Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Björn Jóhann Björnsson og Halldóru Þórsdóttur BANKASTJÓRN Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að rýmka reglur um verðbréf sem teljast veðhæf í reglulegum viðskiptum fjármálafyrir- tækja við bankann. Meðal nýrra veðhæfra bréfa verða nú verðbréf í erlendum gjaldmiðli auk þess sem rýmkaðar verða reglur um sértryggð skulda- bréf. Með þessum rýmkuðu reglum er ljóst að ís- lensk fjármálafyrirtæki geta aukið reiðufé sitt og fengið betri aðgang að lánsfé en áður. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að breytingarnar miði að því að færa reglur bankans nær því sem gerist í nálægum löndum, þannig að rekstrarumhverfi og samkeppnisstaða íslenskra banka verði áþekk því sem erlendir samkeppn- isbankar búa við að því er varðar veðlánaviðskipti við seðlabanka. Greiði úr lausafjármálum fjármálakerfisins Bent er á að ýmsir seðlabankar hafi rýmkað mögulega lausafjárfyrirgreiðslu sína undanfarnar vikur og mánuði. Á íslenskum millibankamarkaði hafi viðskipti gengið vel fyrir sig, ávöxtun verið í eðlilegu samhengi við stýrivexti Seðlabankans og miðlun lauss fjár undantekningarlaust verið hnökralaus, eins og það er orð- að. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir ákvörðun Seðlabankans hafa þá þýðingu fyrst og fremst að fleiri eignir bank- anna nýtist þeim til að taka endurhverf lán. Þetta sé mjög jákvætt hjá Seðlabankanum og í samræmi við það, sem seðlabankar í Bandaríkjunum og Evrópu hafi verið að gera til að bregðast við að- stæðum á fjármálamörkuðum. Ákvörðunin sé til þess fallin að bæta aðgang að lánsfé fyrir allt ís- lenska fjármálakerfið, en það sé einnig hagsmuna- mál fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem njóta þjón- ustu fjármálafyrirtækjanna. Aðspurður segir Halldór að Seðlabanki Íslands sé ekki að bregðast við neinum bráðavanda, held- ur aðallega að samræma aðgerðir sínar við aðra seðlabanka víða um heim. Hann ítrekar að staða Landsbankans sé mjög sterk um þessar mundir, bæði hvað varðar eiginfjár- og lausafjárstöðu. Það hafi t.d. komið skýrt fram í gær þegar Landsbank- inn tilkynnti um viðræður um yfirtöku á Close Brothers bankanum ásamt Cenkos Securities, og viðbrögð markaðarins hafi verið jákvæð. Gæti slegið á skuldatryggingarálagið „Þetta er jákvæð aðgerð,“ segir Ingólfur Helgason, for- stjóri Kaupþings á Íslandi, sem tekur í sama streng og Halldór. Ingólfur segir breytinguna til þess fallna að auðvelda lána- stofnunum aðgang að fjármagni í endurhverfum viðskiptum og hún sé í samræmi við aðgerðir ann- arra seðlabanka. Óbeint megi túlka þetta sem ákveðinn slaka á peningastefnu Seðlabankans og undanfara vaxtalækkunar. Ingólfur segir bankana almennt vel fjármagn- aða en þetta muni líklega lækka vaxtakjörin, bæði hér heima og annars staðar, og sé einnig líklegt til að slá á skuldatryggingarálag bankanna, sem eins og kunnugt er hefur hækkað talsvert undanfarið. „Okkur líst vel á þessa aðgerð og teljum að hún muni auðvelda samkeppnisstöðu fyrirtækja sem starfa á alþjóðlegum markaði.“ Ekki náðist samband við talsmenn Glitnis. Bankarnir fagna rýmri lánareglum Seðlabankans Halldór J. Kristjánsson Ingólfur Helgason Samræmist aðgerðum erlendra seðlabanka en séu ekki viðbrögð við bráðavanda GÓÐUR stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli fyrir íslenska landsliðið í handknattleik, en liðið er að leggja af stað á Evrópumótið í Noregi. Þessir drengir létu sig ekki vanta í Laugardalshöll í gær þegar Ísland spilaði við Tékkland. Íslenska landsliðið vann öruggan sigur, 33:28. | Íþróttir Góðir stuðningsmenn Íslands Árvakur/Frikki NEW York-borg hefur ákveðið að fá Ólaf Elíasson myndlistarmann til að vinna verk- efni á stóra sýn- ingu fyrir borgina undir heitinu „Fossarnir í New York“. Verkin eiga að vera á fjórum stöðum í ánni East Ri- ver, milli Manhattan og Brooklyn. Verkefnið felur í sér að reistir verða vinnupallar á hæðarbilinu 