Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 9 FRÉTTIR HITAVEITA Vestmannaeyja þarf að nota meiri olíu um þessar mundir en í venjulegu árferði vegna bilunar í Sultartangavirkjun, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suður- nesja. Hann segir að þessu fylgi auk- inn kostnaður og óþægindi. „Hver dagur er þó nokkuð dýr,“ segir hann og bætir við að þegar horft sé til síð- asta árs gæti ótryggð orkunotkun á veitusvæði HS á bilunartímabilinu numið rúmum 30 GWst. Framleiðslu- kostnaður með olíu gæti þá, gróft áætlað, numið um 120-150 milljónum króna í stað um 35-40 m.kr. með ótryggðu rafmagni. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær framleiðir Sultartangavirkjun ekkert rafmagn vegna bilana í báðum spennum stöðvarinnar. Þegar hefur verið gripið til skerðingar á rafmagni til nokkurrar rafmagnskaupenda eins og til dæmis Hitaveitu Vestmanneyja og kyndistöðva og mjólkurbúa á Vest- fjörðum. Norðurál og Alcan geta þurft að sæta skerðingu í næsta mán- uði en Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir skerðinguna engin áhrif hafa haft og ekkert liggi fyrir um hver þau verði. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að skerðingin í seinni hluta febrúar geti numið um 80 MWh (megavattstund- um) á viku. Til samanburðar hafi orkuframleiðsla Landsvirkjunar fyrir tilkomu Kárahnjúkavirkjunar verið tæpar 8 milljónir MWh á ári (um 900.000 MWs í Sultartangavirkjun), en orkugeta Kárahnjúkavirkjunar sé 4,6 milljónir MWh á ári. Gangi við- gerðir eftir samkvæmt áætlunum verði annar spennirinn kominn í gagnið í lok febrúar og hinn í lok apríl en áætla megi að viðgerðarkostnaður nemi 60 til 100 milljónum króna. Skerðingin aðeins hjá takmörkuðum fjölda Að sögn Þorsteins veldur bilunin skerðingu hjá mjög takmörkuðum fjölda viðskiptavina, sem kaupi þessa raforku á lægsta verði sem bjóðist á markaðnum. Auk þess sé skerðingin tímabundin á álagspunktum. „Ótryggt rafmagn er rafmagn sem er selt á sérlega lágu verði gegn því að hægt sé að skerða það,“ segir hann og vísar til þess að þetta rafmagn sé selt til þeirra sem geti sjálfir framleitt eig- in orku. Í því sambandi nefnir hann mjólkurbú á Vestfjörðum sem noti ódýrt rafmagn en hafi möguleika á að nota olíu, bræðslustöðvar og svo framvegis. Í stóriðjunni sé samið sér- staklega um svonefnda afgangsorku og geti Landsvirkjun dregið úr af- hendingu á henni samkvæmt samn- ingum. Vegna fjárfestinga sé stund- um til aukarafmagn og frekar en að láta það ónotað, sé það selt á þennan hátt. Landsvirkjun fái því við venju- legar aðstæður aukahagnað út úr mannvirkjunum, sem þurfi vegna framleiðslu á forgangsrafmagni, en vegna núverandi bilana sé þessi hagn- aður ekki fyrir hendi. Þorsteinn bendir á að í janúar og fram eftir febrúar sé minna álag á raf- orkukerfið frá stóriðjunni vegna við- haldsverkefnis í Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga. Því sé ekki gert ráð fyrir skerðingu á ótryggðu rafmagni fyrr en eftir nokkrar vikur. Vægi skerðingarinnar ráðist líka til dæmis af veðri og loðnu- veiðum. Hafa beri í huga að nóg raf- magn sé á Norður- og Austurlandi og þar hafi ekki og verði ekki nein skerð- ing en getan til að koma því til Suður- lands sé takmörkuð. Spennarnir eru framleiddir í Frakklandi. Þorsteinn segir að verið sé að skoða með framleiðendum hvort möguleiki sé að taka búnað úr öðrum spenninum og setja hann í hinn en með því móti megi hefja framleiðslu með hálfum afköstum í lok febrúar. Að öðru leyti sé staðan mjög góð. Vatnsmagn í lónum sé vel yfir með- allagi og veruleg framleiðsla sé í Fljótsdalsstöðinni. Hins vegar renni ekki vatn í gegnum Sultartangavirkj- un meðan bilunin vari. Aukinn kostnaður og óþæg- indi vegna rafmagnsleysis Bilun Innviðir úr öðrum spenninum í Sultartangavirkjun dregnir upp úr honum til skoðunar inni í stöðvarhúsinu, en meðal annars hefur orðið skammhlaup í einni koparspólunni inni í spenninum. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Útsalan er hafin 40-70% afsláttur af völdum vörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga 10.00-18.00 Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00 Stakir jakkar á 2.900 kr. á útsölunni www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsala Útsala 40-70% afsláttur   25-50% afsláttur Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00-18.00 laugardaga kl. 11.00-16.00 www.friendtex.is Faxafen 10 sími 568 2870 Allar peysur á 1000, 1500, 2000 Allar buxur á 1000, 1900, 2900 Allir kjólar á 1000 og 1900 Komið og gerið skemmtilega frábær kaup. Útsala! Verðhrun! Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.