Morgunblaðið - 15.01.2008, Page 44

Morgunblaðið - 15.01.2008, Page 44
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Atlagan rannsökuð  Lögreglan rannsakar nú hvort um skipulagða atlögu hafi verið að ræða þegar fimm menn réðust á fjóra lög- reglumenn í götuhópi fíkniefnadeild- ar fyrir helgina. » Forsíða Tilraun til brottnáms  Talið er að reynt hafi verið að nema 8 ára stúlku á brott þar sem hún var á skólalóð Laugarnesskóla. Lögreglan rannsakar nú atvikið. » 2 Rýmri lánareglur  Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að rýmka reglur um verð- bréf sem teljast veðhæf í reglulegum viðskiptum fjármálafyrirtækja við bankann. Bankamenn telja þessa breytingu til góðs. » 2 Norskur blaðamaður féll  Norskur blaðamaður var í hópi sex manna sem biðu bana eftir árás liðsmanna talíbana á hótel í Kabúl í gær. Utanríkisráðherra Noregs var á hótelinu þegar árásin var gerð en særðist ekki. » 14 Fari ekki of fljótt  Leiðtogi samtaka súnnítahópa í Anbar-héraði í Írak telur að dragi Bandaríkjamenn herafla sinn of fljótt frá Írak muni það valda nýjum og hrottalegum átökum milli fylk- inga í landinu. » 14 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Þrengir að Þresti Staksteinar: Helsti þátttakandinn fjarverandi Forystugreinar: Aukinn aðgangur að lánsfé | Verðleikaþjóðfélag? UMRÆÐAN» Mikið frumkvæði Sjálfstæðisflokks Morgunblaðið og fall borgarstjórnar Maður, líttu þér nær Hugrekkið 3  3   3  3 3 3  4 +5%& . %* + 6##%%$% 7 % 3  3  3   3  3 3 3 3   3  - 8 "1 &   3   3  3  3 3 3 3 9:;;<=> &?@=;>A6&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&8%8=EA< A:=&8%8=EA< &FA&8%8=EA< &2>&&A$%G=<A8> H<B<A&8?%H@A &9= @2=< 6@A6>&2*&>?<;< Heitast 0 °C | Kaldast 10 °C Suðaustan- og aust- anátt, víða 5-13 m/s og snjókoma eða él. Kald- ast í innsveitum á Norður- og Austurlandi. » 10 Fyrst voru þau 173, næst 33 og nú eru 12 lög eftir sem keppa um að komast í Evróvisjón fyrir Ís- lands hönd. » 41 TÓNLIST» 12 lög í úr- slitum TÓNLIST» Timati er vinsælastur rússneskra rappara. » 37 Hljómsveitin Skakkamanage er komin hálfa leið til Japans. Hún bíður spennt eftir að kom- ast í karaoke. » 40 TÓNLIST» Millilent á Heathrow KVIKMYNDIR» Friðþæging og djöflarak- ari unnu Gullhnetti. » 43 LEIKLIST» Smágerð og fínleg Bryn- hildur í Brák. » 40 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Beyoncé á Hótel Keflavík í nótt 2. Björk réðst á ljósmyndara 3. Hitti son sinn eftir mörg ár 4. 500 börn heima vegna veðurs Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is TVEIR bræður úr Innri-Njarðvík lentu í óvenjulegri lífsreynslu í kajakróðri á sunnudag þegar þeir rákust á hnúfubak og voru í návígi við hann í um klukkutíma. Síðan í nóvember hafa Andri Þór Arinbjörnsson, 25 ára, og Ari Gauti Arinbjörnsson, 21 árs, farið í sigl- ingu hvor á sínum kajaknum á sunnudagsmorgnum. Að þessu sinni var ferðinni heitið frá Njarðvík í Voga og til baka. Þegar þeir voru um það bil hálfnaðir rákust þeir á hnúfubakinn sem kom reglulega upp á yfirborðið með sporðaköstum og blæstri. „Við sáum hann fyrst