Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 21 Með hækkandi sól lifnar yfir mannlíf- inu og brátt er svartasta skammdegið að baki. Þorrablótin eru framundan og alltaf eitthvað að hlakka til. Þorra- blótsnefndin í Hvolhreppi hinum forna er nú farin að æfa af krafti fyrir þorrablótið sem venjulega er fyrsta laugardag í febrúar og verður blótið 2. febrúar að þessu sinni. Skipan þorrablótsnefndar er með þeim hætti að íbúar tiltekinnar götu sjá um blót- ið og að þessu sinni eru það íbúar í Öldubakka, Hvoltúns og bæjanna fyrir austan Hvolsvöll. Nefndin sér um allan undirbúning, skemmt- anahald og skipulagningu, ásamt því að þjóna og bera fram mat á blótinu. Venjulega er gert góðlátlegt grín að mannlífinu og ýmsum íbúum sem eitthvað láta á sér bera og oft er flutt- ur eins konar annáll liðins árs. Á blótinu er síðan útnefnd ný gata eða sveitabæir til að sjá um blótið næsta ár, og geta menn þá strax farið að hlakka til næsta blóts sem haldið verður að ári.    Sá skemmtilegi siður að halda álfa- brennu er ávallt hafður í heiðri í Fljótshlíðinni. Margmenni var við brennuna að þessu sinni, um fjögur hundruð manns að því talið er. Á und- an álfabrennunni var jólaball fyrir yngstu kynslóðina en ballinu varð að fresta vegna óveðurs milli jóla og ný- árs. Álfabrennan er afar íslenskur siður, alltaf sömu kapparnir sem ganga fremstir með íslenska fánann og svo álfadrottning og -kóngur ásamt prúðbúnu fylgdarliði sem kyrj- ar áramóta- og álfasöngva. Svo fer fram keppni um skemmtilegasta bún- inginn, en mesta athygli vakti að þessu sinni jólatré sem þrammaði um með ljósaseríu og tilheyrandi jóla- skrauti.    Héraðsbókasafn Rangæinga á Hvolsvelli hefur tekið upp nýtt út- lánakerfi. Unnið hefur verið að því í nokkurn tíma að tengja safnkostinn við Gegni, landskerfi bókasafna og er því verki nú að verða lokið. Öll gögn um safnkostinn verða því á miðlæg- um gagnagrunni bókasafna og eykur það öryggi safnsins til muna.    Hvolsskóli er skóli á grænni grein en það þýðir að skólinn stefnir að því að verða umhverfisvænn og að nem- endur verði meðvitaðir um umhverf- isvernd. Í þessu skyni er allt sorp nú flokkað í skólanum og nemendur fara með það í flokkunargáma. Einnig er reynt að endurnýta allt sem hægt er t.d. í föndur og þess háttar. Umslög utan um einkunnir nemenda á haustannarprófum voru t.d. gerð úr gömlum dagblöðum sem saumuð eru saman. Það má því segja að umslögin hafi verið með líflegra móti þetta árið. Sýnir þetta og sannar að ekki þarf alltaf að kaupa allt.    Mikill fjöldi útlendinga býr og vinnur í Rangárþingi eins og víða annars stað- ar. Allir eru sammála um mikilvægi þess að þeir sem hér ætla að setjast að læri íslensku. Þetta er annað árið sem ríkið styrkir þessa kennslu sem gerir fræðsluaðilum kleift að bjóða námskeð á viðráðanlegu verði. Það er Fræðslunet Suðurlands sem annast íslenskukennslu á svæðinu en 250 nemendur luku námskeiðum í ís- lensku á haustönn á Suðurlandi. Hér um slóðir var bæði kennt á Hellu og Hvolsvelli. Mikill áhugi er meðal margra út- lendinga á að læra íslenskuna og eftir því sem fleiri ljúka íslensku III eykst áhuginn og tiltrúin á að það sé hægt að læra þetta sérkennilega tungumál. Þeir útlendingar sem ætla að sækja um varanlegt atvinnuleyfi á Íslandi þurfa að sýna fram á að þeir hafi stundað íslenskunám í 150 stundir, en hvert námskeið er 50 stundir. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Framkvæmdagleði Þorrablótsnefndin kampakát á undirbúningsfundi fyrir þorrablótið, en nefndin er farin að æfa af fullum krafti. HVOLSVÖLLUR Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir fréttaritari nedy enginn nýgræð- ingur í stjórnmálum en hann var m.a. dóms- málaráðherra í stjórn bróður síns og einn hans helsti ráðgjafi. Ýmsir halda því fram að Robert Kennedy hafi átt snaran þátt í lausn Kúbudeilunnar árið 1962. Síðar var hann mjög gagnrýninn á stríðsrekstur Banda- ríkjanna í Víetnam. x x x Nú, fjörutíu árumsíðar, er kominn fram á sjónarsviðið vestra maður sem svipar um margt til Roberts Kennedys. Er raunar í sömu sporum og hann var þá, þ.e. sækist eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum í haust. Þessi maður heitir Barack Obama. Hann er ungur, aðsópsmikill og talar tæpitungulaust til fólksins. Jarðvegurinn er heldur ekki ólík- ur því sem hann var árið 1968. Mannréttindamál eru í brennidepli, þó það sé með öðrum hætti, og stríðsrekstur Bandaríkjastjórnar erlendis vægast sagt umdeildur. Skyldi bandaríska þjóðin veita Obama umboð til að stinga á kýl- unum sem Kennedy entist ekki ald- ur til að gera? Robert F. Kennedyöldungadeildar- þingmaður var Banda- ríkjamönnum harm- dauði. Hann hafði komið ár sinni vel fyrir borð í forvali Demó- krataflokksins fyrir forsetakosningarnar um haustið þegar ung- ur Palestínumaður, Sirhan Sirhan, særði hann banasári á Am- bassador-hótelinu í Los Angeles laust eftir miðnætti 5. júní 1968. Hann var 42 ára að aldri. Kennedy var boð- beri nýrra tíma í bandarískum stjórnmálum. Hann talaði til al- mennings af hispursleysi, sannfær- ingu og krafti – hreif fólk með sér með svipuðum hætti og bróðir hans, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti, áður. Áhugasvið Kennedys voru mörg en umfram allt stóð hann fyrir réttlæti. Hann lét því mannréttinda- mál til sín taka í ríkum mæli. Eða eins og yngsti Kennedy-bróðirinn, Edward öldungadeildarþingmaður, orðaði það í eftirmælum sínum: „Hann sá ranglæti og reyndi að leið- rétta það, hann sá þjáningu og reyndi að uppræta hana, hann sá stríð og reyndi að stöðva það.“ Þrátt fyrir ungan aldur var Ken-          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Reykjavíkurborg Hlutverk og ábyrgðarsvið: Skrifstofustjóri borgarstjórnar er einn af æðstu embættismönnum Reykjavíkurborgar. Hann ber ábyrgð á þjónustu skrifstofunnar við borgarstjórn, borgarráð, forsætisnefnd og ýmsar aðrar nefndir og ráð. Í því felst m.a. móttaka og meðferð gagna, undirbúningur og framkvæmd funda, þ.m.t. ábyrgð á fundargerðum borgarstjórnar og ráðgjöf til borgarfulltrúa, tilkynningar um afgreiðslu mála og upplýsingagjöf til almennings. Skrifstofustjóri veitir nefndum og ráðum, sem og starfsmönnum þeirra, ýmsa ráðgjöf s.s. lögfræðilega ráðgjöf um fundarsköp og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Miðlæg umsjón styrkjamála hjá Reykjavíkurborg er á hendi skrifstofu borgarstjórnar, sem og umsagnir um rekstrarleyfi veitingastaða. Umsjón með framkvæmd almennra kosninga í Reykjavík er á verksviði skrifstofu borgarstjórnar. Borgarstjóri er yfirmaður skrifstofustjóra borgarstjórnar. Um laun og starfskjör skrifstofustjóra fer samkvæmt reglum um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg og ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Umsóknum skal skila til skrifstofu borgarstjóra, merkt „Umsókn um starf skrifstofustjóra“, eigi síðar en 1. febrúar nk. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Upplýsingar um starfið veita Gunnar Eydal, fráfarandi skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar. Borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B. Eggertsson Skrifstofustjóri borgarstjórnar Símaver Reykjavíkurborgar 411 11 11, atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf Hæfniskröfur: • Embættispróf lögfræði. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga. • Þekking á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar æskileg. • Þekking og reynsla af stjórnun, stefnumótun, rekstri og mannaforráðum. • Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði. • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að koma fram og tjá sig í tali og rituðu máli á íslensku, ensku og einu norrænu tungumáli. Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar lausa til umsóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.