Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 25 MYNDIN er að skýrast varðandi „útvistun“ á störfum læknaritara á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. 1) Ljóst er að þetta er liður í áformum um einkavæðingu á starf- semi Landspítalans. Það upplýsti Niels Christian Nielsen, aðstoð- armaður lækningaforstjóra, í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 hinn 7. janúar sl. Þessi talsmaður sjúkrahússins var spurður hvort þetta væri „skref í átt að einkavæðingu í heilbrigð- iskerfinu?“ Hann svarar: „Ja, nú er- um við að taka eitt skref í einu, við skulum sjá fyrst hvort að þetta gengur upp hjá okkur og hvort að allra öryggisþátta og þeirra þátta sem við höfum, sem við berum fyrir brjósti, hvort það gengur upp og þá gæti þetta orðið skref í þá áttina.“ 2) Yfirlýstur tilgangur með út- vistun er að ná niður útgjöldum sem stéttarfélögin óttast að verði á kostnað starfsmanna. Már Krist- jánsson, sviðsstjóri á slysa- og bráðasviði LSH, segir í fréttaviðtali á Stöð 2, 8. janúar sl., að Landspít- alinn sé með þessu að „leita allra leiða til að ná rekstrarkostnaði nið- ur“. Hann segir ennfremur: „Okkur er þröngt sniðið stakkurinn að umb- una fólki í formi launa þannig að við sjáum þarna ákveðin tækifæri fyrir fólkið að stofna fyrirtæki þar sem að það gæti tekið þennan þátt lækna- ritunarstarfanna að sér og við telj- um að það séu möguleikar á því að fólk geti aflað sér betri tekna með þessum hætti.“ Í fréttinni er enn- fremur haft eftir sviðstjóranum að spítalinn hafi „hvorki … fjárhags- legt svigrúm til að fjölga læknarit- urum né borga þeim yfirvinnu. Stjórnendur vilji sjá meiri afköst fyrir minna fjármagn. Felist engin hagræðing í tilraunaverkefninu verði ekki af útboði.“ Ekki verður betur séð en hér sé verið sé að reyna að slá ryki í augu fólks með tali um að í útvistun felist „tækifæri fyrir fólkið“ þegar jafn- framt er ljóst að verið er að fara fram á meiri vinnu fyrir minni laun. 3) Ekki hefur verið leitað eftir samstarfi við starfsfólk. Eftirfar- andi yfirlýsing frá fulltrúum lækna- ritara á Landspítala birtist í 24 Stundum 28. des. sl.: „Læknaritarar á Landspítala harma það að þurfa að kalla eftir upplýsingum eða lesa í dagblöðum um þá fyrirætlan að bjóða út ritun sjúkraskráa stofn- unarinnar. Læknaritarar fordæma þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við þessa fyrirætlan. Á annað hundrað læknaritara vinna á spít- alanum og lesa um það í blöðunum að „…þeir sem missa vinnu hjá okk- ur verði ráðnir annars staðar ef til þess kemur…“ (24 stundir) og að leita eigi eftir skilvirkari vinnu- brögðum. Læknaritarar telja veru- lega að starfsheiðri sínum vegið. Mikið hefur verið fjallað um málefni Landspítala síðustu vikur. Málefnin eru mörg og brýn sem taka þarf á. Læknariturum er kunnugt um það eins og öðrum fagstéttum. Bendum við á að læknaritarar eru færir um að ræða um þau málefni sem að þeim snúa svo sem ritun sjúkra- skráa, hagræðingu ýmiss konar og ekki síst lausnir. Læknaritarar eru meðvitaðir um húsnæðisvanda spít- alans. Við hvetjum framkvæmda- stjórn Landpítala til að eiga við- ræður við læknaritara um þeirra málefni.