í um 40 metra fjarlægð, rerum í áttina að honum og hann kom alltaf upp aftur og aftur,“ segir Andri Þór. „Stund- um kom hann nær okkur og svo virt- ist sem hann hefði jafnmikinn áhuga á okkur og við á honum. Við höldum að hann hafi verið um 15 til 20 metr- ar að lengd og mér stóð ekki á sama þegar hann kom upp um þrjá metra frá mér enda ofboðslega stórt dýr. Það var frekar óþægileg upplifun því hann var í góðri aðstöðu til að ráðast á okkur en gerði það ekki.“ Ari Gauti segir að ferðin sé sú eft- irminnilegasta sem hann hafi upp- lifað. „Ég gleymi þessu aldrei og varð frekar smeykur þegar hann kom upp að okkur. Hann var fullná- lægt til að hægt væri að halda fullum sönsum. Það hvarflaði að mér að hann gæti velt okkur ef hann kæmi nær og því ákváðum við að halda í bátinn hvor hjá öðrum. En eftir á að hyggja var þetta æðislegt og mikil upplifun að sjá þetta dýr við þessar aðstæður.“ Bræðurnir segja að þeir fari mjög varlega, séu vel útbúnir og fari ekki lengra frá landi en svo að þeir geti auðveldlega bjargað sér í land ef á þurfi að halda. Þegar skepnan kvaddi reyndu bræðurnir fyrst að elta hana en þeg- ar hnúfubakurinn lét ekki sjá sig meira sneru þeir við og fóru heim án þess að sigla inn í Voga eins og að var stefnt. Þeir eru áhugaljósmynd- arar en voru ekki með myndavél- arnar með að þessu sinni. Þær verða örugglega með næst, segja þeir. Stóð ekki á sama með skepnuna við hliðina á sér Kajakræðarar í klukkutíma í návígi við hnúfubak á milli Njarðvíkur og Voga Árvakur/Kristinn Upplifun Þeir bræðurnir Ari Gauti og Andri Þór Arinbjörnssynir segja það hafa verið óþægilega reynslu er hnúfubakurinn kom upp rétt hjá þeim en eftir á æðislega upplifun að sjá þetta stóra dýr í svona miklu návígi. ALVARLEGT vinnuslys varð í Klettagörðum í gærkvöld kl. 18.40 þegar iðnaðarmaður féll milli hæða í húsi og lenti á steyptu gólfi. Hann var fluttur á slysadeild með slæm höfuðmeiðsl og átti að leggjast inn á gjörgæsludeild að lokinni aðgerð. Tildrögin voru þau að hann féll nið- ur um op í gólfi þar sem hann var við vinnu sína og fjóra metra niður á næstu hæð. Tvö önnur vinnuslys urðu á svip- uðum tíma en ekki alvarleg. Í öðru þeirra datt iðnaðarmaður úr hárri tröppu við Fáfnisnes og stuttu síðar annar iðnaðarmaður niður úr vinnupalli í Sóltúni. Alvarlegt vinnuslys BJÖRK Guðmundsdóttir söngkona réðst að ljósmyndaranum Glenn Jeffrey við komuna á flugvöllinn í Auckland á Nýja-Sjálandi. Söng- konan var að koma úr löngu flugi þegar myndin var tekin. Á vinstri hluta þessarar samsettu myndar má sjá ljósmyndarann Glenn Jeffrey, sem starfar fyrir The New Zealand Herald, í nýrifnum bol. Nýjustu fréttir herma að hann hyggist ekki kæra atvikið og haft var eftir lög- reglunni í Auckland að hún væri ekki að rannsaka atvikið. Björk hefur áður komist í kast við ljósmyndara á flugvelli, í Bangkok árið 1996. | 39 Björk rífur bol ljósmyndara Söngkonan réðst að ljósmyndara á Nýja-Sjálandi Reuters Ljósmyndarinn og söngkonan Samsett mynd af Jeffrey og Björk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.