Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AUKINN AÐGANGUR AÐ LÁNSFÉ Seðlabanki Íslands hefur gripiðtil áþekkra aðgerða og seðla-bankar í nágrannalöndum okk- ar austan hafs og vestan og gert ákveðnar ráðstafanir til þess að auð- velda aðgengi fjármálafyrirtækja að lánsfé. Þetta er að því bezt er vitað í fyrsta sinn sem Seðlabankinn grípur til sérstakra aðgerða vegna þeirrar þróunar sem orðið hefur á fjármála- mörkuðum bæði hér og annars stað- ar. Þá má spyrja hvers vegna nú? Vafalaust eru margar ástæður fyr- ir því. Þó er ljóst að það hefur komið fjármálalífinu hér á óvart hvað vandamál Fjárfestingarfélagsins Gnúps vöktu mikla athygli í öðrum löndum. Og jafnframt er ástæða til að ætla að fjármálakerfið geri sér betur grein fyrir því en áður að þeir ís- lenzkir bankar, sem byggja fjáröflun sína til útlána meira á lántökum á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum en innlánsfé, eigi erfitt um vik að afla þeirra fjármuna á viðráðanlegum kjörum. En væntanlega valda aðgerðir Seðlabankans því að þeir hinir sömu verða ekki jafn háðir erlendum fjár- málamörkuðum og þeir hafa verið. Vandi íslenzku fjármálafyrirtækj- anna er hinn sami og sambærilegra fyrirtækja um allan heim. Það er t.d. athyglisvert að sjá hvað stóru banda- rísku bankarnir ganga langt í því að sækja fé til bæði arabalandanna og Kína. Í mörgum tilvikum sitja þeir hluthafar sem fyrir eru eftir með sárt ennið en meta hagsmuni sína áreið- anlega á þann veg að þessi fjáröflun sé skárri kostur en aðrir sem staðið hafi til boða. Þetta á við um stórfyr- irtæki eins og Citigroup og Merril Lynch svo að dæmi séu nefnd. Það er ekki ólíklegt að aðgerðir Seðlabanka Íslands verði til þess að auka trú á íslenzku bönkunum og öðr- um fjármálafyrirtækjum úti í hinum stóra heimi. Skuldatryggingaálagið á skuldabréf íslenzku bankanna var orðið ótrúlega hátt fyrir helgi. Von- andi hafa aðgerðir Seðlabankans þau áhrif að einhver lækkun verði á því. Það hlýtur ekki sízt að vera tilgang- urinn með tilkynningu bankastjórnar Seðlabankans í gær. Það er athyglisvert hvað vandi fjármálamarkaðarins úti í heimi og hér á Íslandi hefur lítið verið til um- ræðu á pólitískum vettvangi hér. Það liggur við að stjórnmálamennirnir hafi ekki tekið eftir því sem hefur verið að gerast og getur það þó haft mikil áhrif á þjóðarbúskapinn í heild. Hvað ætli valdi því hvað stjórn- málamenn okkar eru sinnulausir um þennan þátt viðskiptalífsins? Vandamálin á markaðnum hér eru ekki að baki. Fleiri slík eiga eftir að koma upp sem varða einstök fyrir- tæki. Sumir gera sér vonir um að hið erfiðasta verði að baki næsta sumar. Aðrir að engin batamerki muni sjást fyrr en á árinu 2009. VERÐLEIKAÞJÓÐFÉLAG? Unglingum af erlendum upprunalíður verr en íslenskum. Þeir verða oftar fyrir einelti en önnur börn og eru mun ólíklegri til að taka stúdentspróf. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Þóroddur Bjarna- son, prófessor í félagsfræði við Há- skólann á Akureyri, kynnti á mál- þingi innflytjendaráðs og félags- og tryggingamálaráðuneytis um fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda á föstudag. Þetta eru alvarleg tíðindi og kalla á úrbætur. Það hefur um nokkurt skeið verið ljóst að börn af erlendum upp- runa flosna fremur upp úr grunn- skóla en börn innfæddra. Það hefur sömuleiðis verið ljóst að mun ólík- legra er að börn af erlendum uppruna ljúki fagnámi eða stúdentsprófi. Þóroddur segir í viðtali við Morg- unblaðið í gær að það sé því ekki að undra að fæst þeirra líti á sig sem Ís- lendinga og ríflega fjórðungur þeirra hyggist flytja af landi brott fyrir fullt og allt þegar þau verða fullorðin. Unglingar af erlendum uppruna hafa samkvæmt rannsókninni bæði verri sjálfmynd og eru þunglyndari. Mikilvægt er að börn af erlendum uppruna læri íslensku og greinilegt að sérstakt átak þarf í kennslu þegar börnin koma af heimilum þar sem ekki er töluð íslenska. Það er grund- vallaratriði í hverju samfélagi að allir búi við jöfn tækifæri. Það á ekki síst við um nám, sem er forsenda þess að komast áfram í lífinu. En það er góðs viti að ástandið virðist misjafnt eftir sveitarfélögum og sums staðar líður börnum af erlendum uppruna jafn vel og öðrum. Þóroddur bendir á að það þurfi „að athuga í hvaða skólum þess- ir krakkar standa sig best og hvað við getum lært af því“. Lykilatriði er að koma í veg fyrir að nýir borgarar á Íslandi einangrist. Annars vegar þarf að tryggja að skólakerfið gefi börnum kost á að ná fullkomnu valdi á íslensku þannig að tungumálið verði ekki þröskuldur án þess að gleyma mikilvægi þess að þau haldi í uppruna sinn og geti lært móð- urmál foreldra sinna. Hins vegar þarf að vinna að