“ 4) Þegar útboðsgögnin á verkefn- inu eru skoðuð kemur í ljós að það er ekki á færi nokkurra einstaklinga að bjóða í verkefnið eins og gefið hefur verið í skyn. Vitað er að fyr- irtæki í lyfjaiðnaði hafa sýnt verk- efninu áhuga en láta fylgja með sögunni að þau myndu stofna sér- stakt fyrirtæki um þennan þátt sér- staklega, væntanlega meðvituð um þá gagn- rýni að varhugavert sé að fela hagsmuna- aðilum í lyfjasölu rekstur þessarar starfsemi. 5) Sagt er að um sé að ræða tilraunaverk- efni og verði frekari ákvarðanir teknar að tilraunatím- anum – sex mánuðum – liðnum. Trúir því einhver að eftir að fyr- irtæki hefur fengið verkefnið í sinn hlut, komið sér upp nauðsynlegum búnaði og ráðið fólk til starfa, að þá yrði verkefnið tekið frá því? Er ekki jafnvel líklegt að öflugt fyrirtæki sem ætlaði sér að komast þarna í örugga tekjulind til frambúðar myndi jafnvel undirbjóða verkið á tilraunatímanum vitandi að þegar fram liðu stundir hefði það yf- irburðastöðu, jafnvel einokunar- aðstöðu, gagnvart LSH og gætu þá stillt spítalanum upp við vegg? 6) Læknaritarastarfið er eitt af lykilstörfum í heilbrigðiskerfinu. Persónuverndarsjónarmið og krafa um góða fagmennsku eru þar grundvallaratriði. Læknaritarar vilja að sjálfsögðu koma að end- urskipulagningu á verksviði sínu ef um slíkt ætti að vera að ræða. Furðu sætir að stjórnendur á LSH skuli sýna starfsstéttinni þá fram- komu sem raun ber vitni. 7) Hvað segir Persónuvernd um þessi áform? Hvers vegna er ætt áfram með málið áður en það hefur verið brotið til mergjar hvað öryggi sjúklinga varðar? Getur verið að forstjórar á Landspítalanum haldi að þetta sé eitthvert prívatmál þeirra? Einkavæðingin á Landspítalanum Ögmundur Jónasson og Árni Stefán Jónsson fjalla um störf læknaritara » Læknaritarastarfiðer eitt af lykilstörf- um í heilbrigðiskerfinu. Persónuverndarsjón- armið og krafa um góða fagmennsku eru þar grundvallaratriði. Ögmundur Jónasson Árni Stefán Jónsson er formaður SFR og Ögmundur Jónasson er for- maður BSRB. Árni Stefán Jónsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn KEF Gaman er að koma í Keflavík. Það finnst a.m.k. þeim 746 íbúum Bítlabæjarins sem fengu vinning í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU Opið frá kl. 9-18 Höfum til leigu um 390 fm óinnréttað skrifstofuhúsnæði á 3. hæð ásamt bílastæð- um í bílakjallara. Hæðin er í einu af glæsilegri húsum við Borgartún. Nánari upplýs- ingar veita Hákon og Kjartan. 7278 GLÆSILEG SKRIFSTOFUHÆÐ Vel staðsett 530 fm atvinnuhúsnæði á áberandi horni í miðju Smiðjuhverfinu. Hús- næðið er í dag eitt opið rými með snyrtingum og kaffiaðstöðu. Mjög auðvelt er að breyta þessu húsnæði í verslunarhúsnæði, aðkoma er mjög góð, næg bílastæði. Auðvelt er að skipta húsnæðinu í tvo eða þrjá hluta. Húsnæðið er til afhendingar fljótlega. V. 117 m. 7109 SMIÐJUVEGUR – ÁBERANDI HORNLÓÐ Um að ræða eignarhluta 02-0106 sem er 120,0 fm og eignarhluta 02-0107 sem er 120 fm eða samtals 240 fm. Eignarhlutar eru nýttar sem ein heild í dag en auðvelt er að skipta þeim upp. Nánari upplýsingar veita Hákon og Kjartan. V. 48 m. 7261 SMIÐJUVEGUR – JARÐHÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.