Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 23 Við ræddum við mjög harð-an stjórnarandstæðingúr Luo-ættbálknum, íhverfi sem þeir voru bún- ir að taka yfir. Það var alveg á hreinu að þeir eru búa sig undir morgundaginn og ætla að gera allt vitlaust. Þeir ætla ekki að gefa sig,“ segir Þórunn Helgadóttir, starfs- maður ABC barnahjálpar um óöld- ina í Nairobi, höfuðborg Kenía. Ógnaralda of- beldis og grip- deilda hefur gripið um sig í landinu eftir að Mwai Kibaki var lýstur sigurveg- ari í forsetakosn- ingunum 27. des- ember sl. og hundruð manna lágu í valnum. „Það er búið að skipta hverfum upp milli ættbálka. Ef forsetinn gef- ur sig ekki verður þetta langvarandi. Þetta mun krauma áfram og við sjáum ekki að það verði sátt í land- inu nema það finnist lausn á þessu kosningasvindli. Það bíða allir eftir því hvað gerist þegar þingið hefur störf á ný á morgun [í dag]. Stjórnarandstaðan hefur meirihluta og hefur stjórnin reynt að kaupa þingmenn héðan og þaðan, til að kaupa sér stuðning. Á morgun [í dag] kemur í ljós hvort henni hefur tekist það. Ef henni hef- ur tekist það verður örugglega allt vitlaust.“ Þúsundir týnt lífi? Að sögn Þórunnar hamstra íbúar höfuðborgarinnar Nairobi mat og nauðsynjar og bíða átekta áður en fyrirhuguð fjöldamótmæli stjórn- arandstöðunnar, undir forystu Raila Odinga, hefjast á morgun, miðviku- dag. Ráðgert er að þau standi fram á föstudag og segir Þórunn „algjöra óvissu“ ríkja um hvað gerist eftir föstudaginn Þórunn segist aðspurð telja að það sé mjög varlega áætlað að 250.000 manns hafi þurft að flýja heimili sín. Hún óttast einnig að mun fleiri en 700 hafi týnt lífi í átökunum. „Tala látinna er miklu, miklu hærri. Tölurnar eru byggðar á gögn- um frá spítölum. Fólk finnur rotn- andi lík á ökrum. Við höfum séð lík í skurðum í hverfunum. Það er ekki alltaf hægt að flytja þau í líkhús.“ Lögreglan beitir hörku „Í síðustu viku fórum við í mat- væladreifingu. Þegar ég var að ljúka dreifingunni sáum við stóran her- lögreglubíl koma inn á staðinn þar sem við vorum. Við fórum út úr hverfinu. Á næstu klukkutímum voru þrettán myrtir, tólf skotnir af lögreglunni. Þessar tölur komu hvergi fram.“ Mörg hús hafa verið brennd og fólk misst allar eigur sínar. Þeir sem voru fátækastir fyrir hafa þjáðst mest. Þeir allra fátækustu misstu það litla sem þeir áttu.“ Fólk með smáiðnað og þeir sem hafi haft viðurværi af því að selja varning hafi horft á eftir eigum sín- um í eldinn. „Fólk stendur eftir al- gjörlega allslaust. Það er hálf yf- irþyrmandi þegar maður gengur um og ræðir við þetta fólk.“ Þórunn tekur dæmi af ófrískri konu sem hún hitti á sunnudag. Hún hafi farið út með börnin en snúið aft- ur að heimili sínu sem rjúkandi rúst- um. Eiginmaður hennar hafi verið innilokaður í öðru héraði vegna mót- mæla. Konan eigi ekki fé til að greiða lækni fyrir fæðingarhjálp. Margir hafist við undir berum himni án nauðþurfta, leiti matvæla á daginn og skilji börnin eftir á meðan. Fátækrahverfin í Nairobi eru fjöl- menn. Ágætt dæmi er Natharhare, næststærsta fátækrahverfið, þar sem Þórunn