Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 36
Myndir Hrafns Gunn- laugssonar og starf- semi Goldfinger … 40 » reykjavíkreykjavík Garðar Thór Cort- es hefur farið víða á Bretlandseyjum og söng m.a. ný- lega á Írlandi, en þar þekkja flestir hann einfaldlega sem Cortes. Í írska dagblaðinu The Independent er giska volgur dómur um söngvarann þar sem helst er fundið að því að ástríðu og kraft vanti. Hins vegar er Evan Fanning, annar menningarskríbent sama blaðs, öllu jákvæðari. Þá er hann mjög glaður að sjá að óperusöngv- arinn Cortes taki popptónlistarmenn sér til fyrirmyndar og sé með virka MySpace-síðu – og Katherine Jenk- ins og Mylenee Klass sem „Top Fri- ends.“ Þá minnist hann á Einar Bárðarson, umboðsmann Garðars, og kallar hann Simon Cowell Ís- lands. Þeim verður tíðrætt um stöðu Garðars á mörkum popptónlistar og klassíkur, mærum sem sumir í óp- eruheiminum hafa ímugust á en Garðar Thór og fleiri telja ónumin lönd. Garðar Thór kom einnig fram í sjónvarpsþætti Alan Titchmarsh á ITV í gær, en Alan þessi er mikill aðdáandi Garðars. Hann stýrði lengi vel þáttum um garðyrkju á BBC en hefur nú fært sig yfir í spjallþættina. Ævintýri Cortes í Bretlandi Hvað eiga Dan Quayle, Meat- loaf, John Tra- volta og Beyonce sameig- inlegt? Jú, eins og fram kemur annars staðar í blaðinu þá gisti Beyonce – og kannski Jay-Z – á Hótel Keflavík síðustu nótt og af því tilefni rifjuðu Víkurfréttir upp nokkra fyrrver- andi gesti hótelsins og ljóst er að keflvíska hótelið hentar jafnt skrif- blindum varaforsetum, íturvöxnum leikurum og brjóstgóðum söngvur- um og -konum. Hótel fræga fólksins  Kvikmynda- gerð Friðþæg- ingar, skáldsögu Ian McEwan, vann Golden Globe-verðlaun- in á sunnudags- kvöld og útgef- andi höfundarins hérlendis, Bjart- ur, var forspár um velgengni myndarinnar – en endurútgáfa bókarinnar í kilju var fyrsta bók forlagsins á þessu ári, með þeim Keiru Knightley og James McAvoy á forsíðu. Flýtirinn virðist þó hafa verið óþarflega mikill því þriðja að- alpersóna bókarinnar, Briony Tall- is, er sögð þrettán ára strákur í upphafi káputextans – en þar fyrir ofan má sjá leikkonuna Saoirse Ronan spóka sig í sumarkjól í hlut- verki ungmeyjarinnar Briony. En sjálfsagt hefur skáldið komið þarna upp í káputextahöfundi enda má vel færa rök fyrir því að sagan yrði jafnvel forvitnilegri með þessum kynskiptum. Kynskipti í káputexta Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is JOHNNY Depp bræddi mörg meyjarhjörtun í ís- lenskum kvikmyndahúsum árið 1990 þegar hann fór smjörgreiddur og leðurjakkaklæddur með hlutverk vandræðagepilsins Wade „Cry-Baby“ Walker í kvikmyndinni Cry-Baby. Þar er allsráð- andi rokk-og-ról stemning 6. áratugarins í Bandaríkjunum, sagan í grunninn nútíma Róm- eó og Júlía, forboðin ást, en ævintýrið endar þó vel en ekki á sjálfsvígum. Nú hefur leikkonan Björk Jakobsdóttir skrifað leikgerð upp úr myndinni og leikstýrir nemendum Verzl- unarskólans í uppfærslu á verkinu í Austurbæ, sem ber heitið Kræ-beibí. Björk segist vera nokkuð trú kvikmyndinni í leikgerðinni. „Auðvitað verður þetta aldrei eins og myndin en við erum dálítið að vinna með kvikmyndaformið í leikhúsinu,“ segir Björk. Vídeótækni sé mikið notuð og þar hafi vídeó- kunnátta nemenda komið sér vel. „Við erum bú- in að brjóta dálítið upp þetta form sviðsins í leik- húsinu, það er ekki lengur bara þetta svið og áhorfendur heldur bjóðum við upp á nýjungar í því hvar er leikið í leikhúsinu og hvernig.