27- 37 metrar í ánni og verður notaður sérstakur dælubúnaður til að soga vatnið upp á efstu hæðir pallanna. Þaðan fellur vatnið síðan niður og myndar fossa. Gætt verður að því með sérstökum ráðstöfunum að fisk- ar og önnur dýr lendi ekki í dælun- um. Fossarnir verða sýnilegir jafnt frá landi sem vatni og var ráðgert að Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, myndi kynna verkefnið formlega í dag, þriðjudag. Reisir fossana New York fær Ólaf Elíasson í verkefni Ólafur Elíasson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur nú til rannsóknar atvik sem varð á skólalóð Laugarnesskóla hinn 3. janúar, að því er talið er, þeg- ar reynt var að nema á brott 8 ára stúlku sem er nemandi í skólanum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu munu þrír menn á grænum bíl hafa reynt að ná barninu upp í bílinn en atvik eru um margt óljós og hefur lögreglan mjög fáar vísbendingar að vinna eftir. Atvikið mun hafa orðið á skólatíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í umræddan bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlkan lýsingu á bílnum. Samhliða því að atvikið var til- kynnt lögreglunni, sendi skólastjóri Laugarnesskóla bréf til allra um- sjónarkennara við skólann þess efnis að brýndar yrðu fyrir nemendum ákveðnar reglur í samskiptum við aðra og að þeir stæðu fast á sínu. Jafnframt voru kennarar hvattir til að leggja sitt af mörkum til að skapa ekki ótta meðal barna. Foreldrum var ekki gert viðvart um atvikið af hálfu skólans og er skýringin á því sú að það er Barnavernd Reykjavíkur sem ákveður framhald málsins sjálfs, samkvæmt upplýsingum Sig- ríðar Heiðu Bragadóttur, skóla- stjóra Laugarnesskóla. Reynt að nema barn á brott af skólalóðinni Lögreglan rannsakar nýlegt atvik við Laugarnesskóla NÝR flokkur óverðtryggðra ríkis- bréfa, á gjalddaga árið 2018 eða 2019 verður gefinn út fljótlega, samtals 35 milljarðar króna á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Seðlabankans. Þá verður gefinn út nýr tveggja ára flokkur ríkisbréfa fyrir um 12 milljarða króna á seinni hluta ársins. Á móti verða 30 milljarðar inn- leystir í tveimur flokkum ríkisbréfa á þessu ári. Einnig verður reynt að kaupa upp spariskírteinaflokk RIKS 151001 eftir því sem aðstæð- ur leyfa. Ríkisvíxlaútgáfu hætt Útgáfu ríkisvíxla verður hætt, en helsta markmið með henni var að útvega ríkissjóði lánsfé til að mæta sveiflum í tekjum og útgjöldum inn- an ársins. Nú eigi ríkissjóður hins vegar 93 milljarða á viðskiptareikn- ingi sínum í Seðlabankanum og er því skammtímalánsfjárþörf engin. Loks segir í tilkynningunni að fyrirhugað sé að greiða upp 150 milljóna evra langtímalán í maí nk. Ríkisbréf að virði 47 ma. króna Skammtímalánsfjár- þörf að engu orðin NIÐURSTAÐA hefur fengist í rannsókn lögreglunnar á Suðurnesj- um á stórbruna við Hafnarveg í Vog- um hinn 9. desember síðastliðinn þar sem tíu bílar eyðilögðust. Samkvæmt rannsókninni munu eldsupptök vera rakin til íkveikju og segir lögreglan að kunnáttumenn hafi sýnilega verið að verki. Við rannsóknina fékk lögreglan til aðstoðar bandaríska lögreglumenn sem eru sérfræðingar í brunarann- sóknum og störfuðu þeir hér í fáeina daga með íslenskum starfsbræðrum sínum. Rannsókn á málinu heldur áfram hjá lögreglunni og hefur enginn ver- ið handtekinn grunaður um verkn- aðinn að sögn lögreglunnar. Tjónið í brunanum er metið á tugi milljóna króna, og er einn eigandi að öllum bílunum. Þegar eldurinn braust út voru Brunavarnir Suðurnesja kallaðar til og gekk vel að slökkva eldinn. Veður var ákjósanlegt fyrir slökkvistarf, stillt og kalt. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í nærliggj- andi húsnæði en auk bíla og báts brunnu plastkör og lausir munir sem á svæðinu voru. Íkveikja staðfest ♦♦♦ ESKFIRÐ- INGAR! Margt býr í Austfjarðaþokunni. Á Eskifirði búa til dæmis 123 vinningshafar í Happdrætti Háskólans í fyrra. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.