Morgunblaðið - 15.01.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.01.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 39 EKKI er búist við að söngkonan Björk Guðmundsdóttir fái á sig kæru vegna atviks sem varð við komu hennar til flugvallarins í Auckland á Nýja-Sjálandi í fyrra- dag, en þar mun hún syngja á tón- listarhátíð á föstudaginn kemur. En á flugvellinum réðst Björk að ljós- myndara sem hafði tekið af henni myndir þrátt fyrir að hafa verið beð- inn um að gera það ekki. Að þessu sinni var það Glenn Jeffrey, ljós- myndari frá ný-sjálenska dag- blaðinu Herald, sem tók af henni nokkrar myndir þrátt fyrir að fylgd- armaður Bjarkar bæði hann um að gera það ekki. Jeffrey segir að hann hafi tekið nokkrar myndir af henni og snúið sér undan til að ganga á braut þegar Björk réðst aftan að honum og reif stuttermabolinn hans niður eftir bakinu. Við árásina valt Björk um koll og datt í gólfið. Jeffrey segist ekki hafa talað við hana eða snert hana. Förunautur Bjarkar sem ekki hef- ur verið nefndur á nafn mun hafa sagt: „B, ekki gera þetta. B, ekki gera þetta.“ Eftir árásina ræddi Jeffrey við lögregluna og lét hafa eftir sér að það væri óviðunandi að ráðist væri á fréttaljósmyndara og hann ætlaði að athuga sinn lagalega rétt. Síðdegis í gær kom frétt í Herald þar sem fram kom að hvorki Jeffrey né Herald ætluðu að kæra atvikið og lögreglumaður í Auckland sagði að þeir væru ekki að rannsaka atvikið. Samkvæmt vefmiðlinum E! Online á talskona flugvallarins að hafa sagt fréttamönnum að það væri til mynd- bandsupptaka úr öryggismynda- vélum af atvikinu ef lögreglan færi fram á að sjá það vegna rannsóknar málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Björk fær nóg af ágangi fjölmiðla- fólks, því árið 1996 réðst hún á fréttakonu á flugvellinum í Bang- kok. Björk baðst fyrirgefningar á því atviki og var það ekki kært. Hægt er að sjá myndband af því á vefsíðunni YouTube (leitarorð: Bjork fight). Fjölmiðlar fjölluðu flestir um árás Bjarkar á ljósmyndarann í vef- miðlum sínum í gær. Slúðursíðurnar Perezhilton.com og People.com létu sitt ekki eftir liggja frekar en virðu- legri miðlar eins og Reuters, The Guardian, San Francisco Chronicle og The New Zealand Herald. Reuters Í essinu sínu Björk á tónleikum í Lima í Perú 13. nóvember síðastliðinn. Björk lemur ljósmyndara Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó The Nanny diaries kl. 8 - 10:20 The Golden Compass kl. 8 - 10:30 Duggholufólkið kl. 6 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Sýnd kl. 6, 8 og 10 ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! eee FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG - DÓRI DNA. D.V. Sýnd kl. 5, 8 og 10:15 Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina eeee - Ó.H.T., RÁS 2 Þetta er frumleg, úthugsuð, vönduð og spennandi barna- og fjölskyldumynd, besta íslenska myndin af sínu tagi. eeee - B.S., FBL „...ein besta fjölskyldu- afþreyingin sem í boði er á aðventunni” eee - S.V., MBL „Duggholufólkið bætir úr brýnni þörf fyrir barnaefni” EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. í Háskólabíói -bara lúxus Sími 553 2075 11. - 24. Janúar SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABIÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Sýnd kl. 8 og 10:30 eee - S.V. MBL SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 6 m/ísl. tali NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! MÖGNUÐ SPENNUMYND EFTIR FRÁBÆRRI SÖGU STEPHEN KING MISTRIÐ FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI OG LEIKSTJÓRA „THE GREEN MILE“ OG „THE SHAWSHANK REDEMPTION“ ÓTTINN BREYTIR ÖLLU! www.laugarasbio.is Stærsta kvikmyndahús landsins MOLIÈRE PERSEPOLIS LOFAÐU MÉR LÖGMAÐUR HRYÐJUVERKANNA Dagskrá og miðasala á midi.is Allt um myndirnar á graenaljosid.is og af.is “... trúlega besta Stephen King mynd í tæpan áratug.” T.V. - Kvikmyndir.is Allar myndir eru með enskum texta Persepolis kl. 6 Moliére kl. 10 Lögmaður hryðjuverkanna kl. 8 Lofaðu mér kl. 10 2 dagar í París kl. 8 Síðasti geðsjúklingurinn kl. 6 Vonbrigði kl. 6 2 DAGAR Í PARÍS SÍÐASTI GEÐSJÚKLINGURINN VONBRIGÐI eeeee - H.J. MBL Opið hús Við bjóðum ykkur í heimsókn í dag kl. 16–18, íbúð 503 LINDARGATA 27 REYKJAVÍK Stórglæsilegt fjölbýlishús Höfum til sölu eina íbúð í þessu einstaklega glæsilega húsi við Lindargötu. Um er að ræða 80 fm, 2ja herbergja íbúð á fimmtu hæð. Íbúðinni er skilað fullbúinni með parketi á gólfum en ísskápur og upp þvottavél f ylgja. Staðsetning hússins í hjarta borgarinnar er frábær, í göngufæri við alla þá verslun og þjónustu sem miðbærinn hefur upp á að bjóða. Verð 31,9 millj. Ítarlegar upplýsingar um eignina á vefsíðu okkar www.iav.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200www.iav.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.