“ Gaman að leikstýra Verzló Björk segir ýmis lög úr myndinni sem mönn- um þóttu leiðinleg hafa verið tekin út og gamlir „fiftís“ rokkslagarar settir í staðinn, t.d. „Hound dog“. Hún vildi hafa sýninguna sjónræna og flotta og mörg stuðlög, og vildi tryggja að talað mál kæmi ekki niður á dans- og tónlistar- atriðum. Þetta er ekki frumraun Bjarkar í leikstjórn söngleikja því hún leikstýrði nemendum Fjöl- brautaskóla Garðabæjar í uppsetningu hans á Moulin Rouge fyrir þremur árum. Björk segir af- skaplega gott að leikstýra Verzlingum, góð stemning í hópnum og hún hlakki til að mæta í vinnuna. „Stundum getur verið alveg ótrúlega skemmtilegt að leikstýra áhugafólki sem gefur allt í þetta og það getur líka verið hundleiðinlegt að leikstýra atvinnuleikurum sem nenna varla að mæta í vinnuna,“ segir Björk um muninn á því að leikstýra fag- og áhugamönnum. Það sé vissu- lega erfitt að stýra menntaskólasýningu því hóp- urinn sé risastór og orka leikstjórans þurfi að vera í botni allan tímann. Á sama tíma sé það mjög gefandi því hæfileikarnir séu miklir og get- an eftir því. Tónlistin er í höndum Jóns Ólafs- sonar og hafði hann orð á því við Björk hversu margir góðir söngvarar hefðu verið hópi nem- enda í ár. Smjörgreidda hetjan En aftur að söguþræði Kræ-beibí. Í henni tak- ast á tveir hópar, Hnakkar og Hyski. „Hnakk- arnir eru allir á „playback“, allt raddað til and- skotans, vel útfært en steindautt, svolítið eins og diskóið. Svo er „live band“ með Hyskinu,“ segir Björk um söguna, hún sé algjör formúla. Dökka hetjan hittir sæta stelpu af öðru sauðahúsi sem á að giftast „millistjórnanda-í-banka-týpunni“, „Hnakka-snobbara“ eins og Björk kallar hann. Hana dreymir hins vegar um hetjuna, Kræ-beibí. Önnur stúlka elskar Kræ-beibí en hann vill ekk- ert með hana hafa. Kræ-beibí kemst í kast við lögin, er stungið í fangelsi og sæta stelpan ákveður að giftast snobbhananum og allt virðist ætla að enda með ósköpum. En eins og allir vita sem þekkja formúluna þá endar allt vel. Sæta stelpan fer í rauðan kjól og lætur vindinn leika um sítt, óaðfinnanlegt hárið í fangi smjör- greiddrar hetjunnar sem ber húðflúrað tár á hvarmi. Vælukjói að hætti Verzlinga Verzlingar setja upp söngleikinn Kræ-beibí í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur Morgunblaðið/G.Rúnar Leikstjórinn og leikararnir „Stundum getur verið alveg ótrúlega skemmtilegt að leikstýra áhugafólki,“ segir Björk. Kræ-beibí Með aðalhlutverkin fara þau Sigurður Þór Óskarsson og Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirs- dóttir. Tónlistarstjórn er í höndum Jóns Ólafs- sonar og Björn Jr. Friðbjörnsson á söngtexta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.