starfar, þar búa um 800.000 manns, margir í skúrum. Erfitt að skipuleggja starfið Þórunn segir hjálparstarfsmenn starfa við erfiðar aðstæður í Nairobi, fátækrahverfin séu yfirfull af fólki og mikill fjöldi sem streymi að flutn- ingabílum með vistir. Lítið megi bregða út af við slíkar aðstæður. Sumir skólar séu yfirfullir af flóttafólki og vandasamt að reyna að rétta svo mörgum hjálparhönd. Það sé um margt auðveldara að skipuleggja hjálparstarf inn til landsins, þar sem hafi verið skipu- lagðar flóttamannabúðir. Vistir og nauðsynjar berist frá hjálparstofn- unum, en ekki nóg. Hún segir reynt að koma upp skólastarfi, svo að börnin hafi að ein- hverju að hverfa. Þau kaupi tjöld og færi fólkinu mat, sem margt búi á götunni eftir grimmdarverkin. „Það má segja að það séu tvær hliðar á höfuðborginni. Þegar maður keyrir um venjuleg hverfi í mið- bænum er nóg að gera og lífið virðist ganga eðlilega fyrir sig. Maður sér ekki í fljótu bragði að neitt sé í uppsiglingu. Í gær vorum við að keyra um fátækrahverfin og þar er ástandið alveg ferlegt. Fólk leitar hælis í skólum og kirkjum. Við heim- sóttum mosku og þar svaf úti fólk sem hafði hrakist frá heimilum sín- um, um fimm hundruð manns. Það var búið að skipta hverfinu milli ætt- bálka.“ Þórunn segir aðspurð hina ríku og efnameiri hafa nóg að bíta og brenna. Þótt margir tapi viðskiptum gangi lífið sinn vanagang. Hins veg- ar þekki allir einhvern sem hafi lent illa úti í ástandinu. Sjálf er hún gift kenískum manni og hefur fjölskylda hans misst fyrirtæki sitt í bruna. Ástandið sé erfitt og öll hjálp vel þegin. Hún hvetji því alla Íslendinga til að leggja sitt af mörkum. Reuters Neyð Heimilislaus móðir í Kenía hughreystir barn sitt á meðan þau bíða eftir matvælum í neyðarskýli í Nairobi. Heimilislausir mun fleiri en talið var Ástandið á götum Nai- robi í Kenía er skelfi- legt, fólk hamstrar mat og bíður átekta fyrir mótmælin á morgun. Þórunn Helgadóttir sagði Baldri Arnarsyni frá aðbúnaði þeirra sem misst hafa heimili sín í óeirðunum undanfarið. Í HNOTSKURN »Áætlað er að 700 manns hafilátið lífið í átökum í Kenía frá því Mwai Kibaki var úr- skurðaður sigurvegari í forseta- kosningunum 27. desember sl. »Þórunn telur að mun fleirihafi týnt lífi. Þórunn Helgadóttir baldura@mbl.is AP Á vergangi Heimilislaust fólk kemur sér fyrir í tímabundnu skýli flug- hersins í Nairobi í gær. Talið er að minnst 250.000 hafi flúið heimili sín. agið glæðist mkomustað Árvakur/Golli ggir hleypa mikilli birtu inn, enda ekki vanþörf á í skammdeginu. a heimsóknin Stjórnmálafræðinemarnir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, Guð- ur Árnason og Örvar Marteinsson töldu ýmsa þjónustu betur staðsetta í nýja húsinu. ixír Rut Elíasdóttir þjóðfræðinemi og enskunemarnir Gísli Valgeirsson og Unnur ansdóttir. Kaffið í Hámu tekur öðru kaffi á háskólasvæðinu fram að þeirra mati. Þeim Þórarni, Lenu, Davíð, Jónínu Guðnýju, Gunnari Helga og Geir Atla líkaði Hámu- inn vel. Þau nema stærðfræði og iðnverkfræði og sækja tíma í hinni nýju byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.