslu- stöðvum. Fyrir tíu árum breyttist fyrirkomulag augneftirlits syk- ursjúkra hér á landi þegar reglu- bundnu miðstýrðu augneftirliti á vegum spítalans var hætt. Augn- læknar utan sjúkrahúsa hafa hins vegar haldið áfram þeirri góðu vinnu og tryggt gott eftirlit með augum sykursjúkra enda hafa allir augn- læknar hér á landi mikla menntun að baki og geta greint sykursýk- isskemmdir á öllum stigum þeirra. Tækjakostur augnlæknastöðva utan spítala hefur aukist gríðarlega á síð- ustu árum. Greini augnlæknir skemmdir í sjónhimnu eru nokkrar augnlæknastöðvar hér á landi sem geta kannað umfang þeirra frekar og meðhöndlað með laser. Gott sam- band er á milli íslenskra augnlækna og þessara stöðva. Eftir að eftirlitið á spítalanum var lagt niður er nokkru erfiðara að hafa yfirsýn yfir sjón og augnástand sykursjúkra hér á landi en það má bæta með einföldum ráð- um. Við á Augnlæknastöðinni Sjón- lag hvetjum alla sykursjúka á nýju ári til að gæta að sinni dýrmætustu eign, sjálfum augunum, og fara í reglubundnar augnskoðanir hjá augnlækni sínum í samráði við sinn lækni en ákaflega mikilvægt er að gott upplýsingaflæði sé á milli lækna sem koma að meðferð sykursjúkra. Á þann hátt má koma í veg fyrir blindu. Nýársheit sykursjúkra Jóhannes Kári Kristinsson og Ólafur Már Björns- son segja mikilvægt að sykursjúkir fari reglulega í augnskoðun » Lasermeðferð viðsykursýki getur minnkað líkur á sjón- skerðingu og blindu um heil 50% ef gripið er inn í nógu snemma. Jóhannes Kári Kristinsson Höfundar eru augnlæknar. Ólafur Már Björnsson MIKILL hávaði hefur verið í fjöl- miðlum að undanförnu vegna álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna varðandi kvótaskipulag Ís- lendinga og brot stjórnvalda á mannréttindum trillukarla. Ég verð að segja að vart er takandi mikið mark á þessari stofnun sem er afar umdeild og nær steingeld. Hvaða batterí er þetta sem ætlar að kenna Íslendingum mannrétt- indi? Þær þjóðir sem sækjast hvað mest eftir að vera í þessari nefnd eru einstaklega vel að sér í mann- réttindamálum svo sem Sádi- Arabía, Súdan, Simbabve, Kína, Pakistan, Alsír og fleiri þjóðir sem flykkjast í þessa nefnd til að sjá til þess að mannréttindi í löndum þeirra sé ekki rædd og athygli beint annað. Kofi Annan fyrrum fram- kvæmdastjóri SÞ sagði í apríl 2005 að þessi stofnun græfi undan öllum trúverðuleika SÞ. Hann var að ræða ástandið í Darfur og aðgerðir Súdan þar og líkti því við þjóðarmorðið í Rúanda. Mannréttindanefndin gat ekkert ályktað um málið en kaus þess í stað fulltrúa Súdan til áfram- haldandi setu í ráðinu. Það sem kemur frá þessu skrípa- ráði er ekki marktækt, en ef slíkt kæmi frá alvöru stofnun, s.s. Mann- réttindadómstól Evrópu, mun ég leggja við hlustir. LÚÐVÍK VILHJÁLMSSON, Espigerði 2, Reykjavík. Mannréttindanefnd SÞ Frá Lúðvík Vilhjálmssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NIÐURFELLING komugjalda fyrir börn á heilsugæslustöðvum var ákveðin nú eftir áramótin en eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum að undanförnu hefur aðgerðinni verið tekið misvel, sér- staklega þar sem komugjöld fyrir aðra hækkuðu lítillega á sama tíma. Sumir hafa gefið í skyn að kostn- aðinum sé m.a. að hluta velt yfir á aldr- aðra og öryrkja og að hætta sé á ofnotkun heilsugæsluþjónustu barna á kostnað þeirra sem meira þurfa á þjónustu heilsugæslunnar að halda. Það sem hefur vantað inn í þessa umræðu er sú staðreynd að börn hafa undanfarin ár haft takmark- aðan aðgang að heilsugæslunni á daginn, aðallega vegna tímaleysis foreldranna. Mikið vinnuálag for- eldra og takmarkaður frítökuréttar vegna veikinda barna skýrir að hluta þessa takmörkun en einnig er skort- ur á tímaframboði samdægurs á heilsugæslustöðvunum. Þess vegna hafa for- eldrar oftast valið að leita með veik börn sín eftir vinnutíma á skyndivaktir þótt sú þjónusta hafi verið dýr- ari fyrir foreldra jafn- framt sem hún býður ekki upp á sömu sam- fellu í þjónustunni og er ekki með sömu möguleika á eftirfylgni með veikindunum. Rannsóknir undirrit- aðs og fleiri sl. áratug á mikilli sýklalyfjanotkun barna hér á landi og síðkomnum afleiðingum svo sem aukið sýklalyfjaónæmi og jafn- vel aukinni tíðni sýkinga styðja þau rök að of oft er beitt ótímabærum skyndilausnum svo sem sýkla- lyfjagjöf til úrlausnar á vægum önd- unarfærasýkingum og eyrnabólgum sem oftast læknast jafnvel af sjálfu sér án sýklalyfja. Með því að bjóða upp á þjónustu á sama stað innan heilsugæslustöðvanna sjálfra ætti því að vera auðveldara að beita stuðningsmeðferð til að byrja með, veita fræðslu og bjóða upp á end- urmat ef þörf krefur í stað sýkla- lyfjagjafar af minnsta tilefni. Heilsugæslan í dag er þó víða und- irmönnuð, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu, og því ekki alltaf jafnvel í stakk búin að sinna þjónustuþörf allra sem til hennar leita. Þörfinni hefur þó að hluta til verið svarað ut- an dagvinnutíma heilsugæslustöðv- anna með vaktþjónustu heilsugæslu- læknanna (Læknavaktinni) sem samhliða veita bráðaþjónustu á kvöldin, nóttunni og um helgar. Gjaldfrjáls þjónusta við veik börn á heilsugæslustöðvunum er til mik- illa bóta fyrir heilsugæslu barna í landinu og eru skýr skilaboð heil- brigðisyfirvalda til foreldra og for- svarsmanna atvinnulífsins að börn fái að njóta samfellu í heilbrigð- isþjónustunni ekkert síður en full- orðnir fá með sín heilsuvandamál. Ungbarnaskoðanir og bólusetningar hafa verið ókeypis í allra sátt hér á landi hingað til og því skýtur skökku við að þegar börnin eru veik og þurfa mest á þjónustunni að halda að þá sé hún óaðgengileg og kosti mikið meira. Vonandi styrkist starf- semi heilsugæslustöðvanna á kom- andi árum til að þær geti sinnt þess- um og öðrum hlutverkum sínum enn betur. Ókeypis fyrir börn Gjaldfrjáls þjónusta við veik börn er til mikilla bóta segir Vilhjálmur Ari Arason » Frí þjónusta við börná heilsugæslu- stöðvum eru skýr skila- boð heilbrigðisyfirvalda um að börn fái að njóta samfelldrar þjónustu innan heilsugæslunnar. Vilhjálmur Ari Arason Höfundur er heilsugæslulæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.