því að greiða aðgang for- eldranna að þjóðfélaginu þannig að þeir geti gætt þess að börn þeirra fái menntun og geti tekið þátt í fé- lagsstarfi, til dæmis með því að nýta grasrótina og efna til tengsla við for- eldra annarra barna í sama skóla. Helstu vandamálin vegna innflytj- enda í nágrannalöndunum hafa skap- ast þegar þeir einangrast og eiga ekki kost á að komast áfram í þjóð- félaginu. Könnun Þórodds bendir til þess að við stöndum á krossgötum. Aðgerðaleysi býður hættunni heim, en það eru ýmsar leiðir til úrbóta. Það er ástæðulaust að erlendum ung- lingum líði verr en íslenskum og þeir séu líklegri til að flosna upp úr námi. Hér eiga allir að geta notið sín að verðleikum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Þetta voru snögg umskipti en um-hverfið hérna er mjög skemmti-legt og við erum ánægð með þessaglæsilegu aðstöðu. Hér er mikið rými og allur skólinn nýtur góðs af því. Hér er alltaf fullt í hádeginu,“ segir Kristín Gísladóttir, innkaupastjóri íslenskra bóka hjá Bóksölu stúdenta, þegar blaðamaður tef- ur hana frá fróðleiksþyrstum viðskiptavin- um. Bóksalan er nú komin í hjarta Háskól- ans og dælir þaðan fróðleik um allt svæðið. Kristín segir strauminn hafa verið stríðan frá áramótum en ekki sé ljóst með hin end- anlegu áhrif nýju aðstöðunnar á bóksölu. „Eflaust kemur fleira fólk inn nú en áður. Mér sýnast viðskiptavinirnir líka ánægðari en áður,“ segir hún. Utan glerþilja bóksölunnar sitja þjóð- fræði- og enskunemar og sötra kaffi. Þeir eru teknir tali, spurðir álits á nývirkinu og svara því til að húsið sé mjög flott. „Það er gott að allir séu saman hérna í einu húsi. Hér er fólk úr flestum deildum. Svo er miklu styttra að sækja sér þjónustu,“ segir Gísli Valgeirsson. Rut Elíasdóttir bætir því við að maturinn og sérstaklega kaffið í Hámu, hinni nýju matsölu, sé eitt helsta að- dráttaraflið. „Það er töluvert betra en það sem boðið er upp á í öðrum kaffistofum hér,“ segir hún og gefur kankvís í skyn að uppáhellingurinn geti verið misjafn. Kennararnir hittist meira Rétt hjá standa tveir heldri háskólamenn á spjalli. Eiríkur Tómasson prófessor og Pétur Dam Leifsson, lektor við lagadeild. „Í húsnæðismálum er þetta stærsta stökk fram á við sem ég hef séð,“ segir Eiríkur. Pétur tekur undir orð hans og kveðst mjög ánægð- ur með húsið. Svonefnt háskólasamfélag ber á góma en þótt fólki hafi orðið tíðrætt um það í gegnum árin hefur nemendum oft gengið misjafnlega að koma auga á það. Frekar hafa deildir og skor myndað sín eig- in samfélög og aðallega komið saman til þess að etja kappi á einhvern hátt. „Ég held að þú sjáir háskólasamfélagið ljóslifandi hér í dag,“ segir Eiríkur. „Líklega verður þró- unin sú að hér verði fólk úr öllum deildum og meira að segja kennararnir líka. Kenn- arar hafa rætt um að koma þeirri hefð á að sækja matsöluna hér og reyna að hittast meira.“ Stærð- og verkfræðinemar sitja saman við borð og spjalla en þeir sækja tíma í húsinu. „Það voru ekki mjög miklir möguleikar á að hitta félaga sína í skólanum en nú er komin félagsaðstaða fyrir nemendur í HÍ,“ segir Þórarinn Sigurðsson. „Þótt maður geti ekki séð að fólkið hér myndi einsleitan hóp á neinn máta, þá er skólinn orðinn meira sam- félag en áður var. Þetta er miklu meira samkunduhús en önnur hús hér.“ Blaðamað- ur rekur augun í að þau eru flest ansi vel klædd. Er þeim kalt? „Já, það er reyndar ansi kalt hérna! Það þarf greinilega að skrúfa upp hitann,“ segja þau nánast öll í kór. Stjórnmálafræðinemar sitja hinum megin í salnum, í námunda við listaverkið „Vits er þörf þeim er víða ratar.“ Félagsvísindadeild hefur nýhafið göngu sína eftir jólin og þau segjast enn vera að meta Háskólatorgið, enda varla búin að kíkja þar inn áður. Þau segja aðra stemningu þarna en í Odda. Meira líf, en um leið óróleiki, sé ríkjandi og líklega muni þau ekki setjast við borð þarna til þess að læra á háannatíma. Hins vegar sé húsið glæsilegt og gott að hafa þjónustuna nær sér en áður. Háskólasamféla lífi á nýjum sam Engin lognmolla er á Háskólatorginu á virkum dögum. Þangað sækir fólk úr öllum áttum og fyllir hina víðu sali þess. Vorönn er nýhafin og stúdentar Háskóla Íslands í óðaönn að koma sér aftur í vinnugírinn. Flestir eiga nú erindi í þetta hús sem inniheldur lungann úr þeirri þjónustu sem stúdentar þurfa að nýta sér. Hlið við hlið Yfirbragð Háskólatorgsins er annað en í öðrum opnum rýmum í Háskóla Íslands. Glerveg Bækur Kristín Gísladóttir starfar í Bóksöl- unni. Viðskiptavinir eru almennt ánægðir. Fyrsta mundu Lífseli Kjarta Kennararnir mættir Eiríkur Tómasson pró- fessor og Pétur Dam Leifsson lektor. Í mat Þ maturi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.