Morgunblaðið - 15.01.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.01.2008, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir að nokkrar nýjar kvik- myndir hafi verið frumsýndar fyrir helgi tókst engri þeirra að slá æv- intýramyndina National Treasure: Book Of Secrets af toppnum. Nicol- as Cage og félagar eru því í efsta sæti bíólistans aðra helgina í röð, en rúmlega 3.500 manns sáu myndina um þessa helgi, og alls hafa því rúm- lega 16.000 manns séð hana hér- lendis. Breska gamanmyndin Death at a Funeral stökk hins vegar beint í annað sætið, en tæplega 2.500 manns skelltu sér á hana um helgina. Myndin segir frá manni nokkrum sem ætlar að veita föður sínum sómasamlega útför, en þegar á hólminn er komið reynist það þrautin þyngri. Þá var bandaríska hrollvekjan The Mist einnig frumsýnd fyrir helgi, en myndin er byggð á sam- nefndri sögu hrollvekjumeistarans Stephens King. Leikstjóri mynd- arinnar er Frank Darabont, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann leik- stýrir mynd sem byggð er á sögu Kings. Áður leikstýrði hann bæði The Shawshank Redemption og The Green Mile við góðan orðstír. Rúm- lega 2.000 manns þorðu á The Mist um helgina. Loks frumsýndi Græna ljósið nýj- ustu mynd leikstjórans Ang Lee, Losti, varúð (Se Jie). Myndin gerist í Sjanghæ stuttu fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. 500 manns skelltu sér á myndina sem er stranglega bönnuð börnum enda ansi svæsin kynlífs- atriði í myndinni – en íslenskir bíó- gestir hafa þó fæstir lagt jafn mikið á sig og fjöldi Kínverja gerði, en þeir þurftu að gera sér ferð til Hong Kong til að sjá myndina sem er bönnuð annars staðar í Kína. Vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Bíógestir velja ævintýri, erótík, grín og hrylling        * E.  (                       !   "  # $ %&'  ( ) $   % '&  * & +, $  ") -  $ .   +/ %                Margt býr í þokunni Bandaríska hrollvekjan The Mist segir frá óhugnan- legum atburðum sem eiga sér stað í smábæ í Maine-fylki. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „STÓR? Hún er nú ekkert svakalega stór,“ segir Steinþór Jónsson, hót- elstjóri Hótel Keflavíkur, þegar hann er spurður hvernig stórstjarnan Beyoncé Knowles hafi komið honum fyrir sjónir. Eins og fram kom á mbl.is í gær millilenti bandaríska söngkonan ásamt fylgdarliði sínu í Keflavík í fyrrakvöld, og gisti fólkið á hótelinu um nóttina. „Þau komu hingað og innrituðu sig, og fóru svo út að horfa á leik í ameríska fótbolt- anum,“ segir Steinþór og bætir því við að um níu eða tíu manns hafi verið að ræða. Á vef Víkurfrétta í gær kom fram að Jay-Z, rappari og kærasti söngkonunnar, hafi verið með í för en Steinþór gat ekki staðfest það. Gaman að koma til Íslands Að sögn Steinþórs fékk hópurinn svítur á fjórðu hæð hótelsins út af fyrir sig. „Aðstoðarhótelstjórinn fór beint í að leysa mál sem þau báðu um, sérþarfir sem voru reyndar frekar minni háttar. Þetta voru ákveðnar óskir sem var bara brugðist við, það voru engir stjörnustælar í þessu,“ segir hann. „Það var annars full- bókað hjá okkur að öðru leyti, meðal annars mikið af Bandaríkjamönnum, og það varð auðvitað uppi fótur og fit þegar fréttist hver var að fara að ganga í gegnum anddyrið,“ segir Steinþór, en Beyoncé og félagar yf- irgáfu hótelið kl. 8.45 í gærmorgun. „Hún var kurteis og heilsaði öllum. Svo heyrði ég í henni þegar ég var að fara, og færði henni smágjöf frá hót- elinu, bara til þess að gera eitthvað. Þetta var listaverk frá systur minni, Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, og hún þakkaði kærlega fyrir sig. Hún sagði svo að sér hefði þótt mjög gaman að koma til Íslands.“ Beyoncé á Íslandi Reuters Fögur Beyoncé sagði að sér hefði þótt gaman að koma til Íslands. HRÍSEYINGAR! Á síðasta ári fékk einn af hverjum sex Hríseyingum vinning í Happdrætti Háskólans. Eru Hríseyingar heppnasta fólk landsins? – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU Sími 564 0000Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* The Golden Compass kl. 6 - 8 B.i. 10 ára The Nanny Diaries kl. 10 Alvin og íkornarnirm/ísl. tali kl. 6 Lions for lambs kl. 8 - 10 B.i. 7 ára The Mist kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára The Mist kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS The Nanny Diaries kl. 5:40 - 8 - 10:20 The Golden Compass kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára Alvin og íkornarnir ísl. tal kl. 4 - 6 Alvin and the C.. enskt tal kl. 8 Duggholufólkið kl. 3:45 B.i. 7 ára Hitman kl. 10 B.i. 16 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Dagbók fóstrunnar eee - A.S. MBL Stórskemmtileg gamanmynd með Scarlett Johansson í aðalhlutverki sem fóstra hjá ríka liðinu í New York og lífið á toppnum því ekki er allt sem sýnist! ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!eee - T.S.K. 24 STUNDIR eee - S.V. MBL eee - V.J.V., TOPP5.IS SÝND Í SMÁRABÍÓI FRUMSÝNING LOSTI, VARÚÐ SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI eee FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG - DÓRI DNA. D.V. MÖGNUÐ SPENNUMYND EFTIR FRÁBÆRRI SÖGU STEPHEN KING MISTRIÐ FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI OG LEIKSTJÓRA „THE GREEN MILE“ OG „THE SHAWSHANK REDEMPTION“ ÓTTINN BREYTIR ÖLLU! SÝND Í REGNBOGANUM - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Lust, Caution kl. 6 - 9 B.i. 16 ára I´m not there ath. ótextuð kl. 6 - 9 B.i. 12 ára We own the night kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Run fat boy run kl. 5:30 - 8 - 10:10 „Skemmtilegasta og áhrifaríkasta „ævisaga” frægrar rokkstjörnu sem færð hefur verið á hvíta tjaldið á síðustu árum!“ eeee - H.J. MBL eee - A.F.B. 24 STUNDIR „Kynlífssenurnar eru mjög grófar. Ekki svæsnar á klámfenginn hátt en ansi nálægt því. Stórkostlegt listaverk!“ James Berardinelli, Reel Views Frá Óskarsverðlaunahafanum Ang Lee leikstjóra „Brokeback Mountain“ og „ Croutching Tiger, Hiddden Dragon“ “... trúlega besta Stephen King mynd í tæpan áratug.” T.V. - Kvikmyndir.is Cate Blanchett Besta leikkonan í aukahlutverki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.