Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 19 VÍSNAHORNIÐ Af milljóna tapi og ergi Friðrik Jónsson á Helgastöðumorti hringhendu á sínum tíma: Heimsins brestur hjálparlið hugurinn skerst af ergi. Þegar mest ég þurfti við þá voru flestir hvergi. Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi veltir fyrir sér stöðunni á fjármálamörkuðum og nýja orðinu „fjármálaverkfræði“: Eflaust þjáir menn ergi í dag sem aurunum tókst ekki að bjarga. Fjármálaverkfræði er verðugt fag því verkurinn þjáir nú marga. Bjarni Jónsson frá Gröf orti árið 1960 þegar ÚA skilaði 15,6 milljóna tapi – og þótti mikið. Þá var afkoma fyrirtækja enn mæld í milljónum: Á útgerðinni okkar tap átti að vera stærra. Kannske fyrir klaufaskap komust þeir ekki hærra. Þorsteinn Magnússon Gilhaga í Skagafirði orti: Anda napurt oft ég finn. Auðnu tapast vegur. Asnaskapur allur minn er svo hrapallegur. Jóhann Ólafsson bóndi í Miðhúsum orti sjötugur: Ég hef hlotið margt og misst marki náð og tapað, elda kveikt og einnig fryst eyðilagt og skapað. Björn G. Björnsson orti í svipuðum dúr: Ég hef kysst og ég hef misst, ég hef girnst og tapað. Sál mín þyrst í ljóð og list lyft sér fyrst, en hrapað. Þá Arnheiður Guðjónsdóttir, Múlahúsum: Gróði eins er annars tap oft fer margt að veði. Fyrir kráar kunningsskap keypta og selda gleði. Loks orti Sveinn Hannesson frá Elivogum: Lífs á krapa köldum sjó kólgan napurt lemur. Síst þó tapa ég sinnis ró. Sigg í skapið kemur. pebl@mbl.is GÆLUDÝR eru vinsæl meðal Jap- ana og virðast hundar vera þar fremstir í flokki. Fyrirsæturnar hér á myndinni tóku þátt í sérstakri hundatískusýningu sem haldin var í Tókýó um helgina. Líkt og myndin ber með sér þá var mikið lagt upp úr að bæði hundar og menn skört- uðu þar sínu fínasta. Tískusýningin var hluti af sér- stakri nýársveislu sem efnt var til þar í borg, sérstaklega fyrir hunda. Sannkallað hundalíf NÝTTU ÞÉR STIGHÆKKANDI VEXTI LÁTTU PENINGANA ÞÍNA VINNA STIGHÆKKANDI VEXTIR ÖRUGG OG GÓÐ ÁVÖXTUN VEXTIR GREIDDIR MÁNAÐARLEGA HELSTU KOSTIR VAXTAÞREPS: Kynntu þér málið á www.glitnir.is, í næsta útibúi eða í þjónustuveri í síma 440 4000 Vaxtaþrep er sparnaðarreikningur sem býður upp á háa og örugga ávöxtun. H V Í T A H Ú S IÐ /S Í A – 0 7 – 2 1 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.